Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR
216. tbl. 58. árg.
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Óvissan eykst
enn í Peking
| Beðið um
i skýringu
| LEONID Brezhnev, foringi
( sovézka kommúnistaflokksins,
/ og Tito forseti héldu áfram
J viðræðum símiríi í gær og
ræddust við í veiðikofa um
áætlanir um bætta sambúð
Sovétríkjanna og Júgúslavíii.
Samkvæmt júgóslavneskum
heimildum hefur Tito reynt að
fá nánari skýringar á ummæi
um er Brezhnev hefur viðhaft
og virðast benda til þess að
Rússar ábyrgist að hlutast
ekki til um innanlandsmál
•Júgóslavíu, en jafnframt hef-
ur liann lagt fast að Júgóslöv
um að fylgja meir fordæmi
Rússa i utanrikismálum. Til-
kynningar um framtíð storma
samrar sambúðar Rússa og
Júgóslava er að vænta um
helgina.
Peking, 24. sept. — NTB-AP
KÍNVERSKIR embættis-
menn í Peking hafa sagt full-
trúum erlendra ríkja að ein-
hvern næstu daga verði gef-
in opinber skýring á því
hvers vegna aflýst hefur
verið hátíðarhöldum á þjóð-
hátíðardegi Kínverja 1. okt.,
að því er segir í skeyti frá
fréttaritara frönsku frétta-
stofunnar AFP í Peking, Je-
an LeCIerc du Sablon.
Erlendir fulltrúar hafa verið
beðnir um að hætta öllum bolla
ieggingum um orsakirnar og bíða
skýringa-nnnar í staðinn. Þó er
ekkert lát á vangaveltum og
nýtur sú skoðun mests fylgis að
ástæðan sé vaxandi spenna á
landamærum Sovétrikjanma og
Kina.
Japanskur fréttaritari hefur
það eftir kínverskum yfirvöldum
að efnahagserfiðleikar séu höf-
uðástæðan, og sömu heimildir
heima að Mao Tse-tung sé við
ágæta heilsu. ítalski sendiherr-
ann í Peking, Folco Trabalza,
sagði í dag að ástandið í Kína
virtist eðlilegt þrátt fyrir frétt
ir um að Mao væri alvarlega veik
ur eða jafnvel látinn. Aðspurður
hvers vegna spjöld með myndum
af Mao hefðu verið tekin niður
Framh. á bls. 19
Spjöll í
kirkju-
garði
Gyðinga
MÚNCHEN 24. september — AP.
Lögreglan tilkynnti á föstudag,
að skemmdarvargar hefðu velt
um eða skemmt sextíu legsteina
í kirkjugarði Gyðingaí Múnchen.
Lögreglan sagði, að þetta hefði
gerzt einhvem tírna milli 17. og
19. september, en hún hefði ekki
fengið fréttir af því fyrr en nú.
í>að voru aðeins litlir legsteinar
sem ráðizt var á, sem þykir
benda til, að annaðhvort hafi að-
eins einn maður verið á ferðinni
eða þá unglingar. Ek'ki fundust
nein slagorð máluð í kirkjugarð-
inum eins og oft hefur verið
í svipuðum tiLvikum.
Rússneski leyniþjónustumaðurinn sem flúöi;
Tók með sér áætlanir um njósnir
og skemmdarverk í Bretlandi
— 105 Rússar reknir heim
— fá ekki að senda menn í þeirra stað
London, 24. sept. — AP
BREZKA utanríkisráðuneyt-
ið hefur skýrt frá því að
rússneski leyniþjónustumað-
urinn sem flúði til Bretlands,
hafi ekki aðeins haft með sér
lista yfir njósnara þar, held-
ur einnig áætlanir um hvern-
ig ætti að koma „skemradar-
verkanjósnurum“ fyrir í
brezkum iðnaði og víðar.
Alls verða 105 sovézkir
borgarar reknir frá Bret-
landi og Rússar fá ekki að
senda fólk í staðinn fyrir þá
sem reknir verða heim. Þetta
eru um 20%c þeirra 550
manna og kvenna sem til-
Baunsgaard kannar stjórnarmyndun;
Stjórn fjögurra flokka
mynduð í Danmörku?
