Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1971
BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR
BÓKMENNTIR - LISTIR
Myndlistarsyrpa
SÁ ER þetta ritar álítur rabb-
þætti í syrpuformi nauðsynlega
til að komast í nánari tengsl vlð
lesendur og jafnframt æskilega
tilbreytingu frá þröngu formi
listrýnis. Hvíld er ekki síður
nauðsynleg inn á milli, því ella
er hætt við ritleiða vegna þess
hve fátt er um stóra viðburði í
íslenzku myndlistarlífi, sem
fengur og tilbreytni er að rita
um.
f janúar sl. voru hér á ferð
tvær sýningar, sem rétt er að
staðnæmast við í upphafi þess-
arar yfirlitssyrpu, því að báðar
voru þær verðar eftirtektar.
Vil ég fyrst nefna sýningu Rud
oifs Weissauer í innrömmunar-
verkstæði Guðmundar Árna-
sonar í Bergstaðastræti, en þar
sýnir þessi listamaður reglu-
lega á ferðum sínum milli gamla
og nýja heimsins. Weissauer er
fyrst og fremst grafíker í eðli
sínu og hefur náð mikilli leikni
á mörgum sviðum þessarar heill
andi listgreinar. Akvarellur
hans eru lyriskar í gerð sinni,
— stemningamyndir, þar sem
fram kemur viss litnæm kennd.
Átakamaður er Weissauer ekki
í list sinni, að því leyti, að
hann er ekki sérlega djarfur í
meðferð lita og forma, teflir
sjaldnast á tæpasta vaðið, en
heldur sér við hina hljóðlátari
tóna og vinnur af mikilli kost
gæfni úr þeim.
í Norræna húsinu sýndi Svala
Þórisdóttir um svipað leyti 18
tússmyndir sem hún gerði í Kór
eu, unnar á pappír gerðan úr
hrísgrjónajurtinni. Þetta voru
vel unnar myndir á íslenzkan
mælikvarða og mjög austur-
Efni: POP
Flytjandi:
ERLA STEFÁNSDÓTTIR
Útgáfa: TÓNACTGÁFAN -
Góða nótt, Draumskógur,
Mér líður betur, Hver er sælli
en fleygur fugl.
Við að hlusta á þessa plötu,
má öllum vera Ijóst, að Erla
Stefánsdóttir er ein af okkar
beztu dægurlagasöngkonum, að
minnsta kosti þegar um er að
ræða vögguvísur og önnur þau
lög, sem kalla á blíðu í túlkun.
Erla er ekki mjög þekkt. Hún
eöng fyrir nokkrum árum með
Ingimar Eydal á Akureyri, en
aettist síðan í helgan stein og
fór að hugsa um böm og buru.
Þetta er ein af þeim plötum,
þar sem undirleikurinn er keypt
ur að erlendis frá, að undan-
skyldu einu lagi, þar sem Gunn
ar Þórðarson og Sigurjón Sig
hvatsson aðstoða á gítar, flautu
og bassa, og væri gaman að
vita hve Gunnar hefur verið við
riðin margar íslenzkar plötur,
en þær eru ófáar.
En þrátt fyrir það að undir
Framh. á bls. 23
lenskar í öllu svipmóti, jafnvel
svo mjög, að ókunnir gátu hald
að þar væri Kóreumaður að
sína verk sín. Verður að álykta
af þessu, að Svala hafi ekki enn
þá fundið sitt eigið túlkunar-
form, því að þá er ranglega far
ið að viðfangsefni, þegar menn
reyna að tileinka sér viðhorf
heimamanna á eigin landi, í stað
þess að bæta þar við eigin sýn
og persónulegri lífsreynslu. Im
pressjónistamir tileinkuðu sér
einmitt margt úr austurlenzkri
myndlist og nútímamenn hafa
einnig gert það, t.d. þeir, Sem
hafa notfært sér hinar léttu og
töfrandi línur Kalligrafíunnar.
