Morgunblaðið - 04.09.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.09.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, L’AUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1971 17 TILR AUN ASKÓLI í BREIÐHOLTI UM þessar mundir eru skólar borgarinnar að búa sig undir að taka til starfa að loknu sumarleyfi. Þúsundir baraa, unglinga og reyndar fullorð- inna einnig munu setjast á skólabekk næstu vikur. 1 skól- unum eru örlög einstakling- anna ráðin I ríkari mæli en í flestum öðrum stofnunum þjóðfélagsins. Það ríður því á miklu, að það starf, sem þar fer fram, skili á hverjum tima sem beztum árangri og starf- ið sé jafnan í samræmi við hugsunarhátt og lífsviðhorf þeirrar kynslóðar, sem þess á að njóta. Á síðasta fundi borgar- stjórnar fyrir sumarleyfi kom til fyrri umræðu mjög merki- legt mál, sem e.t.v. á eftir að umbylta öllu skólakerfi i borg inni. Forsaga málsins er sú, að á fundi borgarstjórnar þ. 15. janúar 1970 lögðu Sjálf- stæðismenn fram tillögu um stofnun tilraunaskóla á gagn- fræða- og menntaskólastigi, þar sem nemendur gætu valið um fjölbreytt nám og mis- munandi námsbrautir innan sama skóla, svo sem mennta- skólanám, iðn-, iðju- og tækninám, verzlunamám og hússtjórnarnám. Tillagan var samþykkt og Fræðsluráði falin ítarlegri meðferð máls- ins og skyldi ráðið leggja til- lögu fyrir borgarstjórn eigl síðar en 1. júlí 1971. Aðalforgöngumaður þess- arar tillögu var Kristján J. Gunnarsson, borgarfulltrúi og sem formaður Fræðsluráðs hefur hann leitt þetta mál ásamt með fræðslustjóra Jónasi B. Jónssyni og sér- stökum starfsmanni, sem ráð- inn var til þessa verks, en Birgir ísl. Gunnarsson. hann er Jóhann Hannesson, fyrrverandi skólameistari að Laugarvatni. Tillögur Fræðsluráðs, sem nú liggja fyrir borgarstjórn, fela í sér djarflegar grund- vallarbreytingar á því skóla- kerfi, sem við búum nú við. Tillögurnar og ítarleg greinar- gerð þeirra er meiri að vöxt- um en svo, að þeim verði gerð full skil í stuttri grein eins og þessari, en vakin skal þó athygli á nokkrum atrið- um. Hinn nýi skóli á að vera 5 ára framhaldsskóli frá 15 ára aldri (lokum skyldunáms) til 20 ára aldurs (loka mennta- skólanáms). Þar er gert ráð fyrir að sameina allt almennt framhaldsnám í einni kennslu stofnun. 1 greinargerð Fræðsluráðs segir, að með því sé ekki aðeins stefnt að hag- kvæmara ytra skipulagi, held ur umfram allt að breyting- um á innra starfi skólans, er miði annars vegar að því að auka jafnrétti nemenda og efla lýðræðisleg sjónarmið og hins vegar 'að því að sinna sem allra bezt sérþörfum hvers einstaks nemanda. I greinargerðinni segir nánar orðrétt um markmið hins sameiginlega skóla: „Að binda enda á það, að nemendum sé við ákveðinn aldur skipað í skóla, þar sem þeir eru í eitt skipti fynr öll útilokaðir frá tilteknum náms brautum; að gefa nemendum tæki- færi til að fresta endanlegu námsbrautarvali og jafna þannig aðstöðu þeirra til að velja sér námsbraut í sem fyllstu samræmi við þann áhuga og þá getu, sem vax- andi þroski þeirra kann að leiða í ljós; að gera námsbrautum jafn hátt undir höfði og draga úr því vanmati og vanrækslu á tilteknum námsbrautum, sem ■fleg 1 BORGAR ■- mfii skipting námsbrauta milli ólíkra og aðskildra skólagerða virðist jafnan hafa í för með sér; að hamla gegn því — með því að vanda með bezt til allra námsbrauta —- að gáfna- far eitt ráði vali námsbrautar og tilteknar stéttir og starfs- greinar eigi þannig á hættu að fara varhluta af þeim skerfi af almennum gáfna- forða þjóðarinnar, sem er réttur þeirra og nauðsyn; að efla gagnkvæman skiln- ing og virðingu starfsgreina og stétta með þvi að sjá öll- um nemendum, án tillits til námsbrautar fyrir sem mestri sameiginlegri reynslu á náms- ferli þeirra.