Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUMBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1971 Útgefandi hf. Án/akur, Reykjavík. Framkyæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. AÖstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. ÁHYGGJUR BRETA OG NORÐMANNA VEGNA EBE Þegar Sigurjónsson tap- aði skák í 13 leikjum ... Svo sem kunnugt er lauk atþjóða- skákmótlnu í Beverwijk fyrir nokkru. íslendingum til mikillar ánægju var frammistaða Friðriks Ólafssonar með miklum ágætum og hafnaði hann í 2.— 5. sæti ásamt Gligoric, Ivkov og Petr- osjan. Okkur löndum hans er mjög gjarnt að meta gildi slíks árangurs I samræmi við það umtal sem hann vekur erlend- is; þ.e. eftir auglýsingagiidi hans. Nú er kunnara en frá þurfi að segja, að yfir 90% af útflutningi okkar eru sjávarafurðir. Eigi slikur árangur að metast eftir auglýsingamætti hans, fær undirritaður ekki betur séð, en það yrði bezt gert með athugun á söluaukningu á fiski það tímabil, sem auglýsingin stendur yfir. —- „Hr. Ólafsson er í 1. sæti — borðum íslenzkan fisk.“ MLn trú er sú, að sé fiskurinn ekki góður, gagni góður árangur í skák lit- ið og svo aftur öfugt. Mun heilladrýgra væri eflaust að taka allar greiður, hár- nælur, bönd, vaðstígvél o.s.frv. úr tunnunum áður en þær eru sendar út og athuga síðan, hvort ekki finnist ein hver kaupandinn. Þá hefur komið í ljós, að hvati þess, að Friðrik Ólafsson legg ur á sig þvílikt erfiði, sem þátttaka í skákmótum af svipuðum styrkleika og í Beverwijk hlýtur að vera, er hvorki vonin um vinsamleg blaðaskrif né held- né heldur aukna fisksölu Islending um til handa, heldur einfaldlega; mann- inum þykir gaman að tefla, — er senni- lega allt að því ástríðufullur taflunn- andi. Heimur skáklistarinnar er ef til vill örlítið þröngur, að minnsta kosti í sam anburði við heim íþróttanna. Þessi stað- reynd byggist eingöngu á því, hve strangar kröfur skákin gerir til áhang enda sinna. 1 réttu hlutfalli við þær kröfur sem skákin gerir, er hún iíkleg til þess að afla þeim einstaklingum virðingar, sem hafa náð langt á þeirri braut. Sá sem þessar línur ritar, hefur orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að heyra þjóð sinni hrósað fyrir kunnáttu á þessu sviði frá aðilum, sem ef ekki væri fyrir skák, hefðu enga ástæðu til þess að hafa nokk urn áhuga á Islandi eða nokkru þvi sem islenzkt er. Sjálfkrafa naut undirritað- ur óverðskuldaðrar virðingar i skák- klúbbum Vinarborgar, þrátt fyrir þá hvimleiðu staðreynd að sá hinn sami get ur ekki talizt annað en slappur byrj- andi í þessari listgrein. I þessum klúbb um undraðist ég einnig hve almenn vitneskja um Island er mikil, Afstaða þeirra var fyrirfram jákvæð gagnvart landi og þjóð, einvörðungu vegna þess, að Islendingar eiga sterka skákmenn. Þess varð ég visari, þegar ég kom í íyrsta skipti í skákklúbb einn í hjarta Vínarborgar. Þessir klúbbar eru yfirleitt á gömlum kaffihúsum hingað og þangað um borgina, og eiga það sammerkt, að þar er kjaftað jafn mik- ið og teflt. Þegar ég kem þar inn, er ég tekinn tali og spurður til nafns. Þar sem þýzkumælandi þjóðum reynist erf- itt að bera fram Rögnvaldsson og er gjörsamlega fyrirmunað að bera fram Geir, tek ég stundum til þess ráðs að nefna mig eftirnafni föður mdns og kalla mig Sigurjónsson (sem reyndist vera fremur óskynsamleg ráðstöfun). Islenzkur stúdent sem heitir G. Sigur- jónsson og hefur áhuga á skák; það er ekki um nema einn mann að ræða. Mað urinn sem ég kynnti mig fyrir, stendur nú upp, gengur að rússneskum manni, sem þar er staddur, kynnir mig fyrir honum um leið og hann segir, að hér sé kominn maður alla leið frá Islandi til þess að kenna Austurrikismönnum örlítið í skák. Ég kvað þetta að visu ofmælt en ánægjan yrði öll mín megin, ef einhver nennti að tefla við mig eina skák. Gerist nú margt í einni