Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 21
MOR.GUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGtJK lt. SEPTEMBEK1971' 21 — Kvennasíða Framhald ai' bls. 12. mæli Edwards og áhugaleysi á þvi að stofna eigið fyrirtæki, sat hann uppi með verkstæðið. Hann hafði aldrei haft áhuga á karlmannahöttum og sneri sér þvi að kvenhöttum og réð til sín italskan hattameistara fyrir lítið kaup til þess að hanna og sauma fyrstu hattana. Síðan herti hann upp hugann og bauð kaupmönnum hattana til kaups. Þeir voru heldur tregir, en bentu honum á ýmsar breyting- ar, sem gera myndu hattana fallegri og seljanlegri. Edward sagði hinum ítalska hattameist- ara frá þessu, en sá varð æfa- reiður, og varð hinn versti við aðfinnslunum og sagði upp starf inu. Þá sat Edward uppi með hattana, og algjörlega reynslu- laus ákvað hann að reyna að breyta þeim sjálfur. Hann var listrænn og treysti því og ráð- leggingum kaupendanna. Honum líkaði þetta starf vel, fór aftur á stúfana með hattana til kaup- mannanna, sem voru hrifnir af breytingunum. Þetta var upp- hafið að velgengni hans. Hann leitaði víða að hug- myndum, fór á listasöfn, skoð- aði búninga, hafði augun opin fyrir nýjum stefnum í tízku og reyndi að hanna hatta, sem ekki voru of þungir. Hann benti á, hve þungir hattar voru áður fyrr, og kvað það ekki furðu, þótt konur hefðu þjáðst af höf- uðverk, þegar þær báru hatta, sem e.t.v. vógu 8 pund með öllu þunga skrautinu, sem var í tízku á tímum Játvarðanna. Á fjórða tug aldarinnar varð hann frægur fyrir hatt, sem var látlaus „spánskur" hattur með einu blómi, og sem hann nefndi „Valencia" eftir kvikmynd með sama nafni. Þessi hattur náði miklum vinsældum og allar kon- ur vildu eignast hann, og upp frá því var nafnið Edward Mann þekkt í Bretlandi og utan þess og er nú í dag vel þekkt um allan heim. í seinni heimsstyrjöldinni gekk fyrirtækið ekki eins vel, en ein- hvern veginn tókst fjölskyld- unni að halda því gangandi og alls kyns frumlegir hattar voru framieiddir þar úr öK'uim hugs- anlegum efnum. Enn jókst vegur þess, þegar Mann kom fram með hjálmlaga hattinn. Bæði Elízabet drottn- ing og Margrét prinsessa hafa borið hatta hans við ýmis tæki- færi, einkum blómahattana hans frægu. Kona hans hefur einnig átt sinn þátt í að auka á vinsæld- ir hattanna. Mann hafði lengi hugsað um stóru Kósakka-hatt- ana, og kom heim dág nokkurn með hatt, sem bar sterk ein- kenni þeirra. Þennan sama dag áttu þau hjónin að fara í boð, og bað Mann konu sína að bera þennan hatt. Hún ætlaði ekki að fást til þess, en lét til leið- ast, og var þá ekki að sökum að spyrja, allar konurnar urðu yfir sig hrifnar og Edward Mann hafði tekizt að skapa enn eina temmd. si"m rráði fe'lki’ieg- um vinsældum. Hann segist stundum finna það á sér, hvaða ein sérstök tegund komist í tizku. Það sé eins konar tilfinn- ing, sem hann hafi öðlazt eftir að hafa í áratugi kynnt sér tízku fyrirbrigði. Hann gerir sjálfur ekki mikið úr því, að hans eigin listrænu hugmyndir eigi mik- inn þátt í að móta tízkuna og ráði úrslitum um það, hvort einn hattur verður visæll eða ekki. Nú hefur hann starfrækt fyr irtæki sitt í 40 