Morgunblaðið - 09.12.1970, Side 22
r-----
22
MORjGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1970
Erling Ellingsen fram-
kvæmdastj. - Minning
í DAG, miðvikudaginn 9. desem
ber, verður gerð frá Dómkirkj-
unni útför Erlings Ellingsen for
stjóra, er lézt mánudaginn 30.
nóvember sl. hér í Reykjavík.
Með Erling er genginn stór-
brotinn gáfumaður, hugstæður
þeim, er honum kynntust á lífs
leiðinni.
Erling Ellingsen var fæddur
hinn 20. júlí 1905 hér í Reykja-
vík, sonur hjónanna Marie og
Othars Ellingsen, slippstjóra og
síðar kaupmaruns, mikilsmetins
athafnamanns á sinni tíð, nú
Móðir min og tengdamóðir,
frú Herta Piernay,
lézt í Hamborg 7. desember.
Úrsúla B. Guðmundsson,
Kristján P. Guðmundsson.
Bróðir minn,
Guðmundur Árnason,
Jamesburg, U.S.A.,
andaðist 21. nóvember.
Fyrir hönd ættingja,
Ásmundur Árnason.
Útför eiginmanns míns,
Örnólfs Valdemarssonar,
Langlioltsvegi 20,
verður gerð frá Dómkirkj-
unmi fimmtudaginn 10. desem-
ber kL 13.30.
Ragnhildur Þorvarðsdóttir.
Útför
Eiríks Sveinssonar,
Þórsgötu 26A,
fer fram frá Fossvogskirkju
i dag miðvikud. 9. des. kl. 1.30.
Blóm afþökkuð, en þeim sesn.
vilidu mmnast hans, er bent: á
Krabbameinsfélagið.
Fyrir mina hönd og amnarra
vandamainna,
Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Útför mannsins mins,
Sigurþór Runólfsson,
Sogavegi 146,
fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 10. desember
kl. 13.30.
Börn, tengdabörn, barnabörn,
systkini hans, tengdamóðir,
systkini mín og þeirra makar.
Blóm afbeðin, en þeim, sem
vildu minnast hams, er bent
á Bústaðarkirkju.
Ástbjörg Erlendsdóttir.
látinn fyrir mörgum árum, en
frú Marie lifir son sinn í hárri
ellL
Erling ólst upp í föðurgarði á
annáluðu myndar- og góðgerða-
heimili í hópi góðra systkina.
Hann hóf nám í Menntaskólan-
um í Reykjavík strax er aldur
leyfði, því fljótt höfðu hinar af
burða námsgáfur hans sagt til
sín. Stúdentsprófi lauk hann ár
ið 1924 og prófi í byggingaverk-
fræði frá Noregs Tekniska Höj
skole í Þrándheimi árið 1928, þá
aðeins 23 ára gamall.
Að námi lokrnu vann hann að
verkfræðistörfum bæði á vegum
einkaaðila og opinberxa, svo sem
Skipulagsnefndar ríkisins, Raf-
orkumálas'krifstofunnar, Vita-
og hafnarmálastjóra o. fl. stöðum
á árunum 1928—1936, en gerðist
þá framkvæmdastjóri Olíufélags
ina Nafta h.f. til ársins 1945, er
hann var skipaður fyrsti flug-
málastjóri íslands. Það er mál
kunnugra, að vel hafi það rúm
verið skipað og samninga- og
skipulagshæfileikar hans sam-
fara verkfræðimenntun notið sín
til fulls, einmitt á meðan embætt
Útför móður minnar,
Aðalheiðar ólafsdóttur,
Mávaldíð 9,
verður gerð frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 11. des.
n.k. kl. 1.30 e. h.
F. h. harna hennar og ann-
arra aðstandenda,
Rósa Jónsdóttir.
ið var í mótun og verkefnin biðu
alls staðar, bæði innan lands og
utan, þegar herinn sleppti tökum
sínum af flugmálum íslendinga.
Embætti þessu gengdi hann til
ársins 1951, er hann ásamt fleir-
um stofnaði tryggingafélagið
Trygging h.f. og varð hann aðal
framkvæmdastjóri þess til dauða
dags.
Eins og þetta starfsyfirlit ber
með sér, þótt aðeins sé stiklað á
stóru, er það óvenju fjölbreytt,
enda eigi ofmælt að hæfileikar
Erlings og þekking spönnuðu yf
ir hin ólíklegustu svið. Um hann
má með sanni segja, að honum
væri fátt óviðkomandi og hann
virtist ávallt hafa tíma til þess
að kynna sér til hlítar mál, sem
bárust hverju sinni.
