Morgunblaðið - 18.04.1971, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.04.1971, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1971 John Rhode: BLÓÐ- TURNINN • • • • og enginn veit það betur en ég sjálfur. Þér eruð þá sannfærður um, að Benjamin sé maðurinn, sem við erum að leita að? til. Þér eruð að gefa i skyn, að hópur manna, sem var andvigur Woodspring i bæjarmálum, hafi tekið sig upp með kaðla og tæki og fellt turninn fyrir honum. Það er óhugsandi, því að þeir hefðu þó að minnsta kosti beðið þangað til hann hefði fengið eignarhaid á turninum. En skitt með turninn. Við ættum heldur að athuga þetta, sem hann sagði um samtal sitt við Benjamin. Jimmy glotti ólundarlega. — Ég veit, sagði Hann. Verið þér ekki að brýna mig á þvi. Ég hef hagað mér eins og bjáni — Ég er hræddur um, að á þvi sé ekki lengur neinn vafi. Fjandinn hirði þennan bóksala snuðrara! Hefði hann ekki far- ið að kjafta þetta við Benjamin, hefði hann sennilega ekki hreyft sig úr stað! Já—, kannski og kannski ekki. En eins og nú er komið, höfum við loksins beinar sann- anir gegn honum. Hann er tvisv ar búinn að koma upp um sig. 1 fyrsta lagi þetta, hvernig skot in hefðu borizt til Klaustursins. — Ég veit, sagði Jimmy. — Ég sagði honum, að kassi með Nimrodskotum hefði verið send LÆKNIR RÆÐIR AF HREINSKILNI UNI KYNFERÐI NIAL BÓK, sem á erindi til allra hjóna Leikhúskjallarinn Kvöldverður framreiddur frá kl. 18 Vrandaður matseðill. Njótið rólegs kvölds hjá okkur. Borðpantanir í síma 19636 eftir kl 3. f -Wt - ■ íy . ■ íðM ^ w4i WtHlÉfrTÉi ’ -' •L WMsk ge ur Caleb og við héldum, að eitt- hvað hefði verið fiktað við eitt skotið. Þá hefði verið eðlilegt, ef hann hefði spurt, hver hefði sent skotin, en það gerði hann ekki. Hann spurði, hvort við vissum, hvernig þau hefðu komizt til Klaustursins, og það er nokkuð annar handleggur. Hann var sýnilega að snuðra eftir því, hvort við vissum, hver hefði sett þau í bílinn hjá Mowbray. Og þessi um- hyggja hans fyrir böggl- inum, sem skilja átti eftir í Drekanum, er næstú'm enn- þá eftirtektarverðari. Mér þætti gaman að vita, hvort Benjamín spyr eftir honum i Sjómanna- heimilinu. Ég held ég verði með yðar leyfi að fara í símann og tala við Scotland Yard. Þeir geta látið vakta Sjómanna- heimilið og gá að manni, sem líkist lýsingunni af Benjamín. Og svo ætti líka að tala við næturvörðinn í hótelinu hans Woodsprings. Ég efast ekki um, að hann hafi sagt okkur satt um ferðir sínar, en það er betra að hafa allt á hreinu. En svo fór, að Woodspring þurfti ekki lengi að bíða þess, að samningur hans öðl- aðist gildi. Símon Glap- thorne dó, án þess að hafa kom- izt til meðvitundar siðdegis sunnudaginn 12. september. Darlington læknir, sem hitti Appleyard af hendinguð lét ekki neina undrun í ljós. — Það var frá fyrsta fari engin batavon, sagði hann. —Hjartað í honum hefði aldrei þolað annað slag. Ég varaði hann við þvi fyrir löngu, áð allur æsingur eða taugaæsingur mundi ríða hon- um að fullu. Hrunið á turninum var þá óbein orsök dauða hans? spurði Appleyard. Já, sennilega hefur það ver ið. Eða öllu heldur taugaáfailið sem stafaði af því. Það var í Nú eða... næst er þér haldið samkvæmi; FERMINGAR- AFMÆLIS- eða T7EKIFÆRISVEIZLU erum við reiðubúnir að útbúa tyrir yður: Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Snittur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreiðum við flest það, sem yður dettur í hug, — og ýmislegt fleira! Soelkerimt HAFNARSTRÆTI 1? 13835-12388 Hrúturinn, 21. marz — 19. april. Þú hcfur fyllstu ástæSu til að vcra bjartsýnn á næstunni. Nautið, 20. apríl — 20. mai. Þér er í sjálfsvald sett, hvort þú vilt taka það rölega. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Það er annríki framundan hjá þér í svipinn, en þú ræður við það. Krabbinn, 21. júní — 22. .júlí. Flestum finnst þú hugaður, en þii vei/l. að málið er einfalt. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Ef þú styður ekki við bakið á félögum þínum, er heldur ckki hjálpar að vænta af þeim. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Viljirðu hljóta viðurkenningu, er ekki annað að gera en að vinna fyrir lienni, Vogin, 23. september — 22. október. !»ú hefur iengst af verið seigur, og slærð ekkert af núna. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Bjartsýnin er þér mikill liðsauki. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú hlýtur viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Nú er um að gera að verjast og herjast eins og ljón tii að halda rétti sínum. Vatnsberinn, 20. jauúar — 18. febrúar. Þig brestur kjark til framkvæmda. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú ert áfram um, að einhver tengdur þér njóti sannmælis. hans augum augljós sönn- un þess, að Glapthorneættin væri búin að vera. En fyrr eða seinna hefði eitthvert ann- að áfall orsakað annað slag. Til dæmis hefði hann verið neydd- ur til að yfirgefa Klaustrið. Það hlaut að þessu að koma af ein- um eða öðrum ástæðum. Og feðg arnir svona með hálfsmánaðar millibili! Mig skyldi ekki furða þó að dauði Calebs hafi orkað meir á hann en nokkur vissi. En, vel á minnzt, Appleyard hef urðu nokkuð frétt af Benjamín enn? —Það hefur enginn frétt af honum síðan á fimmtudag. Ég get gjarna sagt þér það, svona í trúnaði, læknir, að það er eitt- hvað skrítið við allt þetta mál. —Skrítið? bergmálaði lækn- irinn. — Við hverju öðru er að búast þegar jafn skrítið fólk og Glapthornarnir eru, á í hlut? Ég hef alltaf sagt, að þeir eru skritnasta fólk, sem ég veit af, utan geðveikrahæla. Appleyard kinkaði kolli. — Rétt segir þú, læknir. Þú gef- ur auðvitað dánarvottorðið? —Já, hjálpi mér . . . auðvit- að! Hér verður ekki um réttar hald að ræða . . . þú getur verið óhræddur um það. Jæja, ég verð að flýta mér. Á eftir að líta á marga sjúklinga enn. Ef frá er talið fráfall Símonar, gerðist ekkert í Lyd- enbridge yfir helgina. Benjamín sýndi sig ekki og samkvæmt frásögn Scotland Yards, hafði enginn orðið hans var. Enginn, sem gæti átt við lýsingu hans hafði komið í Sjómannaheimilið. Hins vegar gat næturvörðurinn í hótelinu þar sem Woodspring gisti oft, staðfest frásögn hans. Hann hafði verið fluttur í gisti- húsið í leigubíl steinsöfandi um klukkan hálf tvö þessa um ræddu nótt. Næturvörðurinn hafði varla ætlað að þekkja hann fyrst, þar eð hárkollan var dottin af honum, og var I vasa hans, en hann hafði komið honum upp i herbergið og gat fullyrt, að hann hefði ekki hreyft sig þaðan, það sem lifði nætur. Woodspring var meirihluta árdegis á sunnudag á vakki kring um turnrústirnar og pot- aði í þær með stafnum sinum. Hann virtist vera að reikna út, hve mikið það mundi kosta að endurreisa turninn. Þegar hann hitti Jimmy á leiðinni heim, varð honum tíðrætt um dáðleysi lög- reglunnar, og taldi það hrein- asta hneyksli. — Já, en hvað ætlizt þér til, að við gerum? sagði Jimmy, sem hafði hálfgaman af æsingnum í bóksalanum. Nú, auðvitað skyldu ykk- ar, sagði Woodspring. — Hafið þið gaman af að standa með hendur i skauti meðan eignir borgaranna eru eyðilagðar? Þér getið verið viss um, að ég skal ekki láta þetta kyrrt liggja, fyrr Kaupmannafundur Kaupmannasamtökin efna til almenns kaupmannafundar í Þjóðleikhúskjallaranum mánudaginn 19. apríl kl. 20.30. Umræðunefni: Vandamál verzlunarinnar. Raeddar verða hugmyndir, sem fram komu í umræðuhópum á aðalfundi samtakanna. Kaupmerin eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Framkvæmdastjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.