Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLiAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SUETEMBER1971 11 Bréf frá Astralíu: Norðurlandafólk toll- irhér mjögilla BROOME, 20. ágúst. — Tvær eru þær stéttir manna íslenzkar, sem eiga ekki svo fáa fulltrúa hér i Vestur- Ástralíu, en það eru bifreiða- virkjar og þungavinnuvéla- menn. Landar þessir þykja góðir starfstkraftar og hafa sumir unnið sig upp í verkstjórastöður á skömmuan tíma. Þóitt oft hafi verið deilt á bifreiðavirkjauia heima, munu þeir ekki sitanda starfs- bræðrum sínum erlendis að ba'ki, nema síður sé. (Ástæð- an mun vera sú, að þeir hafa liðið alls konar galdramönn- um að fást við iðn sána, og sá, sem var bakari i gær, gat gjarnan verið bifreiðavirki í dag, viðskiptavinum til hinn- ar mestu skelfingar). Tækjamennimir íslenzku, er fengu þjálfun sóna á fóst- uirjörðinni — en hún er sem kunnugt er ósamvinnuþýð undir véltönninni og krefst skiinings á tæki og etfni, ef vel á að fara — hafa márgir fengið vel borguð störf hjá hinum stóru námufélögum. f>eir, sem huga á slík störf, verða að taka margt til greina. Fyrst af öl:lu er krafizt hæfn- isprófs. Þegar prófið er feng- ið, verður viðkomandi oftast að taika vinnu fjarri fjöl- skyldu sinni, þvi efcki er auð- velt að fá vel borguð störf í borgunum, þar sem allir viija vera. Þá verður að reifcna með hitanum, sem getur ver- ið frá 100—120° Farinheit og þurfa menn að vera heilsu- góðir til að taka slikum lofts- lagsbreytingum. Flest hinna stóru félaga krefjast strangr- ar iæknisskDðunar, séu menn komnir undir miðjan aidur, og er það likast og verið sé að kaupa gæðing til kapp- reiða svo er hún náfcvæm. Ekki vil ég ráðleggja neinum að flytjast með fjöl- skyldu hingað til Ástraiíu og kemur margt til: hitar, fjar- lægð, heimþrá, breyttir lifn- aðarhættir, sízt betri afkoma og siðast en ekki sízt að vera framandi maður í framandi landi með öllum þeim erfið- leikum sem því geta fylgt. Staðreyndin er sú, að Norður- landafólk tollir hér mjög illa og hverfur flest til sinna gömlu heimkynna fyrr eða siðar. Ég sá í blaði fyrir stuttu að 17000 fleiri hefðu horfið úr landi en flutzt inn og var þá miðað við maímónuð einan. Síðan mun tala þessi hafa farið versnandi. En hvemig svo sem iífskjör eru i hinum ýmsu löndum, mun útþráin alitaf segja til sin og er hún nú hverri þjóð meiri nauðisyn en nokkru sinni fyrr, er lönd hafa færzt saman vegna hinna bættu samgangna. í>eir, sem for- dæma slíka útþrá, hafa svip- aða skoðun og öfl þau er byggðu kínverska múrinn á sinum tima. Allir vita hver árangurinn var af þvi mann- virki. Er seinni heimsstyrjöld- in endaði, var mikið af fólki frá Ausíiur-Evrópu, sem kaus heldur að hverfa til Ástralíu en til sins gamla föðurlánds. Með þessu vali sinu kom það sér í þá aðstöðu hjá hinum sómakæru stjómendum hins rauða heims að nú vasri það landráðafólk, sem hvergi æ-tti heima nema í Síberíu, vogaði það sér ti-1 sinna gömlu heim- kynna. Ég hef kynnzt fólki frá Austur-Evrópu, sem hefur þráð að sjá land sitt og ætt- ingja, en ekki árætt vegna frelsis síns, sem það mundi stofrna í voða með slífcri goðgá. Geta menn nokkurn veginn getið sér til um sæluna í lönd- um þéssum, þar sem sjálf prinsessan Svetlana S’talíns- dóttir flúði frá þessu sköpun- arverki föður síns. á náðir kapitalistamna í vestri og er nú haminigjusamlega gift ein- um slikum. Flettir hún nú kokkabók þessara miiklu meist ara og varar við hinum eitr- uðu réttum, sem þax er að finna. Siðan styrjöldinni lauk og til þessa dags hafa sem næst tvær milljónir manna flutzt ■ til Ástralíu frá hinum ýmsu lönduim heims. EJkki hef ég hamdbærar tölur um, hvað margt