Morgunblaðið - 18.03.1971, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1971
i
0 Ec unaðsríkasta
athöfnin einkamál
eða sýningaratriði?
Sextug kona, sem nefnir sig
B.V., skrifar eftirfarandi um
kynlif og hjónaband:
„Nö þykir það ekki lengur
neitt feimnismál að ræða og
rita um kynferðissamband og
athafnir karla og kvenna í
þeim efnum. Þegar ég var ung,
man ég ekki eftir, að sá ástar-
leikur karls og konu, sem gaf
okkur sjálft lífið, hafi verið
„borinn á torg.“ Nú er svo
komið, að unaðsrikasta athöfn
í samlifi þeirra, sem vænt þyk-
ir hvort um annað, og að
sjálfsögðu algjört einka- og
trúnaðarmál, virðist á þessum
timum vera gert að klúrri
markaðsvöru útsmoginna fjár
plógsmanna, samanber fréttír
frá einni höfuðborginni á
Norðurlöndum, en þar kvað
vera eitt atriðið á skemmtiskrá
í vissum veitingastað, að sýna
karl og konu eðla sig. Við höf-
um reyndar fengið forsmekk
af þessu á kvikmyndatjaldinu.
Tilefni þessa greinarstúfs
eru hinar sífelldu ráðlegging-
Fa BÍLA LKIGA \ IAJRf
220-22'
IRAUOARÁRSTÍG 31j
■25555
14444
W/UF/M
BILALEIGÁ
HVERFISGÖTU 103
VW SendíferíabifrciJ-VW 5 manna-VW svefnraj/i
VW Smanna-Lcndravcf 7manna
iiti n
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
W*bílasala
GUÐMUNDAR
Bergþóruqötu 3
Simar: 19032 — 20070
Blaðburðarfólk
óskast
r eftirtalin hverti ..
Skerjafjörður,
sunnan flugvallar
Talið við afgreiðsl-
una í síma 10100
ar í ræðu og riti um getnaðar-
varnir, sem ætíð er beint til
kvenna, en ekki karla.
Konan ein virðist eiga að bera
ábyrgð á því, að ekki kvikni
óæskilegt lif í ástarleiknum,
karlmaðurinn einungis að
njóta ánægjunnar. En oft herj-
ar óttinn í huga konunnar að
honum Ioknum, sérstaklega ef
um er að ræða skyndisamband,
enda ekki óeðlilegt, þar sem
hún ber „hita og þungann" eft-
ir á, ef hið óæskilega hefur
gerzt.
Konum er ráðlögð hin marg-
umtalaða pilla, lykkja o.fl. af
þessu tagi. Og eftir þvi sem ég
hefi komizt næst, er mörg kon-
an orðin stórlega taugaveikl-
uð af notkun pillunnar,
og ekki mun vera að fullu
rannsakað, hvaða áhrif hún
hefur á líkama hennar, þegar
fram í sækir. Minnsta kosti
virðist nú, sem einhver vafi sé
um ágæti hennar. Það er þvi
mikið lagt á konuna í þessu
nánasta samlífi karlmanns-
ins og hennar.
0 Engar tilfæringar með
getnaðarvarnir
Góð vinkona mín leyfði mér
að hafa þessi orð eftir sér:
„Mín reynsla í hamingjuríku
áratuga-hjónabandi með nær-
gætnum eiginmanni er þessi:
Við hjónin vildum eignast
þrjú börn, ög okkur varð að
ósk okkar, — álitum, að það
yrði okkur ekki ofviða
að koma þeim vel til manns. Og
það var eiginmaður minn, sem
stjórnaði þvi, að þau urðu
ekki fleiri. Ég þurfti ekki að
vera með neinar tilfæringar,
eins og konurnar núna; ég gat
treyst honum fyllilega. Aldrei
er minnzt á það í umræðunum
nú, að til eru getnaðarvamir
fyrir karlmenn, sem hvorki
gera þá né konuna taugaveikl-
aða.“
— Ég las nýlega grein, þar
sem sagt var frá því, að Bretar
væru að hefja mikinn áróður
í sambandi við þessi viðkvæxniu
mál, og að þeir beindu orðum
sínum ekki síður til karla um
aðgæzlu um þá miklu ábyrgð,
sem á herðum þeirra hvilir í
þessum efnum. Minnir mig, að
með greininni hafi fylgt mynd
af „háóléttum" ungum Breta,
ásamt spurningu i þessum dúr:
„Hvernig líður þér, veslingur-
inn?“ — „Æ, alveg bölv-
anlega," var svarið.
