Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1971 Ellert B. Schram: Straumur unga fólksins \igg- ur til Sjálfstæðisflokksins NÚ sem endranœr biðla stjórnmálaflokkarnir mjög til unga fólksins, þegar nær dreg ur kjördegi. Þeim er ljóst, að ungt fólk getur haft úrslita- áhrif í þessum kosningum. 1 Reykjavík einni kjósa nú rúmlega sjö þúsund nýir kjós- endur í fyrsta sinni í alþing- iskosningum. Hvað flokkur hlýtur stuðn- ing þessa hóps? Hvert liggur straumurinn? Ungt fóik hefur í ríkari mæli en áður kvatt sér hljóðs og varpað fram nýjum sjón- armiðum og viðhorfum, lítur gagnrýnni augum á þjóð- félagið og lífsbaráttuna, vill sporna við fótum gegn múg- sefjun og vélmenningu. Stjórnmálaflokkarnir hafa orðið fyrir áhrifum af þessum viðhorfum, einkum hvað snertir lýðræðislegri vinnu- brögð, en allir munu viður- kenna, að þeirra hafi mest og bezt gætt í Sjálfstæðisflokkn- um. Innan flokksins hefur dregið. úr miðstjórnarvaldi, framboð eru ákveðin með f jöl- mennum prófkjörum og mörk uð hefur verið stefna í þá átt, að dreifa valdinu í þjóðfélag- inu út til fólksins sjálfs. MÁLSVARI EINSTAKLINGANNA Þetta þarf engum að koma á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð verið samtök þeirra, sem viljað hafa hlut hvers einstaks borgara sem mestan. Andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins hafa nefnt þessi sjónarmið staðnaða íhaldsstefnu, dragbít á um- bætur. Þau slagorð standast ekki dóm reynslunnar. Það, sem hefur laðað mig að Sjálfstæðisflokknum og veldur mínu framboði, eru einmitt hinar gagnstæðu stað- reyndir. Flokkurinn hafnar alræði ríkisvaldsins, en hann er málsvari einstaklinganna, ekki sízt þeirra, sem miður mega sín. Andstætt sósíalism- anum lítur hann hins vegar ekki á almannatryggingar sem markmið í sjálfu sér, heldur tæki, aðferð, til auk- innar velferðar og betra lífs. Slík viðhorf eru ekki stefna stöðnunar. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að þeirri aðstöðu í þjóðfélaginu, að allir fái tæki- færi til áhrifa og ábyrgðar, hann tortryggir ekki þá, sem fram úr skara, hann vill við- urkenna sjálfsbjargarviðleitni, dugnað og menntun og launa menn að verðleikum. Slík stefna er ekki dragbit- ur á umbætur, heldur stað- festing á þeim sannindum, að enginn getur gert meiri kröf- ur til þjóðfélagsins en hann gerir til sjálfs sín. Margt má betur fara í Ellert B. Schram. þessu þjóðfélagi, en jafn frá- leitt er að halda því fram, að hér séu ekki framfarir, vel- megun og réttlæti. Slíkt tal er eingöngu fordæming á þjóð- inni sjálfri og störfum henn- ar. BIAKTSYM OG frjAlsræði Ég er sá bjartsýnismaður að telja mér trú um, að ungt fólk kunni að meta þá lífs- hamingju, sem er fólgin í því að búa í þessu landi. Hvergi er frelsið og lýðræðið opin- skárra, hvergi er einstakling- urinn meira virði, hvergi kom umst við í nánari snertingu við ómengaða náttúru, hvergi er samhjálpin og bróðurhug- urinn meiri, öfgarnar og spill- ingin minni. Hér þykir okkur ölium gott að lifa. Slíkt ástand er ekki einum stjórnmálaflokki að þakka. En ef Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á ástandinu í þjóð- félaginu, eins og andstæðing- arnir halda óspart fram þessa dagana, þá getur hann með góðri samvizku axlað þá byrði. íslenzkt þjóðfélag er ekki til að skammast sín fyr- ir. Það er vissulega rétt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi afl í íslenzkum stjórnmálum og íslenzku þjóð- lífi um langan aldur. For- senda þess er ekki sízt sú, að stefna hans mótast af bjart- sýni, frjálsræði, jákvæðum viðhorfum. Ekki neikvæðri af- stöðu, niðurrifi, úrtölum. Ég hef þá trú, að straumur unga fólksins liggi til Sjálf- stæðisflokksins. Ungt fólk vill ekki kalla yfir sig ofstjórn hins opinbera, ungt fólk vill vera sem mest sjálfs sín ráð- andi, ungt fólk kann að meta björtu hliðarnar á lífinu. Uhgt fólk kýs Sjálfstæðis- flokkinn. — Engin kynslóð Framhald af l>ls. 5. d. farin skoðunarferð í þjóð- minjasafnið, Árnagarð og Nor- ræna húsið. Voru þátittakendur um 100 manms. Öll þessi félags- starfsemi er rekin í náimni sam- vinnu við sjálfboðaliða frá kii'kjufélögum kvenna i Reýkja- vlkurborg, Rauða kross konum og eldri skátum. Er sú s'amvinna afar athyglisverð og i rauninmi ómetanleg. Telja verður mjög æskilegt að auka þessa félagsstarfsemi. Er ætlunin að auka hana og ýmiss komar þjónustu, er jarðhæð íbúð- arbyggimgarimimar við Norður- brún, sem áður var nefnd verður tekin til afnota. Mun þar senni- lega verða aðstaða til að auka að mun fjolbreytni félagsstarfa- ins. Ætlunin er ti;l dæmis að hafa þar leikfimistima eða ti'l- sö'gn í líkamsþjál'fun, sem ryður sér nú til rúms og á mi'kJum vinsæJdum að fagna hjá frænd- þjóðum okkar á hinurn Norður- iöndumum. Ennfremur mun þar skapast aðstaða tii að hafa smá sal með hljóðeinan'grun. Verður þá hægt að uppfylla óskir þeirra þátttakenda, sem vilja leggja stund á tungumálanám og einn- ig þá aðra þætti félagsstarfsins, sem þurfa ró og næði, svo sem skákklúbb, frímerkjaklúbb, bók- menntaklúbb, kvikmyndaklúbb, tón'lisitarkiúbb og svo framvegis Síðan en ek'ki sízt vona ég því, að nú verði hægt að koma á fót aðstöðu ti'l að auka þann þátt félagsstarfsins, sem ætla mætti, að karlmenn hefðu mestan áhuga á, þar sem sumir þeirra klúbba, sem nú eru startfandi, t. d. allt föndur eru vinsælii með- al kvenna. Vonandi verður nú opnuð smíðasitofa með ötfflum nauðsynfegum tækjum til afnota fyrir þá, sem þes's ósika. Með því að þæta hag elztu kynslóðarinnarí dag, reynum við, sem yngri erurn, að greiða upp í þá steuld, sem áldrei verður að fullu greidd. Eruð þér Með Flugu í Höf ðinu Ef ekki þá verðið þér að fá hana "Mk /m x \/l <Cká\ h lllfTll ■ílTT5í5!_„'';; í HnfAinu »tt notkun þeirr 'n Bókin um fluguveiði er komin í bókaverzlanir Bókaútgáfa GuðjónsÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.