Morgunblaðið - 06.03.1971, Side 18

Morgunblaðið - 06.03.1971, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1971 Sigurþór í»orgilsson, kennari: Raunhæfur „Poppskóli“ — Ný markmið — Nýjar leiðir Frarnhald af bls. 15 á aðalatriðum og aukaatriðum, að meta sjálfur atriði siðgæðis, fegurðar, fjár- hags og samvinnu, á augnablikum sem til þess bjóðast, innan námsefnis og ut- an. Ætli skólinn, að vera alhliða skóli og haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemendanna, þarf námið að verða miklu frjálsara og námsefnið fyllra og fjölbreyttara. Bóka söfn með heimildarbókum tilheyrandi námsefninu bjóða heim fjölbreyttari virkni, auknum áhuga og auknum skilningi á samhengi og skyldleika við skyld efni. Þau fræði verða meira lif- andi, betur grópuð í hugann og þess vegna létt að nota. Kennarinn þarf að nýta öll tækifæri til bess að fá nem- enduma virka í starfi, eina sqp og í hóp. Hann þarf með lifandi frásögn að haida virkninni við og með vissu milli- bili, meðan á starfi stendur, að skjóta inn námsstyrkjandi aðgerðum þegar hentar. Af ýmsu er að taka í þeim efn- um. En bezta námsstyrkjandi leiðin kemur þó frá nemandanum sjálfum, þegar hann nær svo langt að finna, að námið hafi þýðingu fyrir hann sjálf- an og hans eigin markmið. HNITMTBUN Eins og áður var um talað, þarf allt námsefni að hafa hnitmiðað, efnislægt markmið. Að þvi markmiði stefnir kennarinn og börnin með starfi sínu að námsefninu. Fer það eftir þyngd námsefnisins, starfsleiðunum og hæfni bamanna, hvenær í starfinu þau eygja hið hnitmiðaða markmið, sem stefnt er að. Hér er um að ræða hnitmiðun náms efnisins sjálfs, sem oft er fyrirfram ákveðin í námsskránni, þótt skólinn og kennarinn fái nokkru ráðið um inni- haldsgildi þess. Námsefnið, sem verið er að fást við hverju sínni, hefur því undirstöðugildi fyrir framtíð nemendanna. Ekkert náms efni hefur ævarandi gildi. Nýir tímar krefjast þess, að við námsefni sé bætt, það feilt niður og nýtt tekið upp. Fyrir allan þorra nemenda er sú fræðsla eðlileg, sem byggð er út frá þvl einfalda, skiljanlega, til hins flókna, fjarlæga. Til þess að mæta þess- um þörfum vits og þroska þarf að hnit- miða fræðsluna við nemandann sjátfan, tengja námsefnið reynslu nemendanna, þvi, sem þeir hafa verið með í, séð eða heyrt. Námsefnið er þannig gert barnshug- lægt, til þess að mæta þörf nemendanna fyrir þýðingu og samhengi. Þetta er ná- skylt þeirri skoðun margra skólamanna, að fræðsluna eigi að tengja því effii, sem nemendur hafa áhuga fyrir og óska að sökkva sér niður í. Eftir þvi sem nemendur eru vngri og minna þroskað- ir er hnitmiðunin nauðsynlegri. Þegar barn kemur fyrst i skóla, hefur það vissan orðaforða, sem það hefur lært með því að sjá, heyra, finna og tala við aðra. í skólanum þarf lengi vel að halda áfram að auka orðaforðann á sama hátt, til þess að búa undir lestr- arnámið. Með réttu er talað um ótíma- bært lestrarnám þegar barn er látið læra að lesa fjölda orða, sem það ekki skilur, þar sem hina hnitmiðuðu undir- stöðu vantar. Sama gildir að sjálfsögðu í öllum námsgreinum, að námsefnið þarf að hnit miða við barnið, svo að áhugi vaxi og hægt sé að byggja framhaldið á þvi, sem þegar er kunnugt. I Iesgreinum þarf að velja námsefnið og skipa í heildir, þannig að nemendur hafi yfir- sýn yfir hvað gera skal og nái að lok- uni að