Morgunblaðið - 07.02.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. BEBRUAR 1971 Aðstæður kalla á nýjar aðf erðir Leysum verkefnið á okkar hátt Heimsókn til Baldurs Líndal, sem vinnur að rannsóknum fyrir sjóefnavinnslu SJÓEFNAVERKSMIÐJA er stórt verkefni. Slíkt stór- virki þarf mikinn og vand- aöan undirbúning — rann- sóknir, boranir, markaðsleit o.s.frv., sem hvert um sig tekur lengri tíma en leik- mcnn gera sér grein fyrir. Baldur Líndal, efnafræðing- ur, er um það bil að Ijúka rannsóknum, sem hann hef- ur unnið að fyrir Rannsókn- arráð í nærri ár, en þær snú- ast um framleiðsluna á sóda og magnesíumklóríði, sem síð an á að framleiða úr magn- esíum með hefðbundnum aðferðum. En það er einmitt á þessu stigi, þegar fram- að skilja útskýringar hans, spjölluðum við fyrst svolítið al- mennt um nauðsyn slíkra rann- sókna. 1 þessu tilviki, þegar um er að ræða sjóefnaverksmiðju á Islandi, kemur inn i myndina nýr þáttur, jarðsjórinn, sem gott er að hafa, en hann er lítt þekktur i heiminum. Fleiri eru þó eins og íslendingar, farnir að hafa hug á að nýta slíkt, en að- stæður eru aldrei eins. — Salt hveravatn í Kaliforníu er að samsetningu nokkuð keimlíkt okkar jarðsjó, útskýrir Baldur, en magnið af efnunum er meira þar. Þeir eru líka að rannsaka þetta. Og allar aðstæður skipta miklu máli. Verkefnið er ólíkt í Kalíforníu og á Islandi. Þar leggja þeir jafn mikla áherzlu á að fá hreint vatn eins og sölt- in. Okkar viðhorf er að nýta Efnafræðing-arnir Baldur Líndal ogr Sigrurður Búnar Guðmunds- son standa ásamt aðstoðarmanni sínum, Hirti Magnússyni, við tækið, sem þeir nota til að búa til mag-nesíumkarbónat. leiða þarf úr saltinu sóta og magnesíumklóríð, að beita þarf nýjum aðferðum og nýta íslenzkt hráefni, frá- brugðið því sem annars stað- ar er. Á þessum rannsókn- um byggjast því framleiðslu- aðferðir og samkvæmt þeim þarf að byggja verksmiðjuna. Við litum inn til Baldurs Lín dals í rannsóknastofu Orku- stofnunar í Keldnaholti, þar sem hann vinnur að þessu, og með honum Sigurður Rúnar Guð- mundsson, efnafræðingur. Jú, Baldur sagði að á öllum stigum hefðu þessar rannsóknir gengið eins vel og nokkur hefði þorað að vona — og raunar betur við- urkenndi hann dræmt. — En nú eigum við eftir að fara yfir þetta allt og sjá hvernig það lít- ur út frá efnahagslegu sjónar- miði, flýtti hann sér að bæta við. Áður en við fórum að skoða öll þessi flóknu tæki og reyna orku og við hugsum meira um það en að fá þarna rafmagn. Við miðum að sjálfsögðu við að stæður hér. Við vitum af skelja- sandi hér úti í flóanum og við höfum næga gufu og getum vafa lítið fengið raforku á lágu verði til að vinna með. Það skipt ir mestu máli hvernig hægt er að notfæra sér það sem fyrir hendi er og við það miðum við okkar sérstöðu. Nú snúum við okkur að rann- sóknunum á hinum ýmsu stigum efnavinnslunnar. Baldur segir okkur, að fyrsta stigið, saltfram leiðsla úr jarðsjó með gufu, sé að mestu rannsakað, en með saltinu fæst kalsíumklórið, kalí- umklórið og bróm. Á þessu stigi er aðeins eftir að rann- saka sérstök atriði í sambandi við klsilútfellingu, en þau verða tekin til úrvinnslu í sumar. Þá er komið að öðru stiginu, sem er framleiðsla úr þessum hráefnum, þ.e. salti og sjó, með það fyrir augum að vinna end- anlega magnesíum. Það er einmitt sá þáttur, sem þeir efna- fræðingarnir hafa verið að fást víð í rannsóknastofunni sl. ár. Um tíma unnu þar tveir aðstoð armenn með efnafræðingunum tveimur. Áður hafði Baldur far- ið yfir þetta allt fræðilega og hafði þannig gert sér hugmynd um alla liðina. En þegar farið er að útfæra hugmyndirnar nánar, koma inn ýmsir þættir, sem eru öðru vísi en gerist annars stað- ar, útskýrir Baldur. Engin tvö hráefni eru eins. Og þegar jafn framt er verið að reyna nýjar aðferðir, þá er þetta töluvert mikið viðfangsefni. Aðstæðurn- ar hér kalla á nýjar aðferðir og við förum hiklaust út í að leysa verkefnið á okkar hátt, bætir hann við. Þarna í rannsóknastofunni er skeljasandur, sóttur i Faxaflóa. — Hann er nokkuð frábrugðinn því sem venjulegt er, segir Bald ur og lætur sandinn renna