Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 31
MORGUNBLABLÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1971 31 < t AUt bezta írjálsíþróttafólk landsins mætir þarna til keppni og má búast við að í nær öllum greinum verði hart barizt. I nokkrum greinum eiga Reykvík- ingar þó yfirburðamenn, eins pg t.d. í kringlukasti, sleggjukasti, kúluvarpi, hástökki og sprett- hlaupum, en þá verður keppnin einungis enn tvisýnni um næstu sæti, sem eru allt að þvi eins mikilvæg upp á stngaútkomuna að gera. — Við höfurh lagt á það STÖKKIN Aðeins í einni stökkgaein má segja að úrslitin séu viss fyrir- fram. f>að er í hástökki þar sem hinn bráðefnilegi og kraftmikli stökkvari, Elías Sveinsson, vipp- aði sér vel yfir 2 m í bikarkeppn- inni. Elías er mjög kraftmikill stökkvari og ekki er að efa að hann á eftir að bæta sig veru- lega í náinni framtið. 1 hinum stökkgreinunum verður svo hörð barátta og líklega sannkallað sentimetrastríð. Þessi föngulegi hópur ler ungt fimleikafólk, sem fékk nýlega afhent skírteini sín fyrir þátttöku í fimleikanámskeiði á vegum Fimleikasambands Islands, sl. vor. Starfsemi Fimleikasamhanda- ins er stöðugt að aukast, og námskeið þau sem efnt heftir verið til, eru liðtir í útbreiðsiustarf- inu. Eitt slíkt stendur nti yfir og er það mjög f jöisótt. Kennarar á námskeiðttntim eru Þérir Kjart ansson og Oiga Magnúsdóttir. Allt bezta frjálsiþrótta fólk landsins mætist í keppninni: Reykjavík- Landið, sem hefst í dag —• MEO þessari keppni kemst gamall drattmur í framkvæmd, sagði Örn Eiðsson, formaður FBl, á fundi, sem stjórn FBl héit í fyrradag með fréttamönn- um til þess að kynna þeim frjáls- íþróttakeppnina Beykjavik — Eandið, sem fram fer á Laugar- dalsvellintim nú um helgina. Er þetta í þriðja skipti sem slík Elías Sveinsson, ÍB, — einn af máttarstólpum Beykjavikurliðsins. keppni fer fram. Hún fór fyrst fram árið 1952 og siðan árið 1953, en iagðist, þá út af, þrátt fyrir að hún þætti hin skemmtilegasta og ágæt afrek hefðu verið unn- in í henni. En nú hefur keppnin verið vakin upp og gerð um- fangsmeiri, þar sem nú keppa bæði karlar og konur og þrír keppendur verða í hverri grein frá hvorum aðila. Sérfræðingar í málefnum frjálsra íþrótta segja, að keppni þessi komi til með að verða það jöfn, að ekki skilji nema örfá stig að leikslokum. Geti hvor að- ilinn sem er unnið keppnina og ekki þurfi að verða nema eitt óhapp eða óvænt frammistaða í einni grein til þess að sköpum skipti. áherzlu að fá allt bezta frjáls- íþróttafólkið til keppni og það getur gert þetta mót að mesta frjálsíþróttamóti, sem haidið er hérlendis, sagði Sigurður Björns- son, sem átti sæti í framkvæmda- nefnd mótsins af hálfu FRl. Auk hans voru i nefndinni þeir Hákon Bjamason, tilnefndur af Frjáls- iþróttaráði Reykjavikur, og Sig- urður GeirdaJ, framkvæmda- stjóri UMFl. Völdu þeir þre- menningar lið „Landsins" . í keppnina, en hins vegar valdi stjórn FlRR lið Reykjavikur. Keppnin hefst kl. 13.30 báða dagana á Laugardalsvellinum, en keppt verður í einni grein á Melavellinum — sleggjukastinu, og fer það fram kl. 11 á sunnu- dagSmorgun. En