skilja tilgang og þýðingu náms- efnisins, hnitmiðun þess. Hin uppeldisfræðilegu hjálpargögn iétta og hjáipa, veita meiri og betri inn sýn í námsefnið og gera námið áhrifa- meira. Þau fylla betur hið talaða orð og eru dýrmæt hjálp, þegar hnitmiða skal fræðsluna og koma af stað nem- endavirkni. Vel undirbúin vettvangsathugun, hvort heldur er úti í náttúrunni, á söfn um, í stofnunum er einhver mest hnit- miðaða námshjálp, sem völ er á. Úr- vinnslan, þegar heim i kennslustofuna er komið, byggist á hnitmiðuðu efni, sem fyrir augu og eyru hefur borið í ferðinni og hvetur til þess að kafa til botns í leit að fróðleik. Bækur, tímarit og aðrar skriflegar heimildir hjálpa til við að hnitmiða fræðsluna og eru reyndar undir- staða fyrir vel skipulagt, sjálfstætt nám. Myndir, landabréf töflur, líkön, skuggamyndir, kvikmyndir, skólasjón- varp og skólaútvarp o.fl., sem skólinn ætti að eiga völ á, hjálpa og styðja á sama hátt og eru ekki þýðingarminni en sjálf kennslubókin. Hafi ke'nnaranum tekizt, í inngangin um að námsefninu, að hnitmiða það við nemendur sína, getur starfið haldið áfram stig af stigi með aðstoð heim- ilda. Þannig er strax í yngri deildum skólans hægt að auka áhugann fyrir notkun bóka í áframhaldandi námi. Markmiðið er að styðja einstakl- inginn í að finna starfsleiðir, sem hjáipa honum svo fljótt, sem hægt er, til þess að ná varanlegum árangri. EINSTAKLINGSHÆFING Námsmat og athuganir á námsferli nemenda eru grundvöllur fyrir því, að hægt sé að styðja, leiða og veita náms- hjálp. Mjög sjaldan hentar sams konar námshjálp öllum nemendum, þar sem dreifing hæfni, þroska og greindar er svo mikil innan bekkjanna. Verður kennarinn því að kynna sér alhliða ástand hvers nemanda, svo hægt sé að veíta honum þá aðstoð, sem hjálpar honum bezt á námsbrautinni. Þekking og hæfni eru þættir, sem hægt er að meta með þar til gerðum prófum fdia- gnostisk próf) og er tilgangur þeirra sá, að veita kennaranum nokkuð að- greindar upplýsingar, svo að hann geti skipulagt námshjáipina. Öðru máli gegnir um aðra eiginleika í fari nem- endanna, svo sem áhuga, samkennd og félagsanda, tæknilega hæfileika og Iagni og svo listræna eiginleika. Þess- ir þættir verða ekki prófaðir, en þá þarf að meta samt og umfram allt virða. Oft eru það þessir eiginleikar, sem móta áfstöðu nemandans til skólans og skóla starfsins. Þeir hjálpa nemandanum í eig in frumkvæði, félagslegri aðlögun og úthaldi til að fylgja starfi eftir til enda. Námsárangur og persónuþroski eru því meira háðir þessum eiginleikum í fari nemendanna en góðri greind eingöngu. Einstaklingshæfð hjálp og verkefni við hæfi hvers einstaks nemenda eiga að hjálpa honum til þess að yfirvinna sjálfur þá erfiðleika, sem hann mætir og að nýta og þroska þá eiginleika, sem í honum búa bg kennarinn veit um. Skipulag skólans þarf á vissu sviði að vera einstaklingshæft. Frjálst val á námsleiðum og námsefni i efri deild- um skólans. Flokkun nemenda innan bekkjanna vegna sérstakra erfiðleika, svo nokkuð sé nefnt. En umfram allt þarf að einstaklingshæfa verkefnin og veita einstaklingshjálp innan veggja skólastofunnar, þar sem hver nemandi fær verkefni við sitt hæfi og með sín- um hraða að þroska sig og sina eigin- leika. Krafan um árangur þarf þvi einnig að vera einstaklingshæfð. „Grasið sprettur ekki með því að toga í það,“ sagði