Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 17
Hér sést yfir þéttskipaffan salinn í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Vinnum góðum málstað sigur Framliald af bls. 1. dómsmálaráðherra. Auk for- sætisráðherra fluttu ávörp: Geir Hallgrímsson, Ellert Schram, Ragnliildur Helga- dóttir, Gunnar Thoroddsen og Pétur Sigurðsson. Geir Hallgrímsson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, flutti fyrsta ávarpið og sagði m. a.: „Valið er einfalt; viljum við halda áfraim á þeirri braut, sem hefur reynzt vel, eða viljum við óvÍ3su.“ Geiir Hallgrímiason ræddi síðan um stefnu Sjálfstæðis- flokksiins, um einstaklingsfrelsið, andleg og efnaleg verðmæti ein- staklingamna, man'nhelgina. Síð- an sagði hann að lokum: „Göng- um héðan út í kvöld staðráðnir í að vintna góðum málstað sigur.“ Ellert Schram sagði m. a., að það væri ekki spumimg um það, hvort sjálfstæðismenn væru í sókn; það væri spurming um það, hversu mikil sú sókn væri. For- senda sóknarinnar væri stefnain sjálf, sjálfstæðisstefnan. Þessar kosningar gætu orðið hápunktur þeirrar sóknar, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði verið í á undan förnum árum. Ragnhildur Helgadóttir gerði að umtalsefni málefni aldraðra. Hún sagði, að með nýjum lög- um, er samþykkt hefðu verið á síðasta þingi hefði ellilífeyriir verið ákveðinn 1200 kr. á mán- uði. Vegna persónufrádráttar væri ellilifeyririnn nú í rauii skattfrjáis og sjálfsagt væri að fella niður skatta af ellilífeyri, þegar hann myndi hækka á næsta ári. Gunnar Thoroddsen ræddi um stjórnmálaskrif Framsóknar- flokksins og minnti á ummæli Tímans, er hann sagði, að þjóð- hollusta Framsóknarflokksins hefði náð hámarki, þegar Her- mann Jónasson sagði af sér. Undir þetta tökum við, sagði Gunnar. Síðan sagði hann: „Stefna okkar sjálfstæðismanna stendur á gömlum merg, en hún er jafnan fersk og ný.“ Pétur Sigurffsson sagði m.a., að styrkur Sjálfstæðisflokksins væri fólginn í því, að han-n væri spegilmynd þjóðarinnar, flokkur allra stétta. Flokkurinn hefði styrkzt og hlotið trúnað allrar þjóðarinnar. Jóhann Hafstein flutti loka- orðin á fundinum og ræddi um sliörf Sjálfstæðisflokkains og andstæðinganna og mælti að lok um: „Hér er vagga hinmar ís- lenzku sjálfstæðisstefnu. Kjós- andinn í Reykjavík hefur ætíð verið sverð og skjöldur sjálf- stæðisstefnunnar. í sameinuðu átaki skulum við á sunnudag- inn kemur treysta öryggi og framtíð Reykjavíkur og íslenzku þjóðarinnar allrar í skjóli vax- andi gengis og sigurs Sjálfstæð- flokksins.“ Oktett skipaður: Ásgeiri Hallssyni, Garðari Cortes, Há- koni Oddgeissyni, Kristni Halls- syni, Margréti Eggertsdóttur, Ruth Magnússon, Svölu Nielsen og Þuríði Pálsdóttur söng is- lenzk þjóðlög í útsetningu Jóns Ásgeirssonar við undirleik Krystyna Cortes. Jörundur skemmti og söngtríóið „Lítið eitt“ lék nokkur lög. í upphafi fundarins lék Lúðrasveiit Reykja víkur. Svipmynd frá kjósendafundi D-listans í gærkvöldi. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.