vikjum örlítið að keppnis- greinunum: SPRETTHLAUPIN í 100, 200 og 400 m hlaupun- um verður Bjarni Stefánsson ugglaust öruggur sigurvegari og verður einkum spennandi að fylgjast með honum í síðast nefnda hlaupinu, þar sem hann er nýbúinn að setja glæsilegt Is- landsmet. Verði hagstæð skilyrði um helgina er ekki fráleitt að ætla að Bjarni bæti enn metið. Hann er geysilega öflugur hlaup- axi, harður af sér og skemmti- legur keppnismaður. Harðari barátta verður svo um næstu sæti miUi ungu mannanna og óhugsandi er að spá fyrir um röð þeirra. MILLIVEG ALEN GDIR 1 800 og 1500 m hlaupum er Ágúst Ásgeirsson liklegur sigur- vegari, en Sigvaldi Júlíusson og Böðvar Sigurjónsson kunna að veita honum keppni. AUir eru þessir piltar kornungir og i stöð- ugri framför, þannig að gaman er að fylgjast með þeim. LANGHLAUP Hinn nýbakaði fslandsmeist- ari í 10 km hlaupi, Jón H. Sig- urðsson, er mjög líklegur sigur- vegari í langhlaupunum, en hann virðist nú í ágætri æfingu og get- ur örugglega bætt tíma sína. Einar Óskarsson heitir ungur og efnilegur hlaupari úr UMSK, sem sennilega verður í öðru sæti í hlaupunum, og er ekki ólíklegt að hann bæti þau ágætu sveina- met, sem hann hefur sett i sum- GRINDAHLAUP 1 báðum grindahlaupunum eru Íslandsmetin i hættu og væri vissulega gaman ef bæði féllu á sama mótinu. Valbjörn skortir 1/10 úr sek á metið í 110 m grindahlaupi og Borgþór 1/10 úr sek á mettð í 400 m grindahlaupi. 'Sigurðiir Jónsson, HSK, — keppir i nokkrum greinum fyrir „Landið“. KÖSTIN Guðmundur og Erlendur verða örugglega yfirburðasigurvegarar í kúluvarpi, kringlukastt og sleggjukasti. Báðir hafa þeir náð ágætum afrekum í sumar. I spjótkastinu má hins vegar vænta mikils barnings og óvist hver sigurvegarinn verður. KVENNAGBEINAB Að öllum líkindum vinna stúlk- urnar utan af landi flestar kvennagreinarnar, en þess ber þó að geta og gæta, að Ármann er að koma sér upp harðsnúnu liði frjálsíþróttakvenna, sem vafa- laust geta sett strik i alla út- reikninga. BÚNINGAB Lögð hefur verið áherzla á að hafa liðin i samstæðum keppnis- búningum og gefur það keppn- inni skemmtilegri svip. Lið Reykjavíkur verður i bláum bol- um, en „Landsins" í hvítum bol- um og bláum buxum. ÖKEYPIS FYBIR UNGLINGA Stjórn FRl hefur ákveðið að hafa aðgang að mótinu ókeypis fyrir unglinga, sem fæddir eru 1959 og siðar. Er þetta gert til þess, að laða unga fólkið að sem áhorfendur, þannig að það kynn- ist þessari skemmtilegu íþrótta- grein. W.B.A. — Arsenal FORRÁÐAMENN sjónvarpsins I léku -mig grátt á laugardaginn var, en þeir gáfu mér þær upp- lýsingar tvívegis, að leikur Wals all og Aston Viila yrði þá á dag- skrá. En sjónvarpsherrarnir breyttu skyndilega dagsskránni og sýndu leik Leicester og Liver- pool í staðinn og urðu víst flest- ir ánægðir með þau skipti. Þó varð ég ekki alls kostar ánægð- ur með mitt hlutskipti, því að ég hafði tvívegis soðið saman kynn ingar á Walsall og Aston Villa, en hafði þó ekki erindi sem erf iði. Ég vona, að dagskcá sjón- varpsins fari ekki út af sporinu í dag, þvi að samkvæmt henni fáum við að sjá viðureign West Bromwich Albion