Morgunblaðið - 18.04.1971, Side 23

Morgunblaðið - 18.04.1971, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1971 23 f — Hljómplötur Framh. af bls. 14 leikurinn sé góður, er það tví mælalaust söngurinn, sem er það bezta á plötunni, þvi að hann er stórgóður, og í heild er þetta með bezt unnu dægurlaga plötum, sem hér hafa komið út lengi, og hjálpar góð hljóðritun þar til. Aðalgallinn er að lögin eru fjögur en ekki tólf, því að Erlu hæfir ekki annað en tólf laga plötur, þar sem allar hliðar söng konunnar koma ekki fram í svo fáum lögum sem hér. En von- andi bætir Tónaútgáfan úr því fyrir næstu jól. Textarnir eru misjafnir, allt frá skínandi ljóði Egils Bjarna sonar niður í leirburð Magnús- ar Benediktssonar. Þá er plötu hulstrið það leiðinlegasta, sem Tónaútgáfan hefur sent frá sér (fyrir utan Póló hulstrin) og í hrópulegu ósamræmi við inni- haldið, sem vissulega er hægt að gefa góð meðmæli. Þetta er plata, sem á eftir að heyrast um þó nokkra fram tíð. Haukur Ingibergsson. Charlottenborg: Sýning 14 íslenzkra listamanna opnuð 181 málverk og höggmyndir Kaupmannahöfn, 17. apríl Frá fréttaritara. ÍSLENZKIR fánar blöktu við hún í dag fyrir utan Charlotten borg við Kongens Nye Torv. Þar var opnuð kl. 13 sýning á 181 málverki og höggmyndum eftir 14 íslenzka listamenn. — Elztur þeirra er Jóhannes Kjarv al, 85 ára en yngstur Sigrún Sigurðardóttir, 28 ára, Sýning in verður opin 18. apríl til 18. maí. — Sigurður Bjarnason, sendiherra, opnaði sýninguna með ræðu, að viðstöddum gest- um. í heiðursnefnd sýningarinnar í Kaupmannáhöfn eru: H. Á. Thomsen, formaður, dr. E. Tul inius og Allan Moray Williams, cand. mag. I íslenzku undirbún ingsnefndinni áttu sæti: Frey- móður Jóhannsson, formaður, Ásgeir Bjarnþórsson, Magnús Á. Árnason, Pétur Friðrik Sigurðs son og Ragnar Páll Einarsson. Á sýningunni eiga eftirtaldir listamenn verk: (listmálarar) Ásgeir Bjarnþórsson, Einar G. Baldvinsson, Eyjófur J. Ey- fells, Freymóður Jóhannsson, Jóhannes Geir Jónsson, Jóhann es Kjarval, Jón Jónsson, Magn ús Á. Ámiason, Pétur Friðrik Sigurðsson, Ragnar Páll Eilnars son oig Veburliði Guranarsison. Myndhöggvarar: Magnús Á. Árnason, Rílkiarðiur Jónsison, Sigrún Guðmundsdóttir og Þor björg Pálsdóttir. í ræðu sinni við opnunina sagði Sigurður Bjarnason m.a.: „Bókrmenmitir eru vafaliausit elzta listgrein á íslandi. Hin gömlu skinnhandrit okkar geyma sögu íslenzku þjóðarinnar. Þau eru sá grunnur sem hið andlega og menningarlega sjálfstæði okkar byggist á. En fsland hefur fylgzt með þróuninni á öðrum menningar- sviðum á Norðurlöndum. Frá aldámótum hefur myndlist stað ið í blóma á íslandi. Til vitnia um það má nefna að á sl. ári voru haldnar yfir eitt hundrað sýningar á málverkum og högg myndum í landi okkar, og marg Geir Zoega i hinum endurbættu húsakynnum. Hefur annazt ferða- lög í 115 ár — Ferðaskrifstofa Zoega opnar í endurbættum húsa- kynnum í Hafnarstræti FERÐASKRIFSTOFA Zoéga opnar um þessar mundir í endurbættum húsakynnum í Hafnarstræti, og á næsta ári eru 100 ár frá þvi er Zoéga gerðist umboffsmaður Cooks á íslandi, en störf aff ferðamál- um hóf fyrirtækið 1856 og er það því með elztu fyrirtækj- um á fslandi. Frá öndverðu hefur fyrirtækið verið í sömu ætt og nú er forstjóri fyrir- tækisins Geir Zoéga, en liann tók við af fóður sínum 1927. Enidu'rbætur húsakymna FerðaskriMofu Zoéga enu hiraar skettrumiti!Degu»tu og er iran er koanið Miasir við við- skiptavimiuffn göffmill mynd fré beriniskiudöguffn ferðamála á Idlandi — tedlkmánig eftir Gaimard er sýnir ferðafólk leggja upp fná Reyikjavík, Komiur ríða í söðli mieð krók- fald á hötfði og í bafcsýn er vestasti Mluiti Esjlunnar og S&arðshieiðin. Inmiréttingar aTliar eru úæ valdri fiunu. í viðtaffl við Geir Zoéga sagði haran, að þe«si 99 ár, sem liðin vænu af saffnvinmi fyrintækiisinB við Coofcs hiefðu verið einistakil'ega