Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 19
MORGUNKLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1971
19
Rétt sem horfir
Framtíðarhorf ur í
fiskveiðum Islendinga
Ég vár inni í kortaklefanum,
þegar ég heyrði sjávarútvegs-
ráðherra gefa þessa stýrisskip
an: „Rétt sem horfir.“ Við vor-
itm að sigla inn Flóann. Guð-
björn skipstjóri hafði gengið
frá og sjávarútvegsráðherra
var útkikk á meðan og fylgd-
ist með baujunum.
Ég kallaði fram og spurði,
hvort þetta gæti átt við stjóm
arstefnuna líka?
„Við getum náttúrlega ekki
siglt frá bauju til bauju á
stjórnarskútunni," svaraði ráð-
herrann, „við verðum oft að
sigla án þess að vita nákvæm
lega, hvað er framundan, en ég
held að það sé að minnsta
kosti siglt í rétta átt.“
Við vorum að koma af loðnu
veiðum á I>orsteini RE 303 og
höfðum aflað vel. Það fiskast á
Eggert. Það er margsannað.
Það virðast vera náin tengsl
milli Garðverja og fisksins í
sjónum. Mér er sagt að það sé
alveg nóg að koma undir i
Garðinum til þess að verða afla
maður. Það var svona lengi vel
með Hnífsdalinn fyrir vestan.
Eggert Þorsteinsson, sjávar-
útvegsráðherra, situr sig ekki
úr færi með að skreppa út til
veiða túr og túr. Túrarnir
mega þó ekki standa lengi, því
að þvargið bíður í þinginu. Fyr
ir tveimur árum fór ég út á
á snurrvoðabáti, sem Eggert
hafði farið út með nokkrum
dögum áður, en nú vildi svo
til að við urðum samskipa.
Það er mikið talað um hleðsl
una á loðnubátunum. Hún er
siður en svo voðaleg. Þeir iest-
ast bara flestir mjög illa. Leggj
ast á nasirnar. Það er ekki
vafamál, að það ætti að taka
af fremsta stiubilið í lestinni
og láta heldur á dekkið.
Það er miklu meira flotmagn
eftir í þessum bátum nú full-
lestuðum en var í sílarbátun-
um í gamla daga. Þeir koppar
voru að heita mátti oft allir
undir sjó. Það var hægt að
skola af stígvélunum sínum, ef
maður sat á hníflinum og á
hekkinu var öklasjór, en þeir
gátu rutt sig, þessir bátar,
vegna þess að farmurinn var að
miklum hluta dekkfarmur, og
þess vegna var mildu minna
um slys vegna hleðslu I þess-
um síldarárum en nú. Skip, sem
hlaðast eins og þessir bátar
gera almennt nú með lestar-
farminn eru algerlega vamar-
laus í vondum veðrum, nema
þau geti dólað undan, því að
afturendinn er mjög afburða-
mikill. Sú hætta er þó fyrir
hendi, að skipin endastingist,
en á dauða slói undan verja
þau sig samt áreiðanlega lengi.
En það er ekki alltaf hægt að
■lenza. Mér er sagt að í fárvirðr
inu i vetur, þegar Vestmanna-
eyjabátanir og fleiri fengu
áföll og lentu í vandræðum,
þá hafi einn sildarbáturinn ver
ið búinn að fulllesta sig, þegar
veðrið skall á og hann var
Báðir voru að nota helgina til
að viðra sig og sjá aðganginn
í flotanum, sem kominn var all
ur í hnapp út af Selvoginum.
Það var nú meiri kökkurinn af
loðnunni þama. Þetta voru að
sjá á ekkóinu, eins og stærðar
fjóshaugar á botninum. Guð-
björn fékk ágæta lóðningu út
af Herdísarvík strax og hann
lcom á miðin, kastaði og fékk
um 200 tonna kast. Það brotn
uðu tennur í biokkinni eða
voru orðnar svona eyddar,
nema hún tók til að skralla,
þegar álagið var orðið sem
mest í uppþurrkuninni og þá
var ekki um annað að ræða en
snörla nótina inn. Það gekk
seint en gekk þó með dugnaði
mannanna og áheiti á Strandar
kirkju, sem blasti við uppi á
ströndinni. Þegar farið var að
athuga málin á landleiðinni,
virtust margir hafa heitið á
Strandarkirkju I einu án þess
að vita hver af öðrum. f ákaf
anum höfðu sumir heitið hærri
upphæð en nam hlutnum og
báru þeir sig skiljanlega illa.
