Morgunblaðið - 15.08.1971, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1971
Útgefandi hf. Átvakur, Reykjavík.
Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritsljórn og afgreiðsla Aðalstraati 6, sími 10-100
Augiýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innantands.
I lausasölu 12,00 kr. eintakið.
FERÐ UTANRIKISRAÐHERRA
¥ gær fór Einar Ágústsson,
utanríkisráðherra, til
Bretlands og Þýzkalands í
þeim tilgangi að kynna sjón-
armið íslendinga í landhelg-
ismálinu. í för með utanríkis-
ráðherra eru þeir Pétur Thor-
steinsson, ráðuneytisstjóri, og
Ingvi Ingvarsson, skrifstofu-
stjóri í utanríkisráðuneytinu,
en Hans G. Andersen, sem nú
starfar á undirbúningsfundi
Hafréttarráðstefnunnar, mun
koma til móts við sendinefnd-
ina.
Að undanförnu hefur utan-
ríkisráðherra lagt kapp á að
kynna sér stöðuna í landhelg-
ismálinu og hefur notið til
þessa aðstoðar þeirra sér-
fræðinga, sem við íslending-
ar höfum haft í þessu efni.
Jafnframt hafa staðið yfir
viðræður milli fulltrúa stjórn
málaflokkanna. Hefur niður-
staðan orðið sú, að samkomu-
lag hefur orðið um, hvernig
haga beri þeirri kynningu á
málstað Íslands, sem utan-
ríkisráðherra og aðstoðar-
menn hans vinna að.
Jafnframt þessari kynn-
ingu hefur nú verið gefinn
út bæklingur um landhelgis-
málið, sem fyrrverandi ríkis-
stjórn lét rita, og verður hon-
um útbýtt, þar sem þess er
talin þörf og að öðru leyti
lagt kapp á að kynna málstað
okkar, bæði í gegnum sendi-
menn okkar í öðrum ríkjum
og með öðrum hætti.
Utanríkisráðherra hefur
valið þann kost að hafa sér
til ráðuneytis sömu menn og
fyrri ríkisstjórn hafði samráð
við og lengi hafa unnið að
landhelgismálinu, bæði hér
heima og erlendis. Er það vel,
því að þessir menn sitja auð-
vitað inni með mesta þekk-
ingu á þessum málum.
Landhelgismálið var illu
heilli gert að kosningamáli í
vor, en nú leitast menn við
að snúa bökum saman og ut-
anríkisráðherra hefur sér til
ráðuneytis hæfustu menn
okkar í þessu efni. Þess vegna
ber að vona og treysta að för
hans og aðstoðarmanna hans
beri góðan ávöxt og þeim
fylgja góðar óskir allra ís-
lendinga um árangur.
Mútuþegar á Möltu
k Möltu var fyrir skömmu
mynduð vinstri stjórn.
Fyrsta verk hennar var að
krefjast hárrar greiðslu fyrir
þá aðstöðu, sem Atlantshafs-
bandalagið hefur haft á
eynni. Hefur síðan verið hart
eftir því gengið, að kröfurnar
um fjárframlög yrðu sam-
þykktar. Stjómarvöldin á
Möltu gera sér grein fyrir
því, að landið hefur verulega
hernaðarlega þýðingu og þá
aðstöðu á að selja.
Nú hafa borizt af því fregn-
ir, að Atlantshafsbandalags-
ríkin hyggist ekki samþykkja
slíkar kröfur, heldur flytja
stöðvar sínar burt frá eynni,
en hins vegar munu Bretar
halda áfram einhverju samn-
ingaþófi við hin nýju stjórn-
arvöld eyjarinnar. Það er
vissulega vel, að Atlantshafs-
bandalagið skuli ekki taka
þátt í samningum við mútu-
þega á borð við þá, sem nú
ráða ríkjum á Möltu.
Þegar þessar fregnir berast,
verður ekki hjá því komizt
að minnast á það, að stöku
sinnum hafa þær skoðanir
skotið upp kollinum hér á
landi, að við ættum að
láta greiða okkur fjármuni
fyrir að vera varðir. Slíkur
hugsunarháttur er einhver
hinn ógeðugasti, sem heyrzt
hefur í íslenzkum þjóðmála-
umræðum, og sem betur fer
hefur enginn stjómmála-
flokkur gert slíkar kenningar
að sínum. Við íslendingar
gerðumst aðilar að Atlants-
hafsbandalaginu, vegna þess
að við vissum, að við áttum
samleið með öðrum vestræn-
um lýðræðisþjóðum og gerð-
um okkur grein fyrir því, að
Atlantshafsbandalagið eitt
mundi geta stöðvað framrás
kommúnismans og tryggt
heimsfrið. Við létum síðan í
té aðstöðu fyrir sameiginleg-
ar varnir Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna, er ógnirnar
voru auknar og við töldum
sjálfir að brýna þörf bæri til
að styrkja aðstöðu þess
varnarbandalags, sem við eig-
um líf okkar og frelsi undir.
