Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNTSTUDAGUR 18. APRÍL 1971 Umdeildar endur- minningar Browns MEÐ útgáfu endurmirm- inga sinna hefur George- Brown lávarður enn einu sinni komið af stað miklu fjaðrafoki. í bókinni deii- ir hann hart á forystu Verkamannaflokksins og verkal ý ðsh r e y f i ngar in n a r, og gagnrýni hans hefur verið tekin óstinnt upp í herbúðum flokksmanna hans. Uppljóstranir Ge- orge-Brown um stjórnar- aðferðir Ilarold Wilsons fyrrverandi forsætisráð- herra hafa áður birzt á prenti og valdið tölu- verðri beiskju. I endur- minningunum er sem hann bæti gráu ofan á svart að margra dómi. George-Brown segir meðal annars, að aðferðir stjórnar- andstöðunnar undir forystu Wilsons séu „heimskulegar", og hann gagnrýnir flokk sinn harðlega fyrir eftirláts- semi við ,,stórlaxana“ í verka lýðshreyfingunni. Hann talar um stjórnleysi í verkalýðs málum og segir að með tilraunum til þess að fella stjórn fslandsflokksins með verkföllum sé verið að stofna lýðræðinu í haettu. „í hrein- skilni sagt minnist ég þess ekki að okkur flestum hafi nokkru sinni fundizt ástand- ið eins gott og í árslok 1970,“ segir hann. I bókinni segir George- Brown, að verkalýðsbarátta í Bretlandi nú sé allt önnur en sú barátta, sem var háð þeg- ar hann ólst upp í verkalýðs- hreyfingunni. Baráttan nú sé milli þeirra sem trúi á lýð- ræði, reglu og eftirlit og þeirra sem aðeins vilji rífa niður. Það sé fásinna að fara í verkfall þegar i boði sé 2—3 punda kauphækkun á viku. Áhrif þessarar baráttu á lýðræðið séu þó öliu alvar- legri. Það hafi aldrei komið tii tals um hans daga að reyna að víkja þjóðkjörinni stjórn frá með valdi, nema ef til vill á fyrstu árunum eftir fyrri heimsstyrjöidina. Vona verði, að flokkurinn, stuðn- ingsmenn hans og verkalýðs félögin, sem viti betur, berj- ist gegn tijraunum nokkurra öfgamanna til þess að telja þeim trú um, að þeir geti graf ið undan ríkisstjórn, sem þeir hafi vanþóknun á, með verk- föllum. Slíkt geti skapað for- dæmi er geti lagt brezkt lýð- ræði að velli. Síðan beinir George- Brown spjótum sínum að for ystumönnunum, sem eru flest gamiir samstarfsmenn hans. „Mér finnst Verkamanna flokkurinn haga baráttu sinni í stjómarandstöðu næst um því eins heimskulega og hann hagaði baráttu sinni í kosningunum," segir hann. Hann gagnrýnir hve fjárhags lega háður Verkamannaflokk urinn sé verkalýðshreyfing- unni: „Um þessar mundir ótt ast ég, að verkalýðshreyfing in sé of eftirlátssöm við „stór laxana", náungana sem hafa á bak við sig mesta atkvæða- magnið, sem grundvallast ekki alltaf á lýðræðislegum ákvörðunum umbjóðenda þeirra, sem þeir kjósa fyrir.“ Viðbrögð þeirra sem George-Brown beinir spjót- um sínum að, eru öll á eina lund, en ýmsir hafa leitt hjá sér að svara gagnrýni hans. Vinstrisinnaðir þingmenn Verkamannaflokksins hafa verið háværastir. Russel Kerr þingmaður segir m.a.: „Aum- ingja George gamii er búinn að vera. Við þurfum ekki að taka hann alltof hátíðlega." Frank Allaun, fulitrúl í fram kvæmdastjórn Verkamanna- flokksins, tekur dýpra í ár- inni: „George-Brown ætti að ganga í Ihaldsflokkinn ef honum finnst ástandið harla gott á sama tima og 800.000 verkamenn eru atvinnulausir. Aðrir þingmenn Verkamanna flokksins eru hins vegar þeirrar skoðunar að álit George-Browns á baráttu stjórnarandstöðunnar eigi sterkan hljómgrunn í hægra armi flokksins. UMDEILD FBAMKOMA Endurminningar George- Browns hafa fengið góða dóma, þótt skoðanir hans þyki orka tvimælis. 