Morgunblaðið - 04.09.1971, Blaðsíða 1
32 SlÐUR
198. tbl. 58. árg. LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Samkomulag um flóknasta alþjóða
vandamál síðasta aldarf jórðungs
Berlínarsátt-
málinn
undirritaöur
í gær
Frá undirritnn Berlínarsátt- (
málans í g'ær. Sendiherrar fjór j
veldanna sitja við fundarborð .
ið, og eru, talið frá vinstri:'
Jean Sauvagnargues (Frakk-1
land), Sir Roger Jackling |
(Bretland), Pyotr Abrassimov i
(Sovétríkin) og Kenneth Rush '
(Bandaríkin).
íslenzk
frímerki
týnd í Kaup-
mannahöfn
Kaupmannahafnarblaðið
Berlingske Tidende skýrir frá
því að danskur frímerkjasali,
Jörgen Junior, hafi týnt á götu
í Kaupmannahöfn nokkrum
ísienzkum fnmerkjum, sem
alls eru metin á 25 þúsund d.
krónur, eða nærri 300 þúsund
Framhald á bls. 23.
Ky ákveðinn í að kné-
setja Thieu
— þótt þaö kosti hann lífið
— Stefna Bandaríkjanna
óbreytt segir Rogers
Saigon og Washington,
3. sept. — AP-NTB.
HEIMILDIR frá nánum sam-
starfsmönnum Kys, varafor-
seta S-Víetnam, hermdu í
dag að Ky sé ákveðinn í að
gera allt sem í hans valdi
standi til að koma Thieu for-
seta á kné. Heimildirnar segja
að Ky hafi ekki hótað bylt-
ingu, en sagt að ef Thieu
vildi láta vopnin ráða, þá
yrði ábyrgðin hans.
10 milljónir
heimilislausra
vegna flóða í Indlandi
Kalkútta, 3. sept. — AP
MEIRA en tíu milljónir íbúa
Vestur-Bengals í Indiandi hafa
nú misst heimili sin vegna
flóða, sem aftur hafa færzt i
aukana. Vitað er með vissu um
68 manns sem hafa beðið bana
af völdum flóðanna, en dagblöð
í Kalkútta telja, að tala látinna
sé að minnsta kosti 200.
F3ó5in hafa inú náð tiQ fleiri
héraða en áður, en verst' er
ástandið í Mursidabad, Howrah,
Hoogly og Birbhum. Eru þess
víða dæmi, að vatnsborð nái
meira en tveggja metra hæð í
bæjum og þorpum. Þúsundir
manna hafa leitað skjóls I trjám
— aðrir reyna að koma sér fyrir
hvar sem finna má þurra smugu.
Þá auka þessi flóð nú enn á
vesöld milljóna flóttamanna frá
Austur-Pakistan, sem hafast við
í búðum, er flóðin hafa náð til.
Rogers, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði á fundi
með fréttamönnum í Washing-
ton í dag, að Bandaríkjamenn
myndu halda áfram stefnu sinni
í Víetnam, þrátt fyrir að Thieu
yrði einn í framboði i forseta-
kosningunum 3. október n.k.
Rogers sagði: „Kosningarnar í
Víetnam eru ekki flekklausar,
en það eru nú okkar kosningar
raunar heldur ekki.“ Rogers
sagði að stefna Bandaríkjastjórn-
ar hefði verið, væri og myndi
áfram verða að gefa ibúum S-
Víetnam tækifæri til að leysa
sín eigin vandamál.
Vitað er að Bandaríkjastjórn
varð fyrir miklum vonbrigðum
er ljóst varð að Thieu yrði einn
í framboði og er Rogers var
spurður að því, hvort þetta
myndi hafa i för með sér að
lagt yrði harðar að stjórninni
að flýta brottflutningi banda-
rískra hermanna frá Víetnam
og minnka efnahagsaðstoð við
stjórnina í Saigon, svaraði hann:
„Ég vona ekki.“
Heimildirnar i Saigon segja
að bersýnilegt sé að Ky hafi
reiðzt mjög er honum varð ljóst
að Thieu ætlaði einn í framboð.
Segja heimildirnar að Ky hafi
tekið mjög sterkt til orða á fundi
með nánustu ráðgjöfum sínum
og sagt að hann ætlaði að kné-
setja Thieu og alla hans „klíku“,
jafnvel þótt hann yrði að leggja
lif sitt i sölurnar. Ky sagði að
næstu tvær vikur yrðu þær
verstu í sögu S-Víetnam, og að
það væri Thieu að kenna. Ky
sagði einnig að ef Thieu leysti
ekki vandaimálin á þessum tíma,
myndi koma til vopnaðra átaka.
