Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 18
18 MOBGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1971 Bifreiðarstjóri óskast Heildsölufyrirtaeki óskar eftir að ráða strax mann til vöruútkeyrslu í sumar. Æskilegt er að viökomandi sé vanur slikum störfum. Aðeins reglusamur og áreiðanlegur maður kemur til greina. Umsóknir sendist i pósthólf 555, merktar: „Bifreiðastjóri". Skrifstofustúlka Stúlka óskast nú þegar á skrifstofu okkar til að annast vélritun, frágang aðflutningsskýrslna og almenn skrifstofu- störf. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar veittar daglega kl. 2—5 e. h., ekki í síma. HR. HRISTJANSSON H.F. II M B 0 fl Ifl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 Vestmannaeyingor Hversvegna ekki að spara 8—33,3% á LJÓSASTILLINGUM OG BÍLAVIÐGERÐUM? Bilaskemman Vestmannaeyjum veitir félagsmönnum F.I.B. 33,3% afslátt af IjósastiHingum og 8% af bílaviðgerðum. Bílaver, Vestmannaeyjum, veitir félagsmönnum F.I.B. 8% afslátt af bílaviðgerðum. Félag islenzkra bifreiðaeigenda. Volvo NB 88 fyrir troiler til sýnis og sölu hjá okkur. Sölumaður Viljum ráða strax reglusaman mann til bilasölu á nýjum bilum. Málakunnátta nauðsynleg. Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf sendist blaðinu merkt: „Sölumaður — 7363". Hemlaviðgerðir Ameriskir bremsuborðar í allar tegundir bifreiða. HEMLASTILLING HF., Súðavogi 14 — Sími 30135. Afgreiðslumaður Óskum að ráða strax reglusaman mann til afgreiðslu í varahlutaverzlun vorri. Upplýsingar ekki veittar í síma. VELTIR HF„ Suðurlandsbraut 16. Nýir bílar Viljum ráða strax duglegan mann til þrifa á nýjum bilum. Upplýsingar ekki veittar í síma. VELTIR HF„ Suðurlandsbraut 16. 3ja herbergja íbúð óskast fyrir reglusöm, barnlaus hjón. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í sima 33721. Skrifleg tilboð óskast gerð í bílinn. Tilboðin opnuð 30. apríl klukkan 17.00. Simi 35200. ÚTSKIPTING Á GLERI Tilboð óskast í útskiptingu á 75 gölluðum einangrunarrúðum (verksmiðjugler) í fjölbýlishúsi við Kleppsveg. Verkið þarf að framkvæma í maí. Allar upplýsingar veita Sverrir Skarphéðinsson, sími 36199, og Einar Guðjónsson, simi 81998. Fyrirtœki til sölu Vel staðsett hótel í stórum kaupstað norðan lands. ★ Nýtizkuleg og velstaðsett kjötvöruverzlun í Austur- borginni. ★ Kven- og bamafataverzlun við Laugaveginn. ★ Hef til sölu rikisskuldabréf og fasteignabréf til 10 ára. RAGNAR TÓMASSON HDL„ Austurstræti 17 (Silli og Valdi). Tilkynning nm loknn götu o. fl. í Kópnvogi Frá og með mánudeginum 19. aprfl nk. verður Digranesvegi lokað milli Hafnarfjarðarvegar og Vogatungu. Engar breytingar á umferðarreglum hafa verið gerðar vegna þessara breytinga. Akstursleyfi milli bæjarhluta fyrst um sinn verða Kársnes- braut/Nýbýlavegur, Kópavogsbraut/Hliðarvegur frá vestri til austurs, svo og Auðbrekka. Umferð verður væntanlega flutt á hina nýju brú Digranes- vegur/Borgarholtsbraut um miðjan maí. Byggingarnefnd Hafnarfjarðarvegar í Kópavogi. Afgreiðslumaður Viljum ráða mann t?l að annast stjórn á vöruafgreiðslu okkar. Þarf að vera góður í reikningi og vanur skriftum. Aðeins traustur og reglusamur maður kemur til greina. PALL ÞORGEIRSSON & CO„ Armúla 27. Fjölskylda í New Yorh óskar eftir ungri stúlku, um 20—30 ára, til aðstoðar við gæzlu á ungbarni og við létt heimilisstörf. Einbýlishús. Sér- herbergi, sjónvarp og baðherbergi fyrir stúlkuna. Upplýsingar um fyrri störf, laun og leggið mynd með í bréfi. MARTIN KOTLER 1010 East 22 nd. street Brooklyn New York, 11210 — U.S.A. CORRECT ■ COLOUR eru vönduðustu myndirnar á markaðnum. 