Morgunblaðið - 04.09.1971, Side 2

Morgunblaðið - 04.09.1971, Side 2
2 MÖRGLrNBtiAÐIÐ;! LAUGARÐAGUR141 SEPTEMBER 1971' ^ Tékkóslóvakía: Traustur markaður fyrir ísl. iðnaðarvörur gæti skapazt Rætt vid Josef Keller, formann tékknesku viöskiptanefndar- innar síðast liðin 10 ár UNDANFARIÐ hefur dvalizt hér á buidi tékknesk sendinefnd til viðraeðna um endumýjun við skiptasamning's milli Islands og Tékkósióvakiu. Formaður tékkn- esku nefndarinnar er Josef KeB ©r, en hann er skrifstofustjóri f ráðuneytd því sem annast ut- anríkisviðskipti Tékkóstóvakíu. Þetta er jafnframt tíunda árið, sem hann á viðræður við Is- lendinga um viðskiptasamning fyrir hönd Tékkóslóvakhi. Morg- unblaðið átti í gær stutt samtal við Keller, og þar kom fram að þetta er í sjötta sinn, sem hann kemur til íslands. Fyrst kom bann hingað til lands 1960, og síðan hefur hann komið annað hvert ár. — Ráðuneyti mitt hefur það hlutverk að annast viðskipta- samninga við vestræn ríki, þar á meðal Island, sagði Keller. — Þessir samningar geta ver- ið með ýmsu móti, en höfuð- áherzla er lögð á það að við- skiptin séu á jafnréttisgrund- velli — við viijum að okkar vam ingur njóti sömu aðstöðu á ykk- ar markaði og vörur frá öðrum löndum, og um leið flá ykkar vörur samsvarandi aðstöðu á oWkar markaði. Til frekari skýr- inga get ég nefnt, að viö hötfuan e.t.v. áhuga á að selja ákveðna vél hér á iandi en þið teljið ykk- ur það ekki fært, þar sem fluttar eru inn sams konar vélar frá Bretlandi eða einhverjiu öðru landi. Þá er setzt við samminga- borðið, þar sem við reynum að ná jafnréttisaðistöðu fyrir þessa vél okkar gegn því að láta hlið- stæða aðstöðu á móti á okkar markaði. — Ég hef átt þátt í viðskipta- samnmgum við íslendinga sl. 10 ár, segir Keller ennfremur. — Að sjáífsögðu hef ég kynnzt full- trúum íslands vel á þessum ár- um, og með árunum hafa þessi kynni orðið að vináttu. Þetta gerir samningana auðveldari i meðförum, því að þegar við setj- umst niður til að ræða viðskipti landa okkar, getum við sagt hug okkar al’lan án málalenginga og getum gengið frá samning- unum á stuttum tíma. Annars eru viðskipti landanna enn ekki nógu mi'kil að mínum dórni, en við höfum skipað dkkuir fastan sess á Lslenzkum mark- aði, og við höfum fullan hug á þvi að halda okkar hkit hér. Á ttafliði Jónsson, garðyrkjustjóri: Hollar hendur — græn grös „Blómið visnar, berist þvi enginm safi. Og skorti hugdögg hjartað gisnar og fellur í stafi.“ 9káldið Þorgeir Sveinibjarn- araon, sem lézt á þessu ári, var mikill snillingur í að skapa ljóðaperlur. 1 þessum fáu ljóðlínum, sem bera yfir- skriftina Þyrrkingur, er mikil hugsun. Engin jurt vex né blómgast ef hún fær ekki sól- skin og regn. Engin mannvera á ham- ingjuríkt líf, njóti hún ekki vináttu og hlýju. Það er áberandi, hvað mis- jafnlega vel tekst til í rækt- unarstarfi fólks. Og það er einnig mikill mismunur á því hvað menn eiga misjafnlega létt með að umgamgast aðra menn. Ef þetta væri athugað nánar, mundi það koma í ijós, að miklir blómaunnendur, eða þeir, sem við köllum með „grænar hendur“ eru að jafn- aði einnig mjög félagslyndir einstaklingar. Kona, sem talar við blómin sín kvölds og morguns og lítur til með þeim eins og börnum, nær undanteknimgar- laust góðum árangri . í ræktunarstarfinu. Sá sem ræktar blóm er uppalandi. Ef við vanrækjum uppeldisstarf- ið, verður uppskeran visin laufblöð og rotin blóm. Öll raaktun er ábyrgðarmikið starf. Við