Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1971 Útgofandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaamdastjóri Hsraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráó Jónsson. Aðstoöarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstraati 6, simi 22-4-80. Áakriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. TVEIR KOSTIR C*ú mynd, sem blasir við ^ kjósendum í kosningun- um til Alþingis á sunnudag- inn kemur, er afar skýr. Val- ið stendur milli traustrar stjómarforystu Sjálfstæðis- flokksins og sundraðra vinstri afla. Geir Hallgrímsson, vara- formaður Sjálfstæðisflokks- ins, lýsti þessu með skýrum hætti í viðtali við Morgun- blaðið í gær, er hann ræddi kosningahorfumar og sagði: „Alþýðubandalagið hefur á kjörtímabilinu misst nær þriðja hluta þingmanna sinna. Flokkur frjálslyndra og vinstri manna hafði ekki fyrr verið stofnaður en hann klofnaði og sendi formann sinn í útlegð. Ungir Fram- sóknarmenn hafa lagt til, að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður og nýr flokkur stofnaður í hans stað. Al- þýðuflokkurinn talar bæði um vinstra samstarf og gerir sér dælt við Sjálfstæðismenn á milli. Þessir flokkar eru sundraðir og hafa enga sjálfs- stjórn. Þeim er því ekki treystandi fyrir stjórn sam- félagsins, úr því að þeir geta ekki stjórnað sjálfum sér.“ Geir Hallgrímsson vakti síðan athygli á þeim breiða grunni, sem Sjálfstæðisflokk- urinn stendur á, og sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjómmálaflokkurinn, sem nýtur fylgis úr öllum stétt- um þjóðfélagsins og í öllum landshlutum. Honum hefur tekizt að skapa raunhæfa stefnu, sem sameinar hags- muni mismunandi stétta og hagsmuni manna í öllum landshlutum og hann gengur samhentur til kosninga. Sjálf- stæðisflokkurinn er því einn allra stjórnmálaflokka fær um að sameina þjóðina til úr- lausnar þess vanda, sem kann að blasa við og sinna þeim heillandi framtíðarverkefn- um, sem bíða þjóðarinnar og leiða til fegurra og betra lífs.“ í lok viðtalsins við Morg- unblaðið í gær sagði Geir Hallgrímsson síðan: „Sjálf- stæðismenn geta því með góðri samvizku eflt samtaka- mátt sinn til lokasóknar til þess að sannfæra þá, sem enn eru óráðnir eða hafa hingað til fylgt öðrum flokkum. Með stjómarforystu sinni og innri samtakamætti er Sjálfstæðis- flokknum bezt treystandi fyr- ir forsjá mála.“ Stuðningur við Sjálfstæðisflokk Cl. þriðjudag birtist grein eftir Björn Sigfússon, há- skólabókavörð, í Morgunblað- inu, en í grein þessari lýsir hann yfir stuðningi við lista Sjálfstæðisflokksins í þessum kosningum. Grein þessi er þeim mun eftirtektarverðari vegna þess, að Bjöm Sigfús- son hefur lengst af veitt vinstri öflunum stuðning sinn. í greininni segir Björn Sig- fússon m.a.: „Næsta ríkis- stjórn þarf að vera 2 flokka stjórn með meira atkvæða- fylgi en sú, sem situr. Það verður Sjálfstæðisflokksins að mynda hana með öðrum og vera flokka ábyrgastur við að efna heit sín til hagsæld- ar. Ef á hinn bóginn færu í stjórn saman Alþýðubanda- lag og Framsókn, haga þau núna kosningaslag sínum svo, að 1. sept. í sumar yrði Ijúft með þeim, en við fall landhelgisstríðsvíxils þeirra réttu ári síðar spryngi sú stjóm, ef ekki fyrr, og hvor aðilinn mundi reyna að meiða hinn til örkumla í fallinu. Þeir vantreysta hvor öðrum meira en Sjálfstæðisflokkn- um, sem kuhnugt er, og því ber mér, sem ábyrgum þegni, það eitt að kjósa D-listann nú.“ Bjöm Sigfússon ræðir síð- an einangrunarhneigð vinstri manna og kommúnista og segir: „Mat mitt á nauðsyn EFTA-inngöngu og iðnvæð- ingarþörfinni er vinstristefnU eðlis og því mislíkar mér ein- angrunarhneigð, sem með hægfara aðdraganda (t.d. í Framsókn og því næst innan ,,Þjóðvamar“) nærir nú eink- um ísl.