Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.09.1971, Blaðsíða 30
Á þessari mynd, sem tekin var í leik ÍA og Fram og lauk með sigri Fram 4—0, hafa Framarar skorað og fagna innilega, en varnarmenn Skagamanna eru að sama skapi niðurlútir. Verða þeir upplitsdjarfir eftir leikinn á sunnudag? Slagurinn um 3. sætið Fram og Akranes á sunnudag SENN fer að líða að lokum Is- iandsmótsins í knattspyrnu, þar sem aðeins er ólokið þremur leikjum í 1. deild og fer einn þeirra fram á sunmidag. I>á verð- ur leikið í 2. deiid um helgina, en þar hefur Víkingur þegar tryggt sér sigur, þótt nokkrum leikjum sé óiokið. I»á fer fram einn leikur i bikarkeppni KSl (meistaraflokkur), en þar hafa þrjú lið tryggt sér þátttöku í að- alkeppninni ásamt 1. deildar- liðunum: Isfirðingar, Völsungar og Þróttur frá Neskaupstað. Snúum okkur þá að ieikjum helgarinnar: Fram—lA: Á sunnudag leika á Laugardalsvellinum Fram og ÍA og hefst leikurinn kl. 16.30. Bæði liðin hafa átt misjafna leiki að undanförnu, þar sem Fram hefur tr.pað síðustu leikjum sín- um í mótinu, síðast á móti Breiðablik og Val, en Akurnes- ingar hafa gert jafntefli í tveim- ur siðustu leikjum sinum við KR og Breiðablik. Fyrri leik iið- Framhald á bls. 14. Danskar sigruðu — í heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu DÖNSKU stúlkurnar vörðu heimsmeistaratitiiinn sinn i knatt spymu, en heimsmeistarakeppn- in fór fram í Mexikó og er ný- iega lokið. Úrslitalcikurínn var milli Danmerkur og Mexikó, og Dómaramir sem dæmdu í heimsmeistarakeppninni fengu oft ærinn starfa, og bar þeim saman um að mun erfiðara væri að dæma leiki kvenfólksins en hjá karlmönntim, þar sem döm- uraar væru gjaraar á að láta hendur skipta ef þeim mislikaði eitthvað. Þessar myndir voru teknar í undanúrslitaleik italíu og Mexikó, og sýna hvernig stundum hitnaði í kolunum hjá stúlkunum. Allt hefur lent í upplausn og Maria Castelli reynir að gefa Silvin Zaragoza frá Mexikó ærlegt spark. Á neðri myndinni hafa dómarinn og vallarstarfsmaðiir gengið á milli og þurfti enginn vettlingatök til þess að fá stúlkurnar til þess að hætta að slást. sýndu þær dönsku mun betri knattspymu og sigruðu með þremur mörkum gegn engu. Það var fimmtán ára stúlka, Susanne Augustesen, sem skoraði öll mörk Dana í úrslitaleiknum, og þótti hún sýna sérstaklega góðan leik. Mikill áhugi var á úrslita- leiknum í Mexíkó og lögðu 120 þúsund áhorfendur leið sína á Aztec leikvanginn, þar sem leik- urirnn fór fram. Eðlilega hvatti mannfjöldinn sitt lið ákaft, en eftir að Auguste- sen skoraði sitt þriðja mark átti hún þó hug og hjörtu áhorfend- anna, enda sennilega fátítt að skora „hat trick“ í úrslitaleik í heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu. — Þetta var stórkostlegt, sagði Augustesen, eftir leikinn, — en bara að það haldist nú eftir að ég kem heim og mæti fyrir skóla- stjóranum mínum í Holbæk. Ég hafði nefnilega ekki fengið frí i skóianum nema til 28. ágúst, en nú er komið vel fram i septem- ber. Susanne sagði ennfremur að það sem sér hefði þótt einna skemmti legast við þessa keppni, hefði ver ið veizlan sem danska liðið hélt að ioknum sigri. Þar fékk hver stúika eina kampavínsflösku og steikt voru 36 kíló af fleski fyrir þá 125 sem þarna voru mættir. Þegar blaðamenn ræddu svo við foreldra Augustesen, kom fram að hún hefði byrjað að leika knattspyrnu, þegar hún var 4 ára að aldri. Hún vildi aldrei fara í kjóla, og mundi móðir hennar ekki eftir því að hún hefði farið í kjól síðan á ferm- ingardaginn sinn. Bezta knattspyrnustúlkan í heimsmeistarakeppninni þótti hins vegar Lis Lene frá Dan- mörku vera, og skoraði hún flest mörk fyrir Danmörku. Hennar var hins vegar vel gætt i úr- siitaieiknum, en við