7—8 stillingar og stækkun. Eina stofan er getur boðið þessa þjónustu er Stjörnuljósmyndir. Pantið með fyrirvara. Sími 23414. STJÖRNULJÓSMYNDIR, Flókagötu 45. — Reykjavíkur- bréf Framhald af bls. 17. stæðismanna sé enginn meiri- háttar málefnalegur ágreining- ur, heldur sé flokkurinn sam- einaður um þær grundvallar- hugsjónir, sem starf hans bygg ist á og þjóðin þekkir. Menn deili að vísu um minniháttarat- riði, eins og vera ber, enda ekki til þess ætlazt, að allir séu sam mála um allt, heldur hljóti menn að skiptast á skoðunum, vega og meta stjónarmið hver annars og komast síðan að hinni heppilegustu hiðurstöðu ýmist með málamiðlun eða atkvæða- greiðslum. Enginn vinstri flokkanna get ur hins vegar haldið því fram, að ekki sé um djúpstæðan skoð anaágreining að ræða meðal flokksmannanna, og kannski sízt hinn nýi flokkur þeirra Hanni- bals og Björns, enda náðist ekki einu sinni samkomulag um nafn flokksins, og urðu þau þess végna að vera tvö! Helzt kynnu menna að ætla að innan Alþýðuflokksins ríkti mál efnaleg samstaða, en í borgar- stjórnarkosningunum á sl. voru kom í ljós, að þverbrestir eru í flokknum, enda voru uppi um það háværar kröfur næstu daga eftir að kosningaúrslit urðu ljós, að stjórnarsamstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn yrði slitið og í framhaldi af þeim umræðum tók sjálfur formaður Alþýðuflokks- ins upp viðræður við vinstri öfl in í landinu til þess að reyna að koma á vinstri samfylkingu. Um kommúnista er það að segja, að þar finnast áhangend ur allra hinna mismunandi öfga afla í röðum heimskommúnism- ans, Maó-sinnar, Moskvu-menn, Castró-aðdáendur — og svo enn nokkrir nytsamir sakleysingjar. Ungir Framsóknarmenn hafa sem kunnugt er tekið upp við- ræður við annan stjórnmála- flokk og birt sameiginlega yfir- lýsingu með honum, en eldri menn í Framsóknarflokknum geta naumast rætt við hina yngri. Þar logar allt í illdeilum. Þegar kjósendur skoða þá mynd, sem við þeim blasir, ann ars vegar heilsteyptan öflugan flokk, sem sýnt hefur, að hann er fær um að ráða málefnum þjóðarinnar farsællega til lykta, og hins vegar hina margsundr- uðu fylkingu vinstri aflanna, þá hljóta þeir að verða margir, sem skoða hug sinn tvisvar, áður en þeir greiða sundrungaröfl- um atkvæði sitt. Þess vegna vænta Sjálfstæðismenn líka góðrar útkomu úr þeim kosn- ingum, sem framundan eru. í Reykjavík hafa Sjálfstæðis- menn einir ráðið framvindu mála, og um það verður ekki deilt, að stjórn höfuðborgarinn- ar hefur verið til fyrirmyndar. Liklega geta Sjálfstæðismenn ekki nú fremur en áður unnið hreinan meirihluta í þingkosn- ingum. Þó væri slík niðurstaða kosnihganna í vor eina verð- uga svarið, sem kjósendur gæfu vinstri flokkunum — og ef til vill yrði slík ráðning til þess, að heilbrigðari öfl fengju ráðið meðal hinna svonefndu vinstri manna og gæti það þá stuðlað að því, að einnig í þeim armi stjórnmálanna gætti betra and- rúmslofts en verið hefur fram að þessu. Myndavél stolið STOLIÐ var myndavél úr einni af sterifstofuim Landsíma ís- lands og var málið kært til rann sóknarlögreglunnar i gær. Mynda vélin var af gerðinni Ashai Pent ax — Spotmatic og var í svartri leðurtösku. Þeir, sem geta gefið upplýsingar um þessa myndavél eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við rannsóknarlög regluna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.