“ Eins og sjá má af þessari orðréttu tilvitnun úr greinar- gerð Fræðsluráðs er hinum nýja skóla mörkuð djarfleg og nútímaleg stefna. Tilraun þessi leggur mikla ábyrgð á iierðar nemendanna, þar sem jnikið valfrelsi kemur til með að ríkja um námseiningar og námsbrautir. Nemendum gefst færi á að þreifa sig áfram um hentuga náms- braut og ákvarða viðfangs- efni sin innan skólans til skamms tíma í senn og móta skólaferil sinn smám saman eftir því sem hæfileikar þeirra og áhugi segja til um. Nemendur eiga að taka virkan þátt í skólastarfinu öllu og í stað einhliða mynd- ugleika skólans, sem nú ríkir í flestum skólum, komi sam- vinna nemenda, kennara og skólastjórnar að sameiginleg- um markmiðum. 1 tillögunum er í megin dráttum gerð grein fyrir skipulagi skólans. Þar er gert ráð fyrir að skólanum verði skipt i deildir eftir námsgrein- um, þannig að hver deild ann- ist kennslu i tiltekinni grein eða greinaflokki. Námsefni í hverri grein verði skipt í ein- ingar, þannig að hver eining sé annars vegar sjálfstæð heild með tilteknum námslok- um og hins vegar undirbún- ingur undir framhaldseiningu í sömu grein. Nám hvers nem- anda í hverri grein verði menntunarleg heild, hvort sem hann stundar greinina lengur eða skemur og hvaða þekkingar- og skilningsstigi hann stefnir að. Námsbrautir verði skipu lagðar á grundvelli deilda skiptingar og námseininga þannig að í stað þeirra fyrir fram tilteknu námsheilda, sem tíðkazt hafa, komi fjöl- breytt samval eininga innan Franiitald á bls. 22. Ingólfur Jónsson: Landbúnaðurinn nýtur ávaxtanna af fyrri fram- kvæmdum með batnandi tíð AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda er nýlega lokið. Á fund inum var upplýst, að hagur bænda hefði batnað verulega á sl. ári. Þrátt fyrir litla grassprettu víða um land sumarið 1970, tókst að afla heyja, og koma í veg fyri.r fóðurskort með því að fflytja verulegt magn af heyi og heykögglum milli landshluta og héraða. Var veitt opinber aðstoð í því skyni samkvæmt tillögu nefndar, sem landbúnaðarráð- herra hafði skipað. Það skipti miklu máli, að heyin á sl. ári voru yfirleitt góð. Harðindaárin að undanförnu voru bændum þung í skauti, hefði illa fa<rið fyrir landbúnaðinum, ef hann hefði ekki tryggt stöðu sína veru lega á árunum 1961—1966, áður en árferðið versnaði. Með því að auka ræktun og tækni á þeim árum voru bændur betur undir það búnir að mæta erfiðleikum hswðindaáranna. Leiðrétting á afurðaverði var þeim einnig mik ils virði, ásamt útflutningsupp- bótum, sem voru lögfestar snemma árs 1960, og gerðu mögu legt að greiða bændum fullt verð fyrir framleiðsluna. Leið- rétting á afurðaverðinu fékkst í áföngum, þanríig að árið 1965 vo*ru meðaltekjur bænda svipað ar og annarra stétta sem miðað er við, þegar búvörur eru verðlagð ar. Þrátt fyrir áframhaldandi lag færingu á verðlagsgrundvelli bú vswa, auk sérstakra launa til eig inkvenna bænda, sem ekki voru áður greidd, tókst bændum yfir leitt ekki á undanförnum harð- indaárum að ná svipuðum tekj- um og viðmiðunarstéttirnar höfðu. NÝTUR FYRRI FRAMKVÆMDA Þegar rætt er um roeðaltekjur bænda, ber að hafa i huga, að margir bændu-r hafa of lítil bú og ekki við þvi að búast að litlu búin gefi fullar tekjur. — Ræktunarframkvæmdir, bygg- ingar og vélvæðing hófust í stór auknum mæli í byrjun síðasta áratuigar og héMiu áfram á harð- indatímabilinu. Þegar tíðarfarið batnar nýtuf landbúnaðurinn á vaxtanna af framkvæmdum fyrri ára. Árið 1970 var á margan hátt gott fyrir landbúnaðinn, sem kemur skýrt fram í auknum tekjum og batnandi hag bænda. Árið 1971 mun þó verða betra. Síðastliðinn vetur var mildur og vorið gott. Vegna tíðarfarsins og mikillar ræktunar, sem nú er fyr ir hendi, voru grasspretta og hey skapur í sumar meiri en nokkru sinni fyrr. Þegar dró úr kuldanum fékkst full uppskera af túnunum. Þarf vart um það að deila lengur hvað hefur aðal- lega valdið