Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚNl 1971 ; M J 7 Ití LA LEHwA \ MJAIAIt" t=^-25555 (^ 14444 wmifí BILALEIGÁ HVERFISGÖTU 103 V W Seodrférðabif re»ð-VW 5 rranrsi-VWsveínvagn YW 9manna-Landrover 7manna TITIA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL T? 21190 21188 BÍLASALAN HLEMMTOBGI Sími 25450 BÍLALEICA Keflavík, sími 92-2210 Reykjavik — Lúkasþjónustan Suðurlandsbraut 10, s. 83330. Bilaleigan SKULATUNI 4 SÍMI15808 (10937) LEIGUFLUG FLUGKENNSLA FLUGSTÖÐIN HF Símar 11422. 26422 § Hvar í skrambanum er þetta Hondúras? Ema Ósk Ámadóttir skrifar: „Velvakandi! Það er einkennandi fyrir skrítilegheitin í mannaráðn- ingum menntamálaráðherra, að þegar tvo fréttamenn vant- ar við sjónvarpið, lætur hann E. plata þar inn einum vinstri f ramsókn armanni (dömunni) og einum kommúnista (herran- um). Að sjálfsögðu var ekki leitað til sjálístæðismanna eða Alþýðuflokksmanna og engar minnstu kröfur gerðar um reynslu eða menntun; vírtist jafnvel vera kostur að hafa aldrei komið nálægt frétta- mennsku, hvað þá að skemma sig á þvi að vera íélagsbund- inn í Blaðamánnafélagi Islands. Svona geta sumir orðið hrædd- ir við sumá (Vegna hvers? A-ha!). Nú er fólk búið að sjá frammistöðuna hjá nýliðun- um! Nú á þriðjudagskvöldið hélt ,,kommissarinn“ því t.d. fram, að Hondúras væri í Suður-Ameríku. Hefur hann ekki einu sinni landspróf í landafræði?“ biláleigan AKBBAVT car rental service 8-23-át sendutn Ekki er nú bréfið of kurteis- lega orðað, sízt niðurlagið. En stúlkan stendur sjálfsagt fyrir sínu. ^ Loksins! I»á fyrirsögn setur Dagný Jónsdóttir í Hafnarfirði bréfi sínu og skrifar síðan: „Sjómannadaginn 1971. Já, loksins kom að því, að sjómannskonunnar var minnzt. Tími til kominn að minn- ast þess, að engin kona í þjóð- félaginu hefur meira á herðum sér en sjómannskonan, og á hún miklar þákkir og viðurkenningu skilið. >ökk hafi Helgi Hallvarðsson fyrir að minnast sjómannskon- unnar í ræðu sinni í dag. Sjómannskona". 0 Græni garðurinn Ólafur E. Björnsson skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Einhver skrifaði yður á dög- unum um sneiðinguna neðan af Stjórnarráðstúninu og flutn ing myndastyttnanna af Hannesi ráðherra Hafstein og Kristjáni konungi stjórnar- skrárgjafa. Vel get ég fallizt á flestar skoðanir hans og rök- semdir, en illa snerti mig, þeg- ar hann tæpti á því, að brjóta mætti steinvegginn umhverfis Alþingishússgarðinn (Tryggva garð) og „opna“ hann, aðallega til suðurs, muni ég rétt. f>að er nú einu sinni svo, að það, sem gefur þessum friðsæla og unaðslega gróðurreiti i hjarta Reykjavíkur einna mest gildi í mínum augum og ann arra tryggra vina hans, er einmitt steinveggurinn. Fyr- í Vesfurborginni er til sölu vegna brottflutnings úr borginni. 3/o herb. jarðhœð um 90 ferm. Ný eldhúsinnrétting og sjálfvirk þvottavél inn af eldhúsi. Ný teppi. Laus strax ef óskað er. Otb. 600-—700 þús. Nánari upplýsingar gefur Nýja fasteignasalan, Laugavegi ’2 Sími 24300. Utan skrifstofutíma 18546. Hestamannafélagið Máni Murnesjum Kappreiðar félagsins verða haldnar sunnudaginn 20. júni á nýrri 800 M BEINNI BRAUT á Mánagrund við Garðveg. Keppnisgreinar: 250 m skeið, 250 m folahlaup. 300 m stökk, 800 m brokk og 800 m stökk. 