Því er að vísu ekki að
leyna, að í eitt skipti var
heiðri okkar stefnt í voða,
það var þegar vinstri stjórn-
in, sem sat 1956—‘58, gekk
eftir peningaláni úr sérstök-
um öryggissjóði Bandaríkj-
anna gegn því að falla frá
ákvörðunum um brottrekst-
ur varnarliðsins. Þá lá við að
ekki væri unnt að segja eins
og Amas Arnæus, er hann
bað Jón Hreggviðsson að
skila heim eftirfarandi: „Þú
getur sagt þeim frá mér að
ísland hafi ekki verið selt,
ekki í þetta sinn.“
í umræðum þeim, sem á
næstunni munu verða um
varnarmál íslendinga, hljót-
um við að taka þveröíuga af-
stöðu við það, sem vinstri
stjórnin á Möltu gerir. Við
munum ekki láta fjárgróða-
sjónarmið róða því, hvort við
XIST
ILEVRIS
Tvö
dularfull
sakamál
Seinni grein
Sú spuminig er oft áleitin í sögu list-
arinnar, hvort fflytja skuli fyrir almenn
ingssjónir ófullgerð verk látinna lista-
manna. Stundum getur sllkt verið bein
línis bjarnargreiði við minningu og orð
stír hins látna, þar sem oft er um að
ræða verk, sem hann hefur sjál'fur lagt
tit hliðar af þeirri ástæðu að hann hef
ur ekki treyst sér til að halda áfram
með verkið. Stundum er það dauðinn
sem grípur I taumana og það gerðist í
Dickens tilviki, þannig að við verðuim
þess aldrei vísari, hvað Xom fyirir Ed-
win Drood eins og vikið var að í fyrri
greininni.
Um þetta eru jafnan skiptar skoðan-
ir. Heimurinn hefði farið mikils á mis
ef „Ófullgerða symfónía" Schuberts
hefði aldrei verið birt almenningi og
þrátt fyrir ýmsa vankanta á „The Myst
ery of Edwin Drood“ er þó ekkert vafa
mál að Dickens stendur ágætlega keik-
ur eftir.
Mark Twain lét eftir sig ófullgerða
skáldsögu „Siimon Wheeler, Deteotive“.
Sagan hefur nú verið gefin út með alls
kyns skýrinigum og málalengingum eft-
ir Franklin R. Rogers starfsmann for-
Mark Twain.
lagsins The New York Public Library.
Hvort Rogers hefur gert Twain greiða
með þessari framkvæmdasemi er sjáM-
sagt meira efamáíl en þegar Dickens og
Drood eru annars vegar, þar sem fjöl-
margir bókmenntafræðingar hafa lýst
yfir þeirri skoðun sinni, að bókin sé með
eindæmum léleg — að vís-u með góðum
sprettum inni á milli. Mark Twain var
þekktur að kímni og frásagnarsnilld
eins og álilir víta, og það er líka vitað
að hann glímdi lengi við Simon Wheel-
er. Loks laigði hann verkið frá sér, ám
þess að ljúka því. Hann henti handrit-
inu ekki, kannski hefur hann huigsað
sér að snúa sér að því síðar meir og
reyna að ijúka því.
En þó svo að verkið sé um margt mis-
heppnað, er þó fullkomlega réttlætan-
legt að reyna að kynna sér það, þar
sem það segir lesandanum margt um
Mark Twain, bæði sem mann og rithöf-
und, margt sem við vissum ekki fyrir.
„Simon Wheeler, Detective" fjállar
um grimmilegar greinir milM tveggja
gróinna Suðurríkjafjölskyldna, Dexter
í Kentucky og Bumside í Missouri.
Dexter ungi kemur til þorpsins Gull-
ford í Missouri og allir halda, að hann
sé kominn þangað til að drepa jafn-
aldra sinn og frænda, Hugh Burnside.
