Morgunblaðið - 04.09.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1971
11
Væri Islendingur, hefði hún
sjálf mátt ráða
en kemur nú hingað sem fulltrúi Breta
í BREZKU sýningardeildinni
á alþjóðlegu vörusýningunni
í Laugardalnum starfar ljós-
hærð kona, sem í barminum
ber nafnspjaldið Karin Jory, og-
er hún hér á vegum Verzlun-
ar- og iðnaðarráðs Lundúna-
borgar. Auðvitað liggrur bein-
ast við að ávarpa hana á ensku
þar sem hún er frá Englandi
komin, en sé hún ávörpuð á
íslenzku svarar hún á islenzku
meira að segja prýðilegri ís-
lcnzkii. Og þegar farið er að
forvltnast um hvar hún hafi
lært málið kemur í ljós, að
hún er fædd í Vestmannaeyj-
um, varð stúdent á Akureyri,
og hefði crðið fslendingur
hefði hún mátt sjálf ráða.
— Já, ég er fædd í Vest-
mannaeyjum þar sem faðir
minn Nils Ramselius var trú
boði í hvítasunnusöfnuðinum,
segir hún er hún spjallar við
blaðamann Mbil. yfir kaffi-
bolla.
Foreldrar mínir voru sænsk
ir og komu hingað til tveggja
og hálfs árs dvalar_— og á
meðan fæddist ég. Ég var að
eins tveggja ára, þegar við
fórum aftur til Svíþjóðar, og
var ég þá að by<rja að læra
svolitið í íslenzku. En þegar
þangað kom fékkst ég ekki til
að segja orð á íslenzku fyrr
en við höfðum verið í hálft ár.
Mamma hefur sagt mér að þá
hafi ég sagt fyrsta íslenzka
orðið, er ég hnaut um stein,
og það var „andskotans".
KOMST EKKI HÉÐAN
VEGNA STRÍÐSINS
— Hvenær komstu svo aft-
ur til íslands?
— Við vorum í Svíþjóð í 10
ár og þa.r var ég auðvitað í
barnaskóla, en árið 1938 á-
kvað faðir minn að fara aft-
ur til fslands. Hann fór á und
an okkur og ferðaðist um land
ið og leizt bezt á að setjast að
á Akureyri, og þangað fór
mamma síðan með okkur syst
urnar. Við ætluðum aðeins að
vera þrjú ár á íslandi í þetta
skiptið, en þá skall stríðið á.
Faðir minn hafði þá um tvennt
að velja, að fara strax aftur
til Svíþjóðar eða verða hér
áfram, og hann ákvað að bíða
þar til stríðinu lyki. Og árin
hér urðu átta.
— Hvernig fannst þéa- að
flytjast aftur til íslands?
— Þetta var dálítið erfitt
fyrir mig, því ég kunni ekkert
i íslenzku og var mjög feimin
að eðlisfari. En ég var strax
látin byrja í skólanum og fór
í islenzkutíma til gamals
manns. Eftir tvö ár í barna-
skólanum var ég orðin það
góð í íslenzku að ég gat tekið
inntökupróf í Menntaskólann
Systir mín, sem var fjórum
árum yngri en ég, átti miklu
auðveldara með að læra mál-
ið og aðlagast öllu hér.
Karin varð þó fljótlega mjög
islenzk „í sér“ og á heimilinu
töluðu þær systui’nar aldrei
annað en íslenzku, og þótt móð
ir þeirra ávarpaði þær á
sænsku, svöruðu þær á ís-
lenzku.
— Það var meira að segja
svo að ég vildi alls ekki tala
sænsku þegar ég hitti Svía —
og ég hafði mjög mikið á móti
því að þurfa að læra dönsku
í skólanum.
— Kunnirðu vel við þig í
menntaskólanum?
— Já, mjög vel — og Sigurð
ur Guðmundsson skólameist-
ari sem var svo yndislegur
maður, reyndist mér vel. Vor
ið 1943 tók ég gagn&ræðapróf
og vorið 1946 stúdentspróf úr
máladeild — en á sumrin
vann ég hjá KEA.
VARÐ AÐ FARA
TIL SVÍÞJÓÐAR
— Þegar ég varð stúdent
var stríðinu lokið og faðSr
minn og systir voru farin á
undan til Svíþjóðar, en
mamma beið eftir að ég lyki
prófunum. Ég vildi alls ekki
fara héðan og vildi helzt fara
í háskólann í Reykjavík og
ve>rða áfram á íslandi — en
mamma sagði að hún tæki
ekki annað í mál en ég kæmi
með henni til Sviþjóðar. Ég
yrði að sjá hvemig mér litist
á Svíþjóð og síðan gæti ég
farið til íslands, ef ég vildi.
Ég gegndi og fór með henni.
— Og komst ekki til fslands
áftur fyrr en nú, 25 árum
seinna?
— Nei. Ég varð svo gagntek
in af öllu í Svíþjóð — strið-
inu var lokið og landið var
að opnast á ný og taka upp
viðskipti við önnur lönd og
möguleikarnir mikli.r. Ég fór
á eins árs verzlunamámskeið
og vann síðan þrjú ár á blaði,
því mig hafði alltaf langað til
að verða blaðamaður. Ég sá
svo margt nýtt og skemmti-
legt og eignaðist nýja vini . . .
