Morgunblaðið - 04.09.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.09.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1971 23 Slökkviliðsmenn safna fé fyrir slökkvibifreið fullkomin bifreið fyrir Reykjanes SLÖKKVILIÐSMENN 1 Kefla- vík eru þessa dagana að hefja sölu happdrættismliða, til fjár- öflunar til kaupa á slökkvibif reið fyrir Suðurnesin. Bifreið sú, sem keypt verður, er amerísk að gerð, mjög fullkomin, og mun kosta tvær til tvær og hálfa millj ón króna, með ölium útbúnaði, háþrýstidælum, tönkum og öðru sem fylgir. Samstarfsnefnd sveita*rfélaga á Suðurnesjum samþykkti á fundi nú fyrir skömmu að veita bíln- um móttöku. Hugmyndin er að þessi bíll verði fyrsti bill út í öll útköll vegna bruna á Reykjanea inu. Vinningurinn í happdrættinu er Volvo P 144 de Luxe, að verð mæti 431 þúsund. Munu silökkvi liðsmenn sýna vinninginn í öll- um bygigðarlögumutn, jafmframt þvi að selja miða. Það er von þeirra, að íbúar Suðurnesja taki þeim vel og leggi sitt af mörkum til að þeim verði kleift að framkvæma þetta. — íslenzk skólastúlka Framhaald af bls. 3. þerna á Hótel Sögiu á sumrin og otft samhliða nárni á vetr- um. Hún ólst upp á Hólma- vík hjá aifa sínum og ömmu, Friðjóni Sigiurðssyni, sýslu- skrifara og Briet Siigurðsson hjúkrunarkonu, sem féllu frá er hún var um fermiinigu. En móður sína, Svamfriði Frið- jónsdóttur missti hún korn- ung. Faðir hennar er Friðrik Sigurbjömssoin, starfsmaður hjlá Rafmagnsveitu Reykja- vfikur. Svana sagði á blaðamanna- fundi í gser, að hún hefðd sem skáti í Kópavogi komið inn í flóttamannasöfnunina. Nokkrar stúlkur úr skáta- flokknum voru beðnar um að hjálpa við undinbúning söfn- unarinnar og gerði hún það með glöðu geði. Var m. a. með í að undirbúa alla söfnunarbauk- ana og safnaði svo fé á söfn- uinardatginin 25. april. Form. flóttamannaráðs og fram- kvæmdastjóri söfnunarinnar sendiu nöfh nokkurra sjtálf- boðaliða á fslandi til orðu- nefndar og var Svana valin úr þeim hópi. En' Sadruddin Aga Khan hafði sagt þeim að slíkt gæti komið til greina og gátu þeir þvi fylgzt með söfnunarfóikinu frá byrjiun. Sögðu þeir blaðamönnum að þeir væru ákaflega áneegð ir með að þetta framlag ís- llendinga hefði fengið slíka viðurkenninigu sem kæmi m. a. til af þvi hve íslendingar hefðu staðið framarlega í söfnunum til flóttamanna, bæði á Flóttamannadeginum, með sölu flóttamannaþlötunn ar, söfnun til Barnahjlálipar- innar o.s.frv. Þessi heiður mundi verða góð kynning fyr ir Island um víða veröld og elkki sízt í Genf, þar sem þeir hafa nýlega vakið atlhygli vegna landlhelgismiálsins. Út- hlutun Nansensverðlaunanna vekur j’afnan mikla atihygli og hafa ýrmsar frægar per- sónur veitt þeim viötöku, svo sem Eleanor Roosewelt, Juli- ana Hóllandsdrottning, Ólaif- ur No regskon u ng ur, o.s.frv. 1960 hlutu fjórir ungir Bret- ar verðlaunin fyrir hugmynd- ina að flóttamannaárinu og Alþjóðlegi Rauði krossinn hefur hlotíð þau fyrir að- stoð við Alsir flóttamenn. Nú eru þau veitt sjálifboða- liða i Norðurlandasafnuninni „Flóttafólk ’71“. En sú fjár- söfnun fór fram 25. april. I söfnuninni tóku þátt um 400 þúsund sjálfboðaliðar, sem eins og Svana Friðriksdóttir söfnuðu fé meðal almiennings í Danmiörku, Finnlandi, ís- landi, Noregi og Svílþjóð. Inn komið söfhunarfé var náleegt 530 milljónum íslenzkra króna. Þessu fé verja þau frjálsu félagasamtök, sem að söfnuninni stóðu tiil framtíð- arverkefna I þágu flóttafólks í Afríku og Asiu. Islendingar eru 200 þúsund og búa í stóru landi. Þeir gáfu kr. 8,1 milijón, sem er rúmlega 40 krónur á hvert mannsbarn I landinu. Er haft eftir forstjóra