Það er sagt að Strandarkirkja
hafi fyigzt vel með verðgildi
krónunnar. Það þýðir vist ekki
orðið að nefna neitt við hana
fyrir minna en þúsund krónur.
Og ef um meiri háttar björgun
er að ræða, kemur hún ekki
nálægt henni fyrir minna en
fimm þúsund. Það þarf enginn
að halda, að hann plati þá sem
stjóma Strandarkirkju að hand
grunnt upp undir Söndunum.
Þar sem þetta var álandsvind-
ur, átti hann engra kosta völ,
nema reyna að keyra frá landi
og upp 1 sjó og veður, en
skipið lá á nösunum, hafði eng
an kraft til að lýfta sér, held
ur gekk undir sjóina, og þeir
sáu ekki úr brúnni hvalbak-
inn á skipinu I marga tíma.
Skipstjórinn lét allan mann-
skapinn vera uppi i brú, þvi
að honum þótti tvisýnt um,
hvernig fara myndi. Hann gat
enga björg sér veitt, skipið var
bara með Iestarfarm, sem ekki
var nokkur leið að ryðja.
Mér finnst að menn ættu að
taka þetta til athugunar að
taka af fremstu stíuna, fyrst
skipin léstast svona illa, og
fyila heldur dekkið. Það er
síður en svo nokkuð athuga-
vert við hleðsluna að öðru
leyti, þegar stutt er að fara og
þess er gætt að skálka vel og
loka öllum dyrum.
Már Elísson, fiskimálastjóri
skrifar i Norges Handels- og
Sjöfarts Tidende 15. marz s.l.
um fiskveiðar okkar Islend-
inga á undangengnum áratug.
Heitir síðasti kaflinn Framtíð
arhorfur.
Fiskimálastjóri rekur i stuttu
máli en ljósu aðgerðir okkar
í friðunarmálum og hvers vænta
megi að þróunin verði, þegar
dregnar séu ályktanir af þvi
ástandi, sem er í fiskveiðum á
Norður-Atlantshafi.
FRAðlTÍÐARHORFUR:
Útlit fyrir síldveiðar á næstu
árum er ekki gott. Síldarstofn-
arnir á N.-Atiantshafi, sem Is-
lendingar hafa sótt í, þar með
taldir þeir íslenzku, eru í lág-
marki og engir verulegir ár-
gangar í vændum. Árgangar
norsku vorgotssíldarinnar, frá
1964 og 1965, sem virtust geta
orðið stofninum lyftistöng,
voru að mestu þurrkaðir út áð
ur en þeir náðu kynþroska-
aldri og því vaxtarskeiði, sem
íslenzkum síldveiðiskipum
gagnaði. Voru Norðmenn og í
minna mæli Rússar þar að
verki. Hin mikla veiði Islend-
inga, Norðmanna og Rússa á
fullorðinni síld hefur skapað
stofninum mikla hættu þeim
megin frá. Hafa þessar þjóðir í
samráði við NEAFC gert ráð-
stafanir til úrbóta. Enginn veit
hins vegar hvenær þær bera
árangur.
Einhliða ráðstafanir Islend-
inga sjálfra til vemdar ís-
lenzku síldarstofnunum, hafa
skapað íslenzku veiðiskipunum
sem nytjað hafa þessa stofna,
ákveðna erfiðleika.
Á þessu ári hefur verið hert
á þessum ráðstöfunum við fs-
land. Eru nú sildveiðar bann-
aðar á tímabilinu frá 15. febrú
ar til 1. september, að undan-
teknu litlu magni til manneld-
is og beitu. Bannað er að landa
síld undir 25 sm. að stærð,
nema nokkur hundruð lestum
til niðursuðu og beitu. Há
marksaflakvóti hefur verið
lækkaður úr 50 þús. lestum í
25 þús. lestir.
