Morgunblaðið - 18.03.1971, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1971
BLÓÐ-
TURNINN
. . 39 . .
Caleb dæi á undan gamla mann-
inum.
Þér farið strax til Farning-
cote núna, býst ég við?
— Já, ég fer þangað áreiðan-
lega, en bara ekki strax. Við
fengum dálitla vélarbilun á leið
inni og ég lofaði að verða um
borð og gera við hana. Ég slepp
ekki héðan fyrr en á laugardag
Kaupmaðurinn
mælir með Jurta!
í fyrsta lagi, líklega ekki fyrr
en á sunnudag. En ég verð nú
samt laus í heila viku, áður en
við siglum aftur. Sannast að
segja sendi ég Joyce skeyti frá
Gravesend og sagði henni að bú
ast við mér um helgina.
— Ungfrú Blackbrook lét í
ljós áhyggjur af þvi, að faðir
yðar þyrfti að vera einn í
Klaustrinu, sagði Jimmy.
— Já, auðvitað verður að gera
eitthvað í því máli, sagði Ben
hugsi. — Eins og þér skiljið, á
ég erfiðan tima framundan. Þér
spurðuð, hvað ég hefði í
hyggju. Undir eins og ég kem
til Lydenbridge ætla ég að ná í
Templecombe gamla, lög-
fræðinginn okkar, og komast að
því, hvernig ástandið hjá okkur
er í raun og veru. Og ef það
reynist ómögulegt að rétta eign-
ina við, ætla ég að fá gamla
manninn til að selja allt saman.
— Haldið þér, að það takist?
sagði Jimmy.
— Nei, það dettur mér ekki
í hug. Ég held, að engin rök biti
neitt á þessa trú hans á áletr-
uninni. En hvað skal gera? Ég
hef engin efni á því að fara af
sjónum og setjast að hjá honum.
Og þér hafið sjálfur séð, hvern-
ig Klaustrið lítur út. Get ég beð-
ið Joyce að flytja úr góða
húsinu sínu og setjast að í ann-
arri eins svínastíu?
— Ef ungfrú Blackbrook sett-
ist að í Klaustrinu, kynni hún
að geta lagað þar eitthvað til,
sagði Jimmy.
Benjamín hristi höfuðið. —
Ekki meðan frú Horning er
uppistandandi, sagði hann. ■—
Og það er ómögulegt að losna
við hana, þvi að það er sama
sem að Horning færi líka og það
mundi gamli maðurinn aldrei
samþykkja. Horning hefur litið
eftir honum síðan hann fékk
slagið, skiljið þér.
— Já, mér skildist það. Horn-
ing er væntanlega alveg trú-
verðugur?
— Já, fullkomlega, svaraði
Benjamin með áherzlu. — Ef
hann hefði ekki verið, veit ég
ekki hvernig Caleb og gamli
maðurinn hefðu komizt af. En
kerlingin er galómöguleg. Hvað
hét nú fuglinn, sem stal matn-
um frá öðrum og skemmdi það,
sem hann gat ekki étið?
— Harpýa, sagði Jimmy. Það
var kall, sem hét Fíneus, sem
lenti í vandræðum með þær,
munið þér.
— Stendur heima. Ég lærði
víst eitthvað um það í skólan-
um. Jæja, þar er frú Horning
alveg nákvæmlega lýst. Hún ét-
ur upp tvo þriðju af öllu, hvort
sem það er matur eða peningar,
sem kemur í Klaustrið. Eina
málsbótin hennar er sú, að henni
þótti virkilega vænt um vesling-
inn hann Caleb. Þau voru vön
að drekka saman í eldhúsinu á
kvöldin. En svo sem til jafnvæg
is gegn þessu, þá hataði hún
mig. Og ef Joyce kæmi i Klaustr
ið mundi hún gera henni lifið
óþolandi. Já, ég skal fullyrða,
að ég kem til að hafa nóg á
minni könnu næstu vikuna.
— Það er hætt við því, sagði
Jimmy. — Undirrót allrar ógæf-
unnar er auðvitað þessi óhagg-
anlega trú föður yðar á áletr-
uninni. Hefur yður aldrei dottið
Jörð óskast
Jörð óskast til kaups í fallegu umhverfi, veiðiréttur í á eða
vatni æskilegur. Má vera í allt að 250 km. fjarlægð frá
Reykjavík.
