Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ. SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1971 Forstjóri John Hudson hoðar: Allar hugsan- legar varúðar- ráðstafanir — til að hindra mengun — Norðmenn tortryggnir Lnndon, 16. apríl. NXB. FORSTJÓRI brezka fyrirtækis- Sns John Hudson and Co., sagði L dag að allar hugsalegar var- nrðarráðstafanir yrðu gerðar til að hindra að efnaúrgangur sem fyrirtækið safnar saman og kast ar í hafið, gæti orðið fiskistofn- nm hættulegur. Sagði hann að fyrirtækið myndi ekki taka að 2Horj}tml>Taí>ií> margfoldar morkað yðar sér nein verkefni, sem gætu verið hættnleg í því tilliti. Norðmerm eru þó mjög tor- tryggnir, og norskur haffræðing ur hefur sagt að fyrirtækið geti ekki gefið neina tryggingu fyrir því að úrgangurinn sé ekki skaðlegur fiskum og öðru sjávarlífi. Danska utanrikisráðu neytið hefur blandað sér í mál- ið, og hefur brezka utanríkis- ráðuneytið lofað að senda skýrslu um málið eins fljótt og unnt er. Má búast við henni í næstu viku. Norðuriöndin eru nú að und- irbúa samkomulag um bann við því að kasta úrgangsefnum í nærliggjandi hafsvæði, og var fundur um það mál haldinn í Kaupmannahöfn í dag. Umrætt brezkt fyrirtæki, hef ur það starf með höndum að safna saman úrgangi frá fjöl- mörgum brezkum fyrirtækjum, og losa hann I sjóinn. Sem öskuhaugur hefur verið notað svæði úti fyrir mynni Thems, og Norðmenn, sem fyrstir skýrðu frá þessu, óttast að úr- gangsefnin kunni að berast með hafstraumum á fiskimið þeirra og valda þaj óbætan- legu tjóni. Hressingorleikiimi iyrir konur Vegna forfalla get ég bætt nokkrum konum við á vornámskeið. Upplýsingar í síma 33290. Ástbjörg Gunnarsdóttir, íþróttakennari. Jörð fil sölu Höfum fengið til sölu jörð á fögrum og veðursælum stað f Skaftafellssýlu. Tún véltækt, rafmagn frá eigin vatnsaflsstöð. Óvenjuleg hlunnindajörð. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. FASTEIGNASALAN Eiríksgötu 19, sími 16260. Jón Þórhallsson, Hörður Einarsson, Óttar Yngvason. — Myndlist Framh. af bls. 14 hver íslendingur hefur efni á að eiga, er hærra metinn en verk eins okkar mesta myndlistar- manns. Nú þekki ég ekki þessa mynd, en sé listgildi hennar mikið, var verðið sízt of hátt og ekki hærra en gengur og gerist um verk velþekktra mynd listarmanna af eldri kynslóð á Norðuriöndum. Til gamans má geta þess, að grafískt blað eftir Edvard Munch seldist á 16 millj ónir á uppboði í Osló á dögun- um! . . . Um list- og verðgiidi myndar Kjarvals hefðu fagmenn átt að fjalla, með allri virðingu fyrir þingmönnunum. Sú þró- un er óæskileg að bjóða Alþingi verk brautryðjenda okkar í mál aralist til mats og kaupa, — Menntamálaráð er hér rétti aðil inn, — og sú þróun væri í hæsta máta óæskileg ef fært væri i hendur Aiþingismanna að meta verðgildi verka meistara okkar til peninga á svo vafasaman hátt. LISTAMANNALAUN OG STARFSSTYRKIR Úthlutun listamannalauna í ár hefði verðskuldað meiri og raun særri deilur en þá snubbóttu á- deilustúfa, sem birtzt hafa í ýms um dagblöðum. Nauðsyn er að deilt sé óhikað og einarðlega um þessi mál til að skapa lil í kringum áriega úthlutun, sem gæti orðið til nokkurs halds fyr ir neíndarmenn. Þ>eir eiga sízt að óttast gagnrýni og heilbrigð ar deilur, sem vel gætu átt þátt í því að glöggva viðhorf þeirra á einu og öðru sem máii skiptir. Það verður að teljast ömur- legt að vera myndlistarmaður af yngri