milli fingranna. Þetta er ekki bara kúskel, því í þessum sandi er fjöldi kalkútfellinga. Við þurf- um að sjálfsögðu að þekkja efna samsetninguna. T.d. er í þessum skeljasandi , magnesíum, sem verður að taka tillit til. Og við ræðum framleiðsluað- ferðina, sem þeir nota þarna í heimagerðum tækjum í rami- sóknastofunni. — Við brennum skeljasandinn, hitum hann upp í ríflega 900 stig í hálfan annan tíma, og þá er þetta orðið brennt kalk, segir Baldur. Það brennist eðlilega hjá okkur og ekkert sérstakt um það að segja. Síðan er kalkið leskjað, svo það verður að kalsíumhydroxíði. Við urðum að nota sérstakar aðferð- ir til að fá góða leskjun. Senni- lega af því að í skeljasandinum er nokkurt magn af sulfati. Síð- an kemur sjórinn til. Kalkið er sett í hann og fellur út magne- síumhýdroxíð. — Fæst þessi magnesíummjólk bara með því að hrista þetta svona saman í hólki, eins og þú gerir núna? — Já, en það reyndist ekki vandalaust, segir Baldur og bros ir undirfurðulega. — Vandinn er að fá magnesíumhydroxíðið til að falla ört, þvi annars verð- ur að hafa kerin svo stór að það getur ekki orðið hagkvæmt. Þetta var eitt af þeim vandamál- um, sem við vorum lengi að fást við, þ.e. að fá nógu stuttan útfellingartíma. Við gerðum ein- ar 80 prufur og þannig tókst það smám saman. Við tilraun- irnar reyndist þurfa að blanda aftur í magnesíumhydroxíði, sem við höfðum fellt út. Við tök- um það bara til baka, svo það kostar ekkert. Og með þvi að nota lengri súlu, var hægt að reikna út hagkvæma möguleika, þ.e. flatarmálið á kerin. Við fundum, að hægt er að fá með skeljasandinum útfellingar- hraða, sem er jafn hagkvæmur oig með hvtaða öðru efmii sexn er, þar á meðal með dolomíti. Það er mikilvægt, því skeljasandur hefur ekki verið notaður svona áður. Nú tókum við magnesíum hydroxíð og kolsýru og gerðum úr því magnesíumbikarbónat. Það gekk ágætlega. — Ekki er víst aflt búið enn? — Nei, þá er komið að jóna- skiptunum, sem felast í því að notað er svokallað jónaskipta- efni, sem litur út eins og ör- Rann- sóknir T, Baldur Líndal að vinna við til raunir í 5 metra háu jónaskipta tæki, sem smíðað hefur verið í skálanum í rannsóknastofunni. Aðstoðarmaður efnafræðingranna Örn Aðalsteinsson, við tæki þeirra. smáar plastkúlur. Við getum hlaðið þetta jónaskiptaefni með natríum og magnesíum. Ef natríumupplaust gengur í gegn um það natríumhlaðið, þá fáum við natríum út og magnesíum gengur inn. Þá er vökvinn orð- inn natríumbíkarbonat, ekki magnesíumbíkarbonat. Sódinn er síðan unnin úr natríumbíkarbón atlausninni. — Tökum svo jónskiptaefnið, sem dregið hafði í sig magne- síum og setjum aaltupplausn á það, heldur Baldur áfram út- skýringum sínum. Þá fáum við magnesíumklóríð. Og við þá upp lausn þarf lítið meira að gera en að eima og þurrka. — Þá eru fengin þessi tvö efni, sem sótzt var eftir, sódi og magnesíumklóríð, og allt hefur gengið vel, Eruð þið þá að Ijúka rannsóknunum? — Já, en við eigum þó enn eft ir að fara yfir lokastigið á sóda framleiðslunni og verðum að því í næstu tvo mánuði. Hér höf- um við farið i gegnum fyrsta stígið i mjög smáum mælikvarða, til að sjá hvernig þetta verkar allt saman, bætir Baldur við. En við tökum það einnig fyrir í stærri stíl og notum stærri tækl hérna yfir i skálanum. Við göngum yfir í skálann í hinum enda hússins. Þar hafði nóttina áður verið fellt út magnesiumhydroxíð úr sjó i þar til gerðum kassa og mátti sjá botnfallið gegnum gler. Og I enda salarins stóð skrýtin smíði, 5 metra hátt hrófatildur. Fyrst var spýta, svo var spýta, o.s.frv. og leiðslur lágu um þetta. Þarna var komið jónaskipta- tæki þeirra efnafræðinganna, sem ekki verður reynt að út- skýra hér. Við spurðum aðeins hvort tilraunum fyrir efnaverk- smiðjuna væri lokið, þegar búið væri að fara þannig yfir öll stig in aftur í stærri stíl og hvort þá væri hægt að fara að hanna verksmiðjuna eftir þeim niður- stöðum, sem fengnar væru. — f sumum tilvikum má taka þetta beint héðan og fara eft- ir því við lokateikningar, en á þriðja stigi tilraunanna tökum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.