Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 23
r~
h
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1971
23 i
H
Enn um þjóðgarð á
Vestfjörðum
Að gefnu tilefni er óhjákvæmi
Iegt að bæta nokfcru við það,
sem áður hefur verið ritað um
frumvarp til laga um þjóðgarð
éi Vestfjörðum og jafnframt gera
nokfcrar athugasemdir við um-
mæli flutningsmanns Matthíasar
Bjarnasonar I viðtali við Morg-
unblaðið s.l. föstudag. í áður-
nefndu viðtali segir hann m.a.:
„Ætlun okkar flutningsmanna
er ekki sú að flæma neinn burt
frá jörðum þeirra, sem sýna
þeim á einn eða annan veg
ræbtarsemi." Eigi að taka þessi
orð bókstaflega, þá hefur hér
vissulega orðið hugarfarsbreyt-
ing í líkingu við hin snöggu
veðrabrigði Homstranda.
Við fyirstu umræðu á Alþingi
leggur hæstvirtur þingmaður á
það áherzlu að gera Sléttu-
hrepp að þjóðareign, enda ger-
ir frumvarpið sjálft ráð fyrir
eignarnámi náist ekki samning-
ar við eigendur. Hvemig hægt
er að samræma tvö svo ólík
sjónarmið er vandskilið. Annars
vegar á engan að flæma burt
frá jörðum sínum, hins vegar
skal allt tekið eignamámi. Sér-
stakar skýringar þyrftu að
fylgja með af hálfu hæstvirts
þingmanns, svo að við vitum,
hvort við eigum að taka mark
á frumvarpinu eða ummæium
hans sjálfs. —
Heldur gerir flutningsmað-
ur lítið úr húsakosti og ferðum
eigenda ti'l jarða sinna. 1 fram-
söguræðu sinni með frumvarp-
inu, segir hann orðrétt: „Jarð-
ir á öllu svæðinu ‘ em að veru-
legu leyti húsalausar með örfá-
um undantekningum og má
segja, að eigendur þessara jarða
sinni þeim lítið sem ekkert að
öðru leyti en því, að þar sem
silung er að fá er kannski far-
ið einu sinni til tvisvar yfir
sumarið til veiða, en þó eru
undantekningar til frá þessu og
sérstaklega hvað snertir Átt-
hagafélag Sléttuhreppsbúa." —
Ef til vill er hálfur sannleikur
betri en enginn, því að það eru
aðeins ummæli hahs um Átthaga
félagið, sem eiga við rök að
styðjast. Kunnugleiki þing-
mannsins er að öðru leyti af svo
Skomum skammti að furðu gegn
ir. Einstaklingar og smærri hóp-
ar hafa yfirleitt ekki leitað til
framkvæmdastjóra Djúpbátsins
h.f., þar sem aðrir hafa verið
boðnir og búnir gegn sann-
gjörnu gjaldi að sjá um flutn-
ing til umræddra svæða.
Matthías Bjarnason hefur því
ekki hugmynd um fjölda þeirra,
sem eytt hafa sumarleyfi sínu á
hinum norðlægu átthagaslóðum.
Um það atriði hvort eigend-
ur sinni jörðum sínum er hon-
um heldur ekki kunnugt, en
óski hann eftir upplýsingum í
þeim efnum, þá skulu þær fús-
lega veittar. Þó má benda á, að
myndarlegt hús er í smíðum á
Atlastöðum í Fljótavík og frek-
ari nýsmíði er á döfinni annars
staðar.
Að eigendur fari fyrst og
fremst til silungsveiða er hæp-
ið að fullyrða nokkuð um, þar
sem margir eru á ferð, áður en
silungur gengur í ár. Silungs-
veiðar gegna algjöru aukahlut-
verki, enda svo ótal margt ann-
að, sem dregur okkur á þessar
Slóðir. Þetta skilur hæstvirtur
þingmaður ekki, enda á hann
engar rætur á þessum slóðum.
