Morgunblaðið - 09.12.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.12.1970, Blaðsíða 17
MORjGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1970 17 Endurminningar Krúsjeffs; Iverach McDonald frá „The Times“ segir álit sitt „Ég- lifi nú líkt og einsetu- maður í útjaðri Moskvu." Þannig byrjaði úrdráttur úr endurminningum Krúsjeffs sl. mánudag. Byrjimin er sönn, þó að einsetubústaðurinn sé í raun og veru rúmgott og fal- legt hús í trjálundi, sem marg ir öfunda íbúann af. Ég gekk framhjá húsinu fyrir nokkrum vikum og þá hafði fyrsti vetrarbylurinn gengið yfir og vetrarþögnin hvíldi yfir ísilögðum tjörnun- um i grenndinni og umhverf- ið minnti einna helzt á vetr- armynd á jólakorti. Spyrji vegfarandi um Krúsjeff verð ur yfirleitt lögreglumaður í nágrenninu fyrir svörum og segir, að því miður verði Ni- kita Sergeyevich að hvílast skv. læknisráði, en velkomið sé að bera honum og konu hans góðar kveðjur. Svarið hjá yfirvöldum i Moskvu er stuttaralegra, þau segja einfaldlega að Krúsjeff sé maður sem lifi sínu einka- lífi og að þau hafi ekki áhuga á honum. Hitt er rétt að á undanförn um árum fór Krúsjeff oft til Moskvu og bjó í íbúðinni sinni þar, en þeim heimsókn- um hefur fækkað eftir því sem aldurinn hefur færzt yfir hann. Hvað sem öðru líður, hefur einsetulifnaður hans gefið honum nægan tíma til að skrifa, lesa fyrir eða bara tala við fjölskyldu sina um æviskeiðið sem hefur fært honum allt, sem hægt er að öðlast. Á árunum, er allur heimur- inn þekkti Krjúsjeff hafði hann óstöðvandi þörf fyrir að tala og það leikur enginn vafi á, að margir hafa talið sig vita hvernig æviminning- arnar yrðu, er þær kæmu út. Fullar af skrýtlum, rússnesk- um orðatiltækjum og að þar yrði að finna aragrúa af ýms um atburðum úr lífi lians, sem hann hefði svo oft sagt frá við ýmis tækifæri, í mót- tökum, viðtölum eða í ræðum, og allir hefðu því heyrt áður. Þetta hefði eitt út af fyrir sig, getað fyllt heila bók, en svo undarlega vill til að mjög lítið er um slíkt í þessum ævi minningum. Úrdrátturinn sýnir að still Krúsjeffs nú er miklu hljóð- látari en ræðustíll hans var, er hann var upp á sitt bezta. Þessi þróun er afar eðlileg hjá manni, sem nú er svo miklu eldri og þreyttari. Allt bendir til að hér séu á ferð- inni æviminningar manns, sem hugsar upphátt án sterks tímaskyns, með lítið af skráð um heimildum eða minningum til að styðjast við. Tímaskyn hans ruglast greinilega öðru hverju og t.d. kom það fyrir í einum kafl- anum, sem birtist nú í vik- unni, að hann talar um heim- boð hjá Stalín og Nadezhdu Alliluyevu, eiginkonu hans, tveimur árum eftir lát henn- ar. 1 sama kafla eru svo Stalín og hann að tala um Nadezhdu í þátið. Mergurinn málsins er sá, að Krúsjeff heimsótti Stalín oft, bæði fyr ir dauða konu hans og eftir, en hér ruglar hann þessu saman í fyrsta tilvikinu. Ef einhver annar en Krúsjeff hefði skrifað þessar endur- minningar má telja víst, að hann hefði ekki látið grlpa sig á svona einföldum mistök um. Á öðrum stað er svo tal- að um Donbas, sem fæðingar- stað Krúsjeffs, en þar var æskuheimili