Tilboð er greini frá staðsetningu, hlunnindum og verði sendist
á afgreiðslu blaðsins fyrir 1. apríl 1971 merkt: ,Jörð — 6467".
AKRA
fyrír steih
t bakstur
t hákstur
FermingarmyncSatölcur
Pantið /7 •
í símo 17707 ‘■aucavbci /3
í hug, að hafi hann ein-
hverja leynda en raunverulega
ástæðu til þessarar trúar?
Benjamín starði á hann stein-
hissa.
— Hvað í dauðanum eruð þér
nú að fara? spurði hann.
— Ég skal segja þetta öðru-
vísi. Er það hugsanlegt, að fað-
ir yðar þekki eitthvert ráð til
að rétta við hag ættarinnar?
— Það er óhugsandi einfald-
lega vegna þess að það ráð er
ekki til. Eftir því sem ég hef
heyrt, hafa Glapthomarnir allt-
af verið fyrirhyggjulausir kján-
ar, síðan ættföðurinn Thaddeus
leið. Ættarauðurinn, eins og þér
kallið hann, hefur farið síminnk
andi síðan hann féll frá. Ég er
nú eina vonin, sem gamli mað-
urinn á eftir, og ég er hræddur
um, að ég sé heldur veik von.
Ég ætla mér ekki að giftast ein-
hverri milljónaradóttur, jafnvel
þó ég kynntist einhverri slíkri.
Og ríkidæmi flýtur ekki á sjón-
um, handa skipsvélstjóra að
hirða. Ef ég verð heppinn, enda
ég kannski einhvern tíma sem
fyrsti vélstjóri með fjörutiu
pund á mánuði.
— Það gæti verið hugsanlegt
að afstýra vandraeðum það
AKRA
fyrir steik
sem faðir yðar á eftir ólifað,
sagði Jimmy. — Til dæmis með
því að selja útskefjarnar af
eigninni. Mér var sagt i Lyden-
bridge, að hr. Woodspring væri
æstur í að fá móann keyptan.
Benjamín hló. — Já, mér er
kunnugt um það. Joyce sagði
mér frá því þegar við hittumst
seinast. Ef ég get sannfært
gamla manninn, þá má Wood-
spring hafa hann fyrir mér, með
mestu ánægju. En þá kemur
þessi andskotans turn til sög-
unnar. Ekkert gæti fengið gamla
manninn til að láta hann af
hendi, veit ég.
— Ekki einu sinni til Wood-
springs, sem á hjá honum tals-
verða peninga?
— Nei, hann mundi ekki láta
hann í hendurnar á sjálfum erki
englinum Gabríei. En auðvitað
verð ég að tala við Woodspring
karlinn. Eruð þér kannski bú-
inn að hitta hann?
Jimmy brosti. — Já, ég hef
hitt hann. Mér finnst hann dá-
lítið sérkennilegur náungi.
— Já, hann er dálítið skrít-
inn. Hann hefur verið gripinn
einhverri óskaplegri lotningu
fyrir Glapthornenafninu, en af
ýmsum ástæðum er honum mein-
AKRA
i bakstur
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Nú gildir ekkert annað en natnin og þolgæðin.
Nautið, 20. april — 20. maí.
Fólk, sem sýnir þér stórbokkaskap fer í taugarnar á þér, en
þú skalt engu að síður sýna því virðingu, því að þarna er við
ofurefli að etja.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní,
Þótt þú byrjir daginn snemma, gengur nógu skrykkjótt til að
valda þér töfum. Það skaðar ekki að eiga dálitla þolinmæði tíl
handa sjálfum sér og fleirum.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Núna er rétti tíminn til að kynna sér eitthvað nýtt.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Reyndu að láta til þín taka, ef von er um hagsbætúr.
Meyjan, 23. ágúst — 22. septeniber.
Málefni, sem þú ert löngu búinn að taka ákvarðanir um hafa
sín áhrif.
Vogin, 23. scptomber — 22. október.
Það er heilmikið unnið við það að blanda sér ekki í málefni
annarra.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Ekki er úr vegi að láta góðmennskuna byrja heima fyrir.
Boffmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Það glyttir í smá dægrastyttingu framundan.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Gerðu ráð fyrir því, að starfsfélagar verði eitthvað erfiðir í
taumi á næstunni. Þetta gengur þó yfir.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Eðlilegt er, að þú finnir einhverja mótspyrnu á næstunni.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Mikið af því, sem er að gerast fer blessunarlega fram hjá þér,
og þú ferð lítils á mis við það.