Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 10
Kleppsspítalinn — stærsta geðsjúkrahús landsins. Nú skortir um 350 sjúkrarúm fyrir geðsjúklinga, en framkvæmdir eru ekki á næsta leiti. Fordómarnir ekki jafn miklir og áður — en raunveruleg breyting verður ekki fyrr en ríkisvaldið sýnir geðsjúklingum sömu umhyggju og öðrum Rætt við Tómas Helgason prófessor og yfirlækni FYRRI HLUTI Það hefur lengi verið svo, að sjúklingar, sem haldnir hafa verið geðveiki, hafa ekki setið við sama borð og þeir, sem þjáðst hafa af öðrum sjúkdóm- um. Viðhorf almennings hefur lengi verið neikvætt til geð- sjúklinga. Hann er „vitlaus" eða „brjálaður" eða „Klepps- tækur“ eru orð, sem við þekkj um öll úr daglega lífinu og eru ýmist notuð í niðrandi merk- ingu um heilbrigt fólk eða nei kvæðri merkingu um geðveikt fólk. >j Aðstaða til meðferðar geð- sjúkra hefur heldur ekki fylgt þeim framförum, sem orðið hafa í heilbrigðismálum landsmanna. Kleppsspítalinn hefur í áratugi vsrið eina meiri háttar geð- sjúkrahús landsins, en geð- deild Borgarspítalans, sem opn uð var fyrir örfáum árum og bætti úr brýnni þörf, er enn mjög lítil. Fyrir nokkrum ár- um var gerð athugun á sjúkra- rúmaþörf fyrir geðsjúklinga og kom þá i ljós, að hér þyrftu að vera 600 rúm á geðdeildum en í landinu eru nú rúmlega 260 sjúkrarúm, sem sérstaklega eru ætluð geðsjúkum. Nýjar framkvæmdir i þessum efnum eru enn ekki komnar á það stig, að orð sé á gerandi. Sannleikurinn er sá, að í mál efnum geðsjúkra ríkir fullkom ið ófremdarástand á íslandi. í því skyni að vekja athygli al- mennings á þessu ástandi og til þess að koma á framfæri upplýsingum, sem orðið gætu til þess að stuðla að jákvæð- ara viðhorfi fólks til geðheil- brigðismála, hefur Morgunblað ið átt ítarlegt samtal við Tómas Helgason, prófessor og yfir- lækni á Kleppsspítalanum. Við tal þetta skiptist i tvo hluta. Fyrri hluti þess, sem birtist í dag, fjallar um geðsjúkdóma al mennt, orsakir þeirra og ein- kenni, lækningaaðferðir o. fl. Síðari hlutinn, sem birtast mun í Sunnudagsblaði Morgunblaðs ins n.k. sunnudag, fjallar um aðstöðu tii geðlækninga hér á landi, húsnæðisaðstöðu, fjölda sérmenntaðs fólks o.fl. — Hverjar eru helztu teg- undir geðsjúkdóma á íslandi? — Helztu tegundir geðsjúk dóma á Islandi eru þær sömu og í öllum nálægum löndum. Þeim má skipta í tvo megin- flokka, eftir þvi hversu róttæk einkennin eru. Annars vegar eru meiri háttar geðsjúkdómar, eða það sem í daglegu tali er kallað geðveiki (psychosis), sem valda miklu róttækari breytingum á persónunni og truflun á raunveruleikamati sjúklingsins. Hins vegar er taugaveiklunin (neurosis), sem venjulega veldur aðeins trufl- unum á einstökum háttum pers ónuleikans, án þess að hann verði í heild sinni annar en áð ur var, og án þess að trufla raunveruleikamatið, nema að mjög takmörkuðu leyti. Hvor um þessara meginflokka er síð an skipt upp í marga undir- flokka og einstaka sjúkdóma, sem hver hefur sín sérkenni. Rétt er að taka strax fram, að drykkjusýkin er talin til þess- ara tveggja meginflokka, sumir vilja telja hana eingöngu til fyrri flokksins, en aðrir skipta henni nokkuð eftir einkennum, á milli beggja flokkanna. Auk geðsjúkdómanna þurfa geð- læknar oft að fást við ýmis önnur afbrigði, sem ekki eru sjúkdómar í venjulegum skiln- ingi, heldur óvenjuleg afbrigði hins mannlega breytileika eða afleiðingar sjúkdóma. — Hvað er vitað um orsak- ir þessara sjúkdóma? — Orsakir margra geðsjúk- dóma eru þekktar að meira eða minna leyti. Enn eru orsakir ýmissa hinna algengustu lang- vinnu geðsjúkdóma þó ekki þekktar, nema að takmörkuðu leyti, og er sennilegt að þeir eigi sér margþættar orsakir, í upplagi og umhverfi. Er í þess- um efnum eins ástatt um marga