Segja heimildirnar að Ky trúi
ekki að af kosningum verði. Þá
er líka sagt að Ky telji spenn-
una í stjórnmálum landsins
miklu meirí en hún var 1963,
þegar Diem forseta var velt úr
sessi og að allt geti gerzt, því
að mikils óróleika gæti meðal
þjóðarinnar og einnig innan hers
ins.
Berlín, 3. sept. — AP—NTB
• Sendiherrar Bandaríkjanna
Bretlands og Frakklands í
Vestur-Þýzkalandi, og sendiherra
Sovétrikjanna í A u stu r-Þýzka-
landi undirrituðu um hádegið í
dag fjórveldasáttmála um fraim-
tíðarstöðu Berlínar. Er imdirrit-
un sáttmálans talin sögulegur
áfangi á leið til bættrar sam-
vinnu Austurs og Vesturs.
0 Áætlað hafði verið að undir-
rita sáttmálann í gær,
fimmtudag, en því var frestað
vegna ágreinings um þýzka þýð-
iingu isáttmálans. Oreindi fiill-
trúa Austur- og Vestur-Þýzka-
lands á um orðalag í þýzku þýð-
ingunni.
0 Þótt sáttmálinn hafi nú ver-
ið undirritaður, er enn eftir
að ganga endanlega frá ýmsum
franikvænidaratriðiini f sam-
bandi við hann. Er það aðallega
verkefni fiilltrúa Austur- og
Vestur-Þýzkalands að semja um
þau atriði.
0 Samkvæmt nýja sáttmálan-
um fá íbúar Vestur-Beriín-
ar nú að ferðast til Austur-Berl-
ínar, sem hefur verið þeim lok-
uð frá árinu 1966. Þá fá Vestur-
Berlínarbúar S fyrsta skipti f
19 ár að ferðast um Austur-
Þýzkaiand. Viðurkennd eru
tengsl Vestur-Berlinar við Vest-
ur-Þýzkaland, en þó tekið fram
að Vestur-Berlín sé ekki blutf
Sambandslýðveldisins, og að
borgarhlutinn lúti ekki stjóm
Vestur-Þýzkalands. Hins vegar
annast sendiráð og ræðismanns-
skrifstofur Vestur-Þýzkalands
alla fyrirgreiðslu fyrir Vestur-
Berlínarbúa erlendis.
Sendiherrar fjórveldanna, þeitr
Kenneth Rush frá Baindaríikáúin-
um, Sir Roger Jaoklinig frá Bref-
landi, Jean Sauvagnargues fxá
Frakklandi og Pyotr Abra&simov
frá Sovétríkjunum, komu saman
í aðalstöðvum fjórveldanna i
Vestur-Berlin skömmu fyrir
klukkan 13 eftir staðartíma til
að undirrita sáttmálann. Var
þetta 34. fundur sendilherranna
frá því umræður um Beriín hóí-
ust 26. marz 1970, og stóð þann-
ig á að í dag voru rétt 32 ár lið-
in frá því síðari heimsstytrjöld-
in hófst milli Breta og Þjóðverja.
Undirrituðu sendiherrarnir sátt-
málann í fjórum eintökum, tveim
ur á ensku, einu á frönsku, og
einu á rússnesku.
Framhald á bls. 23.
Gagnrýni Rússa í garð
Kínveria fer vaxandi
Moskvu, 3. sept. — AP
í SÍÐASTA hefti sovézka tíma-
ritsins Novoye Vremya ÍNýir tím
ar), sem kom út í dag, er farið
höí'ðum orðum um afstöðu Kín-
verja til Sovétríkjanna og full-
yrt, að þeir stefni að heimsyfir-
ráðum og muni ekki hika við að
heyja styrjöld til að ná því marki
sínu. Segir þar, að kínverska
þjóðin sé búin undir styrjöld og
sé andsovézkur áróður og daður
við heimsveldissinna liður í þess
um styrjaldarundirbúningi.
Höfundur greinarinnar, sem er
hin afdráttariausasta gagnrýni á
Kína í langan tima, er nefndi
KrivtsoV. Hann segir, að M:
Tze-tung og fylgismenn hai
hafi komið inn hjá kínversl
þjóðinni styrjaldardýrkun mi
því m.a. að vísa til fornra hu
mynda um hlutverk Kína
Franihald á bls. 23.