ár, og sjálfur er hann 65 ára gamall, en hann lætur engan bilbug á sér finna. Stráhattarnir hans hafa náð miklum vinsældum í Japan, háu hattarnir eru eftirsóttir af Þjóð- verjum, en ensku stúlkurnar eru himinlifandi yfir barðastóru, rómantísku höittum'im, Sjá'Jfur spáir hann því, að í haust verði i tízku hattar sem falli að and- litinu og myndi eins konar geislabaug um andlitið. þeir muni verða vinsælir við hátíð- leg tækifæri, t.d. brúðkaup, en litlu bjölluhattarnir skreyta höfuð ungu stúlknanna i litlu ,,heitu“ buxunum sínum — um allan heim. Skriístofustúlka óskast Þarf að geta annast erlendar bréfaskriftir. Upplýsingar sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ. m., merktar: „Vandvirk — 6623“. Hestaeigendur Gott. hesthús til sölu, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 50915 milli klukkan 7— 8 á kvöldin. BANDSÖC óskast til kaups. Upplýsingar í síma 52901, eftir vinnutíma í síma 23807. Kjötiðnaðarmenn Á mínum vegum er hér staddur J P. Ottó, kryddsérfærðingur frá HAGESÚD-KRYDDFVBIRTÆKINU og mun hann halda fyrir- lestur um krydd og notkun þess á mánudagskvöld 13 þ m. kl. 8 að Skólavörðustíg 16, skrifstofu Félags íslenzkra kjöt'ðnaðarmanna. HERVALD EIRlKSSON. HALLÓ Tvær rólegar stúlkur óska eftir 2ja til 3ja herbergja ibúð sem fyrst. Góð umgengni og skilvísri greiðslu heitið. V-msamlegast hringið i síma 84638. Nauðungaruppboð ■ Eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík fer fram opinbert uppboð að Siðumúla 30 (Vöku hf.) laugardag 11. september 1971 klukkan 13.30 og verða þar seldar eftirtaldar bifreiðar: R 155 — R 1676 — R 1679 — R 2214 — R 2630 — R 3278 — R 3422 — R 3871 — R 4290 — R 4694 — R 5033 — R 5210 — R 5420 — R 6053 — R 6121 — R 6971 — R 7652 — R 7844 — R 8117 — R 8851 _ r 10349 — R 10896 — R 11527 — R 12047 R 12065 — R 12370 — R 13031 — R 14276 — R 14506 — R 14823 — R 15000 — R 15087 — R 15168 — R 16107 — 16230 R 16514 — R 16955 — R 17194 — R 17956 — R 18355 — R 18771 — R 19155 — R 19205 — R 19467 — R 19644 — R 19807 — R 19850 — R 20518 — R 20590 — R 20605 — R 21701 — R 21878 — R 21990 — R 22777 — R 23240 — R 24043 — R 24645 — R 24956 — R 25109 — R 25324 — R 25362 — R 25856 — 4 skurðgröfur Ennfremur verða seldar eftir kröfu tollstjórans i Reykjavík, lögmanna, banka og stofnana eftirta.dar bifreiðar: R 2143 — R 3557 — R 4117 — R 6931 — R 7620 — R 10546 — R 10551 — R 10896 — R 11643 — 12651 — R 12887 — R 13222 — R 13398 — R 13537 — R 15573 — R 16542 — R 18554 — R 19892 — R 19917 — R 21698 — R 23270 — R 23471 — R 23760 — R 24350 — R 24741 — R 25208 — R 25467 — R 25526 — R 25856 — E 256 — G 3761 — Y 753 — svo og loftpressutraktor Rd 153 og vörubifreið óskrásett G.M.C. 690 Greiðsla við hamarshögg Ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðs- haldara. Bæjarfógetaembættið í Reykjavfk. FYRSTA SENDING — ÓBREYTT VERÐ Fyrsta sending væntanleg um miðjan september. Verð bílanna í þessari fyrstu sendingu verður óbreytt frá því í sumar. Pöntunum veitt móttaka nú þegar. Sunbeam er aflmikil og örugg fjölskyldubifreið. __________.- Ailt a sama Stað Lauyavegi 118-Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.