höfum í hendi okk- ar lifandi verur, sem endur- gjalda ríkulega með fegurð sinni, það sem vel er við þær gert. Það er snautt hús, sem ekki á lifandi plöntur í giuggum og trúlega mundi manna að spara fremur við sig mat en hlóm. Sá leiði siður, sem mjög er nú farinn að gera vart við sig hér á landi í seirtni tíð, að menn mælast til þess, að blóm séu ekki send sem vottur samúðar og vinsemdar, er mjög vanhugsuð kurteisi. Blóm eru táikin. lífs og vin- semdar, ástar og söknuðar. Við öll tækifæri eru blóm tal- andi vottur þess hugar, sem við berum til vina okkar. Hjá öllum þjóðum heima, á hvaða menniingarstigi sem þær eru, getum við tjáð hugarþel okk- ar með blómi, sem við réttum fram. Ef við höfum áform um að kveða þetta alþjóðlega tákn niður, þá erum við að ráðast á fagurt mannlif. Á hamkigjustundum sjáum við bros í hverju blómi og á döprum dögum birtir, þegar blómiin lýsa í nálægð okkar. Sólin er aflgjafi alls þess sem lifir og sólargeislarnir endur- speglast í litbrigðum blóm- anna. Öll viljum við njóta sólar og bjartrá daga. Skammdegið styttist ótrúlega miíkið ef við eiiguim í vi'starverum okkar græna.r, blómstrandi lífsverur, sem lifa með okkur og sýna okkur þakklæti, ef við tölum við þær um leið og við hlúum að þeim af ástríki góðra upp- alenda. Leyfum gleðinni að búa með okkur. Gleymum ekki, að það er enginn einn eða gleði- snauður, sem býr í nálægð blóma, sem hann getur rætt við og hugað að á sama hátt og ómálga hvítvoðungi. Við hljótum hvíld og unað að laun 25 þúsundasti gesturinn TUTTUGU og fimm þúsundasti gesturinn kom í fyrrakvöld á Al- þjóðlegu vörusýninguna í Laug- ardal, en þá að kvöldi höfðu alls skoðað sýninguna 25.185 gestir, sem þýðir að 393 gestir hafi kcwn ið á klukkustund eða 6.5 á hverri mínútu. Hafa þá 12,59% íslend- iniga séð sýninguna. 25 þúsundasti gesturinn var Bjami Sigfússon og mun þá kona hans, Aðalheiður Haralds- dóttir cunnaðhvort hafa verið nr. 24.999 eða 25.001. Þau hjón fengu í tilefni þessa flugferð fyrir tvo til New York og heim aftur. Á meðfylgjandi mynd er Ragnar Kjartansson, fram- kvæmdastj. sýningarinnar (t, h.) að afhenda hinum heppnu hjón- um andvirði farmiðans. Josef Keller. sama tima er íslenzkur iðn£iður í vexti, og við höfum kynnzt hon um á okkar markaði. En þessar vörur eru nýjar af nálinni, og eiga því að mörgu leyti erfitt uppdráttar í heimalandi miínu, þar sem þær verða að keppa við vörur frá sterkum iðnaðar- þjóðum, svo sem báðum hlut- uim Þýzkalands, Frakklandi og víðar að. Og að sjálfsögðu get- um við ekki gert ykkar vöruim hærra undir höfði en öðrum, þó að við kannski fegnir vildium. — En hafa víðsWipti íslands og Tékkóslóvakíu ekki aukizt veru- lega þessi 10 ár, sem þér haÆið starfað að viðski ptasannböndum þjóðanna? — Nei, því miður. Viðskiptin hafa náð ákveðnu marki; nema þetta frá 3 og Vz milljón dala í 6 milljónir, og ekki verður þar miikil breyting á frá samningi til samnings. Ég geri mér þó vonir um, að viðskiptin geti numið allt að 10 milljómum dala áður en lamgt um líður. Þessi Franihald á bls. 21. Fjöldi erlendra lista- manna hjá Sinfóníunni FYRSTU hljómleikar Sinfóniu- hljómsveitar íslands verðahaldn ir 7. október og mim enginn fast- ráðinn hljómsveitarstjóri verða með hljómsveitina í vetur, ©n átta mimn stjóma henn! á 18 hljómleiknm. Meðal stórverka á efnisskrá hljómsveitarinnar verð ur Ödipus rex eftir Stravinsky og Te Deum ©ftir Dvorak. 