— En hélztu sambandi við
skólasystkin og vini á íslandi? ,
— Fyrstu árin, líklega ein
10 fyrstu árin, skrifaði ég all
stórum hópi einu sinni á ári,
á jólunum — en svo rofnaði
sambandið smátt og smátt. Á
stæðan var einkum sú, að árið
1952 fór ég að læra ensku við
háskólann í Lundi og hitti
þar mannsefnið mitt, John
Jory frá Bretlandi. Hann er
háskólakennari i ensku og síð
an við giftum okkur höfum
við stöðugt verið á flækingi
og búið í írak, Tyrklandi, Dan
mörku, Svíþjóð og síðustu 6
árin í Englandi. Þegar ég
hafði fflutzt frá Siviþjóð fór
sambandið við vinina á ís-
landi að rofna.
Þegar Karin Jory var setzt
að í London fékk hún vinnu
hjá Verzlunarráði Lundúna,
í þeirri deild, sem sér um að
skipuleggj a vörusýningar er-
lendis.
— Ég fékk þessa vihnu því
að í Svíþjóð hafði ég verið
blaðafulltrúi fyrir vörusýn-
ingu og þekkti nokkuð til mál
anna. Þar sem ég er sænsk, er
ég mikið látin vinna við skipu
lagningu sýninga á Norður-
löndum — og á næstunni fer
ég til Helsinki, Stokkhólms og |
Malmö til að undirbúa þátt-
töku Breta í sýningum þar.
Á FERÐALAGI FJÓRA
MÁNUBI Á ÁRI
Karin Jory fer þó víðar en
um Noí'ðurlönd, og þannig
var hún í febrúar í vetur í
Ástralíu og í marz í Bandaríkj
unum. Segist hún yfirleitt
vera á ferðalagi um fjóra
mánuði á ári. Og aðspurð
hvernig eiginmanninum líki
einveran segir hún:
— Það vill til að maðurinn
minn &r mikið á ferðalögum
sjálfur og í febrúar, þegar ég
var í Ástralíu, var hann í fyr
irlestrarferð á Kúbu. En stund
um getur þetta orðið dálítið
erfitt. Nú er hann til dæmis
að fara til Amsterdam, þar
sem hann verður við háskól-
ann fram eftir vetri — og á
meðan sit ég í London.
— Hvernig leizt þér á, þeg
ar þú fréttir af sýningunni hér
á íslandi?
— Mér fannst auðvitað al-
veg stórkostlegt að ég skyldi
fá tækifæri til að koma hingað
eftir allan þennan tíma. Sam
starfsfólk mitt gerði mikið
grin að mér og íslenzkunni
svo ég fór og fékk mér íslenzk
an linguaphone í apríl, til að
verða mér nú ekki til skamm-
ar á íslandi, því málið hafði
ég ekki talað í 25 ár.
Og hvort sem linguaphone-
plöturnar eiga þar einhvern
þátt í eða ekki, þá getur Kar
in Jory verið ánægð með is-
lenzkuna.
— Mér finnst ég hafa æfzt
talsvert héma, þótt ég tali
reyndar fullt eins mikið ensku
og íslenzku. Islendingar tala
yfirleitt mjög góða ensku og
þar sem ég er óþolinmóð og
vill gera allt eins fljótt og ég
get, freistast ég til að tala
ensku.
— Hefurðu hitt eitthvað af
gömlu skólasystkinunum?
— Nei, en einn bekkjarbróð
ir minn, Steingrimur Pálsson,
sem vinnur í fjármálaráðu-
neytinu, hringdi í mig daginn
eftir að ég kom. Hann var þá
Karin Jory
á förum til Danmerkur svo
ég gat ekki hitt hann.
— Hvernig frétti hann af
þér?
25 ÁRA STÚDENT
— Við áttum 25 ára stúd-
entsafmæli í vor og þá fékk
ég bréf frá Sigríði Kristjáns
dóttur bekkjarsystuz- minni,
sem spurði hvort ég ætlaði
ekki að koma og taka þátt í
hátíðarhöldunum. Ég sagði
henni að ég gæti ekki komið,
en ég kæmi til íslands í ágúst
— og hún hefur sagt hinum
frá því. Sigríður var í Skot-
landi þegar ég kom, en kem-
ur áður en ég fer út aftur.
Karin dvelst hér á landi til
fimmtudagsins 9. septemb&r,
en frá sunnudegi ætlar hún að
taka sér frí.
— Maðurinn minn kemur
hingað á sunnudaginn að
„heimsækja“ mig og á mánu-
dagsmorgun ætlum við norð
ur til Akureyrar. Ég get ekki
farið héðán öðru vísi en að
sjá Akureyri.
HEL6ARFERÐ FJOLSKYLDUNNAR
Þó að áliðið sé sumars og farið að kólna, er ennþá
hægt að komast í tjald og sumarbústað um helgina.
Þessi skemmtilega og sameiginlega fjölskylduferð
er ekki lengri en í Laugardalshöllina.
Á sýningunni eru tvö stærstu tjöld á íslandi,
sumarbústaðir og fleira á útisýningarsvæði.
Fjölskyldukaffið býður heitt á könnunn.
Eftirtalin happdrœttisnúmer voru
dregin ut í gestahappdrœttinu:
30/8-24335 — 31/8-26558
1/9-27898 — 2/9-33923
OPIÐ 2—10. SÝNINGARSVÆÐINU LOKAÐ KL. 11.
ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING 71