Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRlL 1971
17
Skólanemar
við fiskvinnslu
Oft hefur það borið við, eink-
um sunnanlands, að skólanem-
ar hafa fengið frí frá námi
nokkurn tíma til að aðstoða við
fiskvinnslu, þegar miklar afla-
hrotur hefur gért. Á þessari
vertíð hefur enn ekki boxizt
svo mikill afli á land, að veru-
legum erfiðleikum hafi valdið
við vinnsluna, þótt vonandi
eigi enn eftir að koma afla-
hrota. Hins vegar hefur afli að
undanförnu verið með ágætum
nyrðra, og þar hefur sums stað-
ar verið gripið til skólafólksins,
sem hefur fengið leyfi til að að-
stoða við fiskvinnsluna.
Mikið hefur síðustu vikur og
mánuði verið rætt um akóla-
mál og þá m.a. verið sett fram
þau sjónarmið, að mjög þyrfti
að lengja skólatímann. Bréfrit-
ari er þeirrar skoðunar, að í
því efni beri að fara varlega.
Námsárangur mundi áreiðan-
lega ekki aukast í sama hlut-
falli og lenging námstíma, og
meiri hætta yrði á námsleiða,
ef börn og unglingar væru
bundin í skólum langmestan
hluta ársins. Hitt er þó aðalat-
riðið, að unglingar þurfa að
læra að vinna, og vissulega er
æskilegast, að þeir kynnist sem
flestum greinum íslenzks at-
vinnulífs. Þetta á ekki aíður við
um þá, sem langskólanám
hyggjast stunda, því að mennta
menn eiga að deila kjörum með
öðrum þjóðfélagsþegnum,
þekkja hag alþýðu og kunna að
meta þýðingu annarra starfa
en þeirra, sem unnin eru af
þeim, sem skólaveginn hafa
gengið.
Þegar svo ber undir, að afla-
hrota stendur alllangan tíma og
þörf er á skólafólki til fisk-
vinnslu, virðist hins vegar sjálf
sagt að lengja námið fram eftir
vorinu sem nemur nokkum veg
inn þeim tíma, sem fer forgörð
um við námið vegna vinnunn-
ar, en hliðsjón má þó hafa af
því, að vafalaust koma ungling
arnir frískari til námsins eftir
nokkurra daga fiskvinnu og af
kasta meiru, heldur en þegar
deyfð er yfir þeim eftir lang-
varandi skólasetu.
Bretar og
landgrunnið
Nýlega ákváðu Bretar að færa
út yfirráðasvæði sitt yfir land-
grunninu umfram það sem áður
hafði verið gert, með einhliða
ráðstöfun. Þannig fetar brezka
stjórnin í kjölfar annarra, sem
lýsa yfir eignarráðum sínum á
landgrunnssvæðum, en aldar-
fjórðungur er nú liðinn síðan
Truman, Bandaríkjaforseti lýsti
yfir eignarráðum Bandaríkj-
anna á öllu landgrunni út frá
ströndum þess ríkis.
Stórblaðið The New York
Times vakti nýlega athygli á
því, að með þessari ráðstöfun
Bandaríkjaforseta hefði verið
boðið heim þeirri þróun, að
strandríki lýsti ekki einungis
yfir eignarrétti á landgrunninu,
heldur einnig á hafsvæðunum
yfir því og auðæfum þess. Þró-
un alþjóðaréttar í þessu efni
hefur síðan orðið mjög ör, og
vafalítið verður að telja, að
það sé nú alþjóðleg regla, að
atrandríki geti einhliða lýst yf-
ir eignarráðum á landgrunni
sínu.
Þegar svo er komið, að þjóð-
arréttur viðurkennir, að ríkin
eigi hafsbotninn undan strönd-
um siínum, svo langt sem talizt
geti landgrunn, hlýtur þróunin
að verða sú, að fleiri og fleiri
viðurkenni einnig, að auðæfi
þau, sem yfir þessu grunni eru,
þ.e.a.s. auðæfi hafsins, séu einn
ig í eigu strandríkisins, eins og
hið merka blað vakti athygli á.
