Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1971
Snjólétturvetur
Fréttabréf úr Skagafirði
BÆ, Höfðaströnd.
Það Mður að sumarmáJlurn og
eftir mjög snjóléttan vetur haía
áhyggjur margra bænda, sem
óttuðust heyþröng eftir óvenju-
mikið kal í túmum og gi-asleysi
síðastliðið sumar, horfið að
rmestu. Viða hefur sauðtfé létt á
fóðrum og hross óviða komið í
hús. 1 Fljótum og þá sérstak-
lega Austurfljótum, hefur fönn
kyngt annað slagið, en Fljóta-
menn eru snjónum vanir, og
hinir landskunnu skíðameran
þeirra myndu áreiðanlega sjá
eftir mögulei'kum til skíðaiðk-
ana. Annars telja þeir nú vetur-
inn góðan, og vegur til Sig'lu-
fjarðar fyrir Stráka verið oftast
nær opimn til umferðar vi'kulega
og stundum tvisvar i viku.
Umferð um vegi héraðsins er
alloft mikil, og þá sérstaklega
um sæluviku, þegar ungir sem
gamlir kasta atf sér vetrarhíði
og keyra til Sauðárkróks á fjöl-
breyttar gkemmtanir. Veit ég til,
að sótt voru 5 kvöld í röð dans-
leikir sæluviku, auk s«ng- og
leilksýninga, enda Skagfirðing-
um viðbrugðið fyrir glaðværð
og féiagslyndi og þá sérstak-
lega sönggieði og sönghneigð.
1 sveitum Skagafjarðar hatfa í
vetur æft söng að staðaldri um
70 manns, undir stjóm Áma
Ingimundarsonar frá Akureyri.
1 Karlakómum Heimi eru að
mestu búandi menn úr 5 hrepp-
um sýsilunniar, og einnig er
blandaður kór starfandi á Hofs-
ósi, þar sem æfir fólk úr 4 hrepp
um. Öll þessi starfsemi vekur
óneitantega mikinn og góðan
tfélagsanda. Eru nú fyrirhugaðar
söngskemmtanir hjá báðum kór-
unum og einnig sameiginlegar,
áður en vetrarsfarfi lýkur.
Bridg(‘-kef)pni hefur oftast nær
verið einu sinni i viku í sköia-
húsi i ÓSlandshlíð, þar sem fól'k
safnast saman úr 4 hreppum og
gerir sér glaða kvöldstund.
Forráðamenn á Hólum í
Hjalitadal segja mér að Skóla-
hald og búrekstur gangi þar vel,
en nú líður að lokum skóla.
Skólastjóri, Haukur Jörundsson,
sem fékk frí frá skólastjóm frá
áramótum siðustu vegna veik-
inda, hefur nú sagt af sér skóla-
stjóm. Skagfirðimgar allir og
unnendur Hóla bíða með eftir-
væmtingu eftir að vita, hver við
tekur, þvi að sú skipan ræður
miMu um viðgang skólans og
skólabús.
Sjósókn gekk treglega fyrri
hluta vetrar, en þá stunduðu eln-
göngu togbátar veiðar. Var mest
um kennit óstiMitu veðri. Nú hef-
ur afli glæðzt að mun, og koma
bátar með allgóðan afla etftir
fárra daga útivist. Grásleppu-
veiði hefur verið rýr til þessa,
en togbátarnir hafa þó komið
með nokkur tonn i hverri sjó-
ferð. Rauðmagaveiði er orðin
töluverð og veit ég til að 500 st.
fengust í 3 net. Nokkuð hefur
veður þó hamlað veiðum.
Veikindafaraldur hefur gengið
yfir héraðið. Te'lja læknar að þar
geti verið um inflúensu að ræða
með ýmsum fylgikvillum.
Nýlega eru láitwar i Austur-
Skagafirði 3 fyrrverandi hús-
mæður: Sigurlaug Sigurðardótt-
ir, Brimnesi, Salbjörg Jónsdóttir,
Ho'fsósi og Hótantfríður Þorgite-
dótitir frá Bt'úai’landi.
Björn í Bíp.
GIMU
Ensk ullarefni í frískandi sumarlitum, köflótt mynstur breidd
1,40, verð kr. 943 pr. m. Slétt crimpiene efni í Ijósum litum,
smáköflótt, breidd 1,70, verð 840 pr. m. Hvít helanca blúndu-
afni, tevgjanleg, 2 mynstur. Bráðfalleg efni í blússur, breidd
1,40, verð kr. 461 pr m.