En Það er nú eitfhvað annað; þeir
verða þvert á móti perluvinir. Dexter
verður mjög ástfanginn af systuf
Hughs og Hugh fellir hug til Miily, sem
er frænka Dexters og dóttir hins harð-
lynda dómara Griswold, sem krefst
þess, að Dexter drepi sinn heittelskaða
vin, Hugh. Stúlkukindurnar tvær hegða
sér í meira lagi bjálfalega og það svo,
að þeir eru að verða örvita. Hugh fer
til skógar og hyggst fremja sjálfs-
morð og Dexter ætlar að dreifa hugan-
um með því að fara á veiðar með riffil
sinn á sömu slóðir. Hugh vinnur þá
einstæðu dáð að bjarga dóttur Gris-
wolds frá bráðum bana og dómarinn
ríður af stað í náttmyrkrinu til að koma
i veg fyirir að Dexter ráði Hugh af dög-
um, en allir hafa talið að það sé ætlan
hans. Sjálfsmorðstilraun Hughs mis-
tekst hins vegar. Flækimgur nokkur
vekur hann til lífsins og þeir skipta á
fötum. Dexter, sem er með afbrigðum
léleg skytta skýtiur að flækmgnum í
þeirri trú, að þar sé úlfur á ferð. Flæk
ingurinn læzt vera dauður. Dexter finn
ur „líkið" í fötum Hughs og fflýr nú I
örvæntingu í þerri trú, að hann hafi
drepið sinn bezta vin.
Flækingurinn flýr síðan og víkur nú
sögunni til Hugh, sem hefur fallið í
djúpan svefn, en aðvífandi blaðamaður
heldur að hann sé steindauður, dröslar
honum upp á börur og ekur honum tii
þorpsins til að geta komið frétt um lík-
fundinn í blaðið sitt. Honum er ráð-
lag-t að fara með „líkið" aftur á sinn
stað. Hugh ruimskar um s-íðir og tekur
þá ekki betra við, því að þorpsleynilöig
reglumaðurinn Simon Wheeler handtek
ur hann.
Lengra er Mark Twain ekki kominn
með söguna, en á laus-um bliöðum fund-
ust þó alls kyns setningar og áætlanir
sem trúlegt er að hann hafi ætlað að
nota. Harla ruglingslegar virðast þær
vera sumar, en lesandanum skilst að
Hugh eigi að skjóta upp kollinum við
sína ei-gin „útför".
Upphaflega virðist sem Mark Twain
hafi ætlað sér að hafa „Simon Wheel-
er“ ei-ns konar melodrama í anda sins
tíma. Vitað er að Twain skrifaði megn-
ið af bókinni á þrem-ur sólarhringum
og þá i leikritsformi. Leikhúsmenn á
Broadway ráðlögðu honum að breyta
þvi í skáldsögu og við þeim tilmælum
varð hann.
Erindi Simons Wheeler í söguna ligg
ur ekki ljóst fyrir, gefið er í skyn að
Wheeler sé eins konar þorpsfifl, sem
hefur mest alla vitneskj-u úr leynilög-
reglusögum. „Plottið" í sögunni er
einnig ákaflega ruigMnigslegt og þótt
telja megi víst, að Twain hafi í fyirstu
ætlað sér að skrumskæla leynilögreglu
sögur sem dáðastar voru, þegar hann
var upp á sitt bez-ta. læðist sá grunur
að lesanda, að smám saman hafi Twain
í aðra röndina farið að taka viðfamgs-
efnið einum of alvarlega og reist sér
sannkallaðan hurðarás um öxl. En eims
og fyrr sagði eru góðir sprettir i bók-
inni, sérstaklega þar sem Twain einbeit
ir sér að skrumskælingum; einn kafli
sem fjafflar um Wheeler og forkost-u-
lega aðstoðarmenn hans við leynilög-
reglustörfin, er að margra viti meðal
þess skemimtilegasta, sem eftir hann
ligg-ur.
Mark Twain mun hafa íagt Simon
Wheeler á hilluna fyrir fullt og allt ár-
ið 1896 og hafði hann þá gripið í það
öðru hverju í 20 ár. Og enda þótt varla
sé fært að mæla með Simon Wheeler
hef-ur Twain þó ekki ti-1 einskis Skrifað.
Ýmsar hugmyndir sem skutu upp koll-
inum í bókinni haifa aðrir síðan gripið
á lofti og notað með ágætum árangrl.
Og svo margt gott gerði Mark Twain,
að ein misheppnuð lögreglusaga breyt-
ir þar engu um. h.k.
höfum samstöðu með öðrum
lýðræðisþjóðum og leggjum
okkar af mörkum til að
tryggja sameiginlegt freilsi og
lýðræði þjóðanna í Atlants-
hafsbandalagin-u; miklu frek-
ar munum við spyrja sjálfa
okkur, hvað getum við af
mörkum lagt, er tím-abært,
að við tökum að einhverju
lejrti þátt í varnarstarfinu
t.d. með þjálfun sérfræðinga,
sem sitarfað gætu hér á landi
við hlið bandamanna okkar
í Atliantshafsbandalaiginu?
Slíkt er og verður vonandi
ætíð Íslendingseðlið.