1 fyrra verkinu munu Fóstbræður syng.ja, en Filharmonla í hinu síðara. Þar mun Róbert A. Ott- ósson stjórna. Megal hijómsveitarstjóra, seim Grafíksýning Bjargar Þorsteinsdóttur GRAFlKSÝNING Bjargar Þor- steinsdóttuir í Umuhúsi við Veg- húsaistíg hef ur nú staðið í viku. Aðsðkn hefur verið góð og hafa 18 mymdir selzt. Sýnimgiin er opin daiglega ki. 14—22 og iýkur sunmudagstkvöld- ið 5. september. 5 ára viðskiptasamn- ingur við Tékka SAMKOMULAG hefur náðst um nýjan viðskipta- og greiðslu- samning milli íslands og Tékkó slóvakíu, er gildi í 5 ár eða til 80. sept. 1976. Sannleikiirinn er efnislega svipaður samningi þeim sem gerður var árið 1966 og gilt hefur síðan. Samkvæmt upplýs- ingum Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytisstjóra er samningurinn frjáls gjaldeyrissamningur og þvi ekki ákveðið hve hár hann er. Samningaviðræður fóru fram í Reykjavík dagana 30. ágúst til 3. september. Jafnf.ramt var rætt um þróun viðskipta miili Tékkó slóvakíu og fslands og þá sérstak lega, hvernig auka mætti útflutn ing á freðfiski, niðursuðuvörum og iðnaðarvörum til Tékkóslóvak íu til þess að draga úr þeim halla sem verið hefur á viðskiptum landanna undanfarin ár. Ráðgert er að undi.rritun samningsins fari fram í sambandi við væntan lega heimsókn utanriki3viðskípta ráðherra Tékkóslóvakíu í októ- ber nk. Formaður tékknesku samn- inganefndarinnar var Josef Kell er skrifstofustjóri í utanríkisvið skipta-ráðuneytinu en þeirrar ís lenzku Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri. Auk hans voru í íslenzku nefndinni: — Bjöm Tryggvason, aðstoðarbankastjóri, Valgeir Ársælsson, deildarstjóri, Hannes Hafstein, deiMarstjóri, Haukur Helgason, deildarstjóri Andrés Þorvarðarson, fulltrúi, Árni Finnbjörnsaon, sölustjóri, Davíð Sch. Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri, Gunnar Flóvenz, framkvæmdastjóri og Kristján G. Gíslason, forstjóri. koma til þess að stjórna hljóm- sveitinni eru Georg Cleve, sem verðu’r á fyrstu tónleikumim, Daviid Atliertom’, Daniel Baren- boim, sem helduir tvenna tónleika í desember, Jindrioh Rohan, Vladimir Smetacek, Bodlhan Wod- iczko og Proinnsias O’Duinm. Alimargir einleilkarar muniu leika með hljómsveitinn.i i vet- ur og má nefna m.a. Jörg Dentir us, píanóleikara, Pinka Zuker- man, fiðluleiikara, Rut Ingólfs- dóttur, fiðluLeikara, Iona Brown,, fiðlulieikara og Mildred Dillimg hörpuleikara. þá mun selióJeikar- inm Jacqueline De Piré ieika með hljómsveitimni, John Lill, pianó- leikari, Gxsli Magnússon, pianó- leikari og Ingvar Jónasson, ví- óluleikari. Barns- morð Belfast, 3. sept. — NTB STÚLKUBARN, aðeins hálfs annars árs að aldri, var skottð H1 bana á götu í Belfast í dag. Er hún yngsta fórnarlamb óeirðanna á Norður-írlandi til þessa. Talsmaður lögreglunnar í Bel fast segir að skotið hafi verið á barnið úr bif.reið, sem var ekið eftir götu í kaþóíska borgarhlut anum í Belfast. Hefur talsmaður brezku hersveitanna í borginni lýst því yfir að enginn brezkur hermaður hafi verið á þessum slóðum e-r morðið var frarnið. Nokkrum klukkustundum áður en stúlkan var myrt hafði ungur hermaður úr heimavarnarliðinu verið skotinn til bana þar sepn hann stóð vörð við lögregluatöð í Kinawley, við ír«ku iandamær in. Var skotið á hermanninn úr bifreið, sem ekið var framhjá lög reglustöðinni. Enn fyrr í dag var majór úr brezka hemum særður skotsári. Er hanm talinn alvar lega sæfður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.