GangiÓ vió í Gimli.
Verzhmin Gimli, Langavegi 1. sími 14744 |
L IK
MADDAMA
Að vera stór ....
Oxi'ord, Englandi.
EINHVERN tímann í vetur skrifaði
„Ein, sem notar stór föt, 46-48“ í Vel-
vakanda um þá erfiðleika, sem hún á
við að etja í sambandi við fatakaup.
Hana langaði auðvitað til að vera
„smart“ og sæi hún failtega kápu í
búðargilugga gat hún verið nokkuim
veginn viss um að svarið, er inn var
komið, yrði: „Þvi miður, við hötfum
ekki stæri’a en 44“. Og þessu svari
fylgja áreiðanlega oft svipbrigði, sem
eiga að gefa til kynna að hún sé ótta-
legt flón að ímynda sér, að „svona
kápa“ sé til í númer 46 eða 48. í þeim
stærðum eru aðeins til svokallaðar
„frúarkápur", venjulega beinir, snið-
lausir sekkir, sem gera viðkomandi
feitari og ólögulegri en efni standa til.
Ég hef mikla samúð með fyrrnefndri,
því ég hef oft furðað mig á því að
fatasalar skuli ekki hugsa um þann
stóra hóp kvenna, sem þarf stærri föt
en 42-44. í þessu felst líka virðingar-
leysi í garð þessa hóps, og sumu af-
greiðslufólki virðist einkar lagið að
koma því á framfæri með því að setja
upp kæruleysistegan svip, biandinn fyr-
irlitningu, og segja eins og sigri hrós-
andi: „Nei, við höfum ekki svo stór
föt.“ Hvers eiga þeir að gjalda, sem
verða að burðast með nokkur auka-
kíló, meðfædd eða áunnin? Vil ég
beina því til afgreiðslufólks að það
íhugi þess'i mál, áður ein það svarar
þeirri næstu, sem spyr um stór föt.
Sjálf er ég með þeim ósköpum fædd
að hafa stóra fætur, þurfa hvorki meira
né minna en skó númer 39—40. Þegar
ég kem inn í skóbúð, bendi á ein-
hverja álitlega skó, sem ég hef séð í
glugganum, er oft litið á mig rann-
sakandi augnaráði og spurt hægt og
rólega „hvaða stærð?“. Og ekki hef ég
fyrr svarað en afgreiðslumanneskjan
(það eir vissara að segja hvorki karl
né kona) hristir höfuðið og segir ann-
aðhvort, að svona stór númer hafi
bara ekki komið, eða þá að stóru núm-
erin séu búin, þau seljist alltaf strax.
Og einhvern veginn finnst mér ég eiga
að skammast mín, bæði fyrir að hafa
svona stóra fætur og einnig fyrir að
vera svo frökk að spyrja um svo stóra
skó. Ég verð þó að viðurkenna að
ástandið í skómálunum hefur heldur
batnað síðustu árin, eftir að skór fóru
almennt að breikka, því það er eins
og breiddin geti tekið við einhverju af
lengdinni. Því má skjóta hér inn, að
fyrirtækí eitt í Bretlandi, sem sérhæf-
ir sig í framleiðslu á skóm fyrir
þreytta og breiða fætur (skórnir eru
auðvitað „púkalegir“ og rándýrir), er
nýfarið að auglýsa að það sé ekki
glæpur að hafa breiða fætur.
Sú staðreynd, að stóru númerin
seljast alltaf strax sýnir, að það er
þörf fyrir þau. En hvernig í ósköpun-
um stendur þá á því að verzlanirnar
hafa ekki meira af þeim? Þetta á ekki
aðeins við um íslenzkar verzlanir, því
erlendis er ástandið oft litlu betra. Hér
í Englandi, sem íslendingum finnst
paradís skóverzlana, er ástandið ekki
betra en svo, að fyrir dyrum stendur
að taka málið til umræðu í þinginu.
