Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUIHBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 11. JÚNl 1971 Minning; Friðsteinn Jónsson veitingamaður 1 dag er gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík útför Frið- steins Jónssonar veitingamanns. Friðsteinn andaðist á sjúkrahúsi á ísafirði aðfaranótt sunnudags- ins 6. júní s.l., vegna slyss sem hann varð fyrir í ferð sem þátt- takendur I Ferðamálaráðstefn- unni 1971 fóru út í Vigur í Isa- fjarðardjúpi laugardaginn 5. júní sl. Þegar Friðsteinn Jónsson legg ur upp í þá ferð sem vér öll sem nú erum lífs eigum ófama, þá rifjast upp fyrir mér sam- fylgd okkar sem staðið hefur meir en tvo áratugi. Kynni okkar Friðsteins hóf- ust með þeim hætti, að hann hafði staðið að stofnun Sam- bands veitinga- og gistihúsaeig enda, en ég hafði ráðizt i þjón- ustu Sjálfstæðishússins sem þá hafði nýlega hafið veitinga- rekstur hér í borginni. Erindi Friðsteins við upphaf kynna okkar var að hvetja mig til þáitttöku í Samtökum veitinga- og gistihúsaeigenda. Ég hreifst strax af áhuga Friðsteins á að bæta úr ýmsu sem þá fór af- laga í sambandi við veitinga- og gistihúsarekstur. Eftir að ég fór að taka virk- an þátt í störfum S.V.G. fann ég strax, að gott var að eiga Friðstein að bakhjarli þegar bryddað var upp á nýmælum. Ég minnist þess hvað vel Friðsteinn studdi tillögu um að S.V.G. tæki upp samvinnu við stéttarbræður á Norðurlöndum og raunar einnig þegar hug- mynd kom fram um þátttöku í heimssamtökum veitinga- og gistihúseigenda. Þegar S.V.G. var i frumbemsku var ekki mik ill skilningur á því, að forsenda fyrir þróun í málum veitinga- og gistihúsa væri sú að fá hing- að erlenda ferðamenn. Sumir ágætir hótelmenn töldu slíkt hreina goðgá og jafnvel Eiginkona mín og móðir okkar, Sigríður Elíasdóttir, Bakkagerði 8, andaðist í Landspítalanum að- faranótt 10. þ. m. Sveinn Sigurðsson, Elín Sveinsdóttir, I»óra Sveinsdóttir, Sigurður Sveinsson. Elskulegi eiginmaður minn og faðir okkar, Albert Sigurgeirsson, Vorsabæ 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Há- teigskirkju laugardaginn 12. þ.m. kl. 10,30 árdegis. Máifríður Guðmundsdóttir og börn. heimsku, að vinna að þeim mál- um. En í þvi efni var Frið- steinn Jónsson strax fullur áhuga og skilnings. Friðsteinn Jónsson kom viðar við í félags málum en í S.V.G. Sjómanna- dagurinn var honum frá upphafi mikið áhugamál. 1 söfnuði frí- kirkjumanna var hann áhuga- samur félagsmaður. Starfsdagur Friðsteins Jóns- sonar var orðinn nokkuð lang- ur. Hann tók snemma til hendi, en lengst V£inn hann að veit- ingastörfum, fyrst sem mat- sveinn síðan sem bryti á skip- um og síðast sem veitingamað- ur. Það er trú mín að Friðsteinn Jónsson hafi um flest verið mikfll gæfumaður. Hann eignað ist mikilhæfa og góða konu og mannvænleg böm. Lóa Kristjánsdóttir var Frið- steini meira en góð eiginkona og myndarleg húsmóðir, sem bjó eiginmanni og börnum þeirra gott heimili, hún var einnig öll í starfi með eiginmanni slnum. Þau hjónin ráku um langt skeið sumarhótel að Búðum á Snæ- fellsnesi og var rekstur þeirra þar rómaður af öltum sem þar komu, hvort sem var til lengri eða skemmri dvalar Það er trú á Islandi, byggð á langri reynslu, að ekki verði feigum forðað, né ófeigum i hel komið. Á stundum þykjast menn taka eftir því að látbragð, hegð un og áhugi sé með þeim hætti að erfitt sé að skilja á annan veg en þann, að feigð sé á næsta leiti. 