Morgunblaðið - 04.09.1971, Blaðsíða 19
MORGUXBLAJMÐ, I.AUGARDAGUK 4. SEPTEMBER 1971
19
Áttræður;
Halldór Sigurðsson
fyrrv. bóndi á Þverá í Vesturhópi
Á HÖFUÐDAGINN, þann 29.
ágúst heilsaði einn húnvetnsikur
heiðursmaður níunda tug ævi
sinnar, og það með þeinri reisn
sem í alltof fáum tilvikum fylgir
þeim tím'amótum. í svipmót
flestra hefur ellin þá rist rúnir,
er gefa ótvírætt til kynma hver
þar er á ferð.
En þrátt fyrir það, að ellin
hafi farið svo mildum höndum
um bjartan svip Halldórs Sig-
urðssonar, fyrrum góðbónda á
Þverá í Vesturhópi, er það víst
ómótmælainlag staðreynd, að
hann er fæddur á höfuðdag, 29.
dag ágúsfcmánaðar árið 1891 og
hefur því lokið áttatíu ára ferða-
lagi.
í bernsku heilsar Halldór nýrri
öld og vex ungur upp með lífs-
hiræringum þjóðarinnar á morgmi
þeirrar aldar.
Þá hafði vorhugur náð tökum
á fólkinu í landinu. Það fcrúði á
framtíðina og var ekki haldið
neinni fælu þótt stundum væri
mótvindur.
Halldór er vaxinn frá sterkum
meiði. Foreldrar hans, Sigurður
Halldórsson og Kristín Þor-
steinsdóttir voru merkisfólk.
Halldór, afi hans og nafni var
ættaður sunnan af Kjalarnesi, en
brá sér í vinnumennsku norður
í Víðidal til Sigurðar bónda á
Lækjamóti og kvæntist heima-
sætunni dóttur hans. Þegar þau
svo flufctust suður varð Sigurður,
faðir Halldórs eftir fyrir norðan
og ólst þar upp.
Halldór Sigurðsson fæddist á
Skarfihóli i Miðfirði. Þar bjuggu
þá foreldrar hans, en fluttust að
Torfustöðum þegar hann var
fimm ára og voru þsw þangað til
hann hafði náð fermingaraldri.
Þá var það, að hann hugðist fara
intn á menntabrautina og inn-
ritaðist í Flensborgarskóla. Þetta
varð þó skemmri leið en hann í
upphafi mun hafa ætlað, en
sjúkleilki þenn-an fyrsta vetur og
ef til vill féleysi munu hafa valdið
því að hamm lét þar staðar num-ið.
Hann var þó um skeið í Reykja-
vík og á Suðurnesjum bæði við
hljómlistarnám og sjóróðra.
Hljómlistarnámið féll Halldóri
vel. Þair kymntist hann glöðu
fólki og komst í snerti-mgu við
fyrirmenn sinnar samtíðar, sem
höfðu á sér heimisborgaras-nið.
Sómdi hann sér vel í þeim hópi,
því að pilturinn var glæsimenni
hið mesta og fljótur að tilein-ka
sér umgengnishætti og siðvenjur
hiin-na betri borgara.
En sjómen-naka og Suðurnesja-
flækingur var honum ekki að
skapi. Gróðurlönd Húnaþings
taldi hann líklegri sér til fram-a
og staðfestu.
Á hörðu vori 1914 stofnaði
han-n heimili á býli föður síns,
og var þá kvæntur konu ættaðri
austan af Fljótsdalshéraði, Pál-
ínu Sæmundsdóttur ljósmóður.
Hún var glæsileg kona, greind
og skemmtileg.
Þau hjón byrjuðu búskap við
lítil efni og nánast í þurrabúð,
en á högum þeirra varð fljótt
mikil breyting. Á Efri-Þverá í
Vesturhópi bjuggu þau í þrjátíu
ár með þeim ágætum að mjög
hefur verið á orði haft.
Halldór var hygginn búsýslu-
miaður og kunni vel að firnna stað
fótmáli sínu. Það mun mega hafa
fyrir satt, að jafnvel á kreppu-
árunum, þegar flestum bændum
þótti þröngt fyrir dyrum, hafi
heldur aukizt efni hans.
Þau hjón áttu saman fimm
börn, sem komust til fullorðins
ára. Af þeim eru nú þrjú á lífi:
Sigurður, bóndi á Þverá. Sigríð-
ur, hjúkrunarkona á Hvamms-
tanga og Hólmfríður, húsfreyja
í Reykjavík.
