Morgunblaðið - 15.08.1971, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1971
Geroge Harmon.
Coxe:
Græna
Venus-
myndin
an upp skyrtuna og nærskyrt-
una.
Bakið á honum skyggði á lik-
ið fyrir Murdock, og Mur-
dock nennti ekki að standa upp
en kveikti sér í nýjum vindlingi
og beið þar til Mason rétti úr
sér og sagði: -— Jæja, þá get-
urðu tekið við honum, lautinant.
Bacon og einn af mönnum
hans leituðu í vösum Lorellos og
innihaid þeirra varð ofurlít-
U hrúga á borðinu: Tveir vasa-
klútar, anar hreinn, seðlaveski,
tvö eldspýtnabréf, vindlinga-
boréf næstum tómt og lítil, skinn
bundin bók með heimilisföngum.
— Jæja, þá eruð þið komnir,
sagði Mason og vék sér til hlið
ar er tveir menn komu inn með
samanbrotnar sjúkrabörur.
Annar maðurinn var i hvítum
jakka og hvítum buxum, en
hinn í hvitum jakka og venju-
legum buxum. Þeir réttu úr bör-
unum og lyftu síðan því, sem
einu sinni hafði verið Tony Lor-
ello upp á þær, breiddu þunnt
grátt teppi yfir hann og lyftu
siðan börunum.
— Jæja, hvað er nú langt síð-
an i þetta sinn, læknir?
-— Það mun vera eitthvað kring
um tólf tímar.
— Þetta sagðirðu líka um
Andrada.
— Já, og segi það enn.
— Sams konar sár, ekki satt?
—• Nei, þessi hefur hitt betur.
Eftir sárinu að dæma mundi ég
segja, að hlaupinu hefði verið
þrýst fast á jakkann. Og þetta
skot hitti hjartað — að minnsta
kosti held ég það, þangað til lík
skoðun hefur farið fram.
— En hvað um Andrada? Hef
urðu fengið eitthvað nákvæmari
tima þar?
— Já, vitanlega, sagði Mason. —-
Einhvem tíma milli kortér yfir
tíu og kortér yfir ellefu, kvöld-
ið áður. Var ég ekki búinn að
segja þér það, Bacon? . . . Og
þar á ég ekki við nákvæmlega
milli þessara tímamarka. Það
gat vel verið kl. 10.16—11.14.
Mason setti upp hattinn og
tók töskuna sina og gekk út.
Bacon kom aftur til Murdocks.
Áður en hann gæti nokkuð sagt,
tók Murdock upp bréfin tvö,
sem hann hafði fundið í svefn-
herberginu, kvöldið áður, og
rétti honum þau.
Bacon tók við þeim, leit á
Murdock og opnaði þau siðan.
Hann tók að lesa og næstum
strax leit hann snöggt upp.
Murdock var að slá öskuna af
vindlingnum sinum og horfa á
hana detta — og það gerði
hann af ásettu ráði. Bacon las
áfram, kippti öðru blaðinu frá
hinu og augun kipruðust meir
og meir saman.
— Hvar náðirðu í þetta? spurði
hann.
— Þama inni. í skúffu undir
nokkrum skyrtum.
— Hvenær?
— Meðan ég var að bíða eft-
ir þér.
Murdoek hafði þegar ásett sér
þetta. Það var eina lygin, sem
hann ætlaði að segja. Að öðru
leyti átti sagan af þvi, sem gerð
ist kvöldið áður að vera sann-
leikanum samkvæm, en þetta
atriði varð að koma heim við sög
una.
Að hans áliti skipti það engu
máli, hvenær hann hefði fundið
bréfið. Hefði hann sagt Baeon
frá því klukkan langt gengin í
þrjú í nótt, ef hann hefði afhent
það sjálfur, hefði það ekk-
ert gert til. Því að nú var hann
sannfærður um, að á þeim tíma
hefði Loreilo þegar verið dáinn.
Að fara að játa nú, að hann
hefði geymt bréfin i þeirri von
að geta fyrst talað við Lorello,
myndi bara æsa upp vonzkuna
í Bacon, sem nú var heldur far
in að sjatna, og verða að engu
gagni.
— Þú hefur sjálfsagt vilað,
hvar þú áttir að leita? sagði
Bacon. —• Þú gazt ekki beðið eft
ir lögreglunni? Nei, ekki aldeil-
is, karlinn!
— Sjáðu nú til, Bacon, sagði
Murdock. - Ég er orðinn hálf
svekktur á þér. Ef ég hefði ekki
komið til þín í dag, hefðuð þið
alls ekki fundið Lorello ennþá,
eða hvað? Og sennilega hefðuð
þið ekki fundið hann næsta dag
heldur. Þér hefur orðið þetta mik
ið ágengt bara af því, að ég
þurfti að tala við hann. Ég talaði
við hann í gærkvöldi, af því að
mér datt í hug, að kannski hef'ði
hann verið sendiboðinn, sem
kom með skilaboðin frá Bruno
Andrada. En ég fékk lítið upp
úr honum í Silfurhurðinni, og
þess vegna beið ég fyrir utan.
En gallinn var bara sá, að und-
ir eins og hann kom út náði ein-
hver í hann, sem var i stórum
svörtum bíl, og ég náði ekki tali
af honum.
Hann þagnaði og það var
hörkusvipur um munninn, en
röddin var enn þolinmóð. —
Georg Damon átti þennan bil,
sem sótti hann. Ég skal segja
þér, hvernig ég vissi það og svo
það, sem gerðist i gærkvöld, þeg
ar ég fór að hitta hann. En óg
kæri mig ekki um að láta hvæsa
framan í mig, og ég ætla held-
ur ekki að fara að karpa við
þig. Mér er fjandans sama þó að
þú sért vondur. Ég ætla að segja
Dömur - Hainarf irði
Hef opnað snyrtivöruverzlun
að Strandgötu 33.