1 Sun day Times segir John Grigg í ritdómi um bókina, að það sé ekki á rökum reist að George-Brown hafi brotið sér leið i stjómmálunum af eigin rammleik. Hann hafi fæðzt inn í verkalýðshreyf- inguna, faðir hans hafi um árabil verið náinn samstarfs- maður verkalýðsforingjans Emest Bevin (síðar utanrík- isráðherra), og þrátt fyrir ágæta hæfileika hefði George-Brown ekki náð eins langt og raun ber vitni, ef hann hefði ekki notið með- fæddra forréttinda og snemma komizt í samband við áhrifamenn. Ritdómarinn seg ir, að skapgallar hans hafi sennilega orðið þess valdandi að hann var ekki kjörinn for ingi Verkamannaflokksins er Hugh GaitskeU lézt 1963. Hann hafi alltaf viljað láta á sér bera, en þess á milli hafi hann vorkennt sjálfum sér, áskilið sér rétt til þess að framkvæma hlutina eftir eig- in höfði en síðan kvartað yf- ir afleiðingunum. Umkvart- anir hans í garð blaðamanna eigi á nokkurn hátt rétt á sér, en hins vegar hafi hann enga tilraun gert til að forðast að fá um sig neikvæð ar fréttir með framkomu sinni, þvert á móti hafi hann gert sér far um að vera fræg ur að endemum. Hann hafi fengið orð fyrir óvarkára, jafnvel fiflalega framkomu, en ekkert reynt að laga fram komu sína, heldur hvað eftir annað komið þannig fram að það orð hafi festst við hann. MISTÖK En ritdómarinn segir, að hafi efasemdir vegna skap- utanríkisráðherra hafi hann verið frumkvöðull annarr- ar misheppnuðu tilraunarinn ar, sem Bretar gerðu til að ganga í Efnahagsbandalagið. En þótt viðræður hans við de Gaulie í árslok 1966 hafi leitt greinilega í ljós, að hers höfðinginn væri sém fyrr ein dreginn andstæðingur Breta, þá hafi George-Brown og Harold Wilson eytt tíma í að heimsækja höfuðborgir aðild arlandanna í ársbyrjun 1967. Mánuðum saman hafi þeir átt í tilgangslausum viðræðum, sennilega vegna þess að hafi verið persónuleg móðg- unargimi. Oftar en einu sinni hefði hann getað sagt af sér í stórmálum og af grund- vallarástæðum. Siðan hafi hann bætt gnáu ofan á svart með því að stiga ekki skref- ið til fulls, hann hafi ekkí skorið upp herör gegn stjóm Verkamannaflokksins af ótta við að skaða flokkinn. Sag- an hafi sýnt hvað eftir ann- að, að vilji maður, sem segi af sér, ná árangri, verði hann að vera við því búinn að kljúfa flokkinn eins og Joseph Chamberlain hafi klofið Frjálslynda flokkinn í írlandsmálinu og Ihalds- flokkinn i tollamálinu. John Grigg nefnir grein sína „Mannlegur stjórnmálamað- ur“ og segir að lokum, að þrátt fyrir öll mistök og alía George-Brown. Mannlegur stjórnmálamað- ur, segja gagnrýnendur — Ætti að ganga í íhaldsflokk- inn segja samherjar hans gerðar hans kostað hann for- ingjastöðuna í flokknum þá hafi störf hans i tveimur valdamiklum ráðherraembætt um eftir valdatöku Verka- mannaflokksins misheppnazt vegna grundvallargalla hans sem stjórnmálamanns. Hann hafi bæði sem efnahagsmála- ráðherra og utanrikisráð- herra sýnt skort á pólitísku raunsæi, sem hafi orðið hon- um að falli. Hann skilji ekki, að tilraun Verkamannaflokks ins til þess að gera nýtt efna- hagsráðuneyti að