Morgunblaðið - 20.12.1970, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.12.1970, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1970 meira að segja eins og hann hefði hálf gaman af þessu. — Jæja! Hver hefur nú verið að kjafta? — Enginn. Hann hleypti brúnum. Svo sagði hann: — Þið Jim voruð að borða saman . . . — Já, það stendur heima. Hann hefur verið mér eitthvað fjandsamlegur í seinni tíð, án þess að ég viti ástæðuna til þess. En mér datt hún samt í hug. Ég vildi ekki valda neinu neinu ósamkomulagi milli ykkar — ekki einu sinni óviljandi. Hann tilbiður þig og er þér trúr. — Hvað sagði hann við þig? — Ekkert, sem þú gætir haft neitt að athuga við. Við töluð- um aðallega um konuna hans. — Fór hann að minnast á hana? sagði Pat og ætlaði ekki að trúa því. — Nei, ég gerði það. Og bauðst til að heimsækja hana. Pat brosti til hennar. — Það var þér líkt, tautaði hann, •— þú ert góð stúlka, Kathleen . . . hann lækkaði röddina . . . og þú ert min — Ekki er það nú enn, minnti hún hann á. Hún sat upprétt og bar óðan á. Þetta varð að vera skellt og fellt, annars yrði ekki neitt úr neinu. Hún sagði: -----Ég heyrði þig vera að tala við mann, sem heitir Jan- iseh. 1 síma, fyrir mistök. Ég hafði tekið upp minn síma það var opið samband í milli. Ég flýtti mér að leggja símann, en heyrði samt nokkuð. Hann er eftirlitsmaður, er það ekki? Pat var hörkulegur á svipinn. Hann kinkaði snöggt kolli. — Haltu áfram, sagði hann. — Ég sá líka bréf, sem hafði villzt í körfuna hjá mér. Til manns að nafni Carmeron. — Nú? Og hvað þá? — Ekki annað en það, að haldirðu áfram eins og þú ætlar þér í sambandi við þetta verk, þá ætla ég ekki að giftast þér. Og það er ákveðið. XIII. Hann leit á hana, steinhissa. / HANDHÆGT \ ■ / OG BRAGÐGOTT \ ^ ■ SÚPA OAGSINS t/ KJUKLINGAR ■STEIKUR • i e " ■'s X^DJÚPSTfclKTUR FISKUR •HAMBORGARAR. • - \ W SAMIOKUR • BANANASPLITT • ÍS ,/V / " MILKSAKE • KOKUR • KAFfl j,y \ ) SUKKULADI -INN AUSTURVERI HAALEITISBRAUT 68 SENDUM HEIM SIMI 82455 En svo fór hann að hlæja og henni til mestu furðu var hlát- urinn alveg eðlilegur. En svo leit hann framan í hana. Hláturinn þagnaði og svo varð ofurlítil þögn. Loksins spurði hann: — Er þér alvara með þetta? — Já, Pat. Hún varð hrædd er hún sá hann hleypa brúnum og hrukkurnar við munnvikin urðu eins og stirðar og frosnar. Hún var hrædd vegna þess, að hann hafði svo mikið vald yfir henni, að hún trúði ekki meir en svo á eigin stöðugleika sinn. Væru þau ein og hann tæki hana í faðm sér . . . En þau voru ekki ein. Hann sagði hóglega: — En þetta er bara vitleysa hjá þér, sem þú hefur ekkert vit á. — Ég hef nógu mikið vit á þeim, sagði hún dræmt. — Ég geri mér alveg Ijóst, að þú réðir mig ekki sem einkaritara ti] þess að hafa vit á neinu, heldur átti ég að vera uppá stáss. Vera persónulegur ritari þinn og taka þátt í samkvæmum. En hver sá sem er nokkurn veginn viti bor- inn getur lagt saman tvo og tvo og fengið út úr því. . . — Átta, tók hann snöggt fram i. — Þú ert vitlaus, elskan mín. Hann hallaði sér að henni og svipurinn mildaðist. — Vitlaus og heimsk og ég elska þig. En þetta er utan þins verkahrings. Og þú ert of fljót á þér að álykta. — Það er ekkert at- hugavert við þetta hjá okkur. Við sendum lægsta tilboðið . . . vona ég. Við fáum verkið og við ljúkum því. Og þetta verð- ur gott verk, Kathleen . . . eitt af okkar beztu. Þegar hún horfði framan í hann, eins og svipurinn á hon- um var orðinn núna, lá við að hún tryði honum. Nú kom þarna inn íólk, sem hún þekkti og settist við næsta borð og fór eitthvað að tala við hana, spyrja hana um foreldra hennar og þess háttar. Hún sagði: — Við getum ekki talað saman hérna, Pat. — Nei, vitanlega. Er Hanna heima í kvöld? — Því býst ég ekki við. — Þá er bezt, að ég komi með þér. Hún hikaði sem snöggvast. Hún haifði aldrei boðið hon- um að koma heim, þegar Hanna var að heiman. Og nú, ef nokkru sinni, var hún hrædd við að vera ein með honum. En samt herti hún upp hugann og sagði: — Allt í lagi, Pat. — Gott. Hann benti þjóninum og bað um reikninginn. Svo leit hann kring um sig í salnum og gerði athugasemdir við hatta kvennanna, sem þar voru. Loks Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Fé þitt viriðst hafa fengið vængi að fljúga á, svo liratt flýr það. Haltu í. ef þú getur. Nautið, 20. apríl — 20. majj. Farðu vel yfir innkaupalistann þinn og gættu þess, að )>ar séu aðeins hlutir, sem þig vanhagar um. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Einkaframtak og ráðstafanir eiga að vera í friði. Vertu þrjózkur og staður í starfi. fremur en heima fyrir. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Xímasóun i tómstundagaman er ein leiðin til að forðast tjáningu, flótti. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Ef eitthvað er tilviljunum undirorpið, skaltu endilega fylgja eigin hugboðum, og þá helzt þeim, sem ekki útheimta samvinnu við annað fólk. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Skeyttu slúðri engu. Það er alltaf fallvalt. Mótmæltu ekki breyt- ingum fyrr en þú sérð, hvert stefnir. Vogin, 23. september — 22. október. Samúð þín og góðhugur skiptir miklu máli fyrir vini þína og ættingja. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Gerðu ráð fyrir þvi að þurfa að vinna talsvert við óvenjulegar aðstæður. Þú getur ckki unnið þér ncitt létt þessa dagana. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. i dag verða einhvcrjar mikilvægar stefnubreytingar, og þú átt i dálitlu erfiði með sjálfan þig og aðra. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Vertu tækifærissinni og veldu þér léttustu leiðina út úr öllum vanda. Þú gætir jafnvel verið heppinn, þér að kostnaðarlausu. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Starf þitt og ævi eru miklum sviptingum umkringd um sinn, þótt ckki taki því að taka neitt of alvarlega, Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Því einfaldar, sem þú starfar, þeim mun þægilegra fyrir þlg sjálfan. Reyndu að knmast hjá eins miklum leiðindum og þú framast mátt. Lánaðu engum neitt. tOSPER — Nú ætla ég aö tæma grisinn, og ef þar er nóg fyrir pelsinum, gef ég þér hann i jólagjöf. 0PIÐ í DAG KL. 1-6 e.h. Bökunarvörur, mikið úrval, og við eigum jafnvel Crisco-feiti Þér eigið þess ekki kost að verzla í 1. fl. verzlun á sunnudegi í annan tíma Við bendum á nœg bílastœði við verzlanirnar Matsveinar verða yður til leiðbeiningar um matreiðslu kryddnotkun o.fl. & Úrvafið er meira en yður grunar Austurveri Háaleitisbraut 68 Matardeildin Hafnarstrœti 5 Sláturfélagið Hlemmtorgi EKKI ER RÁÐ NEMA í TÍMA SÉ TEKIÐ, AÐ HUCA AÐ ÞVÍ SEM Á JÓLUM SKAL ETIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.