Og mér er spurn: Hvers
vegna beina læknar, og aðrir
þeir, sem góðu ráðin gefa hér
á landi, orðum sínum aldrei til
karla og benda þeim á getnað-
arverjur þær, sérh koma þeirh,
og um leið koriuhrti, að góðu
haldi?
Væri ekki athugandi að gera
það, og uppfræða karlmennina
jafn rækilega og konur um
þessi mál, áður en stór hópur
pngra kvenna á íslandi verður
orðin snarvitlaus á taugum af
pilluáti?
B.V.“
0 Geirfugl og fólk
Bergþóra Magnúsdóttir skrif
ar næsta bréf, sem Velvakanda
finnst rétt að birta, þótt sum-
ir séu komnir herin.
„Keflavík, 1. marz 1971.
Kæri Velvakandi!
Beztu þakkir fyrir marg-
breytilegt og oftast þarflegt
lestrarefni undanfarin ár.
Ég sendi þér Velvakandi
minn smáhugleiðingu, ef þér
fýndist hún þess virði að birta
hana í dálkum þínum.
Dömur athugið!
Höfum opið
á sunnudögum
yfir fermingarnar
Hárgreiðslustofan SOLIN
Laufásvegi 12 - Sími 22645
Saumakonur — sníðakonur
Vandvirkar konur geta fengið vinnu á
saumastofu okkar.
Gjörið svo vel og hafið samband við oss
föstudaginn 19. þ.m. eftir kl. 3. ekki í síma.
4
sqprqpai»öt!ir»_______LJ
m O Simi-22900 Laugaveg 26
í fjölmiðlunartækjuim þjóðar
innar hierfur fólk heyct og les-
ið, að sélja eigi uppstoppaðan
geirfugl á uppboði i London.
Þama eigum við íslendingar
saxna tæikifæri og aðrir til að
eiignast fáséðan fugl, ef nægi-
legir peningar eru fyrir hendi
til að greiða fyrir hæista boð.
Eflaust eru margir svo vel
stæðir að geta gefið fjárupp-
hæð til þessara kaupa og hafa
vilja til að gera það, því að
þegar á laugardagsmorgun, þ.
e. 27. febr., las ég frétt (í a£
mörkuðum reiti), að fyrstu 100
þúsundin væru þegar komin,
og von væri á fleiri úr ýmsum
áttum.
Nú um helgina hafa ýmsir
klúbbar, sem mikið hafa starf-
að að urnbóta- og Mknanstörf-
um, og margar opinberar stofn
anir tekið að sér að lyfta því
stóra ,,grettistakí“ að safna fyr
ir geirfuglinum á örfáum dög-
um.
Ég er ekki i nokkrum vafa
um, að þeim tekst það, svo vel
og rösklega er af stað farið,
og árna ég þeim allra heilla og
vona, eins og aðrir Islendingar,
að okkur takist að eignaat fugl
inn, þó aldrei væri til annars
en að geta stungið Skarðsbók
undir hans „verndarvæng" til
öruggrar varðveizlu um ókomn
ar aldir.
Tvö óyggjandi sönnunar-
gögn um stórhug Islendinga á
20. öld.
Ég las lika meira í Morgun-
blaðinu á laugardaginn.
Á sjöundu síðu sá ég mynd
af tveimur fallegum telpum,
þær voru að auglýsa hluta
veltu í kjallara vestur á Víði-
mel 63 til styrktar hrjáðri, van
sælli, íslenzkri fjölskyldu í
Ástratíu, sem ekkert þráir heit
ara en að komast heim.
Þær eru svo glaðar, litlu
telpurnar, þeim hefur gengið
svo vel. Amma hefur hjálpað
og menn, sem þær hafa beðið
um muni á hlutaveltuna, hafa
verið þeim gjöfulir og góðir.
Kæra þökk þeim, sem þetta
gerðu. Ég er margbúin að
spyrja sjálfa miig. Af hverju
er þetta bágstadda fólk ekki
komið heim? Söfnunin er búin
að standa í margar vikur.
Er enginn vilji hjá þeim, sem
máttinn hafa, til að hjálpa
þessu fóiki. Erum við fullorðna
fólikið að afkristnast?
Eru það bara börnin ökkar,
sem vilja og reyna að breyta
eftir trúnni, sem lögskipuð er
í landinu?
Erum við farin að dansa í
hring um gullkálfinn, metum
við meira að eignast uppstopp
aðan geirfugl en að greiða
götu vegvilltra landa okkar
úti i heimi?
Nei, ég vil ekki trúa þvi.
Það má aldrei gerast, að ís-
lenzka þjóðin bregðist svo
skyldu sinni.