Þau sjónarmið styðjast einnig
við óumdeildan rétt ríkjanna til
lofthelgi yfir landi sínu.
Auðvitað fagna íslendingar
því, að Bretar skuli eins og aðr
ir lýsa yfir eignarrétti sínum á
landgrunninu, enda er þeim full
þörf á því að leitast við að hag
nýta auðæfi þess. Þessi stefna
þeirra hlýtur líka að leiða til
þess, að þeir gera sér gleggri
Skólafólk í frystihúst.
Reykjavíkurbréf
—--— Laugardagur 17. apríl-
grein fyrir því en áður, að okk
ur íslendingum er sama nauð-
syn á því að hagnýta auðæfin
yfir landgrunninu, þ.e.a.s. fisk-
inn, eins og þeim er á því að
hagnýta olíu og gas í sínu land-
grunni.
Hvaða tímamörk?
Við afgreiðslu landhelgistil-
lagnanna á Alþingi var megin-
ágreiningurinn um það milli rík
isstjórnarinnar og stjórnarand-
stöðunnar, hvaða tímamörk við
íslendingar ættum að setja okk-
ur varðandi útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar. Stjórnarflokkarnir
töldu ekki tímabært að ákveða
dagsetningu slíkra aðgerða, en
stjórnarandstaðan taldi rétt að
setja þetta mark eftir 114 ár.
Engin skýring hefur á því feng-
izt, hvers vegna þetta tímamark
var valið, en ljóst ætti þó að
vera, að þessi langi frestur hef-
ur verið ákveðinn fyrir áhrif
þeirra, sem gerðu sér grein fyr-
ir því, að ekki er heppilegt að
rjúka til og færa fiskveiðitak-
mörkin út, meðan fulltrúar
þeirra þjóða, sem við höfum
samstöðu við í þessum efnum,
ræðast við og bera saman bæk-
ur sinar um það, hvernig bezt
sé að ná miklum árangri. Er
það út af fyrir sig þakkar-
vert, að þessi öfl í röðum stjórn
arandstöðunnar skyldu ráða
ferðinni að þessu leyti.
Eins og vikið var að hér að
framan og öllum ætti að vera
ljóst, vinnur tíminn með okkur
í landhelgismálunum. ör þró-
un er í þá átt, að alþjóðareglur
viðurkenni stöðugt víðtækari
heimildir strandríkja til að hag
nýta auðæfi hafsbotnsins og
verðmæti hafsins, samhliða því,
sem þau taka sér lögsögu t.d. að
því er mengunarráðstafanir varð
ar. Þessa þróun hljótum við fs
lendingar að hagnýta okkur út
í yztu æsar, en þó ekki að fara
okkur hraðar en svo, að við sé
um öruggir um að þurfa ekki
að gefast upp við framkvæmd
þeirra ráðstafana, sem við á-
kveðum að gera.
Ef málum væri þannig háttað
í heiminum, að útlit væri fyrir,
að þróun alþjóðaréttar gengi
gegn olckar málstað, væri sjálf-
sagt að gera tilraun til að ná
hinum ýtrasta rétti, jafnvel þótt
teflt væri á tæpt vað. En þegar
allir eru sammála um, að þróun
in sé okkur í vil, er engu hætt,
þótt dokað sé við og valin hin
bezta vigstaða, sem hugsazt get
ur í samráði við þá, sem sömu
hagsmuna hafa að gæta og við.
Þessi staðreynd er stjórnar-
andstæðingum jafnljós og stuðn
ingsmönnuin ríkisstjórnarinnar,
og ber ákvörðunin um það, að
aðhafast ekkert í friðunarmál-
um í 1% ár, þess vitni, því að
ella hefðu stjórnarandstæðingar
að sjálfsögðu gert ráð fyrir þvi
í tillögu sinni, að friðunarráð-
stafanir yrðu gerðar miklu fyrr,
t.d. síðar á þessu ári. Hins veg-
ar stóðust þeir ekki þá freist-
ingu að efna til ágreinings í
landhelgismálinu í von um að
geta þannig unnið sér fylgi í
kosningunum í vor. Þá ákvörð-
un þeirra metur þjóðin, svo sem
efni standa til, er hún kveður
upp dóm sinn.
