Morgunblaðið - 04.09.1971, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 04.09.1971, Qupperneq 5
 4-4. 5 -44. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1971 íslendingar vestan hafs ekki glataðir landinu Við látum frá okkur heyra með ýmsu móti Viðtal við Gretti Johannson aðalræðismann í Winnipeg MBL. hafði lengi reynt að ná tali af Gretti Johannsyni, aðalræðismanni í Winnipeg, en hann var önnum kafinn, bæði nicðan á fundi ræðis- manna Islands stóð og ekk- ert síður dagana á eftir. — Þú hefur sýnilega ekki að- eins komið til íslands til að sækja ræðismannafundinn, Grettir, var því það fyrsta sem við sögðum við hann, þegar okkur tókst að fá hann nokkrar mínútur hér upp á skrifstofu til okkar. Nei, það er margt að sýsla, svaraði Greittir. Það eru nú til öæmis í vænduim hátíðir báðum megin fslandsála, ykkar hátið árið 1974 vegna 1100 ára af.mæl is fslandsbyggðar og okkar há- tið árið 1975 vegna 100 ára af- mæelis varamlegs landnáms fs- llendinga í Kanada. Á þjððtækn iísþingi ok'kar í vetur verður gengið í það að ræða hvað við eigum að takast á hendur, bæði vegna þátttöku í Íslandishátíð- inni 1974 og eins til undirbún- ings okkar hátíð í Winnrjpeg 1975. Það verður sanwinna alilra fslendinga í Kanada um aí mæli landnámsins þar, en það tekur sinn tíma að ná sambandi við ýmis félög viðs vegar um Kanada, svo ekki er ráð nema í tiíma sé tekið. — Eruð þið farin að athuga hvað þið ætlið að gera? 1 — Já, við ei'um farin að bollalegigja það. Til að byrja með hefiur islenzkudeildin í Manitobaháskóla fengið þýð- inigu Pauls Edwards og Her- manns Páissonar á Landnáma- bók. Það er verið að prenta hana og við vonum að hún komii út fyrir jói. Það er háskólaút- gáfan í Manitobaháskólia, sem stendur fyrir þessu, en með fjár styrk frá íslenzkum félögum í Winnipeg. Við vonum að þetta gangi vel og verði til þess að okkiur takist kannski að halda þessu áfram með fieiri útgiáfium síðar meir. Þetta ér ný þýðing og alveg prýðileg. Margir merk ir menn, sem hafa farið yfir hana, ljúka á hana lofsorði. — Hvað er að frétta af ís- ilenzku deildinni við Manitoba- háskóla? Þar er vaxandi nem- endatala, er það etoki? — Jú, deildin dafnar vel und ir stjórn Haralds Bessasonar prófesisors íslenzku deildiarinnar ar. Hann hafði 40 nemendur í vetur sem leið. Hann er mjög duglegur og deildin er vaxandi í hans höndum. Stúdentamir í Manitobaháskóia létu fara fram vinsældakönnun, þar sem þeir lögðu mat á hæfi- teiika og vinsældir kennananna, sem eru um 2000 talsins. Og Har aldur varð einn af þeim efstu við það mat. Hann er í m'ikiu áliti og gefur sig mjög að is- lenzkum fræðum. — Svo erum við alltaif að reyna okkar bezta til að halda við blaðinu okkar, Lögbergi, Heimskringlu, heldur Grettir áfram. Þótt mörg biöð á ensku og öðrum málum séu að falla í valinn vegna síhœíkkancLi kostnað ar, jafnvel hjá þjóðabrotum, siem hafa haft innflutn'ng að heiman, höldum við enn okkar íslenzka blað:. En það verður með ári hverjiu erfiðara að gefa út blöð á öðrum tungiuim en ensiku, því dýrtíðin fer vax- aiidi. Állur útgáfukostnaður hækkar, póstgj'öld hætkika o.s. frv. Við erum þakklát Al- þingii og iislenziku ríkisstjórninni fyrir þann stuðning, sem is- lenzka ríkið veitir útgáfu Lög- bergis-Heimskringlu, eina ís- lenzka blaðsins utan Islands. Ef það hefði ekki fengið þennan stuðning héðan og þátttötou, þá væri það hætt að koma út fyrir þó nokkru. Ég hefi einmitt núna verið að ræða við forráðamenm tímarits- ins Iceland Review um gagn- kvæmt samstarf. Iceland Revi- ew vinnur mikið landkynningar starf út á við. Það er ákaflega vandað blað, eiginlega svo furðu sætir. Þetta er á við beztu tímarit, sem maður sér. Og það er mjög gagnlegt fyrir okkur i Kanada að gefa fjórðu og fknmtu kynslóðinni, sem ekki talar