Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 3
MORGUNÐLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1971 Tage Erlander og Einar Gerhardsen á umræðudagskrá í Háskólabíói Fjöldi sýninga og fyrirlestra fram- undan á vegum Norræna hússins I LOK þessa niánaAar eru vaent anlegir hingað til lands norrænu Rtjómmálamennirnir, Tage Er- lander og Einar Gerhardsen, á vegttm Norræna hússins. Hinn 26. septemher verður umræðu- ðagskrá með þessum öldnu kempum, þar sem þeir munu Mta um öxl yfir •viðburðaríkt stjómmá.la.líf, ræða um stöðu jafnaðomiannastefnunnar i Ts'or- egi og Svíþjóð. Að mestu leyti er tlagskráin þó undirbúnings- laus, en norski sjónvarpsmaður- inn Per Öyvind Heradstveit stýr Ir umræðum sem vrerða í Há- skólabíói. Norska, sænska og danska sjónvarpið hafa sent út umræðudagskrá með þessum tveimur mönmun, og hún va.kið mikla athygli. Þetta tamur fram í yfiriiti Ivars Eskelands um naastu hiálfs ársdagiskrá Norræna hússins, og eimnig er þess getið að starfsemi hússins ' muni sennilega nærri ívöfaldast frá því sem nú er. Er það íyrst ctg flreomst að þakika að nú hafa verið teknir í notknjn 3—400 Æermetrar í kjaUara húss ánis, oig þar með Senigið 100 metra vegigrými tii sýninga. Fólag isfL myndlistarmanna vígði kjallarann með haustsýn- ingu sinni, en einnig stendur þar yfir- sýning á verkuim eftir Myriam Bat-Yosetf oig Sigríði Björnsdióttur. í október verður opnuð máilverkasýning með verk um eftir danska málarann Henri Clauisen, sem búsettur er í Sviss. Einar Gerhardscn Tage Erlander I desember eða janúar miun Nor ræna húsið kynna vatnslitamynd ir og teikninigar eftir Skarphéð- in Jóhannsson. Þá er vonazt til að hingað fáist stór Alvar Aalto- sýning ásamit sænskri sýningu um niðurrif og nýskipun bor.gar hverfa — í tengsTu.m við stóra ílslenzka skipulagsráóstefnu, sem hér verður halidin í október. Loks verðtur Hans Egede-sýning í bókasafni Norræna hússins. Mörg námskeið verða á veg- um hússins á næstunni. Danski hannyrðasérfræðingurinn Áse Lund Jensen miun halda 14 daga náimiskeið í prjónlesgerð, mynzt urgerð o.fl. í samvinniu við Heim ilisiðnaðarfélag Islands, en mun einnig halda sýningu á hannyrð- um í sambandi við námiskeiðið. Nú stendur yfir læknanámskeið í Norræna húsinu, eins og kem- ur fram á öðrum stað. í október mun Stephan Tsehudi frá Osló haida námskeið fýrir guðiflræði- stúdenta, presta og próflessora uim kirkjuna á vorum tím.um, sérstaklega í þéttbýli í ljósi hrað vaxandi þjóð'flélagsbreytinga. Áð ur kemiur hingað Aage Rotyen- borg frá Kauipmannahöfn, og sýn ir hann kvikmyndir og rabbar uim danskt atvinnulíf áður fýrr. Yfirmaður ían.gelsismála Noregs, Helge Röstad, forstjöri, mun halda námiskeið um sakamál o. 11. í samviinnu við Sakflræðinga- féiag Islands, og NiJis Ole Lund frá Árósum hieiMiur tvo fyrir- lestra um huigmyndir um skipu- lag fram til ársins 2000 í tengsl- um við skipulagsráðtetefnuma, sem fyrr er getið. Að öllum likind'um verður þetta síðasta milsseri Ivars Rske- landis fortstjóra Norræna hússins. Hann og starflsflóik hans eru nú að undiirbúa daigskrá vorsins, — Listahátið í Reýkjavík, sem hald in verður á tíimabiiiinu 4.