kali og sprettuleysi undanfarin ár. NETTÓTEKJUR HÆKKU8U UM 46% 1 greinargerð, sem Árni Jóns- son erindreki, gerði á Stéttar- sambandsfundinum, kom fram að nettótekjur bænda höfðu hækkað árið 1970 um 46%. — Bændur fengu fullt verð fyrir afurðir 1970, eins og oft áður eftir að útfiutningsuppbætur voru lögfestar. Einnig var um að ræða talsverða leiðréttingu á af- urðaverðinu, og betra tíðarfar 1970 en undanfarin 3—4 ár. ENDURSKOÐUN FRAM- LEIÐSLURÁÐSLAGANNA Ríkistjórnin hefur boðað breytingu á framleiðsluráðslög- unum. Meginbreytingin &r sú, að í stað þess að nota það verð- lagningarkerfi, sem nú gildir verði samið beint við ríkisstjórn- ina um verðlagið. Fulltrúar á Stéttarsambandsfundinum höfðu mjög skiptar skoðanir í þessu máli. Bentu ýmsir á, að verð- lagningarkerfið, sem bændur búa nú við, væri landbúnaðinum góð trygging og hefði reynzt vel. Það er eigi að síður vitað, að lög um framleiðsluráð, eins og flest lög, geta staðið til bóta. Fyrir rúm- lega tveimur árum skipaði þá- verandi landbúnaðarráðherra sjö manna nefnd, til að endurskoða ýmsa þætti framleiðsluráðalag- anna. M.a. var tekið fram í erindisbréfi til nefndarmanna að athuga sérstaklega, hvort unnt væri að gera verðlagningarkerfi búvöru heppilegra og einfaldara, en það nú er. 1 nefndinni eiga sæti fulltrúar bænda, sem njóta trausts, meðal annarra Gunnar Guðbjörnsson, formaður Stéttar- sambandsins, Einar Ólafsson, Lækjarhvammi og Vilhjálmur Hjálmarsson, alþingismaður. Það er ekki af viljaleysi hjá nefnd- inni, að dregizt hefir að skila áliti og afgreiða málið. Ástæðan er sú, að nefndin hefur ekki viljað kasta fyrir borð því, sem nú er búið við, nema tryggt sé, að breyting verði gerð til batn- aðar. En tillögur um það hefur reynzt erfitt að gera. Að þessu sinni verður ekki rætt frekar um fyrirhugaðar breytingar á lögum um fram- leiðsluráð, til þess gefst tæki- færi síðar. MIKLAR FRAMKVÆMDIR Framkvæmdir eru miklar á þessu ári í sveitum landsins. I maímánuði síðastliðnum af- greiddi stofnlánadeild landbúnað- arins lánsloforð til bænda vegna bygginga, vélakaupa og ræktun- ar á þessu ári að upphæð 252 milljónir króna. Er þetta mun hærri upphæð en nokkru sinni fyrr, þótt framkvæmdir hafi ver- ið miklar undanfarin ár. Á bændafundum er oft minnzt á afurðalán landbúnaðarins. Er því stundum haldið fram að landbúnaðurinn njóti ekki sama réttar um afurðalán og sjávar- útvegurinn. Sannleikurinn er sá, að landbúnaðurinn hefur fengið sambærileg afurðalán og ajáv- arútvegurinn hefflr. Á því hefur ekki orðið breyting í seinni tíð, hvorki vaxtakjörum né lána- prósentu. Það er ekki nema gott um það að segja ef afurðalánin verða hækkuð. Verði það gert, sem ekki er enn vitað, verður það á öðrum forsendum, en þeim, að með þvi fái landbúnaðurinn leið- réttingu og jafnrétti við sjávar- útveginn. Ingólfnr Jónsson. SAMRÁÐ við BÆNDASAMTÖKIN Rikisstjórnin ætlar að breyta lögum, sem landbúnaðurinn byggir afkomu sína á og reynzt hafa vel. Ríkisstjórnin talar um að hafa samráð við bændasam- tökin. Vonandi verður við það staðið. Fyrrverandi ríkisstjóm hafði náið samstarf við bænda- samtökin. Þess vegna voru að- eins þær breytingar gerðar á framleiðsluráðslögunum í tið fyrrverandi stjórnar, sem bænda samtökin mæltu með. Það er hyggilega ráðið hjá Stéttarsam- bandinu, að boða til aukafulltrúa fundar i haust eða vetur, þegar þær breytingatillögur liggja fyr- ir, sem ríkisstjórnin leggur á- herzlu á að gera við búnaðar- löggjöfina. Ríkisstjórnin hefi.r óskað eftir, að bændur tilnefni fulltrúa I nefnd til þess að athuga breyt- ingar á lögum um framleiðslu- ráð. Að sjálfsögðu hefir Stéttar- sambandið orðið við þeirri ósk, en án allra skuldbindinga um að fallizt verði á þær breytingar, sem ríkisstjórnin vill gera á lög- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.