Er þá um að ræða að hagnýta
og þróa visa einkenni í list ann
arra og bæta við eigin lífs-
reynslu, og við slíka víxlverk-
un sprettur ósjaldan nýtt líf og
nýtt gildi verður til. Þannig hafa
svo austurlenzkir listamenn einn
ig hagnýtt sér evrópsk og amer
ísk listgildi og gert það, margir
hverjir, eftirminnilega og á
mjög svo persónulegan og aust
urlenzkan hátt. Svala benti á
það í sambandi við gagnrýni,
að hún væri enn á þroskabraut
sem er rétt og er því sanngjamt
að láta hér staðar numið og bíða
næstu sýningar hennar. — Víat
er að hæfileika á hún til og
það er von mín að henni auðn-
ist að þroska þá til persónu-
legra umsvifa.
LÖGVERNDUN OPINBERRA
BYGGINGA
í tilefni frumvarps til höf-
undalaga þykir mér rétt að
vekja athygli á því, að opinber-
ar byggingar svo sem skólar,
kirkjur o. fl. þurfa ekki sáður
að njóta lögverndar eða frið-
unar á þann hátt, að hverjum
og einum sem með forráð slíkra
bygginga fer, um lengri eða
skemmri tíma, leyfist ekki að
öllu leyti á eigin spýtur að
ráða menn til skreytinga
þeirra. Setja þarf einnig ákvæði
um staðsetningu hluta frá gef-
endum, því að mörg dæml eru
til þess að gjatfir hatfi nnjög
raskað til verri vegar stemningu
í guðshúsum og skólum. Það
er búið að íþyngja of mörgum
kirkjum hérlendis með lélegum
altaristöflum og rafmagnsorgel
um, sem raska stærðarhlutföll
um og helgi gamalla guðshúsa,
ásamt ólistrænum skírnarfont-
um, — búið að múra yfir nógu
mikið af listilega hlöðnum húsa-
og kirkjuveggjum svo og mála
lélegar myndir á skólaveggi.
Eitthvert aðhald þarf að koma
hér til, það á að vera sómi ef
stofnun vill þiggja gjöf en hún
á ekki að vera skyldug til að
taka við öllu sem til hennar
berst. Það sem kemur inn í slík
ar byggingar þarf sannarlega að
vera þroskandi, vekja til um-
hugsunar og hafa uppeldisgildi,
en má sízt vera afmenntandi.
Það væri mikill misskilningur
að álíta að aðhald og agi í þess
um málum stangist á við lýð-
ræðishugmyndir þjóðfélags okk
ar.
SAMKEPPNI
UM HJÓNAGARB
Svo virðist, sem það fari
framhjá of mörgum, að mynd-
listarmenn hafi sitthvað til mál
anna að leggja þegar skipaðar
eru dómnefndir, er fjalla eiga
um tillögur um mikilvægar bygg
ingar á grundvelii samkeppni,
svo sem kom fram um væntan
legan hjónagarð á opnu og mikl
vægu svæði háskólans. Hver gef
ur einkunnir um listrænt og
þroskandi útlit byggingarinnar?
íslenzkir arkitektar eru þekkt
ir fyrir að reikna sjaldnast með
því að listaverk muni í fram-
tíðinni eiga eftir að prýða hús
sem þéir teikna. Þetta hefur
bakað listamönnum óhagræði
og erfiðleika, — viðamikil
myndlistarVerk eiga ekki að
hanga sem illa gerðir hlutir á
veggjum opinberra bygginga.
Háskólahverfið er myndræn
eyðimörk, hvað sem síðar verð
ur, einstaka byggingar og ein
staka mýndlistarverk geta ekki
bætt upp heildarmyndina.