íslenzku, tækifæri til að lesa á ensfcu um Isiand og ís- lenzk málefni. Nú ætlar sú út- gáfa að sjá um dreifíngu á Lög- bergi-He'imskringlu hér og við ætlum að hafa gagnkvæma dreif ing.u á þeirra riti. — Þú sagðir fjórða og fimmta kynslóðin af Vestur-lslending- um, Grettir. Já, þetta er svo lanigt fram gengið. Ég er ektoi viss um að allir séu kunnugir upphafi íslenzks landnáms í Kanada, sem nú á brátt 100 ára aifmæli. — Já, þarna er um að ræða fyrsta varanlega landnám- ið í Kanada. Ekki fyrstu liand- nemana vestan hafs. Árið 1855 föru nokkrir monmónar gegn- um Danmörku til Utah og um 1870 fóru nokkrir isiend'ngar til Bandaríkjanna og staðnæmdust í nánd við Milwakee. En það var Sigtryggur Jónasson, sem kom 10. september 1872 og gerð ist faðir landnámsins í Kanada. Hann var foringi þeirra, sem fluttust til Nýja Islands i Mani- toba með viðkornu í Winnipeg, bæði bsint að heiman og eins frá Milwakee, í október 1875. Einhverj'ir Islendingar höfðu líka setzt að i Rossiau i Ontario um 1873 eða þar um bil, en lík- aði ekki og urðu með í hópnum, sem fluttist vestur til Nýja-ls- íands. Stærsti hópur Vestur-ís- lendinga var i Winnipeg o,g Nýja-lslandi, en þaðan hafa man’gar íslenzkar byggðiir mynd azt víða um Kanada. Islending- ar hafa dreifzt um landið af miörg.um ástæðum. Við erum alltaf ,að reyna á all an hátt að viðhaida þeirri arf- leifð, sem okkur er fengin, held ur Grettir áfram. Hópur Vestur- Islendinga, sem kom hingað i sumar var í sjöunda himni yfir Islandsförinni, og vildi strax Játa skrásetja, sig í næstu ferð til íslands. Mikill áhugi er ríikj andi, svo engin ástæða er til að halda það, að íslendiingar vesit an hafs séu glataðir. Við látum til okkar heyra á ýmsan hátt. Við höldum uppi' Islandsnafnánu á þann hátt sem okkur finnst vlðeigandi. Við erum útverðir Islands og reynum að vera sendiboðar góðvildar. Og þegar ég tala um samskiptin milli l.s- lands og íslendinga í Kanada, þá vil ég geta þess, að mjöig góð samrvinna er milli þjóðrækn isíélaganna í löndunum. Sigurð ur Sigurgeirsson er mesta hj'álp arhella hér á landi, við að ha.ida sambandinu liifandi. — Þú hefur sjálfur komið þar mikið við sögu Grettir. Þú lief- ur starfað lengi og vel að fé- lagsmálium Islendinga í Winni- peg, í Þjóðræknisfélaginu, við biaðið, við Isiendingadaginn o. fl. — Já, það er rétt, ég er ald- ursforseti Þjóðræknisfélags ís- lendiniga, hefi starfað þar sið- an 1935, og ég hefi verið í stjórn vikublaðsins síðasn 1939 og var áður í stjóm Islendinga dagsins. Einu sinni gekksit ég fyrir millilandaútvarpsiþætti. Það var 1. desember 1939. Sent var úr báðum áttum. Upphalið var frá okkur í Kanada og síð- an skipt yfir og endursent firá ísiandi til okkar. Þátiturinn tók kluikkutíma ög 20 minútur og var lengsta dagskrá sem þá hafði verið reynt að senda og endursenda milli landa, Fyrir vestan tóku 46 manns þátt í þessu, m.a. sön.gkór undir sitjórn Ragnars Ragnars. Nú ætti að vera auðvelt að endurtaka þetta, eftir að segulböndin komu til. Þá er maður ektei eins háður veðráttunni. Við urðum til dæmis að breyta timanum vegna norðurljósatruflana. En ef við förum að rifja upp gamJa atburði, þá geturn við haldið áfram lengur en ég hefi tíma til núna. Grettir Johannsson er fædd- ur í Winnipeg. Foreidirai' hans flutijust þangað frá Islandi alda- Framhald á bls. 24. Grettir Joliannsson aðalræðisniaður í Winnipeg og frú Dorothy kona hans. mm FYRSTA SENDING — ÓBREYTT VERÐ Fyrsta sending væntanleg um miðjan september. Verð bílanna í þessari fyrstu sendingu verður óbreytt frá því í sumar. Pöntunum veitt móttaka nú þegar. Sunbeam ér aflmikil og örugg fjölskyldubifreið. _________ Allt á sama stað Lauyavegi 118 -Simi 22240 EGILL VILHJALMSSON HF , * t - * * > í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.