-kúbanskar þjóðemis- og náttúranytjahugsjónir lengst „til vinstri“. Dulmáls- lykilinn að nýjum snjallræð- um kommúnista til að ein- angra ísland, er hvergi að finna í marx-lenínismanum, heldur í (þýzk-)amerískum afbrigðum nýmarxismans (sbr. líka Maó) og í sálfræði minnimáttarkennda, sem reynt er að æsa með því að daðra við þær sem göfugustu skynjun mannsins, einnig sem líftaug ástar á íslandi. Lenín hefði sveiað þvílíku. Það geri ég líka af öðrum ástæðum en hann.“ Þegja um utanríkismálin Athygli hefur vakið, £ kommúnistar hafa en| tilraun gert til þess að ræ? utanríkismálin og afstöðuna til vamarsamstarfs og At- lantshafsbandalagsins í þeirri Ekkert nema dauði og hörmungar ... HRÆÐILEGUR harmleikur er að gerast í Indlandi, þar sem 5 milljónir flóttamanna frá Austur-Pakistan hafa safnazt saman síffustu vikurnar. Þrátt fyrir góffan vilja eru indversk stjórnvöld ekki fa'r um að veita öllum þessum fjölda aff- hlynningu og þótt umfangs- mikið hjálparstarf sé liafiff er hætt viff aff þúsundir í viffbót Iáti lífiff af völdum kóleru, himgurs og vosbúffar, áffur en þaff kemur aff fullu gagni. — Einn fréttamanna Associated Press fréttastofunnar, Dennis Neeld, heimsótti sveitaþorpið Barasat í Indlandi og frásögn hans fer hér á eftir: — Göturnar í þessu litla sveitaþorpi eru troðfullar af flóttamönnum frá Austur- Pakistan. Lítið barn, nær dauða en lífi af kóleru, er lát- ið liggja afakiptalaust á gras- bala. Hrægamimar slíta í sig lík annars bams í skurði skammt frá. Barasat er að- eins um 20 kílómetra frá Kal- kútta, og hjálparflugvélar frá mörgum þjóðum fljúga lágt yfir þorpið þegar þær koma inin til lendingar. — Fanmur þeirra, matvæli, lyf, tjöld og önnur hjálpar- gögn kunna að hafa hindrað i bili hræðilega útrýmingu flóttamannanna, en harmleik- urinn heldur áfram og Bara- sat er dæmi um það. Heil- brigðismálaráðherra Vestur- Bengals, segir að tekizt hafi að komast fyrir kólerufarald- urinn og hindra frekari út- breiðslu hans. En í sjúkrahús- inu í Barasat liggja 130 kól- erusjúklingar á steingólfinu í hryllilegum óhreinindum, sumir þeirra eru ófærir um að komast á salemi og yfir- keyrt starfslið sjúkrahússins getur ekki verið alls staðar í einu. Yfirlæknirinn segir, að hann hafi enn ekki fengið nægilega mikið af niauðsyn- legum lyfjum. Barasat kafn- ar nær í flóði flóttamann- anna, sem fjölgar sífellt. íbú- ar bæjarinis eru um 40 þúsund talsins, en í dag eru þar meira en 300 þúsund manns. Flóttamennirnir hafa engin tjöld eða önnur skýli til að sofa í. Allar opinberar bygg- ingar eru þegar undirlagðar, og tugþúsundir þremgja sér saman á hvem auðan blett í bænum, og sofa undir beru lofti, monsúnregnáð lemur sjúka, máttfarnia líkama þeirra miskunnarlaust, og margir rísa ekíki upp að morgni. Hrægammiarnir vaka yfir svefnstöðunum þegar sól in kemur upp, og jafnvel á nóttinni heyrast stundum veik neyðaróp. Ef fórnardýrin eru nógu máttfarin, bíða gaimm- arnir ekki alltaf eftir að þau deyi. — íbúar Barasat eru ótta- slegnir og óttinn gerir þá reiða í garð flóttamannawna. Sumir flóttam'annanna eru viti sínu fjær af örvæntingu og hungri, og það hefur orðið að kalla herlið á vettvang til að verja heimili fyrir þeim. Ótti og reiði íbúanna vex líka eftir því sem fleiri af börnum þeirra veikjast og deyja úr kóleru. — Lögreglustjórinn í Bara- sat er úttaugaður af þreytu, eins og allir aðrir embættis- merm staðarins. Það liggur hlaðin skammbyssa á borðinu fyrir framan hann þegar hann talar við mig. — Ástandið er hræðilegt. Það hefur þegar komið til á- taka milli flóttamannanna og íbúa bæjarins. Ef ekki verður eitthvað gert til úrbóta og það fljótt, gýs upp drepsótt hér. Læknamir og hjúkrunarkon- urnar geta varla staðið á fót- unum lengur, og þau vantar nauðsynleg lyf til að geta hjúkrað hinum sjúku. Við höf um heldur eklki mannskap til að flytja burt öll líkin jafn- óðum. Flóttamennirnir eru fiestir félausir og eignalausir. Þeir höfðu með sér það af búslóð inni, sem þeir gátu borið, en þeir hafa nú selt það fyrir mat. Tugþúsundir söfnuðust saman á torgi bæjarins