Morgunblaðið - 09.12.1970, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.12.1970, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1970 ofboðið verðið á, en henni fannst þvi hafa verið vel varið, þegar hún sá hrifningarsvipinn á Pat. — Þú hefðir átt að vera með hringinn þinn, sagði hann. — Nei, ekki hérna, elskan, — þar sem blaðamenn eru áhverju strái. Þarna var stúlka, sem söng. . . lítil ljóshærð stúlka fagurlega vaxin. Hún var íklædd laufum, sem héngu utan á henni hér og þar, og með háan höfuðbúnað — en svo heldur ekki neitt ann- að. Hún dansaði einhvern húla- dans og söng svo eitthvað með furðulega djúpri röddu og fólk- ið klappaði mikið fyrir henni. Pat klappaði lika og stúlkan sá hann og veifaði til hans yfir þveran salinn. — Hver er þetta? sagði Kath- leen, sem var farin að vera dá litið syfjuð, og var að velta þvi fyrir sér, hve langt væri liðið á nýárið. — Ég þekkti hana einu sinni, sagði hann kæruleysislega, — hún heitir Sandra — að minnsta kosti kallaði hún sig þvi nafni. — Bara Sandra? — Já, bara Sandra. Þú ert svo yndisleg í kvöld, Kathleen. Þetta er okkar ár, sagði hann, — og rétt að byrja. Hvemig geturðu verið svona afundin? — Afundin? En hún vissi vel, hvað hann átti við. Hann hafði þrefað við hana í Placid og hann hafði stælt við hana í bílnum í kvöld, milli þátta í leikhúsinu, yfir kvöldverðinum og víninu. Hvers vegna þyrftu þau að bíða, hvers vegna þurfti hún að vera svona þver, gat hún ómögulega séð sig um hönd? Stúlkan, sem kölluð var Sandra, lauk við endurtekning- una sína og hvarf. Nú birtist hún aftur, í þröngum, svörtum kvöldkjól, og stefndi beint að borðinu hjá þeim. Hún brosti til Pats en skuggi færðist yfir and lit hans, og hún kinkaði kolli til Kathieen, kæruleysislega. — Hvernig væri að fá^ eitt glas af kampavíni til minningar um gamla daga? sagði hún. Þjónninn kom með glas og Birta og ylur í skammdeginu. Vetur er sú árstíð, sem bezt hentar til að mála innanhúss. VITRETEX plastmálningin er framleidd í 40 mismunandi litum. Færið birtu og yl í húsið, með samstemmdum litum og litatónum. Munið nafnið VITRETEX, það er mikilvægt, því: Endingin vex með VITRETEX. Framleiðandi á (slandi: Slippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Símar 33433 og 33414 Hrúturinn, 21. marz — 19. april. Einliverjar hindranir í starfi eru framundan. Nautið, 2«. april — 20. maí. Reyndu að umnera fólk í kringum þig, þótt það kunni ekki eins vel til verks og æskilegt væri. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Smá víxlanir í viðskiptum tefja eitthvað fyrir þér í dag. Krabbinn, 21. júni — 22. júlí. Þér virðist allt vcra komið f sjálfheldu. Rcyndu að beita þér fyrir framgangi málanna, og gættu þess að taka rétta stefnu. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Einhver óþægindi bíða þín í dag, og reyndu að forðast deilur, er þaö verður. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Vertu dálítið vandur að vali vina og kunningja. Það er heldur ekki sama. hvað þú tekur þér fyrir hendur. Vogin, 23. september — 22. október. Ólíklegt er, að þú sleppir með kæruleysi, sem þú hefur sýnt. Sporðdrekiim, 23. október — 21. nóvember. Vertu viðbúinn að mæta erfiði, og hafa verkaskiptingu, sem þú ert ekki vanur. Vertu eins stundvís og þú mátt. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Reyndu að komast strax að efninu í starfi þínu. Reyndu að kaupa ekkert inn til heimilisins í svipinn. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú verður fyrir töfum I máli, sem þú áttir von á, að gengi vel, Kreddur og siðaprjál eru vanmetin alveg í dag. Blessaður vertu ekki að hygla grönnum þínum, það verður hvort eð er allt misskilið. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Bezt er að halda sig við gamlar venjur, og halda viðskiptasamning um opnum. Þú græðir engin ósköp á neinu í dag. FLskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Það bjargar engu að reyna að komast undan skyldustörfunum. Hugsaðu málið vel, og þú munt sjá, að þetta er rétt. stól. Pat kynnti þær. Sandra studdi olnbogunum á borðið og sagði: — Skál fyrir glæpunum! Hún setti frá sér glasið, leit á Pat bláu augunum með málning unni i kring. — Ég hef ekki séð þig mán- uðurn saman, elskan! Hann yppti öxlum og svaraði, að hann hefði ekki verið mikið á ferðinni. — Já, en ég hef heyrt sitt af hverju, sagði Sandra, — ég les blöðin og ég hitti fólk. Hún hall aði sér aftur á bak og mældi Kathleen með augunum. — Svo að þetta er sú nýjasta? sagði hún. — Sandra! sagði Pat hvasst. — O, ég er ekkert vond, sagði Sandra. Hún tæmdi glasið og stóð upp. Þar stóð hún og rétt snerti borðið með fingrunum og ávarpaði Kathleen. — Verði þér að góðu, sagði hún. — En væri ég spurð, mundi ég segja, að hann væri hálfgerð ur fantur. Og ég ætti að vita það manna bezt. Hún stikaði burt og vaggaði sér í mjöðmunum. XI. Nú varð stutt en óviðkunnan- leg þögn. Kathleen horfði á eft ir stúlkunni. Hún var mjög ung. Átján ára? Eða nítján? Kath- leen, sem þó var ekki svo miklu eldri, fannst hún sjálf vera fer- tug. Stúlkan stóð ekki við hlið hennar nema andartak, en samt fannst henni hún hafa séð hana hundrað sinnum og þekkja hvern andlitsdrátt hennar utan bókar, stutta, uppbretta nefið, stóru, grunnu bláu augun, þykk ar varimar, plokkuðu augna- brýrnar sem léðu henni ein- hvern undrunarsvip. En munn- urinn var hörkulegri en vera hefði átt á nítján ára stúlku og hárið, sem var næstum hvítt, hafði verið litað. Og vöxturinn, sem yrði síðar of feitlaginn, ef hún gætti ekki að mataræði sínu og hófsemi í kampavíns- drykkju. Kathleen leit alvarlega á Pat. Hann var brosandi, en ekki var trútt um að roði hefði færzt yf- KEFLVÍKINGAR I Aðalveri, Keflavík, gefst fólki kostur á að kynnast BAHÁ'Í-TRÚNNI. föstudagskvöldið 11. desember kl. 8,30 laugardagskvöldið 12. desember kl. 8,30 og sunnudagseftirmiðdag kl. 2—6. Fyrirlestrar, umræður, tónlistarfræði, veitingar o. fl. ALLIR INNILEGA VELKOMNIR. LANDSKENNSLUNEFND BAHÁ lA A ISLANDI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.