Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAíXBÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚNl 1971 15 Bátaimir fara að koma til hafnar, en svo þarf líka að skrúbbaog' hreinsa og þá er að fara í siipp eða nota misnuui flóðs og fjöm eins og þeir gera á mynðinni. þessara ferða og tel ég það kooni þá vel til athugunar að Vestmarmaeyingar sjálfir láti byggja það, með framlagi rík- isins í sambandi við stofnkostn að og rekstur, fremur en að liáta ríkisskip annast ferðimar eins og verið hefur." „Hver eru önnur helztu mál í náinni framtíð?“ „Nú er unnið að þvi að gera flugvöllinn þannig úr garði að sem bezt aðstaða sé fyrir flug og þá er einnig byrjað að und- irbúa fHugistöðvarbyggingu og uppsetningu lendingartækja á flugvöllinn. Stofnun Fiskiðnaðarskóla er ffiikið áhugamál Eyjasfeeggja og hlaut það mál fu.llnaðaraf- greiðslu á alþingi í vetur þar sem kröfum Vestmannaeyinga var mætit að fullu og næsta skrefið I því máli er þvi að koma þessum skóla á laggirn- ar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einnig 1970 tillögu sjáltfstæðismanna að fara fram á það við f járveitinganefnd að rikisstjómin fái heimild til þess að selja Rafveitu Vest- mannaeyja rafmágnsstreng- inn mílli lands og Eyja og að Hvoisvelli. Nefnd sem bæjar- stjómin kaus stendur nú í við- ræðum við raforkumálaráðu- néytið og verð’: af yfirtöku þessara mannvirkja er hug- myndin að Rafveita Vestmanna eyja, ein eða í samvinnu við aðra aðila, eigi línu frá Hvols- velli og að BúrfeMi, þannig að rafveitan komi til með að kaupa orku beint frá Búrfells- virkjun. Er það í samræmi við lög um Landsvirkjun, þair sem gert er ráð fyrir að Landsvirkj un selji rafmagn beint til sveit arfélaga og yrði Rafveita Vest mannaeyja þá fyrsta slika raf- veitan til þess að kaupa orku beint frá Búrfellsvirkjun ásamt Andakílsárvirkjun, sem einnig hefur fengið heimild á fjárlög- um til þess að kaupa orku af Landsvirkjun.. Að þessu er stefn.t til þess að Þjóðariþrótt Ve«tmanna<eyinga, sprangið, er ávallt stundað af krafti af unga fólkinu. Myndina tók Sigurgeir í Eyjum inni í Spröngu. hér verði tekin upp almennt rafma.gnshitun húsa í stað olíu, þar sem sérfróðir menn telija að slíkt sé mjög haigkvæmt fyrir byggðarlagið í heild nú þegar hvað þá ef olíuverð hækkar frekar, eins og allt útlit er fyr ir í framtiðinni." „Hvernig standa æskulýðs málin í Eyjum og aðstaða til félaigsstarfa?“ „Bærinn keypti Templara- höllina af góðtemplurum i stjórnartíð sjálfstæðismanna og var þá þegar ráðgert að skapa þar góða aðstöðu fyrir æskulýðsstarfsemi, leikfélag og íþróttafélögin, en þá var leik- félagið á móti húsnæðinu, þó aið sú skoðun haifi breytzt sið- ar. Templarahöllin er nú full- gerð og hefur hún bætt úr miklu, en langan tíma tók sú framkvæmd og grun hef ég um að hún hafi kostað allmiklu meira, en til stóð með þvi að skipuleggja ekki fram- kvæmdir við húsið. Hitt er svo annað mál að ýmislegt er fleira sem eftir er að gera til þess að bæta aðstöðu fyrir unglinga í Eyjum. „Hvernig stendur hagur Eyjabúa eftir nýafstaðna slæma vetrarvertíð?" Vertíðin skilaði miklu minni afla en búizt hafði verið við og vonandi er það lagist með góðum sumarafla þvi að hvergi á landinu er eins góð aðstaða Fyrir traimaji Landakirkju sten dur minnisvarði um hrapaða og drukknaða við Eyjar. til þess að vinna mikinn afla. Hins vegar hafa s'k’ pstjórar og sjómenn almennt látið í ljós ugg á ástandi á tilfeknum hrygningarsvæðum við Suður- land og telja þeir að nauðsyn- legt sé að gera sérsfcakar frið- unarráðstafanir á Suðurlands- miðum. Afkoma útgerða.rinnar og sjó manna á þessu ári getur hins vegar aldrei orðið meira en sæmileg þó að sumarvertíðin verði góð.“ — á. johnsen. FORSTÖÐUMAÐUR ÓSKAST — f r a m t í ð a r a t v i n n a — Viljum ráða duglegan og traustan mann ekki yngri en 25 ára til að vinna við og veita forstöðu sameiginlegri fóðurstöð. Umsækjendur sendi upplýsingar um nafn, aldur, menntun, fyrri störf og símanúmer til Mbl. merkt: „Forstöðumaður — LOÐDÝR H.F. — PÓLARMINKUR H.F. — DALSBÚ H.F. D-listann vantar bíla á kjördag i Söluskaftur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir gjaldtimabilið marz og aprll 1971, svo og nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri tíma- bila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi 15. þm. Dráttarvextirnir eru 1%% fyrir hvern byrjaðan mánuð frá gjalddaga, sem var 15. maí s.l. Eru því lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og með 16. þ.m. Sama dag hefst án frekari fyrirvara stöðvun atvinnurekstrar þeirra, sem eigi hafa þá skilað skattinum. Reykjavlk, 10. júní 1971. FJARMALRARAÐUNEYTIÐ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.