1 hinni síðustu ferð okkar Friðsteins Jónssonar í hópi góðra vina og samherja um ferðamál mátti gruna að hverju dró. Við ræddum nokkuð saman slysdaginn og daginn fyrir. Friðsteinn sagði mér að brátt mundi draga að sínu skapa- dægri, en hann myndi hvorki kviða né hræðast vistaskiptin. En hann var einnig fullur Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför, Guðlaugar L. Jónsdóttur. Ingólfur Einarsson Ragnheiður Bjarnadóttir, Elías E. Guðmundsson, Guðný Sigurðardóttir og barnabörn. Innilegustu þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og útför föður míns, Péturs Magnússonar, Nönnugötu 7. Ólafia Pétursdóttir. áhuga á að koma í framkvæmd hugmynd til að bæta gistihúsa- kost Isfirðinga. Hann hlakkaðd tU ferðarinnar í Vigur af barns legtri einlægni og lýsti fyrir mér dásemdum Djúpsins og Vest- fjarða, sagði mér frá dvöl sinni að Skjaldfönn og í Hattardal. Þegar við komum í Vigur vaæ mikið sólfar, hiti og logn, við dáðium útsýnið og hina sérstæðu náttúrufegurð Vestfjarða. Fyrir ofan bæinn í Vigur lauk sam- fylgd okkar í þessu lífi Þegar ég horfl til baka yfir farinn veg og virði fyrir mér sam ferðafólikið er Friðsteinn Jóns- son I hópi þeirra sem ég mun lengi minnast. Við þau þáttaskil sem nú eru orðin færi ég eigin- konu Friðsteins, börnum þeirra og öðrum ættingjum samúðar- kveðjur. L.H. Mig setti hljóðan, er mér bár ust þær fregnir s.l. sunnudag, að vinur minn Friðsteinn hefði andazt þá um morguninn i sjúkrahúsinu á Isafirði. —- Hafði hann undanfama daga setið ráð stefnu Ferðamannaráðs, en flokksþingið var að þessu sinni haldið á Isafirði. — Var svo á laugardagsmorgun farið með m.s. Fagranesi í skoðunar- og skemmtiferð til eyjarinnar Vig- urs og ábti að dvelja þar fram eftir degi, en fljúga siðan til Rykjavikur um kvöldið, sem og var gert. En þá gerist þessi hörmulegi atburður, hann fellur í gras- brekku, fær ekki fótað sig og fer fram af brúninni, um 10 metra fall, lendir þar í urð og stórslasast. — Var svo fluttur til Isafjarðar og lagður í sjúkra hús, en morguninn eftir var hann allur. — Þessi lífsþráður getur á stundum verið fljótur að bresta og þarf oft og tíðum minna til en svona éfall. — — Hann var þama staddur á æskustöðvum sínum, fæddur að Skjaldfönn í Nauteyrarhreppi N-ls. hinn 11. september 1903, kominn af traustu og kjam- miklu bændafólki í báðar ættir og fer ég ekki nánar út í það, en mér er sérlega kunn föður- ætt hans og er það allt mesta sómafólk. — Kynni okkar Frið- steins hófust 1923 og hafa stað- ið allar götur síðan og aldrei fallið blettur eða hrukka á. Hann var sérlega ættrækinn maður og trygglyndur, gerði mörgum greiða, þvi hann var hjálpfús með afbrigðum, en um slíkt talaði hann alidrei. - Hann kvæntist 10. febrúar 1929 Lóu Kristjánsdóttur frá Dals- mynni á Snæfellnesi, sem kom- in er af ágætu fólki úr bænda stétt. Varð þeim 5 bama