Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 32
RUCIV5incnR HU~«22480 FÖSTUDAGUR 11. JUNÍ 1971 DflCLECn Skeiðar árhlaup á hverri stundu YFIRBORÐ Grímsvatna í miðjum Vatnajökli stendur mi hærra en það hefur nokk- urn tíma staðið án þess að hlaup kæmi í Skeiðará. Má því búast við miklu hlaupi á Skeiðarársandi hve«ær sem er. Þetta kom fram í mæl- ingaleiðangri Jöklaramnsókna félagsins á Vatnajökul fyrir skömmu. Isinn á vatninu liggur nú 2—3 metrum hærra en fyrir hlaupið sem varð í janxiar 1965. Hlaup verður með þeim hætti að vatnið, sem safnazt hefur smám saman í Grímsvatnahvos- ina, fær útrás neðanjarðar þeg- ar yfirborðið er komið i vissa hæð. Tæmist þá þessi stóra hvos og íshella Griansvatna hrapar um 70—90 metra, en þetta mikla vatnsmagn leitar Framhald á bls. 19 Rússneskur eldflaugakafbátur af „G“-gerð skammt undan suðurströnd Islands. Myndin var tekin í júníbyrjun 1971 af varnarlið- _____________________ inu. Eldflaugarnar geta borið kjarnorkusprengjur. Stóraukin ásókn rússneskra kafbáta og hervéla við ísland SAMKVÆMT upplýsingum Atlantshafsbandalagsins hafa ferðir rússneskra kafbáta, herskipa og herflugvéla við ísland stóraukizt síðustu árin. Ferðir rússneskra kafbáta hafa aukizt um 400% á sl. 4 árum á Norður-Atlantshafi og á síðasta ári fóru þotur varnarliðsins rúmlega 300 sinnum á loft til að hrekja rússneskar herflugvélar frá íslenzkri lofthelgi, en árið 1965 um 20 sinnum. Upplýsingar þessar koma fram í grein, sem fréttamaður Associ- ated Press, Fred Coleman, hefur skrifað og birzt hefur víða um heim, m.a. í stórblaðinu Washing ton Post. Coleman starfar nú í London, en starfaði áður um þriggja ára skeið fyrir AP í Moskvu. Hann kom hingað á EFTA-ráðstefnuna og viðaði þá m.a. að sér upplýsingum í grein sina. Hún verður birt í heild i Morgunblaðinu á morgun. 1 grein Colemans kemur fram, að Sovétríkin eigi um 350 kaf- báta og að um 160 þeirra tilheyri þeim hluta flotans, sem athafnar sig á Norður-Atlantshafi. Eina vikuna í maí sáust alls 15 rússn- eskir kafbátar á þeim slóðum. Álitið er, að allt að 60% kafbáta- flotanis séu staðsett á Atlants- hafinu öllu og flestir þurfa að fara fram hjá Islandi á leið frá stöðvum sínum i Murmansk og nágrenni. 1 grein sinni segir Coleman m.a.: „Þessi hernaðarmikilvæga eyja —• nærri miðsvæðis milli Moskvu og New York — vakir yfir mikilvægum flug-, skipa- og kafbátaleiðum yfir Norður-At- lantshafið. Þar er lykillinn að vestrænu öryggi, sem Sovétríkin leynt og ljóst reyna að gera óvirkan." Höfundur stállungans í heimsókn hérlendis Philip Drinker og frú um borð í Statendam í gær. — (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) MEÐAL farþega fyrsta skemmtiferðaskips sumarsins, Statendam frá Rotterdam, sem kom til Reykjavíkxir í gær, var einn af velgjörðar- mönnum mannkynsins, Banda ríkjamaðurinn Philip Drinker — maðurinn, sem fann upp stállungað. Hann er nú 74 ára; var prófessor við Har- vard-háskóla í röska fjóra áratugi, en stállungað fann hann upp 1928. „Eruð þið skiðamenin?“ spurði hann, þegar frétta- menn Morgunblaðsina hittu hann um borð í Statendam í gær. Hann sagði skíðaferðir hafa verið sitt írístundayndi áður, ,,en nú er ég orðinn of gamall. Sennilega mymdi ég hálsbrjóta mig, ef ég stigi á skíði núma.“ Drinker og kona hans, sem með honum ferðast nú, sögðu það lengi hafa verið ósk þeirra að koma til íslands. Ekki létu þau af því verða að fara í lamd í gær, þar sem prófessorinn er hrumur orð- imn, „en við sátum á þilfariinu l og dáðumst að íslenzku fjöll- unutn," sagði frúin. Drinker vann að stállung- anu í tvö ár. „Ég vissi alltaf að mér myndi takast það,“ sagði hann. Og það kemur glampi í augu hans, þegar hanin rifjar þetta afrek sitt upp. Fyrsti sjúklimgurimm, sem það bjargaði, var átta ára gömul telpa, sem var lögð Framhald á bls. 31. Dregið í happ- drætti Sjálf- stæðis- flokksins í kvöld 1 KVÖLD verður dregið í hinu milkla landshappdrætti Sjálf- Stæðisflokksins — um bílaina þrjá — hina þrjá glæsilegu fólks- bíla: Chrysier og Ford-Capri. Drégið verður seint í kvöld og sala happdrættismiðanna stend- ur því í allan dag — og fram á kvöld í bílunum, em þeir verða í Bankastræti og Austurstææti. — Það eru því allra síðustu forvöð fyrir þá, sem ekki hafa enm náð sér í miða, að gera það í dag eða í kvöld. Framh. á bls. 31 Blóð- skort- ur — BLÓÐBANKINN er fátækur af blóði um þessar mundir. Því hafði bankinn samband við Mbl. í gær og bað fyrir orðsendimgu til fólks um að^ það gæfi blóð í dag og næstu daga. Gott getur verið að eiga innistæður í Blóðbamk- anum, því að engimm veit hvenær hann þarf á hjálp að halda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.