Vandamálin
í haust
Eins og kunnugt er gilda verð
stöðvunarráðstafanir þær, sem
ríkisstjórnin beitti sér fyrir, að
eins til 1. september n.k. Þess
vegna er stundum spurt þeirr-
ar spurningar, hvað gerast muni
er verðstöðvun lýkur. Að sjálf
sögðu er enginn þess umkominn
að svara því nú, hvaða ráðstaf
anir verði gerðar af hálfu stjórn
valda til þess að tryggja áfram
haldandi hagvöxt, fulla atvinnu
og velmegun, einfaldlega vegna
þess að enginn veit í dag, hverj
ir fara muni með stjórn lands-
ins að afloknum kosningum.
En þótt óvissa ríki að þessu
leyti, er sannarlega engin ástæða
til að örvænta um það, að úr-
ræði muni finnast, sem tryggt
geti þau efnahagslegu takmörk,
sem að er stefnt.
Að þessu vék dr. Jóhannes
Nordal á ársfundi Seðlabankans
7. þ.m., þar sem hann varaði
eindregið við þeim hugsunar-
hætti, að verðbólgualda og jafn
vel gengislækkun væru fram-
undan, enda væri engin ástæða
til þess að ætla, að vandamálin
reyndust í haust eins erfið og
margir vildu nú vera láta.
Þótt ráðstafanir þær, sem gerð
ar hafa verið til að hindra víxl
hækkanir kaupgjalds og verð-
lags, gildi aðeins til 1. sept. hafa
þær auðvitað borið mjög mikinn
árangur og tryggt þá velgengni,
sem landslýður allur býr nú
við Að afloknum kosningum
verður einnig gott svig-
rúm fyrir þá, sem við stjórn-
völdin sitja, til að undirbúa ráð
stafanir í samræmi við þá þró
un, sem verður í íslenzku efna
hags- og atvinnulífi.
Ef ábyrg öfl stjórna landinu
að kosningum afstöðnum, er eng
inn vafi á því, að gerðar verða
nýjar ráðstafanir til að hamla
gegn því, að ný verðbólga kippi
stoðunum undan atvinnulífi
landsmanna og hið stöðuga verð
lag, sem tekizt hefur að tryggja,
auðveldar þær ráðstafanir að
sj álfsögðu.
Þess vegna er ástæða til að
undirstrika þau orð Seðlabanka
stjórans, að ástæðulaust sé að
óttast einhvern óyfirstíganleg-
an vanda, er fram á árið kem-
ur, enda eru spádómarnir um
nýja verðbólgu til þess fallnir
— og kannski til þess gerðir —
að ýta undir spákaupmennsku,
sem gæti gert erfiðari nauðsyn-
legar efnahagsráðstafanir.
Þingið 1970-1971
Eins og mönnum er í fersku
minni óskuðu Sjálfstæðismenn
eftir því við samstarfsflokk sinn
á liðnu sumri, að þing yrði rof-
ið og efnt til haustkosninga. —
Sjálfstæðismenn viðurkenndu,
að staða flokks þeirra væri erf-
ið og óskuðu eftir nýju umboði
þjóðarinnar til að ráða fram úr
miklum vanda, sem við blasti,
eða þá að kjósendur fælu öðr-
um að glíma við þau vandamál,
ef þeir ekki treystu Sjálfstæðis-
flokknum til þess.
Menn voru óneitanlega kvíðn
ir fyrir því þinghaldi, sem fram
undan var, enda ætíð erfitt að
glíma við vandamálin, er kosn-
ingar eru framundan. En á sl.
hausti var vandinn, sem við var
að glíma, á margan hátt mikill.
Nú þegar þinginu er lokið,
hljóta menn að gleðjast yfir
því, hve farsællega hefur verið
ráðið til lykta þeim málum, sem
við var að fást, enda býr þjóð
in nú við fulla atvinnu og mikla
og vaxandi velmegun.