Með stofnun Tryggingar h.f.
fer Erling iinn á nýja braut í lífi
sínu, braut, sem var þó um það
leyti orðin all mjög troðin og
með þær forspár einar að vega-
nesti, að dómi kunnugra manna,
að eigi væri olnbogarúm fyrir
fleiri vátryggingafélög á íslandi.
Það má því hiklauist til krafta-
verka teljast, að á þeirn tíma,
sem síðan er liðinn tókst honum
að gera Trygging h.f. að þriðja
stærsta vátryggingafélagi lands-
Útför mannsiins míns, föður,
sonar og tengdasonar,
Birgis Arnar Jónssonar,
flugmanns,
fer fram frá Frikirkjunni í
Reykjavik fimmtudaginn 10.
des. M. 10,30 f. h. Þeim, sem
vildu minnast hans er bent
á líknarstofnanér.
Svala Guðmimdsdóttir,
íris Lana Bergsdóttir,
Elín Friðjúnsdóttir,
Jón Þorbjörnsson,
Gtiðlaug Vilhjálmsdóttir.
Innilegar þakkir fyrír auð-
sýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður
og ömmu,
Guðrúnar K. Pétursdóttur,
Gerðtibergi.
Helgi Finnbogason,
Sigríður Helgadóttir,
Sigurrós Helgadóttir,
Garðar Ólafsson,
Anna Garðarsdóttir.
Eiginmaður minn og faðir okkar
STEFÁN ÓLAFSSON
flugvélstjóri,
sem lézt af slysförum 2. desember sl. verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 10. þ.m. kl. 10,30.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem
vildu minnest hins látna er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd vandamanna
Bergljót Gunnarsdóttir og böm.
Faðir minn og stjúpfaðir okkar,
JÓN GUÐMUNDSSON.
fyrrverandi yfirtollvörður,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í dag miðvikudaginn 8. des-
ember kl. 3 síðdegis.
Guðrún Jónsdóttir,
Helga Pétursdóttir,
Pétur Pétursson.
ins og má það eflauist þakka
gjörhygli hans og sanngirni í
meðferð mála svo og hinni yfir-
gripsmiklu þekkingu, er hann afl
aði sér á tryggingarsviðinu, sem
til var teikið, jafnvel á Lloyd’s
markaðinum í Lundúnum.
Eins og af framansögðu má
ljóst vera, var hér um harla ó-
venjulegan mann að ræða, sem
gj arnan hélt sínu striki, þótt ekki
væri alltaf að skapi meðalmanns
ins, en svo er jafnan í lífi þessu
um þá mmenn, sem ekki feta með
alveginn.
Mannaforráð fórust Erling
einkar vel úr hendi, enda dáður
og virtur af öllum þeim, er hjá
honum hafa unnið fyrr og síðar.
Erling lét sér mjög anint um
starfsmenn sína og hagi þeirra,
ætlaðist til mikils af þeim en var
líka óþreytandi í því, að miðla
þeim af þekkingu sinni og
reynslu og fynstur til að umbuna
og viðurkenna þegar vel tókst
til, að hans áliti. Erlings verður
því lengi minnzt, sem hins mikil
hæfa og góða húsbónda.
Hann var tvíkvæntur, með
fyrri konu sinni, frú E'línu, sem
hann missti eftir 36 ára sambúð,
eignaðist hann einn son, Harald
viðskiptafræðing, seinni kona
hans frú Guðrún Ágústa lifir
mann sinn.
Ég votta öllum ættingjum hans
og venzlamönnum djúpa samúð.
Blessuð sé minning hans.
Ágúst Karlsson.
Á tæpu ári hefur maðurinn
með ljáinn höggvið djúpt skarð
í fjölskylduna að Miklubraut 9.
1 janúarmánuði s.l. var frú
Elín, skyndilega hrifin brott og
nú Erling fyrirvaralaust. Mætti
helzt af þessu ráða að forsjónin
ætlaðist til að þau hjón, sem lif-
að höfðu saman um langa hríð
í farsælu hjónabandi skyldu
ekki aðskilin nema um skamma
stund, en í þessu sem öðru eru
vegir Guðs órannsakanlegir.
Sá sem þessar línur ritar
kynntist Ellingsen, eins og hann
var að jafnaði kallaður, fyrir
aldarfjórðungi síðan, en hann
hafði þá nýverið tekið við em-
bætti flugmálastjóra, sem þá var
nýstofnað.