Ég vona, að allir þeir, sem
hafa löngun ag getu til að
gefa 10 til 100 krónur í sjóð
geirfuglsins, hafi liíka löngun
og ráð á að leggja 5 tit 50 kr.
í lítinn bamslófa, sem ekki
mun láta sig muna um að
stookka með það í sjóð íslenzku
barnanna í Ástralíu, sem lang-
ar heim.
Virðingarfyllst,
Bergþóra Magnúsdóttir."
0 Rafmagnsinnheinita
Helgi L. Agnarsson skrifar:
„Reykjavik, 8. marz 1971.
Kæri Velvakandi!
Fyrir skörnmu birtist bréf i
dálkum þinum um óbilgimi raf
magnsveitunnar í innheimtuað
ferðum, þar sem við lá, að stór
tjón hlytist af. Þetta tilvik er
ekki einsdæmi eins og ég vii hér
benda á, þótt í minu tilviki sé
ekki um að ræða yfirvofandl
hættu á tjóni.
Mín refskák við rafmagns-
veituna er á þá leið, að á árun
um 1967—1'68 leigði ég í fáeina
mánuði húsnæði við Laugaveg,
en upplhaflega hafði bróðir
minn haft húsnœðið á leigu,
þar til ég tók við þvi, og var
það leigt með ljósum og hita,
að okkur skildist, enda var
leiguuppihæð í samræmi við
það, og var aldrei um arinað
talað i samskiptum okkar við
húseiganda, sem þrátt fyrir
það hefur látið skrá rafmagns-
mælinn á nafn bróður míns.
En hvað um það, ég flyt úr
húsnæðinu snemma ársins ’68,
og sama vor fæ ég sendan
reikning fyrir rafmagnsnofckun
þessara méuiaða. Ég svaraði því
bréflega og færði rök fyrir, að
mér bæri ekki að greiða þenn
an reikning. Leigusamningur
hafði enginn verið gerður, en
næsti leigjandi greiddi mun
lægri lieigu, án þess að rafmaign
væri innifalið. Þetta tók ég
allt fram í bréfi minu til raf-
magnsveitunnar, og eftir það
bárust ekki fleiri rukkanir,
fyrr en nú á síðasta ári brá
svo við, að mér voru sendar
rukkanir æ ofan í æ, og ekki
nóg með það, heldur var bætt
gráu ofan á svart, með því að
senda reikningana á nafn og
heimilisfang föður mins, sem
þá hafði verið dáinn í marga
mánuði. Þó er mér ekki kunn-
ugt um, hvort innheimtumenn
rafm.veitunnar hafi lagt leið
sína suður i kirkjugarð. Eftir
þetta var mér nóg boðið, skrif
aði rafm.veitunni og sagði, að
mér bæri ekki að greiða reikn
ing þennan, vitnaði í mitt fyrra
bréf og bað þá auk þess að
hætta að rukka föður minn heit
inn, hann borgaði ekki heldur.
Eftir allt þetta áleit ég mál-
ið úr sögunni, ekki sizt vegna
þess að ég var ekki skráður
fyrir viðkomandi mæli og vildi
ekki trúa, að innheimtustjórn-
in væri gjörsneydd sómatilfinn
ingu. En viti menn, svar þeirra
var skýlaus tilkynning um lok
un fyrir rafmagn, þar sem ég
nú er búsettur, yrðu ekki þess
ar skítnu þúsund kr. greidd-
ar innan nokkurra daga.
Finnst mér, að raffn.veitan
ætti að leggja niður þessar óbil
gjömu kröfur um sitt pund
af holdi, sem þeim virðist I
léttu rúmi liggja, hvar er tek-
ið. Þeir hafa ógnunarvald, og
það væri synd að segja, að
þeir beittu þvi ekki, og mætti
ætla, að það vald næði út fyrir
takmörk lífs og dauða að þeirra
áliti og framgangsmáta. Af
hverju stafar þetta? Að sjálf-
sögðu eiga menn að greiða sína
reikninga, en þeir verða líka
að vera á réttum rökum reist
ir, og ég fyrir mitt leyti greiði
ekki eyrisvirði, þótt reynt sé
að kúga með hótunum út úr
mér greiðslu, sem mér ekki ber.
Ef til vill hafa fleiri sömu sögu
að sagja. Að síðustu; við
hverju má búast, þegar opin-
ber stofnun beitir slíkum að-
ferðum? Með þökk fyrir biirt-
inguna.
Helgi L. Agnarsson,
Ásvallagötu 48,
Reykjavík."