ágætur skólamaður. Ekki má gera sömu kröfu til allra nemenda innan bekkjar. Ótækt- væri að miða námið við þá duglegustu, þar sem þeir sein- færnu yrðu þá utanveltu og beittu at- hafnaþrá sinni að öðru. Einnig eiga hinir dugmiklu kröfu á að fá að njóta sín í starfi að verkefnum og með hjálp sem þeir hafa þörf fyrir. Sjaldan full- nægir kennslubókin ein getu, áhuga og fróðleiksfýsn þessara nemenda. Þeir þurfa þvi á heimildargögnum að halda, svo námshæfileikar þeirra fái notið sín. Einnig getur verið, að innan sama bekkjar verði kennslubókin ofviða hluta nemendanna. Þar kemur til kasta kennarans, að skapa þeim börnum starfsskilyrði með einstaklingshjálp og hnitmiðuðum einstaklingshæfðum verk- efnum. Einstaklingshjálp er sérlega þýð ingarmikil fyrir þessa nemendur, þar sem oft eru hvorki tök á né rétt að setja þá í sérdeildir. Einstaklingshæfingin í hinum yngri deildum skólans getur ráðið áhuga nem andans í framtíðamámi hans, afstöðu hans til náms og skóla og stutt hann í vali á námsbraut og ævistarfi. Hæfni nemenda við að hlusta, tala, veita athygli, muna greina fjölda, sam- hæfa vöðva handarinnar, þarf sem allra fyrst á námsbrautinni að koma í Ijós í undirstöðunámsgreinunum, lestri, skrift og reikningi, svo hægt sé að veita aðstoð og auka sjálfstraustið. 1 öllum námsgreinum þurfa verkefn- in fyrir bekk eða hóp að vera ólík að þyngd. f lesgreinum, þar sem nemend- ur starfa sameiginlega að lausn verk- efnis, geta hinir dugminni nemendur starfað að einfaldari verkefnum, meðan aðrir fá innan sama verkefnis að kafa dýpra með notkun enn fleiri heimilda. Fjölbreyttar leiðir í námstækni þarf að læra innan veggja skólastofunnar, undir handleiðslu kennarans. Þær þarf að yiðhafa og þjálfa einstaklings- lega og í hópum, rifja þær upp og árétta í námsefninu sjálfu, svo að hver nemandi finni þá leið, sem hentar hon- um bezt og hann finnur sér traust í að nota. Af þessu leiðir, að heimanám, að nokkru marki, getur ekki talizt æski- legt, fyrr en nemandi getur beitt nokk- urri námstækni í sjálfstæðu starfi. Það er alkunna að hæfni í móður- máli er undirstaða alls annars náms. Enda þótt þjálfun í hinum ýmsu þátt- um móðurmáls fari oft fram I aðgreind- um móðurmálstímum, verður móðurmáls- nám ríkur þáttur í námi við aðrar náms- greinir, þar sem nemendur læra tæknina að hlusta með athygli, búa máli sínu búning í tali og skrift, tala í áheyrn annarra og vinna að námsefn- inu. Sama má segja um aðrar náms- greinir, þær grípa svo oft hver inn á annarrar svið, að þær verða ekki að- greindar i náminu, ef heildarmynd náms efnisins á að standa. Skipulagið og leið irnar ráða miklu um, hvort þess- um markmiðum og þörfum verður full- nægt. Sérstök einstaklingshæf ð verkefni þurfa að vera tiltæk fyrir móðurmáls- námið í yngri deildum, þar sem verk- efnið að þyngd og innihaldi svarar til hæfni nemandans i byrjun, en hann fær að vinna að i stighækkandi þymgdar- gráðu. Hann fær sjálfur að meta getu sína og reyna að gera betur næst og mynda sér þannig skoðun um hæfni sína. Hinum ólika starfshraða og hæfni hjá nemendum þarf að mæta með þvi að skipa þeim í flokka eftir því, hvernig þeir standa í hæfni og hraða og hjálpa þeim síðan sameiginlega. Markmiðið með einstaklingshjálp og einstaklings- hæfingu er að gera nemandann svo fljótt sem hægt er hæfan til þess að vinna sjálfstætt að verkefnum sínum. Sjálfstætt starf sem flestra í bekknum gerir kennaranum kleift að aðstoða þá, sem styttra eru á veg komnir. 