VERÐGILDI MYNDLISTAR-
VERKA
Það er íhugunarefni hve lítið
myndlistaverk okkar viður-
„Rúmensk stúlka“, ein af myndum Jóns Stefánssonar málara.
sem voru í eigu Ernu Grundt
skrifar um
MYNDLIST
„Stúikumynd“, ein af myndum Jóns Stefánssonar málara sem
voru í eigu Ernu Grundt
kenndu myndlistamanna hafa
hækkað á uppboðum hérlendis
á sl. árum, þrátt fyrir að allt
annað hafi hækkað upp úr
öliu valdi. Þetta er þveröfugt
við þróunina í nágrannalönd-
um okkar, þar sem málverk
gildra listamanna hækka öllu
hraðar dýrtíðinni. Ég nefni
þetta í tilefni þess, að íslenzk
um þingmönnum þótti verk eft
Kjarval of dýrt í Khöfn nýiega,
en Alþingi hafði boðizt það til
kaups. Verð þessa málverks nálg
aðist rétt verð á lélegri bifreið,
og er það óhagstæð viðmiðun,
er hégómlegur hlutur, er fimmti
Framh. á bis. 24
Sinfóníutónleikar
TVÍÞÆTTA, h-moll sinfónía
Schuberts, „hin ófullgerða", var
fyrst á efnisskrá seinustu tón-
leika Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Stjórnandi var dr. Róbert A.
Ottósson. Strax með fyrstu hend
ingunum var auðheyrt, að hér
var ekki anað út í eitthvað und
irbúningslítið og illa yfirvegað.
Tempi voru í hægasta lagi, en
sérhvert atriði fékk að kvikna
og renna sitt lífsskeið á enda
umvafið fyllstu umhyggju stjórn
andans. Sumir sóló-blásaranna
glöddu eyru manna með sér-
lega fáguðum leik. Scherzo, Næt
urljóð og Brúðarslagur Mend-
elssohns úr tónlistinni við
„Draum á Jónsmessunótt“ fylgdu
á eftir, margviðurkennd eftirlæt
ismúsík milljóna um víða ver-
öld. Yfir þeim flutningi var
sama menningarlega hógværðin,
eins konar blær lífstíls frá
hjarta Evrópu, sem óðum fyrn-
ist og gleymist,
Lokaverkið var áheyrendum
e.t.v. mesta nýnæmið. Það var
„Te Deum“ Bruckners fyrir ein
söngvara, kór og hljómsveit. —
Bruckner er, svo sem kunnugt
er, eitt ástælasta sinfóníuskáld
Mið-Evrópu, þótt verk hans
hafi aldrei náð jafn útbreiddri
hylli og t.d. sinfónísk verk
Brahms. Sumir, sem aldir eru
upp fjarri „áhrifasvæði" Bruckn
ers, hafa jafnvel gengið svo
langt að segja, að verk hana
séu lítið ánnað en einhvers kon
ar umsagnir og vangaveltur y_f
ir 9. sinfóníu Beethovens! Á
sínum tíma var list hans líka
þrætuepli, líkt við „martraðar
mjálm“, „ógeðsleg framtíðar-
músík“ var hún og kölluð og
jafnvel „smásálarleg tilraun
miðlungs kapellumeistara til að
semja föðurlandssvik, byltingu
og morð í tónum“. Þvílíkt of-
stæki var vissulega víðsfjarri
Háskólabíói, þegar „Te Deum“
var nú flutt hér í fyrsta sian.
Einsöngvararnir voru valið
lið, Guðrún Tómasdóttir, Ruth
L. Magnússon, Sigurður Björns-
son og Kristinn Hallsson. Þeir
gegna ekki jafn miklu hlutverki,
mæðir mest á tenórnum, en
leystu hver sitt dyggilega af
hendi. Helzt virtist skorta, að
þeir væru nógu samfelldir,
hefðu nægilega langan tíma til
að syngja sig saman.
Söngsveitin Fílharmónía var
óskeikul, með blæbrigðaríkan og
hreinan hljóm, sem stjórnand
inn magnaði upp í mikla lof-
gjörð. Það eru óteljandi „vinnu
stundirnar" að baki flutnings
svona „kórsinfóníu", og einlæg
fagnaðarlæti áheyrendanna vitn
uðu um, að þeim tíma hafði
verið vel varið,
Þorkell Sigurbjömsson.
Þorkell Sigurbjörnsson skrifar um:
TÓNLIST