Þar sem verið er að ræða um
friðunaraðgerðir má geta þess,
að ísl. stjórnvöld hafa nýlega
í samráði við ýmis samtök inn-
an sjávarútvegsins, gefið út
reglur, sem koma eiga í veg fyr
ir veiðar á ókynþroska loðnu.
Þá hafa verið gerðar ráðstaf-
anir tii að draga úr óhóflegri
sókn i ýmsa staðbundna stofna
þar sem hætta virðist vera á of
veiði.
Um þorskstofninn við Isiand
gegnir nokkru öðm máli en
um síldina. Allt virðist benda
til þess, að vænta megi áfram-
halds sæmilegrar eða góðrar
þorskveiði nokkur næstu ár,
miðað við svipaða heildarsókn
i stofninn og verið hefur und
angengin ár. Má i þessu sam-
bandi geta þess, að sókn Breta
á íslandsmið minnkaði allveru
lega frá 1964—1969. Sókn Þjóð
verja og nokkurra annarra
þjóða stóð í stað, en sókn
Frakka og Rússa jókst nokk-
uð. Þegar á heildina er litið
minnkaði sókn erlendra fiski
skipa á tímabilinu, en' sókn fs
lendinga sjálfra jókst nokkuð.
Flest bendir til þess, að sókn
erlendra skipa hafi aukizt eitt-
hvað á árinu 1970.
Eins og er virðist ástandið í
þessu efni ekki óþolandi.
Hins vegar eru ýmsar blikur
á lofti. Vegna þverrandi fisk-
stofna á ýmsum þýðingarmikl-
um hafsvæðum, eru þær þjóð-
ir, sem þar hafa mikilla hags-
muna að gæta, alvarlega að
hugsa um að takmark sókn-
ina í umrædda fiskstofna. Sums
staðar hafa slikar takmarkanir
þegar verið gerðar. Áður var
minnzt á norsku vorgotssíidina.
Að auki má nefna síldarstofna
í Norðursjó, ýsustofna á
ICNAF svæðinu og umræður
um þorsk og ýsu í Barentshaf-
inu.
Þessar og fyrirhugaðar tak-
markanir geta auðveldlega
leitt til aukinnar sóknar á þau
mið, þar sem engar slíkar tak-
markanir hafa verið gerðar
— þar með talin fslandsmið.
Þegar einnig er tekið tillit til
þess flota skipa, sem nú
stunda veiðar í Atlantshafinu
— stærð skipanna og veiðiút-
búnað — verður enn augljós-
ara að þessi hætta er fyrir
hendi.
Már Elisson.
fslendingar hljóta með öllum
tiitækum ráðum að koma I veg
fyrir aukningu sóknar á ís-
landsmið. Munu þeir líta slíka
sóknaraukningu alvarlegum
augum og áskilja sér rétt til
gagnráðstafana.
Munu íslendingar beita áhrif
um sinum innan alþjóðlegra
stofnana, að vandiega verði
fylgzt með ástandi fiskstofn-
anna. Jafnframt munu þeir
leita samstöðu um, að nægilega
snemma verði gripið til gagn-
ráðstafana, ef þörf krefur.
Það hefur einmitt viljað við
brenna, að alltof seint er grip-
ið til gagnráðstafana og venju
lega ekki fyrr en i óefni er
komið.
Þegar litið er á þýðingu fisk
veiða og fiskiðnaðar fyrir þjóð-
arbúskap íslendinga er auð-
sætt hvílíkt áfall síldveiðibrest
urinn varð þeim. Ef svipað
ástand skapaðist einnig í þorsk
veiðum mundu hinar efnahags-
legu afleiðingar verða alvar-
legri en orð fá lýst. Engan
þarf því að undra þótt íslend
ingar horfi með nokkrum ugg á
þróunina annars staðar — bæði
með tilliti til minnkandi fisk-
stofna og áframhaldandi smiða
hjá ýmsum þjóðum, sem beitt
stórra afkastamikilla fiskiskipa
kynni að verða á Islandsmið.
S j ómannasíðan
í umsjá Asgeirs Jakobssonar
an.
Drekklilaðinn loðnubátur,
Hleðslan