Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBL.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971 7 Opna nýja verzlun . Andersen og Lauth opnuðu í gærmorgun nýja sérverzlun að Áifheimum 74 í nýja Silla og Valda húsinu. Er þetta þriðja verzlunin sem Andersen og Lauth opna. Hinar eru á Vestur- götu 17 og Laugavegi 39. Fyrir- tækið hóf göngu sina árið 1913 og hefur því séð tvenna tíma. Eigendur eru núna hlutafélagið Andersen og Lauth h.f. Stjórn- arformaður þess er Helgi Eyj- ólfsson. Ragnar Guðmundsson eftirlitsmaður sagði í tilefni af opnuninni: Tilgangurinn með að opna þessa verzlun er sá að auka þjónustuna við viðskiptamenn okkar, þá sem búa utan við bæ og eins til að menn þurfi ekki að hafa eins mikið fyrir bíla- stæðum, sem þarna eru næg fyr- ir hendi. Verzlunarstjóri er Einar Ágúst Kristinsson og hef- ur hann starfað í verzluninni á Vesturgötu fram til þessa. Ragnar Guðmundsson sagði, að fyrirtækið legði áherzlu á vandaða vöru og ailan karl- mannafatnað, sem sifellt er að færast i nýtt form. GANGIÐ ÚTI 1 GÓÐA VEÐRINU FRÉTTIR Ljósmæðrafélag; Islands heldur félagsfund, mánudaginr. 27. sept. kl. 20.30 að Hótel Sögu. Stjórnín. Blöð og tímarit Sjómannablaðið Víkingur 7.—8. tbl. er komið út. Efni m.a.: Ný ríkisstjórn: Örn Steinsson. Hugisjiónir og veru- leiki: Guðlfinnur Uorbjörnsson. Vönduim fisktframleiðsluna: Bergsteinn Bergsteinsson fisk- matsstjóri. Sparisjtóður vélstjóra í nýjum húsakynnum. Ömurleg hrakningasaga frá tímum segl- skipa: Hallgrimur Jónsson þýddi. Hin aidna kempa, Elís- berg Pétursson: Heligi Hallvarðs son skipherra. Fjarlæg saga um örlög á sjö og móðurást: Örn Steinsson þýddi. Nokkrar ritgerðir nemenda Stýrimanna- skólans i Reykjavi'k. Framhalds saigan Mary Deare: framhalds- sagan. Ekíki mó tæma auðlindir hafsins. Eggjahvítuefni og fisk- mjölsflramleiSsla: dr. Jónas Bjarinason. Frívaktin o.fl. GAMALT OG GOTT Skyrgerð Um meðferð vinstrar hef ég áður getið að því undan skildu að vinstrin var blásin upp. Und- anrenna var flóuð (látin sjóða) síðan kæld þar til hún yljaði að eins litla fingur. Þá er hleypir- inn þannig: Kál'fs vinstur heíur verið bleytt upp í þriggja marka skál og engin óhreinintii látin kom- ast að. Nú er tekin 1 matskeið stór, af góðu, nýju skyri, látin í skál og þar í eru látin 3 matsk. af hleypi og hrært mjög vel, þynnt út með voigri mjóikinni þar til þetta verður mjög þunnt. Þetta nægir i 45 1 sem standa tilbúnir í keraldinu. Hleypirinn (þéttinn) er nú hrærður út í mjólkina þannig að mjó ausa sem nær í botn keraldsins er not uð og hrært í hring meðan þétt- inn er látinn renna hægt í mjólk ina. Við þetta myndaðist gráða- kúla í mitt keraldið við botn- inn, sem sagt þangað safnast öll óhreinindi sem kunna að vera i mjólkinni. Hlemmur látinn yfir og bíður svo næsta dags, ef lægð myndast í miðju sem mysa er í bendir það á góðan árangur. Lát ið í skyrsíu á grind, síað þar til skyrið þykir hæfilega þykkt. Þetta var skyrgerð á Bjólu í Holtum. (Frá Unu Einarsdóttur). Réttarfar Vorið 1618 sendi Kristján IV. konungur herskip hingað til lands og með því tvo fulltrúa sina, Friðrik Friis af Hasseiag- er og Jörgen Wind. „Þeir höfðu konungsvald og bréf að dæma yfir öllum málum á hverja sem borið var, andlega eða verald- lega, eður kaupmenn. Þeir dæmdu tveir í Jögréttu aílra manna mál um sumarið, og þóttust þá flestir ekki ná ís- lenzkum lögum, sem stundum hefir þó nokikuð hætt við að or- sakaðist af deilum höfðingja hér; en þó var það raunar