Ýmsir álitu að nokkuð mundi
það há honum í starfi að hann
Þökkum inndlega auðsýnda
samúð og vinarh-ug við and-
lát og jarðarför föður okk-
ar, tengdaföður og afa,
Haralds Þorvaldssonar,
Eiðsvaliagötu 8, Akureyri.
Börn, tengdabörn og
bamaböm.
Hjartanlega þakka ég öllum
sem sýndu mér samúð við
bálför dóttur minnar,
Lilju Zóphoníasdóttur.
Guð blesisi ykkur ölí.
Ólína Jóiiannsdóttir.
hafði ekki sérþekkingu á flug-
málum, en reynslan var önnur.
Góðar gáfur og menntun, svo og
lagni hans að stjórna samstarfs-
mönnum sínum, er höfðu til að
bera þá kunnáttu í flugmálum er
hann skorti í upphafi, varð þess
valdandi að brautryðjendastarf
það sem hann varfn i þessu em-
bætti var með ágætum. Það kom
i hlut Erlings að hafa með hönd-
um undirbúning að yfir-
töku Reykjavíkur- og Kefla-
víkurflugvallar, svo og yfir-
stjóm með rekstri Reykjavíkur-
flugvallar, og í upphafi einnig
þátt íslenzkra stjórnvalda I
rekstri Keflavíkurflugvallar.
Skipulag og uppbyggingu loft-
ferðaeftirlitsins, undirbúning og
framkvæmdir með fyrstu eig-
inlegu flugvallarmannvirkjum,
sem Islendingar byggðu sjálfir,
svo og uppbyggingu margra
annarra þátta flugmálanna, sem
of langt jrrði upp að telja. Þá
átti hann að verulegu leyti þátt
í samkomulegi því, sem í upp-
hafi var gert við alþjóðaflug-
málastofnunina, sem þá hét
PICAO, um rekstur alþjóðaflug-
þjónustunnar, sem Islendingar
hafa haft með höndum síðan.
Á ýmsan hátt búa því íslenzk
flugmál að því brautryðjenda-
starfi, er Ellingsen vann í emb-
ættistíð sinni, enda þótt liðin
séu hartnær tuttugu ár frá því
að hann lét af sörfum sem flug-
málastjóri. Mótun og skipulag
þessara mála i byrjun, var 1
senn vandaverk, en þó heillandi
viðfangsefni, sem Erling reynd-
ist yfirleitt auðvelt að glima við,
vegna eðliskosta sinna.
Persónulega var það mikils-
verð reynsla fyrir undirritaðan
þá ungan að árum, að fá tæki-
færi til að vinna með Erling og
undir hans stjórn, þó ekki væri
nema tiltölulega skamman tíma.
Sem yfirmanni var Erling lagið
að leiðbeina, en jafnframt láta
undirmenn sína hafa sem frjáls-
astar hendur um lausn verkefna,
en þó aðstoða þá á allan hátt
og lagði hann oft mikla vinnu í
slíkt, umfram það sem almennt
gerist um stjórnendur fyrir
tækja.
Á þessari kveðjustund er
margs að minnast og margt að
þakka, af hálfu gamalla
manna í fluginu og ekki hvað
sízt órjúfandi vináttu.
Ég vil svo að lokum
votta aðstandendum, mína
dýpstu samúð.
Gmmar Sigurðsson
ERLING Ellingsen, framkvæmda
stjóri, lézt óvænt þ. 30. nóv. sl.
Á kveðjustund er jafnan margs
að minnast. Nú, þegar Erling er
Framhald á bls. 25.
Hjartanilegar þakkir færum
við öllum þeim, sem vottuðu
okkur sarnúð og heiðruðu
minmángu móður okkar,
fóstunmóður, tengdamóðuir og
örramu,
Þórunar S. Einarsdóttur,
Uppsölum, Vestmannaeyjum.
Fiosi Finnsson,
Sigmimdur Finnsson,
Cyntia Finnsson,
Steina M. Finnsdóttir,
Friðrik Haraldsson,
Bergmann Júlíusson,
Eygló Ólafsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför,
GUÐMUNDAR PÁLSSONAB
húsgagnasmíðameistara, Kirkjuteig 29.
Páll Guðmundsson, Hrafnhildur Magnúsdóttir,
og böm,
Arni Guðmundsson, Guðfinna Sigmundsdóttir.