Það er misskilningur Matthí-
asar Bjarnasonar að því sé hald
ið fram af minni hálfu í fyrri
grein minni, að hann sé núver-
andi framkvæmdastjóri Djúp-
bátsins h.f. Vil ég því biðja
hann að endurlesa orð mín um
það atriði, svo að hann leggi í
þau réttan skilning. Þar segir
orðrétt: sem framkvæmdastjóra
Djúpbátsins h.f., þá ætti hæst-
virtum flutningsmanni Matthíasi
Bjarnasyni að vera betur kunn-
ugt um hvers eðlis hún (þ.e.
lokun landsvæðisins) er en
nokkrum öðrum. Hvergi er
minnzt á núverandi fram-
kvæmdastjóra, enda voru síð-
ustu samskipti okkar vegna Átt-
hagafélagsins fyrir hans tíð. —
Um þau samskipti er bezt
að hafa sem fæst orð.
Það lætur vel í eyxum þeirra,
sem ekki þekfcja til, þegar seg-
ir í 7. gr. frumvarpsins, að þjóð-
Ingimar Guðmundsson.
garðsstjórn skuli sjá um réttmæt
ar greiðslur til eigenda jarða og
hlunninda. Hve réttmætar þær
greiðslur skuli vera, sést bezt á
eftirfarandi setningu, sem einn-
ig er í 7. gr. „Hafa skal hlið-
sjón af skattaframtali síðustu
þriggja ára, er eignir og hlunn-
indi eru metin." Það er ekki um
að villast, að flutningsmaður læt
ur sér annt um hag okkar þar
sem hann veit að margra ára
gamalt mat er á jörðum og eign-
um fiestra. Þriggja manna þjóð-
garðsstjórn undir forystu hans
hlyti því að verða okkur sér-
stakt fagnaðarefni, þar sem við
eigum slikan hauk í horni. —
Gert er ráð fyrir að frumvarp-
ið öðlist gildi sem lög hinn 1.
janúar 1972, samkvæmt 13. gr.
Þó getur flutningsniaður þess
í framsöguræðu sinni „að kaup
jarða eigi að taka langan tima
og taka eigi fullt tillit til þeirra,
sem þar eiga tengsl og sýna í
verki tryggð við þessa fornu
heimabyggð þeirra og þeirra for
feðra.“
„Öðru máli gegnir með eig-
endur jarða, sem ekki hafa kom-
ið á jarðir sínar árum saman eða
jafnvel í meira en áratug."
Samkvæmt ofangreindu eiga
kaup jarða að taka langan tíma,
en samt segir í frumvarpinu að
hafa skuli hliðsjón af skatta-
framtali síðustu þriggja ára!!
Ef flutningsmanni væri kunn
ugt um hverjir hafa vitjað jarða
sinna á liðnum árum, þá er hætt
við, að 582 ferkílómetra þjóð-
garðshugmynd þeirra félaga
drægist saman svo um munaði.
Æ fleiri hafa vitjað jarða sinna
á síðustu árum t.d. á Hesteyri,
í Aðalvík, Fljótavík, Hornvík,
Veiðileysufirði og viðar. Rétt er
þó og skylt að geta þess, að rík-
ið á þarna nokkrar eignir t.d.
Búðir í Hlöðuvík, Hælavik og
síldarverksmiðju á Hesteyri.
Þar er því um þjóðareign að
ræða, og hvernig hefur þeim
eignum verið haldið við? Síld-
arverksmiðja og bryggjur á
Hesteyri eins og eftir loftárás,
og hús á Búðum og í Hælavík
í algjörri niðurníðslu og fallin.
Viðhaldskostnaður enginn, enda
í samræmi við hið ömurlega ásig
komulag. Læknisbústaður og
skóli á Hesteyri voru áður í op-
inberri eign í algjörri vanhirðu,
en núverandi eigendum til sóma.