Þótt Þverárbóndinn mætti að
mörgu hyggja á m-eðan hann var
að græða og byggja býli sitt, þá
hafði hann alltaf tíma til að
siinna gestum og gan-gandi. Til
hans komu margi-r þeiir, sem
heldri menn voru kallaðir og
kunmi hann hvort tveggja vel að
ta-ka á móti slíkum mönnum og
eiga við þá orðastað.
Félagsmaður var hann I héraði,
og þótt ekki skuli dreginn í efa
samhugur Húnvetninga um end-
urbyggimgu Borgarvirkis, þá
mun Halldór hafa átt þar að öllu
stærri hlut en flestir aðrir, enda
falið að sjá um verkið, aí þáver-
andi þjóðminjaverði, núverandi
forseta íslands, hr. Krifltjáni Eld-
járn.
Konu sína miissti Halldór
skömmu eftir að þau höfðu látið
af búskap og voru flutt til
Reykjavíkur. Þar vaxð hann einn
af ötulustu starfsm-önnum Hún-
vetningafélagsins, og má geta
þess, að hann gróðursetti fyTstu
hrísluna í lundi Þórdísar, sem
Húnvetnin-gar komu upp fram-a-n
við Vatnsdalshóla.
Þannig hafa hugur og hönd
þessa húnvetnska bændahöfð-
ingja alla tíð unnið héraðinu
gagn, hvort sem hann var stadd-
ur heim-a eða heiman.
Eftir að til Reykjavíkur kom
starfaði Halldór lengst áf sem
húsvörður í Edduhúsinu. Þar
mun hann hafa unað hag sínum
vel. Lífsloftið á staðnum var
honum að skapi, og fólkinu sem
þarna vann hefur án efa getizt
vel að umsjón þessa höfðinglega
manns, sem þrátt fyrir árafjöld-
ann, sem aðeins var vitaður á
stórafmælum, gekk um keikur og
hvatur, var konugóður í bezta
lagi og mælti oftast á máli jafn-
aldrans.
Það var ein-mitt þarna niðri í
Skuggasundinu, sem fundum
ökkar Halldórs bar saman í
fyrsta sinn og duldist mér
ekki að þar var á fe-rð einn
af virðingamönnum hússins,
kom-st enda fljótt að því að á
hann var litið sem slík-an. Það
var á ljósum júnídegi að við átt-
um fyrst tal saman. Nofckuð af
því spjalli hefur áður birzt.
Síðan hefur hann fært sig um
set og er nú ekki lengur heimilis-
maður í Edduhúsinu. Til hans
er þó gott að kom-a sem áður
og enginn krókur, enda hef ég
orðið þess var, þegar leið mín
hefur legið þangað heim, að
ým-sir vina hans eiga við hann
erindi. — Hygg ég að svo muni
verða meðan yfir honum ljóm-ar
jafnbjart aftanskin og nú er.
Þótt við höfum skamma tíð
orðið samferða á Halldórs löngu
lífsreisu, hef ég átt með honum
m-argar þær stundir sem gott er
að eiga í myndasafni minning-
anna.
Fyrir þetta þakka ég honum í
dag og óska þess helzt, að loka-
Skeiðið gangi hann eins og fót-
málin flest á liðinni ævi, með
hyggju og reisn höfðingsm-anns-
in,s.
Heill Halldór.
Þ. M.
l|ppis
SÍP;
FERÐABILL — TORFÆRUBILL
LÚXUSBÍLL — HRAÐAKSTURSBÍLL
ROV£R
Bfll með fjölhœfni, sem furðu sœtir
Með því að sameina orku og þægindi Rover fóiksbílsins
og eiginleika hins sterka torfærubíls, LAND-ROVER, hefur
fengist ökutæki, sem í rauninni er fjórir bílar í einu.
KAUPSTEFNAN REYKJAVÍK
alla daga meðan
sýningin stendur yfir
Þegar á allt er litið, eru möguleikar RANGE-ROVER stór-
kostlegir og notagildið víðtækt. Hann ó allstaðar jafn vel
við: Á hraðbrautum, ó bændabýlum, ó „rúntinum“ í stór-
borginni og inn í öræfum.
RANGE ROVER
HFKLA UB
■ ■ mmm Laugaveg ■ m wmmmm—m ■ ■ ■ . 170—172 — Simi 21240