ánægjufleg. Fyrdrtæbið hefur nú hug á að auka til mumia ferðamanna- stirauimiinn til íslands og hietf- ur f því auigniaimiði stofnað fyrintæki í Brettandi í sam- vimmiu við brezk fyrintæki. Heibir það Aniglo Ieelandic Travell Agency Ltd. og en ís- lenzfct að háífiu leyti. Fram- fcvæffndastjórar enu fjórir, trveir brezkir og tveir ís- Jemizkir Geir og sonur hanls Tómas. Geir Zoéga saigði að með tlllkomiu nýrra hótela í Reykjavlk, væri ástand í þeim málium nokkuð gott, en átak þarf að gera að hanis sögn bæði á Afcuneyri og við Mývatn, eim að auki á Horna- firði. Á öfflium þessium stöðum enu hótelitti að verða of Mitil. Verið er að brúa biiið milli árstíða og fá ferðamenn tii þeiss að fcoma á öðnum timum en á sumnum. Liður í því er fyrinhuiguð fierð 100 Bneta, sem Zoége gengst fyirir um jólaieytdð í ár. Er þar etfnt itU ferðar brezfcna bartniatfjöd- skyftdna tiil l’ands jólasveinB- ins. Um 70 þúsumd jólakort og bnóf báruiat tiil ísttands um síð- uisbu jótt firá brezítoum börrnum, sem sfcrilfuðu jólasveinimum. Geir Zoéga sagði að ferða- máiiin utan höfiuðborgarinnar þyrtfltu mikiils við. Ýmis Evrópulönd hafa upp á að bjóða skeimimitilieg hóteil víða um land og ertendir ferða- menn yrðu sáifiellt krötfiulharð- airi og ósltouðu efltir ferðaílög- um um landið. Ár hvent hatfa kornið hing- að á veguan ferðasfcrifistofuffm- ar Sfcemmtifeirðaskip. Fyrsta skipið í ár kemur 10-. júní og er það fyrista siruná, sem skemmtiíerðaiSkip kemur svo snemmia árs. AHIlls verða Skip- im í júní fjögur — en alllt sumarið sextán. Áætílað er að ferðamenn á vegum flerða- SkrifiStoifluinnar í ár verði um 10 þúsumd og er það nálega 100% aukmimig firá því í tfyrra. Ánið 1972 er niú þegar í mótum og jatfnveá en farið að hugsa enn lengra fram í tím ann. Árið 1974 verður hér haldin 1200 manna ráð- stafina. Verðun ráðlstefnan í ágústmánuði og á því ekki að nefcast á hátíðahöldin vegrua 1100 ána aifimælis ísliands byggðar. Sagði Geir að hann voniaðist till að þá yrði Hótel Esja tfullfllbyggð og stækkun Hótiell Sögu komin í kring og ef till vill að aulki fiieiri hótett. Á því að vena unnt að sinna þátttákendum svo fjörmeranr- an náðstefinu. Geir Zoéga sagði, að mikiílll vöxtiun heifði vexið í ferðamál- unuim undanfarin ár og fyrir- sjáaraleglt væri að hann myndi enn autoast. Ef þessi viðskipti eru Stuinduð af samvizkuaemi og trúmennstou, eru þau til- tölullega áhættuttaus. Ingólifiur Jónisson saimlgöniguimálaráð- herna hefur ætíð sýmt þessum máluffn mdkinn skillning og vettvilja, þótt hið opinbera sem heilid hafi elkki gert nóg til þess að létta urndir mieð þessum þjóðhagkvæima at- vinnuveigi. Þá má geta þess að Anglo Icelandic Travel Agency Ltd. hefur Olátið prenta og gera failegan bækling, sem dreift er í 40 þúsund eintötoum um Bnetlandseyjar og heitir Ice- iland 1970/71. Auglýsir þar BEA ferðir tii Islands að auki, en fyrintækið mun hafa á síðastliðrau ári auglýst ísland fyirir um 10 miffljámr króna. ir íslenzkir listmálarar og mynd höggvarar hafa tekið þátt í sýn ingum erlendis, bæði á Norður löndum og annars staðar“. Síðar í ræðu sinni sagði Sig- urður Bjarnason: „Við erum þakklát fyrir að fá að hafa hina íslenzku listsýningu í hinni virðulegu Charlottenborg. Það sýnir enn einu sinni hversu náin samvinna og vinátta ríkir milli þessara tveggja bræðraþjóða. — Næstum allir listamennirnir, sem taka þátt í þessari íslenzku sýningu hafa stundað nám hér í Kaupmannahöfn. Það er því óhætt að segja að í ákveðnum skilning séu þeir „komnir heim“ þegar þeir sýna nú í Charlottenborg. Ég vil lýsa þeirri ósk minni og von, að þessi sýning muni gefa okkar dönsku bræðraþjóð nýtt innsýn í íslenzka myndlist í dag. Og með þeim orðum lýsi ég sýning una opna“. Stórbrotið Framh. af bls. 2 legar höggmyndir Ólafar Páls- dóttur. 