Sigurbjörg Ármannsdóttir.
Húsvörður
óskast til starfa við Gagnfræöaskóla
Garðahrepps.
Umsóknir um starfið sendist undirrituðum
fyrir 27. þessa mánaðar.
Sveitarstjórinn í Garðahreppi.
m g g SÍÐBUXUR ^ margar gerðir, allar stærðir. h TÍZKUSKEMMAN
SMEKKBUXUR STUTTBUXUR 3g| fjölbreytt litaúrval. I TÍZKUSKEMMAN
5<S27
— I.illi litli < r byrjaður að tala. Hann plataði mig til að kaupa
jjessa Inixnadragt.
þér þetta, en ég get svo sem al-
veg eins vel farið í skrifstofuna
til saksóknarans og . . .
—Nei, þú segir mér það.
Murdock dokaði við. Hálsinn
á Bacon var enn rauður. Hann
gekk í litlum hring og var niður-
sokkinn í hugsanir, ef af útliti
mátti dæma. Hann japlaði eitt-
hvað og kom svo aftur. —
í enn eina sekúndu glápti hann
á Murdock, en svo var eins og
hann píndi sig til að brosa.
— AMt i lagi, sagði han. —
Já, víst er ég ergilegur. Og lika
dálítið tortrygginn. Þú varst hér
ekki lengur en stundarfjörðung
seinnipartinn í dag — nema þú
hafir verið að ljúga að mér. En
þú fannst samt þessi bréf. En
hvers vegna leitaðirðu ekki
fyrst í skrifborðinu? Það var þó
rétti staðurinn til að hefja leit-
ina á. En haltu áfram. Láttu mig
heyra alla söguna, en sjáðu til
þess, að þú hafir svarið við
þessu þegar þú kemur með hana.
Murdock hóf söguna. Hann
minntist á það, að Gail Roberts
hafði fyrst nefnt Tony Lorello á
nafn og að han hefði komið
heim til prófessorsins. Hann
sagði, að þegar hann var að
mynda málverk Rogers Carroll,
hefði hann heyrt einhvern á
gangi úti fyrir, sem fór þó án
þess að koma inn, og
þegar hann leit út um gluggann,
sá hann Tony Lorello flýta sér
eftir götunni.
— Ég komst að því, hvar hann
vann og fór þangað í gærkvöld
og fékk Louise Andrada með
mér, ef hún skyldi þekkja hann
síðan hann kom í húsið. Það
hafði hún og þekkti hann aftur.
Ég talaði því við Lorello.
— Þú sagðir mér ekkert
um Lorello, sagði Bacon. Ég á
við þetta, að hann hafi hætt við
að koma inn til Carrolls.
— Heyair það undir að leyna
upplýsingum?
- Sleppum því, sagði Bacon.
— Hefði ég verið klókur, hefði
ég komizt að þvi, að Loreilo kom
heim til Andrada — ekki svo að
skilja, að það hefði neinu
breytt. En haltu áfram og segðu
mér eitthvað meira.
Murdock sagði honum svo
það, sem eftir var sögunar.
Hann sagðist hafa komið til að
leita í herbergjunum og hvemig
hann hefði komizt inn. Sagðist
hafa eytt hálftíma í að rannsaka
skrifborðið, en ekki fundið neitt
og hafi ætlað inn í svefnherberg
ið, þegar hann heyrði einhverja
mannaferð frammi. Síðan hefði
hann siloppið út bakdyramegin
og loks sagði hann frá þvi sem
gerzt hafði eftir það.
Bacon kallaði á fingrafara-
manninn sinn. — Náðu í þessa
peru úr standlampanum, sagði
hann. — Fingraförin hans Mur-
docks eiga að vera á henni.
Kannski einhver önnur í viðbót.
— Orsatti og Feeney, sagði
hann við borgaraklæddu lög-
reglumennina. Athugið þið hús-
ið baka til og leiitið þið vel í stig
um og úti í sundinu. Svo sneri
hann sér að Murdoek.
— Peran var í - ég á við, að
hún hafi verið skrúfuð í aftur
þegar þú kveiktir í dag?
— Já.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Fólk verður að fara sínar leið, þrátt fyrir haK'smiiui þína.
Nautið, 20. apríl — 20. mai.
ÆttiiiK.iar þínir eru þér eitthvað erfiðir.
Tvíburarnir, 21. niaí — 20. júnl.
I»ú fréttir eitthvað RaK'nirKt þessa daRaiia.
Krabbinn, 21. júni — 22. júlí.
i»að skaðar ekki viðsklpti að sýna saimiiinuvilja.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
I»ú færð áRætis hugm.vnd.
Meyjar, 23. ágúst — 22. septeniber.
I»ú a*ttir að sleppa einhverjum smáatriðum.
Vogin, 23. september — 22. október.
KÍRÍiiRÍrui þfu K'<‘tur orðið þér hættuleB:.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Nýmæli er ekki það versta, sem upp kemur.
Boginaðiirinn, 22. nóvember — 21. desemlier.
I»ú ættir að suúa þér að því, sem leikur í liendi þér.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
I»ú verður að vera dálitið þýður þessa stundiua.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Ila.ltu áfram ágpfttu starfi.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
læyfðu iettiiiKjtiiium að vera meira með en þá heftir ipert.