1 yngri deildum er þessi einstaklingshæfing nauðsynleg, þegar kennarinn þarf að hjálpa einstaklingnum við að ná ýmsum grundvallaratriðum, meðan stærsti hluti bekkjarins vinnur sjálfstætt. Einstaklingshæfing og virkni eru ná- tengdir þættir, þar sem takmarkið er, að nemandinn verði sem mest virkur í sjálfstæðu starfi. SAMVINNA Samvinnu að námsefni þarf að læra. Hversu snemma hún er hafin, fer eftir ástandi og þroska nemendanna, en í yngri deildum er bezt að byrja út frá þörfinni af að vera saman í leik. Síð- ar styrkist samvinnan í daglegu starfi, þegar þörfin skapast fyrir að mála, og teikna, leika og syngja, lesa saman og hjálpar er þörf frá félaga. Skipulegt samstarf að námsefninu er bezt að hefja með parvinnu, þannig að sessunautar eða tveir félagar fáí að vinna saman að lausn verkefna. Fljótt þarf að byrja á þessu samstarfi í yngri deildum. Samvinnuþátturinn er þá fólg inn i því að koma sér saman um hvern- ig verði unnið að verkefninu, hvað hvor fyrir sig á að vinna og hvemig verkefninu skuli skilað. Við 9 ára ald- urinn gæti hin reglubundna hópvinna hafizt. Hóparnir verða nú stærri og starfa lehgur saman og verkefnin verða að sama skapi umfangsmeiri. Ákveðin samkennd myndast með hópnum og hver og einn er sér þess meðvitandi, að hlutur hans er þýðingarmikill hluti af heildarárangrinum. Reglur, sem gilda við starfið, eru nú ræddar Og ákvarðaðar í samráði við nemendurna. Þannig fá nemendur sjálfir ábyrgðina á starfinu, þar sem stjómunaraðgerðir kennarans flytjast yfir á þeirra eigin reglur. Starfssvið fyrir hópvinnu er vitt og þyrfti oft að tengja hana vettvangsat- hugunum úti í náttúrunni, á söfnum og í stofnunum. Undirbúningurinn undir slíkar heimsóknir og úrvinnslan, þegar í skólastofuna kemur, eru þar sérlega þýðingarmiklir þættir. Þegar lesgreinanámið er hafið fyrir alvöru, fær hópvinnan á sig nokkuð fastmótaðan blæ. Tveir til þrír tveggja manna hópar mynda nú einn starfshóp eftir að hafa valið sig saman. Sá, sem vill starfa einn, fær það, og nemanda, sem útundan verður, ráðstafar kennar- inn I samráði við óskir hans og vilja hópanna. Þá getur starfið hafizt. Einn til tveir hvetjandi tímar til und irbúnings starfinu, skipulagningin sjálf, þar sem hóparnir velja sér verkefni, starf að verkefnunum, efnið flutt í heyr anda hljóði eða sýnt, hnitmiðaðir þætt- ir dregnir fram og heildarmynd feng- in. Þegar næsta áhugaefni er tekið fyr- ír, er leyfilegt og líka æskilegt, að flytj ast milli hópa. Það styður félagsand- ann innan bekkjarins og veldur til- breytni. Öll samvinna á vegum skólans, sem eýkur félagsanda og félagsþroska, er dýrmæt. Með samstarfinu vinnst ekki aðeins, að skólinn skapi innan sinna vé- banda heilbrigt andrúmsloft, heldur nær andi þess langt út fyrir skólann og styður og styrkir eiginleika, sem við teljum æskilega í lýðræðisþjóðfé- lagi, svo sem hjálpsemi við aðra, sam- ábyrgð og félagsþroska og kennir auk þess að virða tilfinningar annarra, ósk- ir þeirra og vilja. Ilnitmiðaður þáttur. Nemendur sanna mál sitt með tilraun. Heitt vatn er léttara, í sér en kalt. Goifstraumurinn flýtiu- ofan á N-lshafsstraum og ger- ir Norðurlön^ byggileg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.