Morgunblaðið - 15.08.1971, Side 5

Morgunblaðið - 15.08.1971, Side 5
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 15. AGÚST 1971 5 Bjarni Halldórsson afhjúpar minnisvarðann. t»eir hurfu inn í ógnir öræfanna Erindi fiutt við afhjúpun minnisvarða Reynlstaðar- bræðra á Kili, 18. júlí 1971. Heiðruðu öræfagestir. HER á þessum stað gei'ðiat mes-ta harmsaga ættiar minmar, þegar langömmubræður minir urðu hér úti árið 1780. Ástæðan til þess, að för bræðranna var gerð, var sú, eins og kunnugt er, að fjárskipti fóru fram um Norðurland vegna fjárkiáðans. Á Reyni- stað var sauðlaust og einnig á öðrum jarðeignum klaustursins. Til þess að fá nýjan fjárstofn, var leitað til þeirra svæða sun,n- ainlands, sem höfðu ósýkt fé. Halldóri klausturhaldara og konu hans, Ragnheiði Einarsdótt- ur var það ljóst að: Sveltur sauð- iaust bú. Til þess að bjargast af og standa skil á gjöldum til kon- u.ngs af eignum þeim, sem klaustrinu tilheyrðu, varð að fá fjárbúin upp aftur. Reynistaðarhjón voru miklir búhöldar. Ragnheiður var talin eintn mesti kvensköi’ungur þeirra tíma, búsýslukona mikil og stjórnsöm, öðrum fremri í kven- legum menntum, greind og fjár- hyggjukona svo að á orði var haft. Haildór mun hafa verið hófsamur bóndi, fyrimannlegur, með allvel tamið skap ættar sinn ar, þó að út af kunni að hafa brugðið. Heimabúnaður þeirra Staðar- manna allra var gerður svo traustur, sem föng voru til, sýn- ir það meðal annars, að gráa hryssan, sem fannst í Gránunesi, hafði ekki losnað við reiðingi.nn vetrarlangt. Um heimanför þeirra bræðra má segja að öðru leyti, að Ragn- heiður haifi haft ofmetnað fyrir sonum sínum, og ekki metið æsku Einars sem skyldi. Má það mannlegt teljast, en byggt á björtustu vonum um leikand.i laufvinda síðsumarsinis. Um þennan atburð hefir all- mikið verið skrifað undanfarin ár. Það varð aldrei lyft hulunnd af hvatrfi Reynistaðairbræðra, því síður verður það gert nú. Rithöfundar hafa ski'ifað um ýmsa löngu liðna atburði sögunn ar, samið skáldsögur, sem sum- ir taka sem söguleg sannindi. Skrifin um Reynistaðarbræður eru þeirrar tegundar. Hugmynd- ir áin sannana, skáldskapur, fullyrðingar án staðreynda. Bjami Halldórsson sýslumaður á Þingeyrum var gáfumaður, taiinn einn lærðasti lögfræðing- ur sinnar tíðar, auðugur og rjki- látur, strangur við afbrotamenn, óvægið refsivald Húnvetninga. Bjarni Halldórsson á Reyni- stað virðiist hafa erft margt frá öfum sínum, sýslumanninum á Þingeyrum og langafanum Páli Vídalín lögmanni i Víðidals- tungu. Meðal an.nars mikinn metnað og framagirni sem títt var með augugum höfðingjason- um þeirra tíma. Hvatvísi nokkra og meira kapp en forsjá, ein- kenndi það frændur vora fleiri. Lengi var talið að feigð fylgdi Bjarna nafni, þótti það vera refsiarfur frá forföður vorum á Þingeyi’um að nafnar hans yrðu skammlífir. Bjarni frá Reynistað dó hér á Kili, ungur að ámm. Systursonur hans, sonur Sigríð- ax Halldórsdóttur í Glaumbæ, Bjarni Magnússon, varð bráð- kvaddur á hiaðinu í Geldinga- holti, tvítugur að aldri. Bjarni Stefánsson Magnússon- ar prests í Glaumbæ dmkknaði í Héraðsvötnum ungur maður. — Þegar Indriði Einarsson frétti það, að Hallldór bróðir hans hefði látið son sinin heita Bjarna, þá hristi hann höfuðið og sagði: ,,Þetta átti Halldór bróðir ekki að gera, þessi drengur verður ekki langlífur.