Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚNl 1971 11 iii •::::-;?í?x:<?*:'Oc^; l ^vj A Olafur G. Einarsson, sveitarstjóri: Dreifa ber f jármagni og framkvæmdum út til borgaranna sjálfra Fólkið er f ærara um að meta þarf ir sínar en ríkisforstjórar Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá skýru stefnu, að í hinu is- lenzka þjóðfélagi eigi einstakl ingarnir og samtök þeirra að hafa eðlilegi; svigrúm til at- hafna, þannig að frumkvæði þeirra og framtak fái sem bezt notið sín til heilla fyrir heild- ina. Andstætt öðrum stjórnmála- stefnum hér á landi, leggur sjálfstæðisstefnan þuaiinig á- lierzlu á tillitið til einstaklings ins, að rikið sé til orðið fyrir einstaklingana en ekki öfugt. Markmiö hennar er, að varð- veita í reynd frelsi sérhvers borgara til orðs og æðis, Þessari grundvallarhugsjón hefur Sjálfstæðisflokkurinn ver ið trúr frá stofnun 1929. Ein af höfuðástæðuimim fyrir stofnun Sjálfstæðisflokksins var einmitt vaxandi ótti margra um að þáverandi ríkisstjóm Fram- sóknarflokksins stefndi með stuðrumgi Alþýðuflokksins að takmörkunum á einstaklings- frelsi og atvinnufrelsi í skjóli harðnandi stéttabaráttu. Alit frá þessum tíma hefur Sjálfstæðis- flokkurinn orðið að beirjast við hina stjórnmálaflokkana gegn sífelldum tilraunum þeírra i þá átt að koma á vaxandi ríkisaf- skiptum og þar með skerðingu á athafnafrelsi manna. UM HVAÐ ER KOSIÐ? Um þetta grundvallaratriði er kosið í hverjum kosningum. — Aldrei hefur það verið ljósara en nú, hvernig vinstri flokkarn ir reyna að slá ryki í augu kjós enda með því að gera landhelg ismálið að kosningamáli í þeirri kosningabaráttu, sem nú stend- ur yfir. Alþýðuflokkurinn geng ur að vísu ekki með til þess leiks, en allir vita um stefnu þess flokks, stefnu rikisrekstrar á sem flestum sviðum atvinnu- lífsins. Hið raunverulega takmark þessara flokka er að koma á að nýju vinstri stjórn á íslandi. Hinar svokölluðu vinstri viðræð ur, sem fram fóru í vetur, eru hin skýrasta viðvörun til kjós- enda um, að gerð verður til- raun til myndunar vinstri stjóm ar að loknum kosningum. Um þetta verður fyrst og fremst kos ið á sunnudaginin kemur, Það er staðreynd, sem ekki verður mótmælt, að þjóðinni hefur skilað með mestum hraða fram á við, þegar Sjálfstæðis- flokkurimn hefur farið með for ystu í ríkisstjórn. Aldrei hafa framfarirnar venið meiri í sögu þjóðarinnar en síðastliðin þrjú kjörttimabil. Aldrei hafa lífs- kjörin verið betri en nú. Höf- uðástæðan er sú stefna Sjálf- stæðisflokksiinis að velta ein- staklingunum aukið athafna- frelsi, losa um höft í verzlun og viðskiptum, draga úr af- skiptum ríkisins af atvinnulíf- inu. Allt leiðir þetta til batn- amdi hags þegnanna. Það er höf uðnauðsyn, að menin geri sér grein fyrir þessari sitaðreynd þegar þeir ganga að kjörborð- inu. Menn verða að gera sér ljósa grein fyrir þeim megin mun, sem er á stefinu Sjálf- stæðisflokksiins og himna flokk- anna, að því er varðar viðhorf- ið til einstaklingsins. Þar eru mörkin skýrust. íslendingar eru i eðli sínu éiinistaklingshyggjumenn og verða það ætið. Erlendar kenmi setningar fá þar engu um þok- að. Hins vegar vekur það furðu, hve kommúnistar hafa haldið hér miklu fylgi. Ástæðan fyriir því er eingöngu sú, að þeim hefur tekizt að