Sóknarkirkja og prestssetur á
Stað í Aðalvífc eru enn kyrr á
sinum stað vegna góðrar umsjón
ar og umhirðu Aðalvíkinga, sem
fremur vilja byggja upp en rífa
niður. — Staðreyndir tala sínu
máli, og við teljum málum okk-
ar betur borgið í eigin höndum
en þriggja manna þjóðgarðs-
stjórnar, sem hæglega gæti mis-
notað aðstöðu sína, samanber 4.
gr. frumvarpsins. „Húsabygging
ar má ekki gera á hinu frið-
lýsta svæði, nema með leyfi þjóð
garðsstjórnar. Slík aðstaða er
ekki æskileg að okkar dómi. Við
teljum að hverjum jarðeiganda
eigi að vera frjálst að byggja á
eigin landareign, æski hann
þess. Við framhaldsumræðu á
Alþingi sagðist flutningsmaður
„ekki skilja hvers vegna fólkið
hefði ekki komið og rætt við sig
um málið." Jafnframt segir
hann i viðtali við Morgunblað-
ið: „Mér er sagt að þetta félag
hafi haldið fund eftir að ég
flutti framsöguræðu fyrir mál-
inu á Alþingi og þar hafi efni
frumvarpsins verið rætt. Það
hefði vafalaust verið ómaksins
vert hjá forytstumönnum félags-
ins að spyrja annan hvorn okk-
ar flutningsmanna, hvort við
vildum ekki mæta á þessum
fundi, kynna fyrir fundarmönn-
um skoðanir okkar og athuga-
semdir um efni frumvarpsins eða
kynna sér hvað sagt hafi verið
á Alþingi, þegar frumvarpinu
var fylgt úr hlaði."
Hefði flutningsmaður kært
sig um, þá mætti ætla að hon-
um hefði staðið nær að kynna
sér undirtektir og vilja okkar,
áður en hann lagði fram marg-
nefnt frumvarp. FTumvarpið
sjálft hlýtur fyrst og fremst að
standa fyrir sínu, útskýringar
og athugasemdir framsögumanns
skipta minna máli. Prófessor í
eignarrétti réð okkur eindregið
til skjótra, sameiginlegra að-
gerða, því fyrr, því betra, þar
sem róðurinn til að ná rétti okk
ar yrði ærið þungur yrði frum-
varpið að lögum. Er því furða
þótt nærvera flutningsmanns
væri lítt eftirsóknarverð á áður
nefndum fundi á þessu stigi
málsins. Máltækið segir, að
kapp sé bezt með forsjá, og það
er því við engan að sakast, nema
sjálfan sig hafi samtök okkar
sniðgengið hæstvirtan þing-
mann. Þó er enn tími til stefnu
og tækifæri til að sjá sig um
hönd.
Á sjötta hundrað manns, sem
upprunnir eru á áðurnefndum
slóðum eða tengdir byggðarlag-
inu á annan hátt hafa þegar
undirritað og sent mótmæli við
frumvarpinu til hæstv. Alþingis.
Var það látið nægja til að sýna
afstöðu fólks til frumvarpsins,
þótt fjöldi annarra hafi lýst ein-
dregnum stuðningi við ein-
huga afstöðu Átthagafélags-
ins. Matthias Bjarnason segist
„sannfærður um, að þessi mót-
mæli, sem skipulögð hafa verið
Nybyggt hús á Atlastöðum í Fljótavík.
gegn frumvarpinu hefðu ekki
farið af stað, ef fólk hefði al-
mennt skoðað málið í ijósi þeirra
staðreynda, sem fyrir liggja og
hleypidómalaust."