Stjórnarflokkarnir stóðu vel
saman á þinginu, og gerði það
gæfumuninn. En fram hjá því
verður þó ekki sneitt, að þyngst
hvíldi byrðin á Jóhanni Haf-
stein, forsætisráðherra, sem
skyndilega varð að takast á
herðar ábyrgð, sem hann ekki
hafði sótzt eftir. Sjálfstæðis-
menn gleðjast yfir því, hve far
sællega formanni þeirra hefur
tekizt að stjórna, ekki sízt þeg-
ar hliðsjón er af því höfð, hve
viðamikil vandamálin voru á
liðnu hausti.
Sjaldan hefur Alþingi verið
athafnasamara en einmitt nú;
fjöldi mála var þar afgreiddur
og margháttaðar ráðstafanir
gerðar á stjórnmálasviðinu til
að bæta hag lands og lýðs.
Málefnaleg
samstaða
Um næstu helgi hefst lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins, þar
sem stefna hans verður mörkuð
og forusta hans valin, væntan-
lega til næstu tveggja ára. And
stæðingar flokksins hafa haft á
orði, að mikil átök séu innan
flokksins og ekki verði þar sam-
staða á landsfundi. Að þessu
efni vék Jóhann Hafstein, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, í
viðtali við Morgunblaðið á skír
dag, en í viðtalinu spyr blaða-
maðurinn:
„Nú er landsfundur Sjálfstæð
isflokksins á næstu grösum og
mikill áhugi ríkjandi um hann.
Eigið þér von á því, að alvar-
legur ágreiningur komi upp á
þessum landsfundi?"
Og Jóhann Hafstein svarar.
„Ég veit ekki um neinn mál-
efnaágreining innan Sjálfstæðis
flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn
er eini flokkurinn hér á landi,
sem í engu stímabraki hefur
staðið af þeim sökum. Alþýðu-
flokkurinn reyndi vinst^a sam-
starf í vetur, en mistókst. Þing-
flokkur Alþýðubandalagsins er
þríklofinn frá síðustu kosning-
um og ungir Framsóknarmenn
hafa á vissan hátt sagt sig úr
lögum við flokk sinn með sam-
eiginlegri stjórnmálayfirlýsingu
með frjálslyndum og vinstri
mönnum.
Hvort menn í Sjálfstæðis-
flokknum hafa að einhverju
leyti persónulega skiptar skoð-
anir, skiptir í þessu sambandi
engu máli. Það er ljóst, að
landsfundur þessi verður svo
fjölsóttur sem verða má eftir
skipulagsreglum flokksins, ef
veður og samgönguerfiðleikar
hindra ekki fundarsókn. Sjálf-
stæðisfólk í landinu er í sóknar
hug. Það vill skipa sér þétt til
samstöðu, sem er grundvöllur
kosningasigurs flokksins í vor“.
Með þessum orðum vekur for
maður Sjálfstæðisflokksins at-
hygli á þeirri staðreynd, að Sjálf
stæðisflokkurinn er eini flokk
urinn, þar sem málefnaleg sam
staða er í öllum meginefnum,
þótt auðvitað greini menn á um
úrlausn minniháttar vandamála.
Vinstri flokkarnir allir eru mál-
efnalega klofnir, eins og gleggst
hefur komið fram í öllum þeim
tilburðum, sem hafðir hafa ver-
ið í frammi til þess að sameina
hin svokölluðu vinstri öfl, sem
stöðugt sundrast þó rækilegar.
Öryggi eða
sundrung
Á því leikur enginn vafi, að
menn munu mjög hafa hliðsjón
af því í kosningunum í vor,
hvernig helzt verði tryggt áfrara
haldandi efnahagsöryggi og
traust stjórnarfar. Þá spyr hver
og einn sjálfan sig, hvaða stjórn
málaflokkur það sé, sem geti
tryggt þjóðinni forustu.
Sjálfstæðismenn munu benda
á það, eins og formaður fiokks
ins hefur gert, að í röðum Sjálf
Framh. á bls. 18