hans. Kaflarnir um bernsku Krý sjeffs sýna bversú lítið er stuðzt við skrifaðar heimildir I þeim hluta endurminning- anna. Það er rétt að sumar málsgreinar eru líkar því, sem sagt var í sjónvarpskvik- mynd, sem gerð var um ævi hans af bandarísku sjón- varpsstöðinni NBC og var sið ar sýnd í BBC. En i þessar endurminningar vantar tvær sögur, sem Krúsjeff sagði oft. Aðra söguna sagði hann t. d. við fréttamenn 11. maí 1960, er hann fjallaði um U-2 málið. Hann sagði, að þegar hann hefði verið strákur, hefðu ræningjar haft mikið uppáhald á einu bragði. Þeir sendu lítinn strák út á götu og létu hann stöðva vegfar- anda og biðja hann um að skila úrinu sinu aftur. Meðan vegfarandinn stóð þarna og skildi ekkert í -neinu, komu ræningjarnir hlaupandi og hrópuðu á manninn að láta drenginn hafa úrið sitt aftur og frakkann að auki. 31. janúar 1958, tók ég langt viðtal við Krúsjeff og þá sagði hann mér aðra sögu i svipuðum dúr. Þegar hann var ungur námaverkamaður settu eigendur námunnar upp skilti, þar sem á stóð „borgað um mánaðamót", en þeir sögðu aldrei hvaða mánaðamót eða hvaða ár yrði borgað. Ef ein- Svetlana Stalín. hver annar hefði verið að setja saman æviminningar Krúsjeffs, er ólíklegt að hann hefði ekki freistazt til, að taka þessar sögur með. Annað, sem bendir til, að endurminningarnar séu Krú- sjeffs sjálfs er, að Krúsjeff viðurkennir á nokkrum stöð- um, að hann hafi ekki vitað mikið um hvað var að gerast í Sovétríkjunum á árunum eft ir 1930, er hann var að klifa mannvirðingarstigann innan flokksins. Hann segir t.d. að hann hafi ekki vitað um hung ursneyðina, sem fylgdi í kjöl far samyrkjubúaherferðarinn ar fyrr en mörgum árum seinna. Sjálfur var ég i hópi brezkra blaðamanna, sem ferðuðust um Sovétríkin 1932 og sáu sveltandi fólk í Úkr- Jósef Stalín. aníu. Ef maður á að trúa Krú sjeff hér og hann í raun og veru hafi ekkert vitað um þessi mál, þá hlýtur ritskoðun flokksins í Moskvu að hafa verið betri en við héldum á þeim tímum. Krúsjeff segir, að hann sjálfur og margir aðrir flokks menn hafi verið tregir til að trúa ýmsu, sem þeim var sagt, því að þeir trúðu enn á og treystu Stalín. Seinna kemur svo fram hjá Krúsjeff að þeir voru oft á báðum átt- um í trú sinni á Stalín og ótt- anum við hann og þvi hikuðu þeir við að segja honum ýmis legt, sem þeir voru hræddir um að hann tæki illa upp. Þessi skýring Krúsjeffs er mjög trúanleg, þó að sumum kunni að virðast hún ein kennileg. Við komuna til Moskvu 1925, er Krúsjeff gagntekinn af vináttu og til- finningasemi Stalíns og hvern ig hann heldur á málunum. Stuttu seinna lýsir hann Stal ín, sem ruddalegum og gróf- um, en þó ekki óþolandi. Síð- ast er hann svo orðinn morð- inginn, einræðisherrann, fullur af grimmd, vantrausti og tor- tryggni og hálfvitlaus af of- sóknarbrjálæði. 1951 eða 1952 á hann að hafa muldrað við sjálfan sig, „ég er búinn að vera, ég treysti engum, ekki einu sinn sjálfum mér.