í dag til að fá skömmtuniarseðla, sem heimila þeim að fá hrís- grjónaskammt frá ríkisstjórn- inni. En það gefck seint fyrir sig, mannfjöldirun varð óró- legur og embættismennirnir flúðu. Einn flóttamannanma er Rathkania Mandal, með lion- um kom öll fjölskylda hans, börn og barnabörn. — Við eigum enga skömmt- unarseðla, og eigum ekkert eftir sem við getum selt. Ég veit ekki hvað við eigum að gera. Hann horfði á bamabörn sín 1 sem liggja máttvana af hungri og þreytu á óhreinum grasblettinum og kveinka sér öðru hverju, lágt og sárt. Sorgin í augum hans er ó- bærileg. Blindaður af tárum, reika ég um göturnar í örvænting- arfullri von um að firnna ein- hver merfci þess að ástandið fari brátt að lagast. En það ( er efckert. Það er ekkert nema barnið sem liggur í andarslitr unum við lík móður sinmar, ekkert nema gamli maðurinn, sem liggur örmagna upp við húsvegg með lítimm dreng í fanginu, ekkert nema dauði og hörmungar hvert sem ég fer. Víðtækar tilslakanir á viðskiptum við Klna Washington, 10. iúní — AP-NTB Q Nixon, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í dag hverjar tilslakanir yrðu gerðar á við- skiptum við kínverska al- þýðulýðyeldið. Eru þær víð- tækari en við var búizt að því er segir í AP-fréttum. • Birtur var listi yfir þær vör- ur bandarískar, sem hér eftir er heimilt að selja til Kína, án sérstaks leyfis og eru þar á með- al bifreiðar, ýmsar iðnaðarvörur og flestar tegundir venjulegs neyzluvarnings. Iir þar með upp- hafið rúmlega tuttugu ára við- skiptabann við Kína. O Fulltrúi kínversku þjóðernis- sinnastjórnarinnar á Formósu lýsti því yfir í dag, að ákvörð- un Nixons, forseta, um að Iosa svo rækUega um viðskiptabönd- in við Kína væri „mjög óvitnr- leg og óheppileg“ og gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir allan hinn frjálsa heim. Listinn yfir þær vörur, sem selja má Kínverjum, er, að sögn AP, svo til samhljóða lista yfir vörur, sem selja má til Sovét- ríkjanna. Á honum eru m.a. alls- konar tæki til húsbúnaðar, raf- magnstæki til nota i léttum iðn- aði og viðskiptum, rafeindatæki ýmiss konar, framleiðsla land- búnaðar, fiskiðnaðar og skóg- ræktar, tóbak, tilbúinn áburður, kol, efnavarningur ýmiss konar, gúmmívörur, vefnaðarvarningur og nokkrir málmar. Þá var því lýst yfir, að flytja mætti flestar kínverskar fram- leiðsluvörur til Bandarikjanna, þó áskildi forsetinn sér rétt til að setja takmarkanir á innflutn- ing einstakra vörutegunda, ef þess væri talin þörf af einhverj- um gildum ástæðum. Tollar á kinverskum varningi verða yfir- leitt þeir sömu og á varningi frá öðrum kommúnistaríkjum, og nú er upphafið það ákvæði, að 50% af öllu korni og mjöli, sem Bandaríkjamenn flytja til komm- únistaríkjanna, skuli flutt með bandariskum skipum. Meðal þeirra vörutegunda, sem enn er bannað að selja til Kína, er bensín, olía, siglinga- og fjar- skiptatæki, þotur, stærri flutn- ingabifreiðar og díselvélar — en NTB hefur eftir áreiðanlegum heimildum í Washington, að þetta séu einmitt þær vöruteg- undir, sem Kinverjar hafi hvað mestan áhuga á að fá frá Banda- ríkjunum. kosningabaráttu, sem nú er senn á enda. í grein, sem Björn Bjarnason skrifar í Morgunblaðið í gær um þessa eftirtektarverðu þróun, segir hann m.a.: „Sé leitað skýringa á þess- ari stefnubreytingu Alþýðu- bandalagsins, er nauðsynlegt að líta til fortíðarinnar. Tals- mönnum flokksins er vafalít- ið orðið ljóst eftir áratuga andstöðu sína, að hún megn- ar ekki að afla þeim nægilegs fylgis meðal kjósenda. Þeir gera sér augljóslega vonir um, að þeir komist til auk- inna stjórnmálaáhrifa með því að snúa baki við fyrri gíf- uryrðum. Þeir vilja einnig forðast umræður um þennan þátt utanríkismála vegna þess, að þeir æskja einskis fremur, en að ekki sé rifjuð upp afstaða þeirra til atburð- anna og innrásarinnar í Tékkóslóvakíu sumarið 1968.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.