Morgunblaðið - 04.09.1971, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.09.1971, Qupperneq 12
12 MÖRGÚNBLAÐIÐ, LÁutiARDAGÚR 4. SEPTEMBÉR 1971 Haustsýning Félags ísl. myndlistarmanna Þorbjörg Pálsdóttir myndhöggv-ari við mynd sína: „Vígvöllur." (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Enn um lánasjóð 1 DAG hefst haustsýning Félags íslenzkra myndlistarmanna í hinu nýja sýningarhúsnæði í kjallara Norræna hússins. Til sýningarinnar voru send sam- tals 233 verk og á sýninguna voru tekin 98 verk eftir 36 mál- ara og myndhöggvara. Hinum var hafnað. Við spurðum þá í sýningarnefndinni, af hverju? Jú, Bragi Ásgeirsson sagði, að enginn yrði óbarinn biskup. I>að er mikil ábyrgð, sem hvilir á herðum dómnefndar- manna og alls ekki víst, að allir séu þeim sammála. Við innganginn að kjallaran- Ráðherrar utan til funda TVEIR ráðherrar eru nú á för- um utan til fundarhalda. Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, fer til Helsingfors og situr þar fund með ráðherrum, sem fara með Norðurlandaráðsmálefni. Fundir þessir eru haldnir sam- kvæmt samstarfssamningi Norð- urlanda og eru haldnir tvisvar til þrisvar á ári. Þá er Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, á förum utan til Kaupmannahafn- ar. Fundurinn, sem utanríkisráð- herra situr er undirbúningsfund- ur Norðurlanda fyrir þing Sam- einuðu þjóðanna. Þar bera ráð- herrarnir saman bækur sínar og ræða þau mál, sem líklegt er að komi til kasta þingsins. Utan- ríkisráðherrafundurinn er á mánudag og þriðjudag, en fund- urinn, sem forsætisráðherra sit- ur er á miðvikudag. Með utanríkisráðherra fer ut- an Pétur Thorsteinsson, ráðu- neytisstjóri og fundinn situr einn ig Hannes Kjartansson, sendi- herra hjá Sameinuðu þjóðunum. um var Þorbjörg Pálsdóttir við mynd sína, sem hún nefndi „Á vígvellinum". Ég spurði Þor- björgu að bragði: „Er þetta víg völlurinn i Víetnam?" Hún svaraði strax: „Nei, þetta er ekki neinn sérstakur víg- völlur. Eingöngu ahnenns eðlis.“ „Er þetta mótað í harðan leir?“ „Nei, mestan part er þetta trefjaplast." Og með það yfirgáfum við Þorbjörgu, sem býður sýningar- gesti velkomna með vígvelli sín- um. Og það á vel við. Þegar inn í kjallaran kom, var víg- völlur viðsfjarri. Þeir voru þarna listamennirnir Bragi, Benedikt og Einar, jafnvel Vilhjálmur, að ég ekki gleymi Kristjáni, sem hættur er við sinn Da-da-isma. Við króuðum Einar Hákonar- son af úti í horni og spurðum um þátttökuna. Einar sagði 37 myndlistarmenn taka þátt í þess- ari haustsýningu, og þar af væru 16 utanfélagsmenn. 1 sýningar- nefndinni eru Bragi Ásgeirsson, sem er formaður, Vil- hjálmur Bergsson, Benedikt Gunnarsson og Einar Hákonar- son. 1 sýningarnefnd varðandi Ree efstur Vancouver, Kanada, 3. sept. — AP EFTIR tui umferðir á skákmót- inu í Vancouver er hollenzki al- þjóðameistarinn Hans Ree nú einn um efsta sætið, en ellefta og síðasta umferðin verður tefld í kvöld (eftir kanadískum tíma). Áður voru þeir tveir um fyrsta sætið, Ree og kanadiski meistar inn Duncan Suttles. Nú skipar Suttles annað sætið ásamt sov- ézka heimsmeistaranum Boris Spassky og George Kuprejanov frá Kanada. Ree er hálfu|n vinn ing fyrir ofan þá þrjá næstu, og getur baráttan þvi orðið hörð í síðustu skákunum í kvöld. höggmyndir eru Guðmundur Benediktsson og Magnús Á. Árnason. 