Ég held þó að ekki hafi orðið af því
enn, því umræður um írland, Efna-
hagsbandalagið og verkalýðsmál ganga
fyrir. Það er ein af konunum í þing-
inu, Renee Short, sem ætlar að bera
fram fyrirspurn til framleiðenda,
hvernig á því standi að þeir hugsi
ekki um konur með stóra fætur. Sjálf
notar hún númer 8Vz, sem er líklega
41%, og þarf breiða skó. Segir hún
algengt að henni sé vísað á karla-
deildirnar, þegar hún spyrji um skó
í verzlunum. Smáfættum vinkonum
hennar sé hins vegar vísað á barna-
deildirnar, svo einnig þurfi að koma
málum þeirra í lag.
Þótt ástandið í skómálum þeirra
stórfættu og smáfættu sé ef til vill
ekki mi'k'lu betra á Bretlandi en á ís-
tl ilil ^-iTSSTSliLlíH
Ein af verzlununum, sem sérhæfir sig
í fatnaði fyrir stórar konur.
landi, þá eiga þær, sem nota stór föt,
betri daga hér en á íslandi. Flestar
stórverzlanir hafa sérstakar deildir
með stórum fötum — ekki aðeins
„frúarkjólum“ heldur og nýtízkuleg-
um buxnadrögtum o.s.frv. — og einn-
ig deildir fyrir þær, sem eru óvenju
háar og grannar. Þær smávöxnu, hvort
heldur grannar eða þybbnar, eiga einn-
ig að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi, án þess að fara í barnadeildirnar.
Þá eru og sérstakar verzlanir, sem
hafa á boðstólum „afbrigðileg" föt og
geng ég nær daglega framhjá einni
slíkri. í gluggum þessarar verzlunar
eru gínurnar í réttri stærð, en ekki
þvengmjóar, og gefa því rétta mynd af
fötunum, sem í flestum tilfellum eru
mjög klæðileg og „smart“.
Og þá ætla ég að víkja að öðru, sem
mér hefur lengi legið á hjarta, einnig
í sambandi við fataframleiðslu.
Fatakaupstefnur, sem nú er farið að
halda í Reykjavík vor og haust, eru
mikið þarfaþing, því þar er hægt að
sjá rjómann af íslenzkri fatafram-
leiðslu (fjöldaframleiðslu). Meðan á
kaupstefnunum stendur eru daglega
haldnar tízkusýningar þar sem ungar
stúlkur (já reyndar einnig piltar og
börn) trítla um gestum til augnayndis
og ánægju. Stúlkurnar eru auðvitað
tágrannar og bera sig vel og fötin fara
vel á þeim. En þessi föt sem þær sýna,
eru nær eingöngu ætluð táningum og
þeim öðrum, sem hafa vaxtarlag tán-
inga, og hef ég jafnan spurt sjálfa mig,
hverníg á þessu standi — og er lík-
lega ekki ein um það. Á fatakaup-
stefnunni sl. haust ákvað ég því að
gera smákönnun í „básunum" og
komst að því, að tízkusýningin hafði
gefið rétta mynd af því, sem þarna
var á boðstólum. Er ég spurði, hvern-
ig á því stæði að ekki væru framleidd
föt fyrir þær, sem komnar eru af
gelgjuskeiði og kannski búnar að fá
svolítinn maga og keppi á lærin, fékk
ég þau svör, að þarna gilti reglan um
framboð og eftirspurn. Ungu stúlkurn-
ar væru beztu viðskiptavinirnir, sem
keyptu mest af fötunum og því væri
mest upp úr því að hafa að framleiða
föt á þær. Ég vil taka það fram að
þetta gildir ekki um alla fatafram-
leiðendur, sem þarna sýndu og virtist
mér þeir, sem framleiða undirfatnað
og yfirhafnir spanna stærstu aldurs-
bilin.
Ég hef dálítið furðað mig á þessari
afstöðu íslenzkra kvenfataframleið-
enda og það á þeim tíma, sem stöðugt
er verið að leggja meiri áherzlu á að
efla íslenzkan iðnað og gera hann fjöl-
breyttari. Úr því að íslenzkum fata-
framleiðendum hefur tekizt að fram-
leiða unrgliínigafatnað saimkeppnishætf-
an við erlendan, því skyldu þeir ekki
geta framleitt annan samkeppnishæfan
kvenfatnað. Þótt dæturnar séu fata-
frekar þá ganga mæðurnar ekki nakt-
ar og einhver staðar verða þær að fá
sín föt. — Ég ér ekki að falast eftir
svari í orðum en vonast til þess að
mér verði svarað jákvætt á næstu
fatakaupstefnum í Laugardalnum.
Þórdís Ámadóttir.