—15. júmí. íshafsf ör koma hér við á Grænlandssiglingu FYRIR nokkrum ðögum kom hingað til Reykjavíkur eitt hinna frægu dönsku íshafsskipa Laur- itzsens-skipafélagsins, „Nella Dan“. hetta skip hefur um margra ára skeið verið í íshafs- siglingum við Grænland á sumr- um en við Suðurskautslandið á vetrum. STAKSTEINAR Vinur Nóbels- skáldsins var talinn þjófur MOSKVU 9. september, NTB, AP. Tíu borgaraklæddir lögreglu- menn, seni réðust á Gorlov vin rithöfundarins Alexanders Solz- henitsyns í sumarbústað hans fyrir nokkru, liafa nú skýrt frá þvi að þeir hafi haldið að mað- urinn væri innbrotsþjófur, sem þarna væri í óleyfilegum erinda- gjörðum. Sögðust þeir hafa fengið njósn af þvi að tortryggi- legur maður væri á sveimi við sumarbústaðinn og ákveðið að leggja fyrir hann gildru og handtaka liann veltti hann mót- spyrnn. Svo sem rækilega liefur verið sagt frá reiddist Solzhenitsyn mjög nefndum aðfömm lög- regliimannanna og skrifaði mót- mælabréf til yfirmanns KGB, Juri Andropov, þar sem liann lýsti vanþóknun sinni. Afrit af þessu bréfi var einnig sent til Kosygins, forsætisráðherra. Nú fylgir fréttinni, að þessir tíu lög- reglumenn hafi ekki verið úr KGB, heldur úr hinni borgara- legu lögreglu. Hingað va.r skipið sent til að vera „varaskip“ sem gripið yrði til, og þá látið sigla með vörur og farþega til austurstrandar- bæjarins Seoresbysunds. Fari skipið þangað, á það að taka vörurnar ú.r öðru ishafsfari, Lily Nielsen, sem er væntanlegt hing- að til Reykjavíkur nú um helg- ina. Það skip siglir síðan héðan til hafna á vesturströnd Græn- larids. En svo getur farið að „Nella Dan“ sigli héðan beint til Kaup- mannahafnar, verði þriðja ís- hafsfarið, sem hér kemuj- við sögu, ekki fyrir frekari töfum í Grænlandi, þar sem það er nú. Það heitir „Thala Dan“. Það skip er nýlega komið til Scores- byssunds, en tafðist tæplega 10 sólarhringa vegna íss og storma utan við Scoresbysund-fjörðinn. Ef ferðin þangað gengur greið- lega gegnum ísinn, kemur skip- ið hingað og tekur margumrædd ar vörur og farþega til Scoresby sunds. Skipstjórinn á „Nella Dan“, B. Tygesen Hansen, sagði blaða- manni Mbl. í gær, að feikna ís- magn væri við Scoresbysund- fjörðinn í sumar og hefði tafið mjög siglingar þangað. Eins hefði is farið vaxandi á siglingaleiðum við suðvesturströnd Grænlands, — við Julianehaab — undanfar- in 4 ár og hefði tafið siglingar verulega nú í sumar. Hér er um að ræða fyrirbrigði sem ekki ligg ur ákveðin skýring á, sagði skip- stjórinn. Hann gat þess að í október- mánuði n.k. myndi hann sigla skipi sinu frá Kaupmannahöfn til Suðurskautslandsins. FRYSTIKISTUR uiii land altt á ötrúleíja lágu yerði DONSK GÆÐAVARA 3 Stærðir-2501-3001-400 I ................ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. Verð: CF 250 standard CF 250 de luxe CF 300 standard CF 300 de luxe CF 400 de luxe 22.745,00 kr. 24.140.00 kr. 24.145,00 kr. 25.554.00 kr. 29.859,00 kr. „De luxe"-gerðirnar hafa sérstakt hrað- frystihólf, Ijós í lokinu og lok á fjaðrandi lömum. HEIMILISTÆKI SF. HAFNARSTRÆTI3 SÍMI20455 SÆTÚNI8 SÍMI 24000 Vísitalan skert? Ein meginkrafa Veirkalýðsfé- lagarma í kja.rasanuiingtim þeim, sem gerðir voru i júní 1970 var sú, að full verðlagsuppbót yrði greidd á öll laun. í nokkur jniss- eri á undan hafði verðlagsupp- bótin verið skert á þann veg, að - full verðlagsuppbót var greidd á 10 þúsund króna mánaðarlaun en síðan lækkaði verðlagsupp- bótin hlutfallslega og á laun yfir tilteknu marki var engin verð- lagsuppbót greidd. Þessu fyrir- komulagi undu verkalýðsfélögin mjög illa og lögðu megináherzlii á fulla verðlagsuppbót á öH laun fyrir rúmu ári. Nú bregður lilns vegar svo við, að talsmenn AI- þýðubandalagsins Ieggja tif, að breyting veriK á þessu gerð. Stefán Jónsson, varaþingmaður þess flokks rltajp greín f Þjóð- *■' viljann s.l. þriðjudag og segir þar m.a.: „Vísitalan Yar þarflegt vopn í varnarbaráttu láglauna- stéttanna nieðan þær áttu undir högg að sækja hjá rikisvaldimi, Nú, þegar þær stéttir hafa feng ið pólitískt vald til þess að hafa áhrif á skiptingu þjóðarlekn- anna er tími tii kominn að tnenn geri sér grein fyrir annmörk- um hlutfallstöliinnar við greiðslu dýrtíðaruppbóta. Það er nefni- lega staðreynd, að I vasa há- launamanna með tífaldar tekjur verkamanns nemur 10% verð- Iagsuppbót hvorki meira né minnu en heilunt verkamanns- launum. Þegar við gerum okkur grein fyrir þvi, að í kjarabar- áttu er deilt um skiptingu einn- ar köku, þá keinur það í Ijós, að kaupgjaJdsvisitalan i núver- > andi mynd stuðlar að því að gera þá riku ríkari og þá fátæku fá- tækari. Nú þurfum við sem sagt að hjálpast við að endurskoða afstöðuna til kaupgjaldsvísitöi- unnar. Verkefnið er aðkallandi, því ef visitöluuppbót á laun eins og hún hefur tíðkazt, er réttlát undir vinstri stjórn þá er nú sú stund runnin upp á íslandi, að við neyðumst til að taka sjálft réttlætið til endurskoðunar.“ Harður dómur Þessi ummæli Stefáns Jónsson ar, varaþingmanns Alþýðubanda lagsins, eru býsna harður dóm- ur yfir flokksbræðrum hans í verkalýðshreyfingnnni og þá fyrst og fremst Eðvarði Sigurðs- ■< syni, aiþingismanni og formanni Dagsbrúnar. Stefán Jónsson full yrðir, að samningar þeir, sem Eðvarð Sigurðsson átti mestan þátt í, að gerðir voru í júní 1970 stuðli að þvi að gera „hina riku rikari og þá fátæku fátækari." ÖIlu merkilegra er þó, að vara- þingmaður Alþýðubandalagsins boðar skerðingu visitölunnar i þeim kjarasamningnm, sem fram undan eru. Á annan veg verða ekki skilin iimmæli hans uiii risitölima. Þetta er þeim iiiun athyglisverðara, sem fnll verð- lagsuppbót á laun hefur verið helzta baráttumál verkalýðssam- takanna árum sanian. En við lif- um á þeim tímum, þegar öll inn- < skipti frá fyrri afstöðu eru talin verjanleg með því að í landinu sé vinstri stjórn. Þess vegna þarf engiun að koma á óvart, þótt þeir, sem harðast hafa bar- izt fyrir fullri verðlagsuppbót á laun, gerist nú eindregnir tals- menn þess að vísitalan verði skert í nafni vinstri stjórnar — ella „neyðnmst við til að taka sjálft réttlætið til endurskoðun- ar,“ eins og maðurinn, sem mis- notar útvarpið sagði. ar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.