4 eru með myndvefnað á sýn- ingunni og 3 með grafíkverk. Nýir menn á sýningunni eru Bjarni Sumarliðason, Jónas Guð- varðsson, Sigurður Steinsson, Is- leifur Konráðsson, Hanna G. Ragnarsdóttir, ung vefnaðarkona, Stephan Fairbairn, einn af tengdasonum Islands, Gunnar Örn Gunnarsson, Örn Þorsteins- son og Hildur Hákonardóttir. Haustsýningin opnar kl. 4 á laugardag eða í dag, og er opin til kl. 10. Kjallaraplássið í Norr- ænahúsinu er 300 rúmmetrar að stærð og í dag mun Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, opna sýningarplássið í fjarveru Ivars Eskelands. Sýningarnefnd vill sérstaklega geta þess að ljósameistari Þjóð- leikhússins, Kristinn Daníelsson, var henni til ómetanlegrar að- stoðar við lýsingu í sölum. Enn- fremur skal þess getið að það er skemmtileg tilviljun að sýning íslenzkrar nútímalistar verður opnuð í Hásselby-höll í útjaðri Stokkhólmsborgar sama dag og á líkum tíma. Þá er íslenzka farandsýningin sem gengið hef- ur um Noreg og Svíþjóð í eitt ár komin heim. Fr. S. Kosygin til Osló og Hafnar Ósló, Kaupmannahöfn, AP, NTB. ALEXEI Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna kemuir í op- inbera heimsókn til Noregs og Danmerkiur fyrri hluta desem- bermánaðar, að því er tilkynnt var í dag. Er búizt v:ð að hann ferðist eitthvað um bæði lönd- in. Ekki er enn vitað nákvaam- iega hvaða daga hann verður á ferðinni, en ljóst að það verður eimhvern tíma á fyrstu tveimur vikum desembermánaðar. MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi ályktun frá Stúd entaráði: „Stúdentaráð fagnar þeim tíð indum, að Páll Sæmundsson og Erling Garðar Jónasson, sem skip aðir voru af fynrverandi mennta málaráðherra í stjórn LÍN, skuli að beiðni stjórn SHÍ og SÍNE hafa sagt af sér og þar með látið í ljós álit sitt á óheilum vinnu- brögðum fyrrverandi ráðherra við skipun í stjórnina. Jafnframt fagnar Stúdentaráð þeirri fyrirætlun núverandi menntamálaráðherra að verða við óskum stjórna SHÍ og SÍNE um að skipa í þessi störf full- trúa, tilnefnda af námsmönnum, sem ekki eru í háskólanámi. Stúdentaráð lýsir því yfir, að það mun fyllilega sætta sig við þá skipan mála, sem orðin er. — Ráðið lítur svo á, að seta Gunn ars Vagnssonar í stjórninni sé skv. óskum núverandi mennta- málaráðherra, þar eð hann hefur ekki farið þess á leit við Gunnar Vagnsson, að hann segi af sér, enda hefur ekki komið f.ram nein opinber gagnrýni á störf hans við sjóðinn. Væntir Stúdentaráð þvi góðs starfs af Gunnari Vagns- syni, í framtíðinni, — sem áður. Fulltrúar Stúdentaráðs í stjórn sjóðsins munu því taka fullan þátt í störfum sjóðsins, sem hing að til.“ Ofanrituð ályktun var sam- þykkt í Stúdenta.ráði með 15 atk. gegn 9. ___ Þinga um dollarann París, 3. sept. — AP/NTB SÉRFRÆÐINGAR tíu auðug- ustu iðnrikja heims komu sam- an til fundar í París í dag til að ræða þróun peningamála í heiminum frá því Nixon Banda- ríkjaforseti tilkynnti efnahags- ráðstafanir sinar um miðjan síð- asta mánuð. Fundur sérfræðinganna er haldinn fyrir luktum dyrum í aðalstöðvum Alþjóðabankans, og sækja hann fulltrúar frá Banda- ríkjunum, Japan, Bretlandi, Kanada, Svíþjóð, Vestur-Þýzka- landi, Belgíu, Hollandi, Italíu og Frakklandi. Eiga sérfræðingarn- ir að undirbúa ráðherrafund rikjanna tíu, sem haldinn verð- ur i London dagana 15. og 16. september. Fundarstjóri er Rinaldo Ossola, varaforstjóri Italíu- banka. „Erum ávallt á - sagði aðstoðarutanríkisráð- herra S-Kóreu á blaðamanna- fundi í Reykjavík í gær HR. SUK Heun Yun, aðstoðar utanríkisráðherra S-Kóreu, kom i heimsókn til íslands í gær og hélt fund með frétta- mönnum á Hótel Sögu. Ráð herrann hefur verið á ferð um Norðurlönd til að skýra sjón- armið stjórnar S-Kóreu varð- andi þróun mála í Asíu og er Reykjavík síðastl viðkomustað ur hans. í upphafi fundarins lýsti Yun yfir ánægju sinni með heimsóknina til íslands, en hann sagði að það hefði verið draumur sinn frá bernsku- dögum, eftir að hann las sögu fslands í skóla. Ráðherrann kvaðst hafa átt gagnlegar og vinsamlegar viðræður við ís- lenzka ráðamenn um hin ýmsu mál, þar sem skipzt hefði verið á skoðunum. Rætt hefði verið um viðskipti landanna og hvemig hægt væri að auka þau, en S-Kóreumenn selja ís lendingum vöru.r fyrir um 44 milljónir ísl. k.róna á ári, en kaupa engar vörur af íslend- ingum. Sagði ráðherrann að hugsanlegt væri að S-Kóreu menn keyptu loðnu og einhverjar aðrar fiskafu.rðir af fslendingum. Ráðherrann var spurður um álit hans á landhelgismálinu. Kvað hann utanríkisráðherra Einar Ágústsson hafa skýrt sjónarmið íslendinga í því máli. Hann sagði að stjó-rn S- Kóreu væri fylgjandi því að strandríki nytu sérréttinda til að nýta fiskimið undan 3trönd um sinum, en ráðherrann treysti sér ekki tij að segja hve mikil þessi réttindi ættu að vera, en kvaðst telja að hafsbotnsráðstefna S.