Það þarf frjótt ímyndunarafl
til að sannfæra sjálfan sig um
sannleiksgildi slíkra orða. Að
minnsta kosti lítum við svo á að
„í ljósi þeirra staðreynda, sem
fyrir liggja „hafi skipuleg mót-
mæli gegn frumvarpinu, einmitt
verið knýjandi nauðsyn. Hitt
þykir okkur miður, þegar
„blaðamaðurinn segir ekki ná-
lægt þvi alltaf það sem mestu
máli skiptir í túlkun þingmanns-
ins i því máli, sem hann talar
um. En það gerðist einmitt í
þessu tilfelli" (þ.e.a.s. við fyrstu
umræðu) samkvæmt orðum þing-
mannsins. Hafi verið um rang-
túlkun að ræða, þá var hér kjör
ið tækifæri til að koma leiðrétt-
ingu á framfæri og koma að, því
sem mestu máli skipti. Slík til-
raun var aldrei gerð.
Við getum verið sammála um
það, að til þurfi að vera þeir
staðir, sem fólk geti leitað til
sér til hvíldar og hressingar í
leyfum sínum. Mikilvægi slíks
verður mönnum æ ljósara, og
því leggjum við enn sem fyrr
áherzlu á bættar samgöngur er
opnað geti landssvæðið. Frum-
varp um slíkt væri miklu væn-
legra til framdráttar, og það
mundi njóta stuðnings Átthaga-
félags Sléttuhrepps. Áskoranir
okkar vegna Djúpbátsins h.f. í
fyrri grein eru fyrst og fremst
tengdar tveim meginþáttum. 1
fyrsta lagi ætti Matthíasi Bjama
syni sem framkvæmdastjóra
Djúpbátsins h.f. í 26 ár að vera
kunnugt um samgöngur við það
svæði, sem lagt er til í grein-
argerð að opna og í öðru lagi
mætti ætla að tekið yrði mark á
orðum hans sem þingmanns, ef
hann gerðist talsmaður bættra
samgangna með sterk samtök að
baki. — Þetta er sú opnun, sem
við leggjum megináherzlu á, en
hugmyndir Matthiasar Bjarna-
sonar í þeim efnum hafa, því
miður, enn hvergi séð dagsins
Ijós.
Þingmaðurinn lítur svo á, að
við teljum flutningsmenn búa til
einhverja glansmynd á pappirn-
um um náttúrufegurð þessa
landssvæðis. Hvergi er slíku
haldið fram. Þvert á móti. Við
segjum aðeins, að slíkt kósta-
land eins og fram kemur í grein-
argerðini eigi sér vart hlið-
stæðu, nema í lýsingu Hrafna-
Flóka. Lýsing hans á landinu
og fyrirhyggjuleysi er sitt hvað.
Við vildum aðeins benda á, að
slíkt land yrði vart metið
til fjár og hvernig framkvæma
ætti svo víðtækt eignanám, svo
Franihald á bls. 24
ÞAKKIR
ti'l al'lra, sem minmtust mín á
afmælisdaginn 25. febr. sl.
Þakfcir mínar öll þið eigi,
allt fyrir það sem veitbuð mér.
6g alviss þess, að allt það
megi
endast meðan llífs ég er.
Þá að liðmum þessum degi,
þótit hálf sé öld, að baki mér.
Er það von mín að þið megi
þó ofíar eiga stundir hér.
Með bezbu kveðju.
Ólína Ólafsdóttir
Mávalilíð 46.
Einkabíll til sölu
CHEVY II 1962—63 mjög vel með farinn sjálfskiptur,
Til sýnis laugardag frá kl. 12—16 að Grenimel 19.
SÍMI 23636, 14654.
Til sölu
í gamla borgarhlutanum mjög góð 5—6 herb. 160 ferm íbúð.
Hagstætt verð og greiðsluskilmálar.
Einnig 4ra—5 herb. sérhæð.
SALA OG SAMNINGAR
Tjarnarstíg 2.
Kvöldsími sölustjóra 23636.
LEIGUFLUG FLUGSTÖÐIN SÍMI 11422 • • »4 « 'k
FLUGKENNSLA _ ;• •1 REYKJAVÍKURFLUGVEtLI ■ • * . \ n * 4' • ' %