Morgunblaðið - 15.04.1971, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.04.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1971 17 i. ÞAÐ snjóaði, þegar við gengum út úr ílugstJöðivarbiygigiinigiuniii á KeflavEkur- ffliugvelli. Ég fór eittliwað að afsaka Is- land, sa.gðí að veðrið yrði kan nski betra á morgun. Borges var fljóbur að svara, „Við skulum ekki tala um hrvermig veðrið verður á morgun. Hvað gerir til þó að snjói. Ég er ekki kominn ti'I Is- lands til að dáist að veðrinu, heldur tala við fólk. Finna land'ið í samtölum við fólíkið. Heyra málið. Vitið þér að þeir segja til York í Jórvilk. Til er íslenzka, er það ðkki ?“ Þegar við vorum komnir til Reykja- vifcur, sagði hann, „Dvölin á Islandi er mér nú þegar orðinn mikil reynsla. Mig hefur alltaf dreymt um að koma til Lslands." Á leiðinni í bæinin hafði hann talað allan ttaiann um norrænar bókmennt- ir, samanburð á íslenzikium orðum, enig- ilsaxneskuim og latniesfcum, t.a.m. vissi hann að lax í Laxness merkir: salmon á ensku. Hann spurði um beygingar margra Menzikra orða, leitaði að rót- um þeirra, var fljótur að fcoma auga á að mánuður ætti rætur að rebja tdl miánans. Þannig töluðum við alla leið- ina í bætan. Og honum var reyndar svo mikið niðri fyrir, að hann talaði allan tímann. Borges sagði að Borg í nafni hans væri sama orðið og borig í íislenzfcu. Hann bætti við að Auden héldi því Æram, að nafn hans væiri af islenzkum uppruna: Auðunn. En ekki mun Borges gera fcrafur til að vera talinn húm,- vetnskur eins og Auden. Þó tók hann ræfcilega fram, að föðuramma hans hefði verið ensk — og vonandi af nor- rænum uppruna sagði hann. Systir hennar giftist ítala. Hún ffluttist til Suður-Amerílku og þangað fór amma sfcáldstas, þegar hún var un,g. Þar kiynntist hún spænskum mannd, sem átti eftir að verða afi Borges, þvi að þau felidiu hugi saman og giifbust eins og þá var siður. „Hann féll 1876 í einni af þessurn borgarastyrjiöldum, sem við höfum átt í,“ sagði skáldið. Ég man ekki eftir honum. Svto gott minni hef ég ekfci. Ég er fæddur 1899. Amma min talaði ensfcu og speensku, spænsfcuna að Vísu reiprennandi en þó ekfci vel. Hún er ættuð af víkinigaslóðum í Norðymbra- landi oig er kannsfci af norræniu bengi brotin. Ég vona það. Og ég held etas lengi í vonina og ég get.“ Ií. Jorge Lois Borges er prófessor í enskum bðkmenntum við háskóla í ætt- borg sinni, Buenos Aires, í Argentínu. Auk þess segist hann leggja stund á Pílagrímur á Islandi norræna tumgu ásamt nofckrum nem- endum öðruim. Ástæðan — auðvitað: „Island er fámenmt, en héðan hafa kom- ið mestu bókmenntir í heimii,“ sagði hann. „Það er ekki fjöldinn sem mál.i gkiptir, heldur gæðin.“ Hann spurði hvort snjór væri á veg- inum. „Ég er blindur. Ég sé ekfci fjöll- in.“ Borges hefur jafnvel séð fornar bók- menntir íslenzkar betur en margir aðr- ir. „En kannski er þó enn þá furðu- legra og meiri fjarstæða, að Borges virðist skilja betur sérkenni og eðli íslenzks skáldskapar en flestir þeir ís- lendingar, sem um hann fjalla“, segir Guðbergur Bergsson í grein um skáld- ið í Morgunblaðinu. „Ef til vill stafar það af því, að hanm sér hanm a'ldrei úr kofadyi'um,“ bætir Guðbergur við. Guðbergur Bergsson, einmitt: „Er hann ekki nýbúinn að þýða Eiríks sögu rauða á spænsku?" spyr skáldið. „Hvers vegna valdi hann hana? Hún er ekki með beztu sögunum. Líklega vegna Ameríkuferðanna," svarar hann sjálf- um sér. En hvernig er rauður borið fram á íslenzku?