“ Þrátt fyrir þetta fordæmir Krúsjeff Stalín aldrei alger- lega og kallar hann meira að segja „mjög hæfan og vel gefinn mann." Það er eins og hann vilji ekki kasta öllu kerfi Stalíns fyrir borð, jafn vel þótt að öfgar hans hafi verið slíkar að „væri hann á lífi í dag greiddi ég atkvæði með að hann yrði dreginn fyr ir dómstóla og honum refsað fyrir glæpi sína“. Hvað var það, sem olli þess um breytingum á Stalín, frá því að Krúsjeff fyrst hitti hann? Endurminningarnar svara þessu ekki fyllilega. Krúsjeff segir: „Ég tel að það hafi verið á stríðsárun- um, að Stalín fór að bila í höfðinu". Þetta getur varla verið rétt, nema að hér eigi Krúsjeff við, að það hafi ver ið fyrst á striðsárunum að af- brigðileiki Stalíns kom glögg lega i ljós fyrir allra augum vegna sérvizkunnar í persónu legri hegðun hans. Það var þegar ljóst árið 1934, eftir morðið á Kirov i Leningrað, að Stalín var ó- eðlilega hræddur og hefni- gjarn. Hafi Krúsjeff haft rétb fyrir sér í leyniræðunni 1956 og að það hafi i raun og veru verið Stalín, sem lét myrða Kirov og notaði síðan morð- ið sem átyllu fyrir fjöldakúg- uninni, þá er það greinilegt, að hann var farinn að bila 1934. Þá ímyndaði hann sér samsæri gegn sér og trúði hugarburðinum. 1 endurminn ingunum segir: „Það var ver- ið að traðka blóm flokksins niður i svaðið með ofbeldisað gerðum, jafnvel nánustu sam starfsmenn Stalíns voru gripnir ofsóknaræðinu." Líklega má telja, að fyrst hafi orðið vart við afbrigði- leika Stalins tveimur eða þremur árum fyrr. Svetlana, dóttir Stalins segir í bók sinni „Bréf til 20 vina“, að hún hafi tekið eftir mikilli breytingu í fari föður síns, eftir sjálfsmorð móður sinnar árið 1932. Hún segir, að hon- um hafi fundizt hann vera svikinn, stunginn með rýtingi i bakið og hann hafi þá misst trúna á fólki. Skýring Svetlönu er ekki nægileg. Sjálfsmorðið var ekki upphafið. Það er al- mennt talið i Moskvu, að Nad ezhda hafi framið sjálfsmorð, einkum vegna hörmunganna sem hún heyrði um í sambandi við samyrkjubúaherferðina, en ekki svo mikið vegna ruddaskaparins, sem Stalin sýndi henni i annarra viður- vist. Stalín sagði síðar við Churchill að stríðið við smá- bændurna hefði verið hræði- legt, og það er hugsanlegt, að hinir miklu bardagar þá (sem hann átti sjálfur sök á) og sjálfsmorð Nadezhdu hafi saman orðið til þess að hin sjúklega grimmd og tor- tryggni brauzt út í honum. Endurminningar sýna, að Krúsjeff telur að enn sé fólk í Sovétríkjunum, sem heldur að það eigi Stalín að þakka framfarirnar í landinu. Þetta kann að vera ein helzta ástæð an fyrir útgáfu endurminn- inganna. Fyrstu kaflarnir ein ir, eru minnismerki um það sem Sovétríkin hafa gengið í gegnum — og aðvörun. Félagsmálaaöstoð borgarinnar: 48% vegna greiðslu húsnæðis Batnandi atvinnuástand hefur síður náð til skjólstæðinga F élagsmálastof nunar Á NÆSTA ári er áætlað að verja 106,8 milljónum króna til félagsmálaaðstoðar á vegum Reykjavíkurborg&r. Er hér um að ræða 41,3 milljón króna liækk un frá yfirstandandi ári eða 63,1%. Að nokkru leyti stafar þessi hækkun af því, að þær breytingar verða á gjaidaliðum, að sjúkrastyrkir, sjúkrasamlags- iðgjöld, útfararkostnaður og kostnaður við vistun barna, ann- arra en barna styrkþega, voru áður sjálfstæðir gjaldaliðir, en koma nú undir þennan gjalda- lið. Én mestu munar þó um aukna fjárbagsaðstoð tii styrk- þega á vegum borgarinnar & aldrinum 16—67 ára, en hún hækkar um 24,1 milljón króna eða 67%. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, sagði á fundi borgarstjórn ar sl. fimmtudag, að svo mikil hækkun á fjárveitingu til félags- málaaðstoðar þarfnaðist sérstakr ar skýringar og sagði borgar- stjóri i því sambandi. „Við mat á eðlilegum útgjöld- um vegna framfærslu og sam- anburði milli ára, verður sérstak lega að hafa tvo þætti í huga, fjölda styrkþega og framfærslu- kostnað. Þó að atvinnuástand hafi verið almennt betra en undanfarin ár og þar af leiðandi tekjur hærri, hefur sú bót á ríkjandi ástandi síður náð til skjólstæðinga Fé- iagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar, öryrkja, sjúklinga ogein stæðra mæðra, en til borgaranna almennt. Er hér um umhugsun- arefni að ræða, sem rætt verð- ur nánar siðar á þessum fundi. Fjöldi styrkþega hlýtur að markast annars vegar af ríkj- andi ástandi í þjóðfélaginu á hverjum tíma, t.d. atvinnu- ástandi, og hins vegar þeirrar stefnu, sem fylgt er i félagsmála starfsemi borgarinnar. Undanfarin ár hefur í sífellt ríkari mæli verið stefnt að auk- inni félagsmálaþjónustu í Reykja vík og lögð aukin áherzla á varn- aðarstarf og endurhæfingu. Stefnt er gegn ofnotkun stofn- ana, t.d. vistheimila fyrir börn, sem eru geysi kostnaðarsamar stofnanir i byggingu og rekstri, en í þess stað lögð áherzla á að- stoð við fjölskyldur og notkun fósturheimila, ef um vistun ut- an foreldraheimilis er að ræða. Með þessu er verið að flytja kostnað af byggingar- og rekstr- arkostnaði barnaheimila yfir á fjárhagsaðstoð við styrkþega. Stefna þessi hefur komið fram i minnkandi þörf fyrir vistheim- ili Íyrir börn ag þar af leiðandi hefur verið unnt að ætla meira fé til uppbyggingar dagvistun- arstofnana fyrir börn. Jafnframt hefur verið í mjög auknum mæli tekið upp náið samstarf við ýmsar stofnanir og sjúkrahús um sameiginlega skjólstæðinga og þeim með þvi skapaðir möguleikar til dvalar utan sjúkrahúsa og annarra kostnaðarsamra stofnana. Aukin og meira auglýst félags- málaþjönusta hefur í för með sér aukinn fjölda skjólstæðinga og fyrst um sinn ef til vill auk- in útgjöld vegna fjárhagsaðstoð- ar við skjólstæðinga. Aftur á móti miðar þetta aukna starf að því að draga úr útgjöldum á öðrum sviðum þjóðfélagsins og jafnframt koma . veg fyrir fram- tíðarútgjöld. Styrkþegar Reykjavíkurborgar voru samtals 1397 árið 1969 og á þeirra vegum (makar og böm) u.þ.b. 1917 einstaklingar, eða samtals 3314 einstaklingar. Samkvæmt því lætur nærri, að fjárhagsaðstoð i formi fram- færslu hafi árið 1969 verið að meðaltali kr. 28.700 á hverja fjöl- skyldu, eða ca. kr. 12.200 á hvern fjölskyldumeðlim. Oft á timum er hér um að ræða mjög kostn- aðarsöm einstök tilvik, t.d. vist- anir og fóstur barna. Tölur fyrir árið 1970 liggja ekki fyrir, en lausleg könnun sýnir, að útgjöld verða væntan- lega um 55 millj. kr. og styrk- þegar verða nálægt 1500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.