svipan. Bæði það, að ég veit ekki, af fyrr en ég er byrjaður að tefla og svo líka hitt, að þeir aðrir sem þarna voru inni hætta sinum skákum en setjast i kringum borð ið þar sem við erum, og byrja að góna á okkur, sjálfsagt í von um skemmti- lega viðureign. Er nú ekki að orðlengja það frekar en ég tapaði skákinni i 13 leikjum. Var nú að mér komið að leið- rétta örlítinn misskilning og tilkynna að Sigurjónsson væri ekki óalgengt nafn á íslandi. Upp frá þessu skemmti lega atviki var ég aldrei kallaður ann að en Herr Ólafsson, en hvað um það, ég var orðinn viðurkenndur félagi I klúbbnum og fékk að taka þátt í um- ræðum um skákir þær, sem þeir voru að „stúdera" m.a. eina sem Jón Krist- insson hafði teflt. Þetta atvik hratt þeim sem þessar lín ur ritar út í hugleiðingar um það, hverja þýðingu það hefur fyrir smá- þjóð sem Islendinga að eiga liðtæka menn á hinum ýmsu sviðum mannlífs- ins. Að frágengnu auglýsingagildinu, sem vissulega er einnig fyrir hendi, fæ ég ekki betur séð en það hafi gildi í sjálfu sér að vera liðtækur á sviði skákar, bókmennta, tónlistar, íþrótta o.s.frv, Það hefur tilgang í sjálfu sér að vera liðtækur á sem flestum sviðum mann- legra samskipta. Geir Rögnvaldsson. Cappelen, utanríkisráðherra Noregs: Norðmenn reiðubúnir til fullrar aðildar EBE lTfiklar umræður fara nú nú fram í Bretlandi og Noregi um fiskimálastefnu Efnahagsbandalagsins, en sem kunnugt er hafa þessi tvö ríki ásamt Danmörku og írlandi sótt um aðild að Efnahagsbandalaginu. Efna- hagsbandalagslöndin mörk- uðu stefnu sína í fiskimálum aðeins daginn áður en samn- ingaviðræður við Breta hóf- ust og þóttu þau vinnubrögð furðu gegna, þar sem ljóst var, að bæði Bretar og Norð- menn hefðu mikilla hags- muna að gæta. Það ákvæði, sem er brezkum og norskum fiskimönnum mestur þyrnir í augum er heimild fiskibáta frá Efnahagsbandalagslönd- unum til fiskveiða innan fisk- veiðitakmarka annarra EBE- ríkja. Bæði norskir og brezk- ir sjómenn telja, að fiskimið- in á grunnmiðum yrðu eyði- lögð, ef þessu ákvæði yrði fylgt fram. Danir hafa af sömu ástæðum áhyggjur vegna Grænlendinga og Fær- eyinga og írar vegna þeirra fiskveiða, sem stundaðar eru frá írlandi og eru nær ein- göngu á grunnmiðum. í samningaviðræðum þeim, sem fram hafa farið til þessa hafa fiskveiðimálin lítt kom- ið til umræðu, en ef marka má þær umræður, sem nú fara fram, sérstaklega í Bret- landi og Noregi, má gera ráð fyrir, að bæði þessi ríki leggi megináherzlu á að fá fram breytingar á fiskimálastefnu Efnahagsbandalagsins eða a.m.k. að túlkun hennar verði mjög frjálsleg, þegar til kastanna kemur. Þær um- ræður, sem nú fara fram um þessi mál, eru mjög athyglis- verðar fyrir okkur íslend- inga. Að sjálfsögðu getur það skipt talsverðu máli fyrir okkur í framtíðinni hver setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknar- flokksins, lýsti Ólafur Jó- hannesson, formaður Fram- sóknarflokksins yfir því, að viðræður ungra Framsóknar- manna við Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna hefðu verið mistök, eins og flokksformaðurinn komst að orði. Jafnframt upplýsti Ólaf ur, að hann hefði óttast, að þessar viðræður mundu „valda misskilningi og verða rangtúlkaðar.“ Formaður Framsóknarflokksins talaði á þann veg, að viðræðutilboð hannibalista til ungra Fram- sóknarmanna hefði verið gert fiskimálastefna Efnahags- bandalagslandanna verður, vegna viðskipta okkar við þau með sjávarafurðir. En það er ekki síður eftirtektar- vert fyrir okkur að fylgjast með baráttu brezkra fiski- manna og útgerðarmanna fyrir því að vernda fiskimið Breta fyrir ágangi fiskiskipa frá öðrum þjóðum. Bretar hafa verið aðgangs- harðir á fiskimiðum okkar, Norðmanna, Grænlendinga og Færeyinga á undanföm- um áratugum og nýlega er lokið þeim umþóttunartíma, sem þeir fengu innan 12 mílna fiskveiðitakmarka Norðmanna. Þegar