“ Svo ber hann orðið auðvitað rétt fram. Borges samdi fyrir mörgum árum yf- irlit yfir norrænar bókmenntir í forn- öld. „Fáir þekkja þá bók aðrir en nokkrir nemendur," segir hann. „Þetta er ekki nógu góð bók. Ég vissi svo lít- ið, þegar ég skrifaði hana. Næsta ár ætla ég að hreinrita nýtt ritverk um forníslenzkar bókmenntir." Það er til- hlökkun í röddinni. „Fyrri hluti bók- arinnar fjallar um Divina Komedía eft- ir Dante, sá síðari um fornenskar og íslenzkar bækur.“ III. Skáldið er frábærlega skaplhlýr og auðvitað barnslega einlægur, eins og allir miklir listamenn. Hann er sízt af öllu sölumaður frægðar sinnar. Hvorki að ytra útliti né hjartalagi, ef ég hef kynnzt honum rétt. ísland á frábæran vta í Jonge Lois Borges. Hann spyr ekki um gott veður eða glæstar hallir. En eitthvað hljóta þessar gömlu bæk- ur, sem við erum að endurheimta af Dönum, að hafa til síns ágætis fyrst svo merkur rithöfundur hrífst af þeim eins og barn. Höfuðskáld heimsmenn- ingar og Nóbelskandidat, kominn alla leið hingað i aprílbyl á áttræðisaldri með sama hugarfari og Auden og Morris. Hann rifjar upp það sem Morris sagði eifct stan: ,,Þú ert að fara til Islands," var sagt við hann. „Nei,“ svaraði hann ,,Ég er að fara pílagrímsför til íslands," sagði hann. Það sama segi ég.“ Borges er enginn sölumaður. Allra sízt selur hann hugmyndir eða hug- sjónir, eins og nú er í tízku. „Hvað þessu viðvíkur, eins og flestu, sem Borges snertir, er erfitt að færa hann í flokk, annan en sérflokk hans sjálfs,“ segir Guðbergur Bergsson í fyrrnefndri grein, þegar hamn hefur skýrt frá því, að Borges hafi „oft verið ásakaður fyr ir, og það kannski réttilega, vegna þess að ásökunarþörfin er eitt af frumskil- yrðum andlegs frelsis, að í bókum sín um finni hann ekki til í stormi tímans.“ En þessu hefur skáldið sjálft svarað fyrir löngu. Hálfur heimurinn hefur átt við hann samtöl, svo eftirsóknarvert þykir að vera í kompaníi við hann. Einhverju sinni var hann einmitt spurð ur um, hvaða boðskap hann flytti. Hann svaraði: „Ég er oft spurður hver sé boðsfcapur mtan; það er augljóst mál, að ég hef engan boðskap að flytja. Ég er hvorki hugsuður né siðfræðing- ur, aðeins maður sem skrifar og breyt- ir vandræðum sínum og þessu villta flækjukerfi, sem við köllum heimspeki, í bókmenntaform." Sem sagt: hann hefur sagt okkur allt um sig. Og ekkert. IV. Við gengum um bæinn. Fyrir fram- an Alþingishúsið hrópaði Borges sigri hrósandi: „Þetta allt er þá þinghúsið! Þið getið andað hérna fyrir stjórn- arvöldum". Hann sagði mér nánar frá fyrstu kynnum sínum af íslenzkum fornbók- menntuim. „Faðir minn,“ sagði hann, „átti ágætt bókasafn. Ég fékk Ieyfi til að skoða það. Þar komst ég yfir þýð- ingar Williams Morris og Eiríks Magn ússonar á Völsungasögu. Ég varð mjög hrifinn af að lesa hana. Þegar ég löngu síðar stundaði nám í Genf, las ég Germ aniu Tacitusar á latínu, en kynni mín af verfcum Caiiyles efldiu áhuga roinn á þýzku. Ég kynntist endursögn á Nor- egskonunga sögum á þessum námsár- um í Evrópu. Að námi loknu fór ég tifl Buenos Air- es og varð prófessor í enskum bók- menntum eftir byltinguna. Fyrir mörg um árum sagði ég við nemendur mína: Við skulum hefja námið í enskuim bók- menntum með því að lesa fornan engil- saxneskan skáldskap. Þessi skáldskap- ur, Bjólfskviða og Finsborgarkviða, fjalla m.a. um norrænt fólk. í Bjólfs- kviðu er sagt frá sænskum prinsi, en í Finsborgarkviðu eru allar söguhetj- urnar danskar. Það vakti athygli mína, enda merkilegt, að í elztu sagnakvæð- um Engilsaxa eru allar helztu sögu- persónurnar norrænar, og þá einkum danskar. Þessi kynni leiddu hugann að forn- urn íslenzlbuim skáldskap. Ég tók þeg- ar ásfcfóstri v.ið Heimiskringlu, Edd- urnar og Gretfcis sögu. Að wísu hef ég alltaf ábt fremur erfitt með að skilja Eddukvæðin, en þeim mun auðveldara að komast að kjama Snorra-Eddu. Hún er ribuð á yndislegu máli og einföldu. Ég hef gaman af fyndni Snorra, t.ajm. þegar hann lýsir þvii, hvernig kjaftur- inn á Fenrisúlfi nær himinskauta á milli.