blekkja fólk til fylgis við stefnu sína, með því að halda þvi fram, að stefinam sé íslenzk. Þetta hefur gengið svo til þessa, en nú hlýtur að verða hér breyting á. Á því kjörtímabili, sem nú er á enda, hafa þrír menn horfið úr þing- flokki Alþýðubandalagsins. Áð- ur hefur það að vísu gerzt, að forystumeran hafa horfið úr röð um kommúnista. En nú ætti þeim, sem fylgt hafa þeim að málum, að vera ljósara en áð- ur, hvert Alþýðubandalagið stefnir, eftir að hafa séð vitnis- burð þessara manna, sem svo gjörla þekkja þar allan heimilis brag, og greint hafa frá viitn- eskju sinni að lokinmi vistinni. valddreifing NAUÐSYN Afskipti hins opinbera af þegnunum verða aldrei umflú- in. Samfélaginu verður ekki stjómað nema með opinberu valdi. Menn greinir hiinis vegar á um það, hversu víðtækt þetta vald á að veira og hverjir eiga að fara með það. Framkvæmda valdið er í raum í höndum rík- isins og sveitarfélaganna. Valddreifing er eitt höfuð- markmið sjálfstæðisstefinummar. Með það í huga þarf að endur- meta hvers konar ríkisafskipti og fjármálapólitík hins opin- bera. Við þetta endurmat þarf að hafa í huga, að fjármagni og framkvæmdum sé dreift út til borgaranna sjálfra og sam- taka þeirra. Meðal þessara sam- taka þedrra eru sveitarfélögin. Ólafur G. Uiinarsíion. Aukið sjálfstæði sveitarfélag- anna og skýrari verkaskipting milU þeirra og ríkisins er leið að því marki, að borgaramir sjálfir fái aukin áhrif á ákvarð anir hins opinbera. Um leið eykst ábyrgð þeirra, sem fjár- magns og framkvæmda eiga að njóta. Það er eðlileg afleiðing þess- arar stefinu að auki, að ein- staklingarnir fá sjálfir að ráð- stafa stærri hluita tekna sinna en ella er mögulegt. Hver þjóð- félagsþegn er bærari að meta, hverjar eru þarfir hans, heldur en el'inhver rikisforstjóri. Þvi færri svið, sem hin kalda höind ríkisvaldsins spamnar, því minma þurfa borgararnir að greiða til hins opinbera og þeim mun meira verður eftir til eigin ráð- stöfunar. Nákvæmlega það sama á við um atvimmurekstuirimn. Einstakl- ingarnir og samtök þeirra emi mun færari um að reka fyíir- tæki en embættismenn ríkis eða sveitarfélaga. Hvers konair verzlunar- eða verksitæðisrekst ur rikisins á að hverfa. Allt slíkt er betur komið í höndum einstaktinga. Við höfum hin ljósustu dæmi um þetta hjá ýmsum sveitarfélögum. Því um- fangsmeiri sem rekstuir þeirra er, t.d. með bifreiða- og viinnu- vélaútgerð með tilheyrandi áhaldahúsum og verkstæðum, því verri er hagur þeirra og þar með hagur borgarainna. Það eru þessi grundvallaratr- iði, sem sameiina Sjálfstæðis- menn í einum stórum flokki. Þau munu sameina enn fleiri, eftir því sem menn gera sér ljós ari grein fyrir, hvert stefna vinstri flokkanna leiðir. Æ fleiri munu fylkja sér um Sjálf- stæðisflokkinn vegna þess, að stefna hans er í samræmi við frelsishugsjón íslendinga, þá hugsjón, sem hefur fylgt kyn- slóðuinum allt frá landnáms- mönnum, sem höfðu dug til þess að brjótast undan hinu op- inbera valdi. Það væri i ósam- ræmi við þetta eðli, ef við léð- um þeim mönnum lið, sem vilja koma á slíku valdi hér, að ekki sé talað um ef taka á einmig við fyriirskipunum að austan. Athygli vckur vclklccddur Gcriö 9Ó0 koup f GCPIUfl VIN Austurstrœtí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.