kynslóðinni hérlendis, þegar tekið er mið af þvi að yngsti myndlistarmaðurinn sem laun fékk var 37 ára. Ég tel að hér sé starfandi kjarni yngri og eldri myndlistarmanna, sem trauðla er hægt að ganga fram hjá svo sem gert var, vegna hæfiieika þeirra annars vegar og fyrri afreka hins vegar. Ég nefni unga menn líkt og Einar Hákonarson, Jón Gunnar, Vil- hjálm Bergsson og Jens Krist- leifsson, en þeir tveir siðast- nefndu hafa aldrei komizt á blað, — og af eldri mönnum Einar Baldvinsson, Hrólf Sig- urðsson, Hörð Ágústsson, Hjör leif Sigurðsson, Kjartan Guðl jónsson, Eirík Smith og Örlyg Sigurðsson. En þó skal það helzt ráða vali til umbunar, hvort menn teljist virkir listamenn á þeim tima sem listamannalaun eru veitt hverju sinni og tíunda til fyrri afrek, en þessari reglu virðist hvergi nærri fyigt, og er mjög til efa, að úthlutunar- nefndarmenn fylg'st nægijffga með því sem gerist í myndlistar málum. Sú regla, að veita ekki þeim er erlendis starfa lista- mannalaun er umdeilanleg, a.m.k. svo lengi sem þessir menna halda fast í ríkisfang sitt og eru okkar litlu þjóð til sóma. Gjarnan mætti, að mínu viti, stórlega takmarka lista- mannalaun til hags fyrir fleiri starfsstyrki. En sá böggull fylg- ir skammrifi, að starfsstyrkir eru ekki alls kostar rétt veittir og þarf að endurskoðá form þeirra, því það verður að taka nokkuð tillit til aðstæðna þess, sem styrkinn á að fá og hvern ig hann getur hagnýtt hann. — Tómt mál er að veita myndlist armanni í fastri stöðu fjárhæð, sem hann rétt getur framfleitt sér og sínum með og taka um leið af honum stöðuna. Þetta gegnir einungis gagnvart þeim mönnum sem eru í fastri stöðu, en hins vegar virðist sem aðr- ir megi stunda hverja þá lausa vinnu og íhlaupabisniss sem gefst! . . . Væri séð fyrir þöri um viðkomandi styrkþega, hvaða listgrein sem hann stund ar, ákveðinn styrktima, myndi öðruvisi horfa og enginn myndi þá hika við að yfirgefa fasta Iðnaðarhúsnœði Óskum eftir að taka á leigu, í Reykjavik, 150—300 ferm. húsnæði undir hreinlegan og hávaðalausan matvælaiðnað. Tilboð sendist í Box 4091 Rvik eða á afgr. blaðsins merkt: „Iðnaðarhúsnæði — 7345". Bösknr moður óskust í vörugeymslu okkar að Mjölnisholti 12. Upplýsingar á morgun klukkan 5 30—7.00 (ekki í sima). BANANASALAN. Sjálfstæðisfélagið Ingólfur Hveragerði heldur almennan fund þriðjudaginn 20. apríl kl. 21 í Hótel Hveragerði. Geir Hallgrimsson borgarstjóri ræðir um STJÓRNMÁLAVIÐHORFIÐ I LOK KJÖR- TÍMABILSINS og svarar fyrirspurnum. STJÓRNIN. Sjálfstæðiskonur Hvöt félag Sjálfstæðiskvenna heldur fund í Átthagasal Hótel Sögu þriðjudaginn 20. marz kl. 8,30 e.h. Fundarefni: Kristján J. Gurtnarsson skólastjóri ræðir um GRUNNSKÓLAFRUMVARPIÐ. Siðan verða frjálsar umræður. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. Atvinna Heildverzlun vill ráða mann með Verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun til skrifstofu og lagerstarfa. Umsókn með uppfýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merktar: „Reglusamur — 7357". Óska eftir íbúð í steinhúsi á 1. eða 2. hæð, sem næst Laugavegi eða í Vesturborginni nálægt Miðborg. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Læknastofa 7436" fyrir 25. þ. m. Veiðihús Matráðskona óskast i veiðihús i sumar. Tilboð með upplýsingum um fyrri störf, ásamt nafni, heimilis- fangi og símanúmeri, sendist Mbl. merkt: „MATRÁÐSKONA — 7353" fyrir 21, þessa mánaðar. stöðu. Aðafatriði hlýtur að vera að viðkomandi listamaður rijóti sin, og sé iaus við fjárhags- áhyggjur, — geti unnið af full um kröftum. Starísstyrkir þurfa einnig æskilega að ná yfir lengri tíma t.d. 2 ár, og nauðsynlegt er að fjölga srtarísstyrkjum í há marki, ef litið er til aldurs þeirra tveggja myndlistarmanna, er slíkan styrk hafa fengið, því lítið virðist vera afgangs fyrir yngri menn. Þó er ég persónu- lega mótíallinn því að meta hæfni manna til starfslauna eft ir aldri fremur því að þeir séu virkir í list sinni. En það er um skör fram að iáta eldri kyn slóðina eina um hvort tveggja, listamannalaun og starfsstyrki. ERNA GRUNDT I desember sl. ár lézt í Kaup mannahöfn Erna Grundt Stef- ánsson, seinni eiginkona Jóns Stefánssonar málara. Hún átti mikið og gott safn málverka eftir Jón áður en þau giftusit, þar á meðal nokkur öndvegis verk hans, og naumast hefur það safn minnkað árin sem þau voru gift. Við andlát hennar vaknar sú spurning hver örlög þessara mynda verða. Jón Stef ónsson var ekki afkastamikill máiari svo mjög sem hann þraut vann hverja mynd áður en hann lét hana frá sér fara, og þvi ber íslendingum að vera hér vel á verði og sitja um hverja mynd, sem á markaðinn berst. FARANDSÝNINGIN „FJÓRAR KYNSLÓÐIR" Farandsýning sú, sem undan farið hefur gengið um Noreg og Svíþjóð á vegum Norræna hússins virðist hafa hlotið hóg værar viðtökur í Noregi, og mun fyrst hafa farið að njóta sín í Gautaborg. Sex myndir munu hafa selzt þar, sem er mjög gott á slíkri sýningu, og dómar munu hafa verið vinsam legir. Ég vil slá því hér fram, af gefnu tilefni, að við ísiend- ingar eigum hiklaust að birta hvort tveggja, afleita, sem góða dóma um okkar list erlendis í stað þess að vera haldnir þeirri leiðu áráttu að tína aðeins til það betra, en þegja þunnu hljóði yfir hinu, — slíkt er lítil reisn. — Svo virðist sem frændur vorir á Norðurlöndum geri sér ákveðnar hugmyndir um það, hvað eigi að berast frá íslandi í myndlist, ef marka má suma Hstdómana. Við virðumst eiga að túlka hugmyndir þeirra og óskhyggju um ísland, land elds og ísa, ein angraðir frá hinum stóra heimi og nútímalist, og því helzt á eftir þeim í slíku. En staðreynd in er, að við höfum jafnan stað ið þeim jafnfætis í þeim efnum, þegar við höfum haft skilyrði til, og jafnvel framar, eí marka má íslenzku teiknibókina á Árna safni, sem er sönnun þess, að á miðöldum vorum við fyrri til að verða fyrir gotneskum áhrif- um í teiknilist Evrópu, — svo að á fyrri tímum komust fslend ingar engu síður í snertingu við ólíka strauma erlendrar listar og höfðu sóma af. SÚM-SÝNINGIN í AMSTERDAM Flestir munu hafa pata af sýn ingu SÚM-manna á Stedejlik Museum í Amsterdam um þesa ar mundir, eða þeif sem á ann að borð fylgjast með myndlist. Sýning þessi er gleðilegur vott ur um stórhug og framtak þess ara ungu manna, og er ástæða til að óska þeim velgengni með fyrirtækið. Það er skemmtilegt að rifja upp, í þessu sam- bandi, að 10 íslenzkum málurum var boðið að sýna á sama stað svo snemma sem árið 1954, en þeir gátu ekki þegið boðið, þrátt fyrir góðan vilja, með því að menntamálaráð þess tíma hafn aði með öllu að styrkja siíka sýningu klessulistar. Slikt hljóm ar nánast sem fjarstæða í dag, en rétt mun það engu að síð- ur. Við bíðum með áhuga nán ari fregna af SÚM-mönnum og sýningu þeirra. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.