yfirstjórn allra efnahagsmáia hafi verið dæmd til að mistakast. Sem George Brown hafi talið sig geta sniðgengið de Gaulle með því að tryggja stuðning hinna aðildarlandanna fimm. t»essi hugmynd hafi verið hel ber blekking. De Gaulle hafi ekki verið sú manngerð, sem hefði látið undan þrýstingi bandalagsþjóða og þar að auki hafi stuðningur þeirra við Breta verið talsvert minni en litið hefði út fyrir. MANNLECUR Mesta öraunsæið telur John Grigg að George- Brown hafi sýnt er hann sagði af sér. Ástæðan galla sé George Brown mik ilhæfur stjórnmálamaður, sem verði hlýlega minnzt löngu eftir að stjórnmála- menn, sem meiri árangri hafi náð, verði gleymdir. Hann sé mikill vegna þess, að ferill hans hafi ekki mótazt ein göngu af metnaði heldur af trú einlægs kristins manns og lýðræðissinna. Leitt sé að hann hafi tapað í síðustu kosningum og ef til vill njóti hann sín ekki fullkomlega sem lávarður. Pólitiskt Kk hans kunni að rotna I lávarðadeildinni, en andi hans muni lifa. Orðsending frn LAUFINV Fermingarkápur, mídi-lengd, verð frá 3.700,00 kr. Vor og heilsárskápur, verð frá 3 900,00 kr. Maxi-kjólar í úrvaii. buxnakjólar, stuttbuxur með pilsi. stuttbuxur og síðbuxur og fleiri tízkuvörur í úrvali. Dömubúðin LAUFiÐ, Laugavegi 65. Áfthngnfélog Strnndamannn Sumarfagnaður félagsins verður haldinn í Domus Medica, laugardaginn 24. apríl klukkan 9 stundvísiega. Nánar auglýst á þriðjudag. STJÓRIMIN. Áfengisvarnir — til umræðu í borgarstjórn Á FUNDI borgarstjórnar sl. fimnitudag svaraði Sigtirlaug Bjarnadóttir fyrirspurn Öddu Báru Sigfúsdóttur um fram- kvæmd á tveimur tillögum um áfengisvarnir, sem samþykktar voru í borgarstjórn 19. marz 1970 og 1. október 1970. Sigurlaug B.jarnadóttir sagði, að þau verkefni, sem unnið hefði verið að og miðuðu að fram- gangi þessara tillagna væru þessi: 1) Unnið hefði verið að til- lögu um verkefnaskiptingu milli félagsmálaráðs og áfengisvarnar nefndar og í framhaldi af því hefðu verið teknar upp viðræð- «r við fulltrúa áfengisvamar- nefndar. Samkvæmt framkomn- um tiHögum væri lagt til, að áfengisvarnarnefnd annaðist upplýsinga- og fræðslustarf, en félagsmálaráð aðstoðaði við ein- staka áfengissjúklinga og fjöl- skyldur þeirra. 2) Samkvæmt fjárhagsáætlun 1971 væri nú heimilt að ráða sérstakan starfs- mann til að annast málefni áfengissjúklinga. Verkefni hans yrðu ráðgjöf og aðstoð við ein- staka sjúklinga. 3) Samkvæmt verkefnaskiptingu féiagsmála- ráðs og áfengisvarnamefndar ætti áfengisvamarnefnd að ann- ast fræðslu- og upplýsingastarf. Unnið hefði verið að því að bæta úr húsnæðisaðstöðu nefndarinn- ar og stæðu vonir til, að úr rætti- ist mjög fljótlega. 4) Borgar!- stjórn hefði samþykkt á fundi 4. marz sl. að fela félagsmála- og heilbrigðisráði að tilnefna tvó menn hvoru til að gera tillögur um, hvaða verkefni borgin eigi sérstaklega að taka að sér í mál- efnum drykkjusjúkra. Óstöðug atvinua í FRÁSÖGN Morgunblaðsins í gær af atvinnuástandi í Reykja- vik var greint frá 60 vörubif- reiðsustjórum, sem eru á skrá yf ir atvinnulausa, þar sem þetr eru að sækja um atvinnu hjá Reykjavíkurborg. Sagt var, að bifreiðastjórar þessir hefðu at- vinnu nú. Þeir munu hins vegor hafa óstöðuga atvinnu og leíð réttist það hér með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.