geðsjúkdóma og um marga langvinna og alvarlega líkamlega sjúkdóma, að hinar eiginlegu orsakir þeirra eru lítt þekktar enn, þó að vitað sé um einstaka þætti. — Hverjar eru helztu aðferð ir til lækninga á geðsjúkdóm- um? — Lækningaaðferðirnar eru breytilegar eftir sjúkdómum og sjúklingum. Þegar um er að ræða sjúkdóma, sem eiga sér eina þekkta meginorsök, bein ast lækningamar auðvitað allt af að þvi að fjarlægja eða eyða þessari orsök. Ef um er að ræða sjúkdóma, sem eiga sér marg- þættar orsakir, sem ekki eru þekktar nema að nokkru leyti, þarf að beita margvíslegum lækningaaðferðum sem ýmist beinast að því að draga úr ein- kennum sjúkdómsins, eða byggja upp og styðja hina heil brigðu þætti persónuleikans. Lækningaaðferðimar, sem beitt er, má flokka undir lyflækning ar, handlækningar, sállækning ar, vinnulækningar og félags- lækningar. Allar eiga þessar lækningaaðferðir sér nokkra sögu og hafa verið að þróast smám saman á þessari öld, að vísu þó langmest á seinustu 20 árum, að okkur finnst. Ýmis ró andi lyf, sem dregið hafa úr kvíða og spennu og auðveldað hafa svefn, hafa verið þekkt lengi, en eiginleg geðlyf koma ekki fram fyrr en chlorprom- azin fannst, 1952. Það er enn eitt af hinum betri lytfjum, þar sem það á við. Slðan hafa kom- ið fram ýmis önnur lyf, sem verka vel á ýmis konar óróa, ofskynjanir og hugvillur, auk lyfja gegn þunglyndi. Áður var þó komið Jfram eitt lyf, sem lengi hafði verið þekkt, en að- eins nýlega hafði uppgötvast, að nota mætti gegn oflátum hjá manio-depressiv sjúklingum. Þetta efni, lithium, hefur síðan reynzt nothæft i allmörgum til- vikum til þess að fyrirbyggja bæði ofláta og þunglyndissveifl urnar hjá þessum sjúklingum. Af handlæknisaðgerðum má nefna hitameðferð við sárasótt- arveiki, sem á sínum tíma gerði mjög mikið gagn, en er nú að heita má alveg horfin, eftir að penicillin kom til sögunnar. Skurðaðgerðir ýmsar á heila, sem drógu úr þjáningum margra geðsjúklinga, eru nú orðið mjög lítið notaðar, eftir tilkomu hinna mikilvirkari geð lyfja, sem áður eru nefnd. Loks er að nefna rafmagnslostin, sem mjög mikið voru notuð um tíma og eru enn nokkuð notuð, fyrst og fremst við vissum tegundum þunglyndis, þó að verulega hafi dregið úr notkun þeirra með tilkomu virkari lyfja gegn þunglyndi. Sállækningar tóku fyrst á sig skipulegt form eftir að Freud tók að skrifa um athug- anir sínar. Hefur áhrifa hans gætt og gætir enn í mjög mikl- um mæli í margs konar sállækn ingum, þó að á síðari árum hafi ýmsar fleiri aðferðir komið fram. Þar má sérstaklega nefna atferlislækningar (behaviour therapy), sem byggja að ýmsu á athugunum Pavlovs á skil- orðsbundnum viðbrögðum. Sál- lækningar geta verið mjög mis munandi, allt frá sálgreiningu með tilheyirandi enduruppeldi, til tiltölulega einfaldra leið- beininga og sefjunar. Félags- og vinnulækningamar eiga sér einnig langa sögu. Langt er slð an farið var að nota vinnu- lækningarnar til þess að róa sjúklingana og byggja þá upp aftur til þátttöku í þjóðfélag- inu. Á síðari árum beinast vinnulækningamar æ meira frá þvi fyrst og fremst að hafa ofan af fyrir sjúklingunum, yf ir í að endurhæfa þá til starfa, svo að þeir getið séð fyrir sér sjálfir, er þeir útskrifast af sjúkrahúsi. Sama er að segja um félagslækningarnar, sem upphaflega beindust að tiltölu lega einföldum umhverfisað- gerðum, en beinast nú æ meira að félagslegum samskiptum fólks, sérstaklega fjölskyldna, en einnig í öðrum hópum. Tengjast þar saman sállækning ar og umhverfismeðferð fyrri tíma, en með nýrri tækni. — Er tíðni geðsjúkdóma svip uð á Islandi og í nágrannalönd unum? — Tíðni geðsjúkdóma á ís landi er hin sama og í ná- grannalöndunum. Rannsóknir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.