nú Bretar sjálfir örvænta um sín eigin heimamið og telja, að þau muni eyðileggjast, ef fiski- skip frá EBE-ríkjunum fá heimild til veiða innan brezkrar fiskveiðilandhelgi, væri ef til vill hægt að vænta þess, að ríkari skilningur yrði á því hjá Bretum, að aðrar þjóðir eins og t. d. við íslendingar, verðum einn ig að vemda okkar heimamið fyrir ágangi erlendra fiski- skipa, t.d. brezkra togara. Að öðrum kosti væri lítið sam- ræmi í málflutningi Breta og þeim kröfum, sem þeir munu vafalaust leggja fram í samn- ingaviðræðum við EBE til vemdar brezkum sjávarút- vegi. Af þessum sökum er sér- stök ástæða til þess fyrir okk- ur Íslendinga að fylgjast vandlega með þeim umræð- um, sem nú fara fram í Bret- landi um hagsmuni brezks sjávarútvegs og aðildina að EBE. Nú þegar er sýnt, að í þeim umræðum munum við íslendingar fá í hendur mörg beitt vopn, ef Bretar gera ágreining um útfærslu okk- ar á fiskveiðilögsögu íslands. í því skyni að „slá ryki í augu saklausra manna“ og hann lét jafnframt í ljós ósk um, að úlfaldi yrði ekki gerður úr mýflugu og taldi, að eng- inn skaði væri skeður, ef rétt væri á haldið. Þessi yfirlýsing Ólafs Jó- hannessonar um „mistök“ forystumanna ungra Fram- sóknarmanna, er hin fyrsta, sem hann gefur um þessar viðræður og augljóst er, að hún er jafnframt hörð gagn- rýni á þá unga Framsóknar- menn, sem forystu höfðu um þessar viðræður. Telja má víst, að þeir muni ekki sitja þegjandi undir slíkum ásök- — VIÐ erum reiðubúnir að taka þátt í samstarfi Efna- hafi;sl>aiidalag;sríkjanna á sviði stjórnmála, efnahagsmála og peningamála, sagði Andreas Cappelen, utanríkisráðherra Nor- egs, í fyrstu viðrapðum sínum við utanríkisráðherra EBE í Briissel á mánudag. Eru þessi timmæli skoðuð sem nýtt frum- kvæði af hálfu Noregs gagnvart EBE, en Noregur hefur orðið fyrstur Norðurlandanna til þess að sækja urn fulla aðild að Efna- hagsbandalaginu. Cappelen tók það fram, að Nor egur væri í hópi þeirra Evrópu- landa, sem hefðu opnast efna- hagslíf út á við og sagði: — Við Htum mjög jákvæðum unum. Eða eru þeir Már Pét- ursson, Baldur Öskarsson og Ólafur Ragnar Grímsson, reiðubúnir til þess að kyngja þeim ummælum Ólafs Jó- hannessonar, að viðræður augum á útfærslu EBE með þá ósk í huga, að Evrópa geti á þann hátt lagt verulega af mörk um til lausnar mikilvægustu al- þjóðamála, eins og t.d. fátækt- arinnar i heiminum. En Cappel- en lagði samtímis áherzlu á, að norska stjórnin vildi halda áfram að efla hið nána samstarf við önnur Norðurlönd. Af hálfu Efnahagsbandalags- ins hefur verið tekið mjög vel undir yfirlýsingu norska utanrik isráðherrans. Ástæðan er ekki aðeins sú, að nú hefur verið gerð miklu betur grein fyrir því en áður, hvað norska stjórnin vill, heldur eru það miklu frekar já- kvætt og virkt viðhorf hennar gagnvart evrópskum samruna og þeirra og yfirlýsing að þeim loknum um vinstra samstarf og vinstri stjóm hafi verið „mistök?“ Það feemur í ljós á flokksþingimu, sem nú situr, hvort þessi ádrepa Ólafs samvinnu, en á það lagði Cappel- en mikla áherzlu. Það þykir ljóst, að nýja norska stjórnin er þeirrar skoðunar, að um evrópskt samstarf geti ekki verið að ræða. án þess að visst samstarf komt til á sviði stjórnmála, efnahags- mála og peningamála. — Það er forsenda fyrir okk- ur, sagði Cappelen utanrikisráð- herra ennfremur, — að með að- ild að EBE verði hægt að tryggja fulla atvinnu, áframhaldandi hag vöxt, stöðugra verðlag og rétt- láta skiptingu þjóðarteknanna í landi okkar. Við lítum á sam- starfið innan EBE á sviði efna- hags- og peningamála sem þátt í viðleitninni til þess að koma þessu i framkvæmd. Jóhammessomair til ungu mamnanma verður til þess að þagga niður í þeim, eða hvort hún leiðir til enn harðmandi átafea inman Framsókmar- flokksins. „Mistök“ ungra Framsóknarmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.