Flóttamanna- stofnunarinnar, að þessi ár- angur hafi verið þvi athyglis- verðari, þegar haft er í huga, hve fjarri Island er Afriku og Asíu, þar sem vandamál flótta fólks eru mest. Tekjum af fióttamannasöfnuninni á ls- landi verður sem kunnugt er varið til byggingar skóla i Quala el Nahal í Kassalahér- aði í Súdian og til bygging- ar skóla í Gamibellhéraði í Ethi opiu. Syana Friðriksdóttir mun sem sagt taka viö hinum miökla heiðri í Palais des Nat- ions i Genf 4. oktöber, þar sem hún verður heiðursgest- ur í hádegLSverðarboði. Þar halda ýmsir merkir menn ræð ur, en ekki fylgir sú skylda heiðrinum að hún talli. Aðspurð sagðist hún samt mundu segja nokkur orð, að minnsta kosti þakka fyrir sig á ensku. — Frímerki Framhald af bls, 1. ísl. krónur. Heitir hann fimm þúsund danskra króna verð- launum þeim, er finnur merk in og skilar þeim. Frímerkin, sem hér um ræðir, eru þrjár fjórþlokkir af svonefndum Balbo-merkj- um, eða hópflugi ítala. Eru þetta frímerki með mynd af Kristjáni tíunda, yfirstimpluð „Hópflug ítala“, og gefin út árið 1933 í sambandi við hóp flug ítalskra flugvéla yfir At- lantshafið undir stjórn Balbo3 hershöfðingja. — Gagnrýni Framhald áf bls. 1. heimssögunni. Hann segir, að stjórnmálastefna Kínverja hafi frá upphafi verið afbökun á hrein um kommúnisma og stefna Kín- verja í alþjóðamálum sé hættu- leg heimsfriðnum. Kínverskur kommúnismi, segir hann, var rot inn frá upphafi. Þegar á árunum 1920—30 var Mao byrjaður að krefjaat valda fyrir borgarastétt ir og bændur. Krivt3ov þessi virðist , helzti talsmaður Sovétmanna í gagn- rýni á Kínverja um þessar mund ir. Hann hefu-r nýlega átt þátt í útgáfu nokkurra bóka, þar sem Kínverjar eru gagnrýndir og hann skrifaði formála fyrir bók, sem nýlega kom út í Moskvu og bar nafnið „Flett ofan af Mao- ismanum". - I deild Framhald af bls. 31. Gunnar Guðmundsson KR Haraldur Sturlaugsson lA Hinrik Þórhallsson Breiðablik Ingvar Elísson Val Jón Ólafur Jónsson fBK Jón Pétursson Fram Magnús Steinþórsson Breiðablik Marteinn Geirsson Fram Sigmundur Sigurðsson KR Sigurþór Jakobsson KR Steinþór Steinþórsson Breiðablik Teitur Þórðarson fA Þórður Jónsson KR Þormóður Einarsson ÍBA Þór Hreiðarsson Breiðablik. — Tvö mörk eru svo sjálfs- mörk. STAÐAN I 1. DEILD: Keflavík Vestm.eyjar Akranes Valur Fram Breiðablik KR Akureyri 13 8 3 2 32—17 19 13 8 2 3 36—19 18 13 6 2 5 27—26 14 13 6 2 5 24—24 14 12 6 1 5 26—22 13 13 4 2 7 12—30 10 12 2 3 7 10—18 7 13 3 1 9 20—31 7 Harold Wilson gagnrýndur á fundi evrópskra sósíalista Salzburg, 3. sept. — NTB í DAG hófst fyrir luktum dyrum í Hellbrunn höll í Salzburg fund ur forystumanna sósíalista í Ev- rópu, þar sem þeir ætla að ræða ýmis alþjóðleg vandamál. Er haft eftir góðum heimildum, að Harold Wilson, leiðtogi brezka verkamannaflokksins, hafi orðið fyrir allharðri gagnrýni skoðana bræðra sinna vegna andstöðu flokksins við aðild Breta að Efna hagsbandalagi Evrópu. Hafði Wilson skýrt stefnu flokksins fyrir ftmdarmönnum og mætt lít illi hrifningu. Sagt er, að formaðu-r alþjóða samtaka sósíalista, Austurríkis- maðurinn Bruno Pittermann, hafi ' sagt í ræðu, að sósíalistar hafi alltaf barizt gegn þjóðernis legri þröngsýni og hvatt til frið samlegrar samvinnu milli þjöða Evrópu. Einnig hafi hann látið að því liggja að sósíalistaf þurfi að losa sig við ýmsa þætti úr hugsunarhætti Evrópumanna, en þeir muni þó ekki missa kjark inn þótt eitthvað tefði ferð þeiwa að því marki, að sjá Evrópu sam einaða. — Berlín Framhald af bls. 1. Sáttmáiinn nýi er sá fyrsti, sem fjórveldin hafa samþykkt að þvá er varðar Berl'mi frá því síðari heimsstyrjöldinni