Þ. myndi fjalla um þessi mál í náinni framtíð. Ráðhenrann lagði á- herzlu á gagnkvæma vináttu íslendinga og S-Kóreumanna og sagði að íslendingar hefðu ætíð verið sterkir stuðnings- menn S-Kóreu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Aðspurður um samskipti S- og N-Kóreu sagði ráðherrann að S-Kóreustjórn stefndi á- kveðið að því að sameina lönd in á ný á fúðsamlegan hátt. Hann sagði að N-Kóreustjórn hefði kerfisbundið og ákveð- ið unnið að hernaðaruppbygg verði<6 ingu frá 1966, er stjórnin fórn aði efnahagsáætlun sinni til að geta vígbúizt. Þessari hern aðaruppbyggingu væri nú lok ið eftir miklar fórni.r þjóðar- innar og biðu N-Kóreumenn nú rétta tækifærisins til að ráðast inn í S-Kóreu. Yun sagði að S-Kóreubúar hefðu ávallt vitað hvað var að ger ast og verið vel á verði og aldrei gefið á sér höggstað. Yun sagði að ef ekki kæmi til styrjaldar milli landanna á næstu 3—4 árum teldi hann fullvíst að hægt yrði að sam- eina löndin á friðsamlegan hátt á ný. Aðspurður um samband Rauða kross deilda landanna 12. ágúst sl. sagði Yun, að það hefði verið merkur at- burður og að stjórn S-Kóreu myndi styðja af öllum mætti frekara starf á þeim vettvangi. Hér væri fyrst og fremst um að ræða mannúðarstarf á veg um Rauða krossim, sem und irbýr bréfaskipti og síðar hugs anlega sameiningu fjölskyldna sem tvístruðust í Kóreustríð- inu. Hann sagði að hér ættu 10 milljónir manna í hlut. Ráð he.rrann lagði áherzlu á að hér væri ekki um að ræða opin- berar viðræður, heldur aðeins innan ramma Alþjóða Rauða krossins, en að stjórn S-Kóreu Suk Heun Yun. styddi viðræðurnar af alhug og myndi gera allt sem í henn ar valdi srtæði til að hlúa að þeim og stuðla að feekari að gerðum. Hann sagði að næsti fundur Rauða krossnefndanna yrði í Pannmunjon 20. sept. Ráðherrann var þvi næst spurður um viðbrögð stjórn- ar S-Kór^u við fyrirhugaðri heimsókn Nixons Bandarikja- forseta til Peking og sagði hann að stjórn sin teldi heim- sóknina mikilvægt skref í átt tU þess að minnka spennuna í Asiu. Hann sagði að stjórn sín styddi ákvörðun Nixons á þessum forsendum, en biði að öðru leyti átekta, til að sjá framvindu mála. Ráðherrann var spurður álits J um þróun mála í Víetnam. Sagði hann að S-Kóreustjórn hefði byrjað brottflutning hermanna frá S-Víetnam og væru fyrstu 10 þúsund her- mennirnir nú komnir heim, en 40 þúsund væru eftir. Hann sagði að þeir yrðu flutt- ir heim í áföngum í samráði við stjórn S-Víetnam og aðra bandamenn þar, en taldi að styrjöldin í Víetnam myndi smám saman fjara út. Að lokum var ráðherrann spurður hvort hann teldi að Kína fengi aðild að S.Þ. i haust og svaraði hann þvi til að hann vissi ekki hvort það yrði í haust, en það yrði fyrr eða síðar. 1 S-Kóreu búa nú 32 milljón- ir manna og er iðnaður stærsti atvinnuvegur landsins og um 85% af öllum útflutn- ingi er iðnaðarvörur. Á sl. ári voru fluttar út vörur fyrir um 88 milljarða ísl. kr., en út- flutningur hefur aukizt um 42% að meðaltali á undan- förnum árum og þjóðarfram- leiðslan um 10%. Verðbólgan í landinu er um 7% á ári. — Mest er flutt út af vefnaðar- vöru og timbri. Ibúar N- Kóreu eru 14 milljónir og að sögn Yuns, eru lífskjör þar miklu lakari en í S-Kóreu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.