Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1971 23 Aðalræðismaður íslands í San Francisco lætur af starfi SÍÐASTLIÐIÐ ár varð áttræður í San Francisco í Kaliforníu, góður íslendingur, séra Stein- grímur Octavíus Thorlátosson. Var hann fyirsti aðalræðismaður Islands, sem útnefndur var á vesturströnd Bandaríkj anna. Um leið og hann varð áttræður, lét Séra Octavíus Thorláksson hann af hendi það starf, sem hiann hafði stundað af mikilli alúð og umhyggju fyrir löndun- um þar vastra í 26 áx. Er það lengsti ræðismannsferill, sem þekkzt hefir þar í borg. Var hamn kosinn varaformaður sam- taiká aðalræðismanna í San Francisco 1969, og þegar ha,nn lét af störfum sakir aldurs s.l. ár, var hann gerður að heiðurs- félaga þeirra merku samtaka. Séra Octavíus var fæddur í Minnesota í Minnesota-ríki 26. miaí 1890. Foreldrar hanS voru þau séra Niels Steingrímux Thorlaksson frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði. Fluttist haran mieð foreldrum sínum til Norður- Dákota árið 1872, en móðir hans, Eirika Lovísa Rynning, var norsk kona, mikilhæf, af þekktri ætt þar í landi. Séra Niels las guðfræði við háskólamm í Osló og lauk prófi þaðan árið 1884. Þau hjónin settust síðan að í Minnesota, þar sem séra Niels Steingrímur þjónaði lútersku kirkjunni þangað til árið 1912, þegar þau fluttust til Kanada. Séra Octavíus gekk í Gustavus Aldophius Oolliege í St. Paul, Minnesota og síðan las hann guðfræði við Chicago Lutheran Seminary og lauk prófi þaðam árið 1916. Það sumar getok hann að eiga Carolínu Kristínu Thom- as, sem fædd var í Winnipeg af íslenzkum ættum. Héldu þau hjónin síðan til Japans á vegum lútersku kirkjunnar. Séra Octavíus talar ávallt með mitoilli ánægju um starf sitt og dvöl í Japan. Þau hjónin bjuggu þar í 25 ár. Öll fjögur börn þeirra voru fædd þar, og hafði séra Octavíusi tekizt að senda fjöl- skylduna heiim til Bandaríkj- amna tveim mánuðum fyrir árás- ina á Pearl Harbour (6. des., 1941) og sjálfur slapp hann út úr landinu fjórum vitoum fyrir árásina. En í Japan undi fjölskyldan sér vel. Þar var aðalstarfsferill séra Octavíusar og þar var mikið starfað og dugnaðurinn geysi- legur. „Ég messaði um helgar og byggði kirkjur á virkum dög- um,“ segir hann sjálfur. íslendingarnir í San Francisco og nágrenni þekkja líka þennan dugnað, sem býx í séra Octavíusi. Hann hefir reynzt þeim fram- fciskarandi vel öll þessi ár, stoírt þá, gift og grafið og stöðugt verið reiðubúinn að veita þeirn hjálparhönd. Meðan þau hjónin bjuggu í Berkeley, var heimili þeirra jafnan opið íslenzíkum nemendum, sem voru þar margir á stríðsárumum við háskólanám. Séra Octavíus hefir ávallt starfað af miklum áhuga í félagslífi ís- lendinga og samtöikum Norður- landamanna. Aðalræðismaðurinn hafði engan sérstakan Skrif- stofutíma milli 8 og 5 virka daga, heldur var hann til taiks svo að segja 24 tfcna 7 daga vitounmar. Árið 1957 missti séra Octavíus hina glæsilegu og fjölhæfu hljómlistarkonu, Carolínu, sem hafði staðið við hlið hans í 41 ár. Var það mikill mdssir og sár fyrir fjölskyldu hennar og einnig fyrir alla Íslendinga þar um slóðir. Árið 1959 getok séra Octa- víus að eiga Liv Östlund. Frú Liv er af norskum og sænskum ættum og ólst upp í Reykjavík, þar sem faðir hennar var prent- ari. Stendur hún nú við hlið manns síms með mikilli sæmd og er heimili þeirra hjóna í San Franciisco