auðið, fjögurra sona og einnar dótt- ur, sem nú eru öll gift nema yngsti sonurinn, sem dvelur hjá móður sinni. Friðsteinn byrjaði snemma sjó mennsku, lengst af sem mat- sveinn og bryti og stundaði slík störf til ársins 1941 að hann fór í land og sneri sér að veitinga- húsrekstri hér í borg. Var hann mjög vinsæll í því starfi, eins og öllu sem hann lagði á gjörva hönd. Hann var mjög félagslyndur maður, var m.a. einn af stofn- endum Matsveina- og veitinga- mannafélagsins 1942 og í stjórn þess árum saman. Einnig var hann lengi í stjóm Fríkirkju- safnaðarins og formaður þar um tíu ára skeið. — 1 mörgum öðr- um félögum var hann virkur þátttakandi en það skal ekki rakið hér nánar. Það er mikill og sár harmur hjá fjölskyldu hans allri, fyrst og fremst, svo og f jöimennu vina liði, við hið sviplega fráfall hans, en um slíkt tjáir ekki að ræða, enginn má sköpum renna. Við hjónin ásamt bömum okk ar, sendum frú Lóu og hennar skylduliði okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum ánægjuleg kynni, sem staðið hafa um áratugi. Megi drottinn allsherjar vera sálu hans náðugur og er égþess fullviss að hann fær góðar mót- tökur handan hinnar miklu móðu. Guðmundur Sigm’ðsson. Kveðja frá Bræðrafélaginu. FYRIR hálfum mánuði kom ný- kjörin stjórn Bræðrafélags Frí- kirkjunnar saman á fund til að skipta með sér verkum. Það var einróma ósk meðstjórnenda Friðsteins Jónssonar, að hann gegndi áfram formannsstörfum. Hann hefur verið í stjórn fé- lagsins í 20 ár, fyrstu átta árin sem varaformaður, og var nú að byrja sitt þrettánda ár sem formaður. Á þessum síðasta stjórnar- fundi með Friðsteini var einnig rætt um sumarstarfið og hina árlegu skemmtiferð Fríkirkju- safnaðarins. Þar var Friðsteinn jafnan helzti krafturinn; enda vel til forustu fallinn, góður ræðumaður og léttur í lund. Við hörmum hið skyndilega fráfall vinar okkar og formanns og þökkum honum góða forustu og samvinnu um tuttugu ára skeið. Við vottum ástvinum hans dýpstu samúð og biðjum guð að blessa minningu hans. Félagar í Bræðraféiagi Fríkirkjunnar. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför JÓIMS HALLDÓRS JÓNSSONAR Melhaga 18. Reykjavík. Matthildur Björnsdóttir og aðstandendur. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall SÉRA SVEINN VÍKINGUR GUÐRÚNAR ÁMUNDADÓTTUR Fjölnisvegi 13, Hverfisgötu 39. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 12. júní kl. 10,30. Guðný Ámundadóttir, Vilborg Amundadóttir, Huxley Ólafsson, Sigurveig Gunnarsdóttir, Dagný Þorgilsdóttir, Amundi H. Ólafsson, böm, tengdabörn og barnaböm. Guðrún Ámundadóttir, Ólafur H Ólafsson. 1 DAG verður borinn til hinzibu hvíldar frá Fríkirkjurmi í Reykj a- vik, Friðsteinn Jónisson veitiniga- maður, vatinfcuraniur sómamaður í hvivetna, og viraur minn um margra ára skeið. Hann lézt sviplega af sílysíörum, þegar hann var á ferðalagi með vinum og kunninigjum úr „Ferðamála- nefnd“, en þeim máLum — veit- inga- og ferðamálum —■ sirantí. haran af mifclum áhuga. Þegar við reranum huganum aiftur í tómann svo sem eins og hálfa öld, þá sjáurn við hve geysimifclar breytingar bafa orð- ið á svo tll öllum sviðum þjóð- lifsins. Margar nýjar atvinrau- - greinair hafa myndazt, og þá um leið breyttust eðlilega liifnaðar- hættir tnanna. Hin gamla at- vinnuskipan riðlaðist á svo margan hátt, nýjar atvinniustétt- ir urðu til og fólkið fLuttist úr strjálbýltau til sjávarins. Á þess- um umbirotatímum hefur Frið- steinn Jónsson alizt upp, og hef- ur hann eins og við aiMr, mótazt af þeim, Friðsteinn er fæddur hinn 11. september 1903, að Skjaldifönn í Norður-lsafjarðarsýslu. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Jón Ás- geirsson snifckari, og Sigríður Siguirgeirsdóttir. Friðsteinn ólst upp eins og önnur böm á þeim tíma við allls feonar viranu, og mun vist ebki hafa fenigið aðra sfcólamenntun en þá, sem venju- legt var að veita börraum á þeim tima. Haran fór snemma til sjós, toerði fyrst matreiðsilu hér helma og lítoa síðar á ágætum mat- reiðslusfcóla í Noregi (Bergen). Eftir að hann fcom heim, gerðist hann maitsveinn á ýmaum togur- um, og síðan á stærri sfcipum. Hann sigldi lengi á sfcip- um Eimskipafélags Reykjavíkur, „Hefclu“ og „Kötlu“, með þeim sfcipstjóruraum Rafni Sigurðls- syni og Einari Kriistjárassyni. Hann var einnig brytt á „Hær- ingi“ þegar hann var, sóttur til Amerífcu. Ég hef talað við menn, sem hafa verið Friðsteini sam- skipa, og hafa þeir saigt mér, að vart hafi þeir á þeim tíma haift betra fæði eða snyrtitogar framr borið, heldur en hjá honium siem bryta. Friðsteinn var mjög félags- lyndur maður, og hiefur hann uranið að framgangi margra góðra mála. Hann hefur starfað mifcið að hagsmunaimálum stétt- ar sinraar. Hann gerðist frömuð- ur að stofnun Félags matsvema- og veitiragaþjóna og var formað- ur þess um skeið. Varan haran síðan að þvi að fá þá iðngrein viðurícennda, og sat í fyrstu prófnefnd þegar iðnpróf í þeirri grein voru tekin upp. Haran var eimnig fyrsti formiaður Sambands veitiraga- og gistihúsaeigenda þegar það var stofnað. 1 mörg ár hefur hann verið formaður Bræðrafélags Frífcirkjusaifnaðar- ins í Reyfcjavik, og hiefur hamn þar látið mikið gott af sér leiða. Eftir að Friðsteinn bætti bryta- störfum stofraaði hann veitiraga- stofuna Vega og siíðan GMa- skálann, og fleiri veitimgastofur sem srtörfuðu lenigi við góðan orðstír. Og nú síðastliðin ár hef- ur hann refcið veitingastofuna að Langavegi 28. Friðsteinn var maður sfcemmití- legur í viðræðum og vel haig- mælifcur. Lét hann stundum fjúka smeillnar visur og tel ég það miður ef eragu af því verður haldið á loft Friðsteiran var maður fríður sýraum og vel á sig fcominn og var það sfcaði, að hann gat efcki gemgið heill til sfcógar seiniustu árin. Friðsteiran Jónsson var sér- stafctoga vel fcvæntur. Kona hans var Lóa Krístjárasdófctir frá Dalismynni, dóttir bændahöfð- iragjans Kristjáns Eggerfessomar, og eiga þau fimm börm upp- komin, öll hin mannvæntegutsíiu. Mörg undanfarin ár hafa þaiu hjónin refcið Hótel Búðir á Snœ- fefcmesi, við hinn ágætasta orðs- tír, eins og aillir vita sem til þekkja. Hefur það að miestu leyti mæfct á frú Lóu, þar sem Frið- steinn hefur þurft að vera hér í borginni í sambandi við veit- iragarefcstur siran. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.