af þessu fólki hefur horfið héðan, en það mun vera álitlegur fjöldi. Ég fór að kynna mér, hversu hlutur Ástr ala væri stór í námi> og iðn- rekstrinum. Var mér tjáð, að Mount Newman gæti talizt næst þvi að vera ástralskt fyrirtæki hér í námurekstrin- um í W. A., en þeir eiga 60% í þvi. I hinum stórfélögunum eiga þeir litinn hluta, allt nið- ur í 10%. í A. A., þar sem bílar eru framleiddir mest fyrir innanlandsmarkað, er hlutur Ástrala aðeins 2%, hin 98% eru í erlendum höndum og mun heildareign þeirra vera 18% í námu- og iðn- rekstrinum i landimi i heild. Þetta mun vera orsökin fyrir hinni hægu hreyfinigu til bættra lifskjara. Miklar hækkanir hafa ný- lega skollið á hinar ýmsu vörur að mér er tjáð, en þar sem ég hef nú verið íjarri heimili minu i nokkra mánuði vegna vinnu mirmar (en Stórvirkar þimgavinnuvélar ráðningairtiminn er 6 mánuðir áður en ég fæ frí, sem er þá 1 mánuður), hef ég ekki kynnt mér þessar hækkanir. Hins vegar veit ég, að vindl- ingapakkinn hefur hækkað um 6 sent, kostar nú 45—50 sent, síðan ég kom hingað á skipið, en hér hef ég verið rúma 4 mánuði. Austur- og Vestur-Ástralía eru sem tvö óskyld riki í mörgum greinum. Sem dæmi gildir ekki bólpróf frá Austur- Ástralíu í Vestur-Ástraldu og öfugt. Eins er með margs konar önnur réttindi. Virðist vera eins konar þvin.gun mi'lli ríkjanna báðum til tjóns. Þetta hefur greitt götu er- lendra fyrirtækja að auðlind- um landsins, þvi það er eins og Austur-Ástralía hafi eng- an áhiuga á að veita f jármagni sínu til uppbygginigar í Vestr- inu, svo undarlega sem það hljómaír. Borgkv Perth í Vestur- Ástralíu, er við búum í, telur um % miil'ljón maima. Er hún oft kölluð blómaborgin og er það réttnefni, þvi að við næst- um hvert hús er veiræktaður garður með blómaskrúði og setur þetta vinalegan blæ á borgina. Svanafljót skiptir borginni í tvennt og dregur það nafn sitt af hinum svörtu svönum, er þar hafast við. Svanurinn er skjaldar- merM borgarinnar, ef sivo má segja, og mörg fyrirtæM kenna sig við hann. Sem dæmi: Svantaxi, Svanbjór, Svan sernent o. s. frv. Ekki hefur verið farið eftir ritningargreininni „Þú skalt ekki byggja hús þitt á sandi“ hér í Perth, þvi allt borgaf- svæðið er sandur. Sólardagar eru um 300 á ári og heitasti tímiim hér er þegar þorrinn kælir lislendingci. EkM veit ég hvort er betra of mikiir hitar eða kuldar, en hvort tveggja er slæmt. Baðetrendur eru hér víðar og miMar og í mestu hitum flykkist fólk þangað til að kæla sig og miMð er um, að það sofi á ströndinni, þegar mollan er mest á nótt- unnL Ástralir ganga yfirleitt vel um al'la Mmenningsstaði, enda eru þung viðurtög við því að henda frá sér drasli, geta farið upp í 200 dala sekt Einniig hafa Ástralir sálfræð- ina sér til aðstoðar í þessari baráttu. Ég sá spjald við útiskemmtistað, þar sem tjald- stæði voru leyfð og síóð á þvi: Verið velkomin. Vonum að þeir, sem komu hér á und- an yfckur, haii ekki skilið illa við og spillt þannig náttúr- unni og ánægjunni af ferð ykkar hingað. Kveðja Einar Sv. Erlingsson. 7. vélstjóra vantar á gott 250 tonna fiskiskip, sem iandar á Akranesi. Upplýsingar í síma 50418. IESI0 DHCIEGH [ glltvflttnblniiit* [ Bezta auglýsingablaðið S krifs tofustjóri Skrifstofustjóra vantar í skrifstofu í Vestmannaeyjum. Upplýsingar gefur Óskar Gíslason, símar 2380 og 1448, Vestmannaeyjum. Þá eru aðe/ns 2 DAGAR þangað til Alþjóðlegu sýningunni í Laugardalshöllinni lýkur og því miður verður hún ekki framlengd Nú er því annað hvort að hrökkva eða stökkva Sunnudagur er ullru síðasti sýningurdugur ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING Tl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.