og Arsenal, sem fram fór á leikveÍliW.B.A., The Hawthorns, á laugardaginn var. West Bromwich Albion var stofnað árið 1879 og hefur leikið í deildakeppninni frá upphafi. Félagið hefur einu sinni unnið 1. deild, árið 1920, en hefur tví- vegis hlotið efsta sætið í 2. deild. W.B.A. er einkum frægt fyrir frammistöðu sínar í bikar keppnum. Félagið vann bikar- keppnina árin 1888, 1892, 1931, 1954 og 1968, en hefur leikið til úrslita í önnur fimm skipti. Þá vann W.B.A. bikarkeppni deilda anna árið 1966 og hefur einnig leikið til úrslita í þewri keppni í tvö önnur skipti. W.B.A. hefur ekki staðið sig sem skyldi í deildakeppninni undanfarin ár, en nú vona forráðamenn félags- ins að þar verði breyting á á þessu keppnistímabtili. Félagið réð í sumar Don Howe sem fram kvæmdastjóra, en Howe var um árabil aðalþj álf ari Arsenal og af mörgum talinn sá, sem mestan þátt á í velgengni Arsenal að undanförnu. Eftirtektarverð- ustu leikmenn W.B.A. eru fram- herjarnir Jeff Astle og Tony Brown, en sá síðarnefndi var markakóngur 1. deilda-r á siðasta keppnistímabili. W.B.A. leikur í röndóttum peysum, hvítum og bláðum, og hvitum buxum. Arsenal er sennilega frægasta félag Englands fyrr og síðar. Félagið var stofnað árið 1886 og hefur leikið í 1. deild samfleytt siðan árið 1919 eða lengur en nokkurt annað félag. Arsenal hefur einnig unnið 1. deild oftar en nokkurt annað félag, eða átta sinnum, árin 1931, 1933, 1934, 1935, 1938, 1948 1953 og 1971, og er því núverandi Englands- meistari. Þá hefur félagið unnið bikarkeppnina fjórum. sinnum, árin 1930, 1936, 1950 og 1971 og hefur leikið til úrslita í keppn- inni í önnur þrjú skipti. Arsehal vann Borgakeppni Evrópu árið 1970 og er nú fulltrúi Englands í hinni eftirsóttú Evrópubikar- keppni. Arsenal vann það ein- stæða afrek á sl. vori að vinna bæði 1. deild og bikarkeppnina, en aðeins Tottenham hefur tek- izt að vinna slíkt afrek áður á þessari öld. Núverandi fram- kvæmdastjóri Arsenal er Bertie Mee, sem áður var sjúkraþjálfari hjá félaginu. Arsenal hefur löng- um átt mikilhæfa framkvæmda- stjóra svo sem Herbert Chap- man, George Allison og Tom Whittaker og nú hefur Bertie Mee bætzt i þann hóp. Eftirtekt- arverðustu leikmenn Arsenal eru Frank McLintock, fyrifliði liðs- ins og knattspyrnumaður ársins, markvörðurinn Bob Wilson, bak- vörðurinn Bob McNab, fram- vörðurinn Peter Storey og út- herjinn George Armstrong. Þess skai getið, að efnilegasti leikmað ur liðsins, Charlie George, er fjarverandi vegna meiðsla, og að Peter Simpson situr nú bekk varamanna í stað John Roberts, sem nú leikur sinn fyrsta leik á þessu keppnistimabili, en er annars welskur landsliðsmaður. Arsenal leikur í rauðum peysum með hvítum ermum og hvitum buxum. Lið W.B.A. þannig skipuð: og Arsenal eru W.B.A. Arseual 1. Cumbes 1. Wilson 2. Hughes 2. Rice 3. Wilson 3. McNab 4. Cantello 4. Storey 5. Wile 5. McLintock 6. Kaye 6. Roberts 7. Suggett 7. Armstron^ 8. Brown 8. Kelly 9. Astle 9. Radford 10. Hope 10. Kennedy 11. Hartford 11. Graham og og 12. Merrick 12. Simpson R. L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.