1. verðlaun 8000 KR. Þá verður góðhestakeppni í A og B flokki. Þátttaka tilkynnist Guðfinni Gíslasyni, sími 92-231C og Einari Þorsteinssyni í síma 92-1681. Lokaskráning kl. 13 lofaæfing kl. 20 föstudaginn 18. júní. STJÖRNIN. ir nú utan það, að hatm er fallegur í sjálfum sér og til- heyrir húsinu (líklega hlaðinn um leið og húsið var reist), þá veitir hann skjól gegn skark- ala borgarlifsins, ysi þess og þysi. Það er gott að geta stung- ið sér inn í iðjagrænan garð- inn á sumrin, komandi þreytt- ur utan úr hávaðanum og um- ferðinni í Miðbænum. Þama er lágvært hljóðskraf fólks á bekkjunum, því að það er eins og gestir í garðinum skynji ósjálfrátt, að þama á að vera hljóðlátur hvíldarstaður, þar sem ekki má hafa hátt, og tala þess vegna lágt saman eða hvíslast á. Sem betur fer, er eins og fáir viti af garðinum þarna í miðju borgarinnar, og þess vegna er oftast fámenn.t þar inni. Væri veggurinn brot- inn, breyttist þetta allt. Garð- urinn yrði aldrei samur aftur. Annað mál er, að væri sam- þykkt að leggja bifreiðastæði þingmanna (gengt Þórshamri i Templarasundi) undir garðinn, eins og bréfritari leggur til og mér finnst ágæt hugmynd, þyrfti að brjóta suðurvegginn, en skilyrðislaust æfeti að hlaða nýjan meðfram Vonarstræti. Ófært er að hafa opið inn í slikan rósemdar- og friðargarð. 0 Blái brunahaninn Svo er enn eitt merkilegt við steingarðinn. Austan undir honum stendur eini blái bruna- haninn i Reykjavík. Velvakandi! Ég hef ekki skrifað yður áður og geri það sennilega ekki aftur. En vegna þess að mér þykir vænt um garðinn, þætti mér vænt um, það að þér birtuð þetta. Virðingarfyllst, Ólafur E. Bjömason". Þetta er satt. Hann er blár! Velvakandi hefur gáð að þvl. Ætli þétta sé ekki eini blái brunahaninn í heiminum? (Góðu, farið þið nú ekki að mála hann gulan og rauðan, þótt þið lesið þetta, kæru slökkviliðsmenn. Lifi undan tekntngin!). 0 Guli kafbáturinn Þórðtir Þórðarson skrifar: „Sæll, Velvakandi. Viltu gera svo vel að skila þvi til þeirra í útvarp- inu, að lögin eftir bítlana séu enn i góðu gengi hjá öllu smekkfólki á tónlist, þótt þeir hafi slitið samstarfi sin á miili. Af hverju heyrast gömlu, góðu bítlalögin svona sjaldan? Til dæmis i morgunútvarpinu? Hvað skyldi eiginlega vera langt síðan lag eins og „Guli kafbáturinn" heyrðist í frum- útsetningu? Þessi ómerkilega lagavella úr Hárinu ætlar allt að yfirkeyra. Eins og hún er nú frumleg og skemmtileg! Þetta minnir á, þegar morgunútvarps mennimir fengu dálæti á þess- ari simplu grikkjamúsík eftir Maraþonakis, eða hvað hann nú hét. Hann komst í "tízku, af þvi að hann var á móti her- foringjakörlunum í póli- tík. Eða þá Jörundarlögin öll sömun við þennan hrylli- lega leirburð og vandræðastagl úr honum Jónasi þingtrúði. Allt það spilverk 1 morgunút- varpinu átti' sér nú kannski eðlilega og bróðurlega skýr- ingu. Nóg um það. Jæja. Upp með bítlana! Þórður Þórðarson." 0 Rauði listinn Guðni Jónsson skrifar: „Kæri Velvakandi! Það var í senn skoplegt og fyrirlitlegt, jafnvel aumkun- arvert, að sjá þá svarabræð- urna, Stefán fréttamann og Magnús á orðabókarstyrknum (átti hann ekki að semja þýzk- sænska orðabók fyrir vissa áð- ilja í Kaupmannahöfn á styrj- aldarárunum?) keppast um að sverja af sér kommúnisma Og Moskvuþjónkun í sjónvarpinu. (Þó ekki nasisma). Gamla kommúnistagrýlan átti að vera dauð! Halda þeir, að almenn- ingur sé minnislaus? Annars er það í sjálfu sér ágætt, að enginn skuli lengur þora að standa við það opin- berlega að vera kommúnisti. Þetta er orðið skammar- yrði hjá kommúnistum sjálfum. Það er i mesta lagi, að þeir kunna við að taka sér orðið sósíalisti i munn án þess að roðna. En kommúnistamir á lista Alþýðubandalagsins svonefnda hafa auðvitað ekkert breytzt, þótt þeir reyni að hressa upp á listann sinn með metnaðar- gjörnum puntudúkkum. Þetta er gamli, rauði kommúnistalist- inn. Menn þurfa ekki að skoða listann lengi eða aðstandendur hans, áður en þeir gera sér það ljóst. Þetta eru gömlu rauð- fasistarnir, bara með útþynnt an andlitsfarða og daufbleikt smink að þessu sinni. Guðni Jónsson". TIL ALLRA ATTA L0FTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.