“ Þegar hér var komið samtalinu, mlinntist ég á smásögu Borges, Aðskota- dýrið. Hún fjallar um tvo bræður, sem verða ástfangnir af sömu konunni, stór- kostleg smásaga í forníslenzkum stil og anda. „Bezta sagan mita,“ segir Borges. „Þegar ég skrifaði hana, reyndi ég að ganga eins hreint til verks og hafundar íslendinga sagna. Ég hafði þær að fyrirmynd. Vinátta er mjög milkilvæg með þjóð mtani. Mér fannst óviðeigandi að láta bræðuma berast á banaspjót út a-f kvenmanninum. Fórn- aði því stúlkunni. Bnginn lausn önnur var á sögunni. Persónur hennar eru spænskar að uppruma, vaxnar úr fá- tækralwerfi Buenos Aires. Ég þeíkfct'í þetta fólik í æsku, jiá fullt af svona fólbi. Það bar alltaf hnif undir jakkan- uim. Sá þótti huigrakkastur, sem hafði hníf með stytzta blaðiniu. Ég sagði móð- ur minni fyrir söguna. En þegar ég kom að lokum hennar, var enfitt að láta eldri bróðurinn koma orðum að því við hinn, að hann hefði drepið kon- una. Þá sagði móðir mita: „Mér geðj- ast alls ekki að þessard sögu. En ég veit hvað eldri bróðirinn segir.“ Hún er af gamalli ætt, sem hefur barizt við Brasiliiumenn, Paraquayimenn, Indllána og í borganastyrjöldum. Móðir mín þehk ir uppruna sinn, jarðveginn sem sagan er sprofctin úr. Hún sagði, að eldri bróð- irtan hefði komizt svo að orði: „Gön.g- um nú til vinnu.“ Þá fyrst getur hann bætt við: „Ég drap hana.“ Söigunni lýk- ur m.eð lýsinigu á því, hvemig þeir grafa hana. Móðir mín var á tiræðisaldri, þeg- ar hún gaf mér lykilsetningu sögunnar. Hún er nú 95 ára, ern og athugul." Ég spuirði Borges, hvað hann hefði einfcuim lært af islenzkuim fombók- mennfcuim. „Sparsemi," sagði hann. „AH- ir, sem skrifa á spænisbu, hafa tilhneig- ingu til að fceygjia úr sfcílnum. Cervant- es er sagður hafa verið raunsæishöf- undur. En sögupersónur hans tala aldrei saman. Þær halda alltaf ræðu. Snorri Sturluson er stórkostlegasita leikrita- skáld, sem uppi hefur verið. Leikrita- Skáld án leikhúss. Shakespeare er alltof langorður. Sbílll hans er of teygður. Snorri hefði lagt Hamlet betri lokasetn- ingar í munn en Shakespeare. Sögumar kenndu mér að nota eins fá orð og unnt er. Cervanfces hefði aldrei í lýsingu á Einari þambarskelfi og Ólafi konungi nofcað setnimgu eins og: að skjóta Noreg úr hendi sér. Þegar ég las þetta fyrist, grét ég af gleði. V Borges segir að móðir hans hafi verið mjög andstæð einræðisstjórn Perons. Einvaldurinn lét sefcja hana í fangelsi, þegar hún var komin yfir áfctrætt. Syst- ir hans var einnig sefct í fangdlsi, svo og frændi hans. „Ég fébk dáiítið embæfcti í bæjarbóka- safninu í Buenos Aires, kenndi auk þess dálítið. Allir vissu að ég var harður andstæðtaigur etaræðisstefnu Perons. Þegar byltingin gegn honuim var um garð gengin, var ég gerður að lands- bókaverði Argentíou. Ég hafði sæmilega sjón fram til 1955. Á hverjum morgni beið leynilögreglu- maður eftir mér. Hann átti að njósna um mig fyrir stjórnina. Eitt sinn vatt ség mér að honum, ætlaði að hrekkja hann. Ég sagði: „Höfuim við ekki sézt áður?“ „Jú, auðvitað höfum við sézt áður,“ sagði hann. „Við hittumst á hverj- um morgni.“ Þá sagði ég: „Skreppum inn i veitingahús og fáum okkur kaffi- bolla.“ Hann sagði: „Já.“ Við fórum inn i veifcingahús. Þegar við vorum setztir sagði hann: „Þetta fer allt óskap- lega í taugamar á mér. Ég hafca eimræð- isstjórmna. En ég verð að gegna starfi míniu.“ Ég sagði við hann: „Hafið eng- ar áhyggjur af mér. Þeir halda að ég Framliald á bls, 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.