Veltur á afstöðu jafnaðarmanna fyrramálið fund með foringja
þeirra, Jens Otto Krag og
öðrum forystumönnum flokks
ins.
Foringi jafnaðarmanna á þingi,
Per Hækkerup, fyrrum utanrík-
isráðherra, sagði i kvöid að
flokkurinn niundi leggjast gegn
myndun stjórnar á breiðum
grundvelli, en áður hefur verið
um það rætt að slík stjórn yrði
kölluð Efnahagsbandalagsstjórn.
Ógerningur var að spá nokkru
um skipun nianna í ráðherra-
stöður í slikri stjórn ef jafnaðar-
menn fengjnst til þátttökn.
Þótt konungur hafi falið
Baunsgárd að kanna stjórnar-
myndun er þar með ekki sagt
að hann verði í forsæti nýrrar
ríkisstjórnar. Baunsgárd var að
þvi spurður þegar hann kom af
Franih. á bls. 19
Kaupm.hofn, 24. sept. NTB.
FRIÐRIK konungur fól í dag
Hilmari Baúnsgárd, forsætis-
ráðherra, að reyna myndun
ríkisstjórnar fjögurra stærstu
flokkanna, jafnaðarmanna og
ííélge
Larsen
féll
í KOSNINGUNUM í Dan-
mörku urðu miklar breyting
ar á maninaskipan, og þótt enn
liggi ekki Ijóst fyffir hvernig
stjornarflokkanna þriggja,
íhaldsflokksins, Vinstri flokks
ins og Róttæka vinstri flokks-
ins. Myndun slíkrar stjórnar
veltur á afstöðu jafnaðar-
manna og Baunsgárd heldur í
nýja ríkisstjórnin verður skip
uð, er Ijóst að ýmisir þekktir
stjórnmálamenn munu víkja.
Einn þekktastur hér á landi er
iiklega Helge Larsen, mennta
málaráðherra, sem féll í sínu
kjördæmi. Úrslit kosninganna
hafa í för með sér að hann
dettur nú skyndiiega út úr öil
um stjórnmálum.
heyra sovézka sendiráðinu,
en sum þeirra hafa unnið
fyrir rússneska flugfélagið
Aeroflot og rússneska bank-
ann í London.
Ekki hefur verið skýrt frá
nafni leyniþjónustumannsins sem
gaf brezku stjórninni þessar upp
lýsingar, en hann mun háttsett-
ur i KGB, sem er rússneska ör-
yggislögreglan, og sem fer með
öll njósnamál bæði innan Sovét
ríkjanna og erlendis.
f tilkynningu brezku stjórnar-
innar segir að hún hafi oftar en
einu sinni snúið sér til sovézku
Framh. á bls. 19
Brandt fékk
utan undir
MUNCHEN 24. sept., AP, NTB
Ungur maður gaf Willy
Brandt kanslara utan undir í
Múnclien í dag og sagðist
með því vilja hefna fyrir
stefnu kanslarans gagnvart
Austur-Evrópuríkjunum. Lög-
regluforingjar yfirbuguðu á-
rásarmanninn og leiddu hann
á brott, þótt kanslarinn hróp-
aði: „Sleppið honum, þetta er
bara ungur ofstækismaður.“
Kanslarinn virtist nokkuð
miður siín eftir atburðinn,
sem gerðist skömmu eftir
að sjónvarpsmenn höfðu átt
viðtal við hann fyrir framan
byggingu undirbúningsnefnd-
ar Ólympíuieikanna í Múnch-
en. Gömul kona haíði heilsað
Brandt með handabandi, þeg-
ar ungi maðurinn ruddist
gegnum hóp blaðamanna og
greiddi kanslaranum bylm-
ingshögg í andlitið.
Árásarmaðurinn reyndist
vera 24 ára stúdent, Viktor R.
Gislo, sem leggur stund á
stjórnvisindi, og hefur verið í
framboði til þingsins í Bæj-
aralandi fyrir flokk öfga-
fullra þjóðernissinna, Þjóð-
lega demókrataflokkinn, NTB.
Brandt var hinn rólegasti og
kveikti sér í smávindli, þeigar
hann hafði beðið lögreg'lufor-
ingjana, sem voru í fylgd mcð
honum, að sýna árásarmann-
inum ekki hörku.
Framliald á bls. 19.