“ En á síðustu ár- um Indriða, og þá engin dauða- mörk komin á mig, taldi han.n að nú væri ættin búin að færa sýslumanmi'num á Þiingeymm nógu marga nafna hans að fórn, nú væri karlinn kominn úr hrein.su nareldinum. Einn af reiðhestUm Bjarna á Þingeyrum yar bleikur að lit, mik ið hestavail, en sá var annar arf- ur frá sýslumanni, að enginn nafni hams mátti eiga bleikan reiðhest. Ég fór einu sinni á bak bleikum hesti og hrekkjóttum, en var auðvitað tæpast kominn í hnakkinn, þegar hesturinin henti mér á jörðina. Ég tók þetta að sjálfsögðu sem bendingu um það, að ég ætti ekki að ríða á bleikum hesti. Síðan hefi ég aldrei komið á bak á bleikum hest og aldrei átt bleikt hross. Þá var það trú í ætt vorri, að enginn með Bjarna nafni mætt.i vera í grænum fötum. Ég hef fylgt þessum erfðavenjum, sér- staklega hefi ég gætt þess í seinni tíð, að engin.n grænn þráður væri til í fötum mínum. Ég á 2 sonar- syni og 2 dætrasyni, sem bera Bjarna nafn. Þess er vandlega gætt að þeir komi aldrei í græna flík. Ég sagði í byrjuin máls míns, að hulunni yrði aldrei lyft af hvarfi Reynistaðarbræðra. Við greftrun beinanna, sem tailin voru af þeim bræðrum og jarð- sett voru við hlið foreldranna í kirkjugarðinum á Reynistiað, sagði Gísli Konráðsson í erfiljóð- um, sem hann flutti við þá at- höfn: „Dárlegt vair þeirra að dylja hel dysjaðir fyrr á eyðimel.“ Það var trú ættmenna þeirra, að þeim hefði verið rænt úr tjald- inu á Kili. Sú trú verður lang- líf. Þær lifa ennþá draumvjsurnar: Enginn fiinina okkur má undir fannahjami. Dægur þrjú yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni. í klettaskoru krepptir erum bræður en í tjaldi áður þar allir sváfum félagar. VegfarenduT, sem fara hér um Franihald á bls. 23. Karl eða kona með reynslu í ferðamannamóttöku óskast til starfa í vel þekkta ferðaskrifstofu í Miðborginni. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt, m. a. við útgáfu farseðla fyrir erlenda jafnt sem innlenda ferðamenn. Mjög góð laun í boði fyrir hæfan starfsmann. Fimm daga vinnuvika. Með umsóknir verður farið sem algjört trúnaðarmál. Umsókn, merkt: ,.Ferðaskrifstofa — 5734“ sendist Mbl. fyrir 25. ágúst næstkomandi. Flugsf jórar Aðstoðar- flugmenn Flugfélagið Þór hefur hug á ráðningu flugmanma til starfa erlendis. Umsækjendur verða að vera tilbúnir til starfa í haust. Eiginhandarumsóknir. sem tilgreini reynslu, sundurliðaða flugtíma og fyrri störf, ásamt ljósmynd af umsækjanda, sendist Auglýsinga- stofunrai Argus, pósthólf 5133, Reykjavík. Rýmingarsala vegna nýrra birgða. Gólfteppi, gólfdúkar, litaður strigi. Somvyl-veggdúkur. May Fair vinyl-veggfóður og gólfflísar. MIKILL AFSLÁTTUR. Klœðning Laugavegi 164 RGYLBN FEINSTRUMPFHOSE COLLANT FIN PANTY-HOSE 30 den ' i ' *&&&* <•&&&&■ mmm - -< Erum að taka heim nýjar gerðir af ROYLUN sokkabuxum. KAUPMENN og INNKAUPASTJÓRAR! Vinsamlegast hafið samband við okkur sem fyrst. Agúst flrmann hf. Sími 22100 k ( «

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.