það fékk Augustesen aukið svigrúm. Forsalan gengur vel HIÐ heimsþekkta lið Totten- ham er væntanlleigt hingað eftír heligina og leiikur á þriðj udag við Keflivilkinga á LaugardalsveH inum, en leikur inn er liður í bikarkeppni Evrópusambandsdns „EUFA- CUP". Ekki er að efa, að knatt- spymuunnendur láta ekki þetta einstæða tækifæri til að sjá svo þekkt lið fram hjá sér fara, enda leika með Totten- ham margir af frægustu knattspyrnumönnum heims. Forsala aðgöngumiða að leiknum er hafin í tjaldi fyrir framan Útvegsbankann og þangað lögðum við leið okkar í gær. Sigurður Steindórsson var við afgreiðslu oig sagði hann að salan gengi vel og ef svo færi, sem horfði, þá yrðu alilir stúkumiðar uppseldir um helgina. Kvaðst hann bjart- sýnn á, að um 10—12 þús. mianns kæmu til að sjá leik- inn, en það færi að sjáMsögðu eftir veðri, hve aðsóknin yrði mikil. Bað Sigurður okkur að geta þess, að miðar yrðu seldir á Laugardalsvellinum milili kl. 15—18 á sunnudag og svo áfnam eftir helgina við Út- vegsbankann. Það var sitöðuigur straumur fólks að kaupa miða þessa stuttu stund sem við stönzuð- um hjá sölutjaldinu og tókum við þrjá þeirra tali: Kristján Steingrímsson 12 ára og leikur með F'ylki í 3. fl.: — Já, ég er alveig ákveðinn i að sjá Tottenham. — Hvernig heldurðu að ieikurinn fari? — Ætli Tottenham vinni ekki 4:1 skulum við segja. Guðmundur og Bjarni sigruðu — á íþróttamóti í Innsbruck Sigurgeir Bóasson: — Jú, ég fler stundum á vöHinn og sé heiztu leilkina. — Heldurðu að Kefiavík vinni Tottenham? — Nei, ég reikna ekki með því. Ég spái, að Tottenham sigri með 3:0. Birgir Sigurbjörasson: — Ég hef unnið úti á landi í sumar, en fer alltatf á vöii- inn, þeigar ég er í bænum. — Og þú ætlar að sjá Tott- enliam? — Já, það var meiningin. — Þú ert með merki Leeds í barminum. Er það uppá- haidsliðið þitt? — Já og þeir eru langbezta liðið og vinna 1. deildina núna. — En hvað með Totten- ham. Heldiirðu að þeir vinni Keflvíkinga? — Já, Tottenham vinnur 3:0. — Þetta var ljómandi skemmti leg ferð, og móttökumar voru frábærlega góðar, hvar sem við fórum, sagði Guðmundur Her- mannsson, en hann kom heim i gær ásamt Bjarna Stefánssyni úr keppnisferð, sem hófst með þátttöku í „Beynslu-Ólympíiileik- unum“ S Múnchen. — Ég er þess fuilvisis, sagði Guðmundur, — að öll aðstaða á Ólympíuteikunum verður stór- kostlieg. Maður gat nokkum veg- inn séð þau mannvirki, sem væntanteg eru, en allmikið virð- ist þó ógert. Framkvesmdirn- ar spanna yfir marga þætti, og má t. d. nefna, að þeir virðast vera að bylta öllu ve'gakerfinu I borginni, tii hagsmuna fyrir Ólympíusvæðið. Þeir Bjarni og Guðmundur kepptu á tveimur íþróttamótum, auk mótsdns i Múndhen og voru siigursælir. Frá úrs'litum í fyrra mótinu, sem þeir kepptu í, hefur verið skýrt, en í fyrrakvöid tóku þeir svo þátt i íþróttamóiti 1 Innsbruek í Austurríki, ásamt indversika íþróttafólkinu, sem komið hatfði tii „Reynsiu-ÓOymp- íuleikanna". Bjami siigraði í 100 og 200 metra hlaupum á 10,7 sek. og 21,7 sek., og Guðmundur sigraði í kúluvarpi, kastaði 17,50 metra, en annar í keppninni varð Indverji, sem kastaði 16,02 m. Sá er Asíu-met'hafi, og á bezt 17,24 metra. 1 Aðspurður um keppnina I Múnchen, sagði Guðmundur að svo merkilegt sem það væri, þá hefðu flestir kúiuvarparamir verið langt f!rá sinu bezrta — ailt að 2 metrum. — Þó var mjög gott að kasrta þama, sagði hann. Að lokum spurðum við svo Guðmund, hvort þessi ferð til Óiympíuieikvanigsdns hefði ekki kveikrt í honum, að reyna að komasrt þangað aiftur næsrta sumar: — Á því er enginn vafi, sagði Guðmundur, — og nú er bara að vona að áhuginn haidist í vetur, þannig að æfingamar verði i laigi, sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.