1 Hróarskeldutíðindum er einn ig vikið sérstaklega að Gudrun Poulsen, Ingálvi av Reyni og Ólöfu Pálsdóttur og m.a. sagt að hinar reisulegu brjóstmyndir Ólafar þar sem sterk áherzla er lögð á hið sálræna, njóti sin vel með málverkum Ingálvs. 1 Vendsyssel Tidende er fs- lendinganna að góðu getið og um verk Ólafar er sagt að þau séu borin uppi af innri reisn. f Land og folk er sýningunni lýst nokkuð almennt og farið um heildaráhrií hennar lofsam- legum orðum. Um íslenzku þátt- takendurna segir: „Ólöf Páls- dóttir frá íslandi kemur fram með ágætar höggmyndir og landar hennar, þeir Sigurjón Jóhannsson og Tryggvi Ólafs- son sýna hernaðarlega popp- list.“ í Kristeligt Dagblad skrifar Erik Clemmesen og birtir með mynd af tveimur verkum Ólafar: „Ólöf Pálsdóttir, frá íslandi, sýnir nokkrar mjög fagurlega gerðar gipsbrjóstmyndir, m.a. af skáldinu Halldóri Laxness, sem hefur dásamlega formsterkt höfuðlag. Kannski hefði verkið getað orðið dálítið skemmti- legra. En skynjun lista- konunnar á brjóstmyndinni sem viðfangsefni er í ætt við hin gömlu etrúsku leirker, sem einn- ig hafa á sér höfuðlag. Hér er um eitthvað mjög upprunalegt að ræða, sem sannar orð hins franska skálds: Gautiers: La buste survit a la cite — þ. e. brjóstmyndin (kerið) lifir af borgina. Sigurjón Jóhannsson vinnur í stíl bandarískrar poplistar og notar saman mismunandi efni til að fá fram mynd, er verki sem áminning til manneskjanna, og Tryggvi Ólafsson limir saman klisjur. Það er öllu frekar mynd- list en að um sé að ræða eig- inlegan boðskap.“ Að lokum skrifar Inger Lar- sen í Næstved Tidende og segir um Islendingana: „Frá Islandi kemur Sigurjón Jóhannsson og sýnir komposisjónir í sterkum litum þar sem stúlkur í líkams- stærð eru settar ásamt með véla- hlutum eða sem þættir í trió- logíu — og Tryggvi Ólafsson með geysistórar myndir, á ströndinni er krökkt af rauðum og bláum figúrum, blátt, rautt og gult landslag, þar sem blá bifreið er rúmfrekust. Þriðji íslendingurinn er kona, Ólötf Páttadótitir ag eru brjósit- myndir hennar mjög fagrar. Hún sýnir einnig litla og yndis- lega telpumynd og striðhærða hesta, steypta í brons. Form- skynjun Ólafar Pálsdóttur er ákaflega lifandi." Umsátri létt í S-Vietnam Saigon, 16. apríl. AP. HERSTJÓRN Suður-Víetnam sagði í dag að aflétt hefði verið 17 daga umsátri Norður-Víet- nama um fallbyssustöð 6, sem er á miðhálendi Suður-Víetnam. Þyrlur fluttu þangað mikinn fjölda bandarískra og víet- namskra hermanna, og sprengju þotur gerðu árásir á vígstöðvar kommúnista. Fréttamenn á staðnum segja þó að enn séu norður-víetnamsk ir hermenn í grennd við stöð- ina, og að öðru hvoru sé skotið að henni vörpusprengjum. Um- hverfis stöðina er mikill og þykkur skógur, sem er erfiður yfirferðar, og því illt að finna sprengj uvörpurnar. Þá segir og að suður-víet- namskar hersveitir hafi ráðizt inn í Shau-dalinn, sem er við landamæri Laos. Þar höfðu Norður-Víetnamar safnað sam- an miklu herliði og búið vel um sig. Flugvélar gerðu harðar árás ir á vígstöðvar þeirra, og fót- gönguliðið sótti svo inn í dal- inn, en það mætti ekki mikilli mótspyrnu. Nú berast þær fréttir frá Pleiku, í Suður-Vietnam, að um þrjátíu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu séu komnir Inn suðurhluta Laos og séu að búa sig undir að hjálpa Norður- Víetnömum í hernaðaraðgerð- um þar, og víðar í Indó-Kína. Þessar fréttir hafa þó ekki ver- ið staðfestar, og er tekið með varúð. Innilegt þakklæti til allra sem glöddu mig með skeytum, heimsóknum og gjöfum á 75 ára afmæli mínu 18. marz sl. Gísli Björnsson, f.v. rafveitustjóri, Höfn, Hornafirðl. Hjartans þakkir færi ég öll- um skyldum og vandalausum fjær og nær, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum í tilefni 70 ára af- mælis míns 5. marz sl. Guð blessi ykkur öll og far- sæli framtíð ykkar. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Úlfsstöðunt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.