enn hið bjarta og gestrisma heimili, sem lömgurn hefir verið kennt við íslendinga. Það má með sanni segja, að séra Niels Steingrímur, faðir séra Octavíusar, hafi verið með áhrifa mestu kenmimönnum meðal Vest- ur-fslendinga um sína daga og að börn hans öll hafi líka ætíð staðið í fremsta hópi þeirra. En um séra Octavíus er það að segja, að hann er ennþá léttur í spori og ungur í anda og enn starfandi imman kirkju sinnar, þjónandi hinum stóra hópi eldri borgara, sem býr með honum í hinni geysistóru og glæsilegu byggingu kirkjunnar við 1001 Franklin götu í San Framcisco. Þangað er ávallt gaman að koma og spjalla við þau hjónin og njóta gestrisni þeirra. H. Lorensen. Ég þakka innilega auðsýnda vinsemd á 75 ára afmæli minu 26. ágúst, Ágústa Guðmundsdóttir, Ægisgötu 10. Guð launi ykkur öllum, ættingjum og vinum, sem glöddu mig á svo margvíslegan hátt á 75 ára afmæli mínu, 29. f. mánaðar. Lifið heil. Málfríður Jónsdóttir, Granaskjóli 17. Stúlkur — Atvinna Afgreiðslustörf í veitingahúsi. Fullt starf og einnig 5 til 6 klukkutíma á dag. Óðal — Sælkerinn, Hafnarstræti 19. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Ný kennslubók Islenzka í gagnfræðaskóla, 3. og 4. bekkur, eftir Gunnar Finnbogason, Bókin spannar yfir málfræði, setningafræði, hljóðfræði, brag- fræði, Ijóðalestur og málnotkun almennt. Bókin kemur bráðlega út. Bókaútgáfan VALFELL, sími 84179. Atvinna Okkur vantar nokkra álsuðumenn, eða lag- tæka menn, sem vilja læra álsuðu. Upplýsingar í síma 52901, eftir vinnutíma í síma 23807. Framtíðaralvinna Maður með Verzlunarskólamenntun eða hliðstæða menntun óskast til skrifstofu- starfa hjá einu af stærri fyrirtækjum hér í borg. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, leggist inn á afgr. Morgunblaðsins fyrir 20. þ. m., merktar: „Framtíðaratvinna — 3005“. Motreiðslumoður óskust Sœlkerinn Hafnarstrœti 19 Mutreiðslunemur úskust Sœlkerinn Hafnarstrœti 79 Badmintondeild KR Þeir sem ætla að stunda æfingar hjá deiid- inni í vetur láti skrá sig hjá Óskari Guð- mundssyni. Sími 10511 fyrir 15. sept. Framtíðarstarf Stúlkur og menn á aldrinum 20—30 ára óskast tíl starfa í myndastofu. Nánari upplýsingar í skrifstofu okkar, Skipholti 17, milli klukkan 5—6, ekki svarað í síma. HANS PETERSEN HF. 2 ungir menn 18-25 órn óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. Tilboð, merkt: „í miðbæ — 5916“ sendist afgreiðslu Morgunblaðsins. íbúð óskast 3ja herbergja íbúð óskast til leigu, strax. Upplýsingar í síma 84639. Framtíðarstart Lagermaður óskast Þekking á vélum eða starfsreynsla á vélalager æskileg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntgn og fyrri störf, sendist Morgunblaðinu fyrir 16 þessa mánaðar, merkt: „Lagerstörf — 5928". Skrifstofustúlku óskusl Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða skrifstofustúlku, sem getur tekið að sér alhliða skrifstofustörf. Helzt með verzlunar- eða kvennaskólapróf. Eigínhandarumsókn, þar sem tilgreind séu fyrri störf ásamt menntun og aldri, leggist inn á afgr. Mbl. fyr- ir 15 þ. m,, merkt; „Framtíð — 5913''. C arðahreppur Aðstoðarhjúkrunarkona óskast í hálft starf við skólana í Garðahreppi, með kennsluskyldu í gagnfræðaskólanum. Umsóknir sendist skrifstofu Garðahrepps fyrir 17. þessa mán- aðar. Sveitarstjórinn i Garðahreppi, 10. 9. 1971.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.