liauk, en borg- xn hefur sem kunnugt er verið miikið þrætuepli í samskiptum þjóðanna. Eftir að sáttmálinn haifði ver- ið undirritaður fluttu sendiherr- amir stutt ávörp, þar sem þeir fögnuðu þessuan merka áfaniga. Fransiki sendiiherrann var fundarstjóri fundarins í dag, og tók fyrstur til máls. Benti hann á að sáttmálinn gengi ekki end- anlega í gildi fyrr en lokið væri samninigum Austur- og Vestur- Þjóðverja um framkvæmdaratr- iði, en fulltrúar ríkjahlutanna tveggja koma saman tii næsta fumdar á mánudag. Sauvagnargu es tók þó fram að sáttmálinm fæli í sér endanlega lausn vanda málanna. Abrassimov sagði i ávarpi sínu að í sáttmálanum væri til- lit tekið til sérstöðu vesturhluta BerMnar, og að sáttmálinn fæli í sér umbætur fyrir ílbúa þess borgarhiuta jafnframt þvl sem réttindi Austur-Þýzkalands væru Viðurkennd. „Við höfum," sagði Aibrassimov, „náð samlkomulagi um flóknasta alþjóðavandamál síðasta aldafjórðungs." Sagði sendiherrann að Sovétríkin Mtu nýja sáttmálann sem merktspor till styrktar friði og öryggi í Evrópu. Kenneth Rush sagði um leíð og hann fór frá fundarstaðmim í fylgd læknis síns: „Eitt er ijóst í sambandii við sáttmála þennan.. 1 hianum feist ekki sigur fyrir neitt eitt riki, né heldur fyrir neinn einn samningsaðilanna. Hér er um sátrtmála að ræða, sem ætlað er það hlutverk að bæta aðbúnað þjóða, ekki hag einstakra rikja." Sir Roger Jaokling sagði að hér væri um þýðmgairmikinn og sögulegan viðburð að ræða. Bft- Hjartanlegar þakkir flyt ég öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug á fimmtugsafmæU mínu 15. ágúst sl. Matthías Bjarnason. ir átján mánaða samniingaviðræð ur hefðu fjórveldin komiizt að samkomuilagi, fyrsta samkomu- lagi fjórveldanna um Berlin síð- an 1949. Berlínarsáttmálan um hefuir ver ið fagnað viða um heim. Áður en hann var undirritaðuir höfðu rLfcisstjámir fjórveldanna og Austur- og Vestur-Þýzkalands samþykkt hann, og í dag hefur þessum merka áfanga verið tek- ið sem sögulegu spori í átt til friðar og öryggis. Þannig sagði tiii dæmis William P. Rogers ut- anrfkisráðherra Bandarfkjanna á fundi með fréttaimönmum í Washington í dag um sáttmáJi- ann: „Það er ekki aðeins aðhann. feli i sér loforð um bættar að- stæður Berlínarbúa, heldur einin íg loforð um frið og auikið ör- yggi í Evrópu." Sáttmálinn I heild hefur ekki verið birtur, en aðalatriði hans eru þessi, að þvi er segir í frétt frá bandariska utanríkisráðu- neytinu: Sovétríkin heita þvi að truifta ekki umferð og flutninga á ó- breyttum borgurum og vamingi yfir austur-þýzkt landsvæði milili Vestur-Þýzkalands og Vestur- Berlínar. Frakkland, Bandarfkin 0(g Bretland lýsa því yfir að Vest- ur-Berlin sé ekki hluti Sambamds rikisims Þýzkalands, en eru hims vegar sarmmála um að temgsl skuli haldast og eflast milli þess ara landsvæða. Sovétrikin heita því að bæta umferð milli Vestur-BerMnar og Austur-Þýzkalands. Stjórnir fjórveldanna heita þvl að draga úr spennunni á þessu svæði og leysa ágreinin.gsmál á friðsamlegan hátt. Sovétríkin hafa heimild til að opna aðalræðismannsskrifstofu í Vestur-Berlin. Sovétrílkin skulu heimila Vest- ur-BerMnarbúum að heimsækja og ferðast um Austur-Þýzka- land. Þakka hjartanlega mikla vin- semd mér auðsýnda í tilefni 70 ára afmælis míns hinn 5. ágúst. — Lifið heil. Ingigerður Sigurðardóttir, Álfheimum 50, Reykjavík. Hjartans þakkir til atlra þeirra sem glöddu okkur með heim- sóknum, gjöfum og heilaskeytum á áttræðisafmælum okkar í sumar. Guð blessi ykkur. V. Ingibjörg Filippusdóttir, Magnús Jónsson, Hellu, Landsveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.