sann- ara um þá, að þeir fylgdu lög- unum freklega og veiktu nokk- uð svo hinn innlenda sið“ (Esp.) Um þessar mundir var sá prestur á Staðastað er Guð- mundur Einarsson hét. Hann var frændi Guðbrands biskups ÞorHákssonar og hafði lært i Hóiaskóla, fór síðan til háskól- ams og lauk þar embættisprófi 1595. Varð hann þá rektor á Hólum, fékk vonarbréf fyrir Staðastað 1603 og fékk staðinn 1605. Kona hans var Elin Sig- urðardóttir sýslumanns á Reyni stað og var hún systir Jóns lög- manns Sigurðssonar. Séra Guð- mundur var talinn mjög vel lærður, kennimaður góður, rögg samlegur og hreinskilinn, en kaliaður nokkuð féfastur. 1 lögmannatali, sem séra Jón Halldórsson i Hítardal ritaði, er þessi frásögn: — 1 tíð séra Guðmundar próf- asts á Staðastað var vetrartöku maður hjá honum 5 vetur (1611— 1616), enskur maður að nafni John Gey eða Giæ. Kvaðst hann vera ókvæntur, en var kvæntur í Englandi. Varð það þá um sumarið 1616, að Ingunn Oddsdóttir, vinnukona á Staða- stað, kenndi honum bam, en hann þverneitaði því með mörg- um illum orðum og óviðurkvæmi legum, en fékk þó alligóðan vitnisburð hjá séra Guðmundi fyrir meiniausa hegðun og við- kynninigu. Var máli þessu svo skotið til úrskurðar lögmanns (Jóns Sigurðssonar), er tók eið 1617 af Ingunni einni, án þess að tvær eiðakonur sværu með henni. Og er það kom fyrir herramennina Friðrik Friis og Jörgen Wind á alþingi 1618, þótti þessi aðferð lögmanns lög- um gagnstæð, en Jón Gey ját- aði þá brot sitt fyrir herra- mönnunum og að hann væri kvæntur í Engiandi. Var hann nú dæmdur til hýðingar fyrir hórdóm, og hegningin á hann löigð þar á þinginu. Jón Sigurðs- son var dæmdur frá lögmanns- á 17. öld embættinu fjn'ir hórdómsbrot og óviðurkvæmilega leynd í sam- bandi við það, en séra Guð- mundur á Staðastað, mágur hans, var dæmdur frá prestskap fyrir leynilega aflausn barnsmóð ur lögmanns. Þá er Jón Gey, sem gat taflað bjagaða íslenzku, kom heim af þessu þingi eftir hýðinguna, og var að venju spurður um, hvað þar hefði gerzt, svaraði hann: — Þar fengu aflflir noek, jón misste lögmann sín, Gvönd- ur misste presten sín, og eg misste húðin mín! Herramennirnir fóru utan um haustið og þá sigldi flíka séra Guðmundur á Staðastað til þess að reyna að fá uppreist. Sat hann þann vetur í Kaupmanna- höfn, en var engu nær um hvemig máli sinu mundi reiða af. Um vorið fór Friðrik Friis hingað að nýju og með sama skipi fór séra Guðmundur á Staðastað. Friðrik Friis hafði þá fengið þau völd af konungi, er enginn höfuðsmaður hafði áð ur haft, því að hann mátti skipa öllum hflutum eftir vild sinni. Hann tók sótt i hafi og bjóst við dauða sinum. Lét hann þá kalfla til sín séra Guðmund og bað hann að veita sér þjónustu, þvi að hann hefði fengið upp- reist og héldi stað og embætti. Friis komst þó að Bessastöðum, var þar þrjár nætur og andað- ist síðan. Hann var grafinn á Bessastöðum, en árið eftir var kista hans grafin upp og flutt til Danmerkur. Séra Guðmundur tók við Staðastað að nýju og hélt stað- inn til æviloka (1647). Hann var prófastur í Snæfells- nessýslu frá 1624 til ævifloka. Hann var latinuskáld, og eftir hann er til ritgerð á latinu um handtöku Jóns biskups Arason- ar. Hann átti nokkrar dætur með konu sinni: Ólöfu er átti séra Þorlák Bjamason að Helga feilll, Helgu er átti séra Torfa Snæbjarnarson á Kirkjubóli, Sólveigu er átti Jón Steindórs- son að Knerri, Guðriði er átti barn í föðurgarði, en giftist síð- an Hákoni Árnasyni í Syðri Görðum i Staðarsveit. Frá horfnum tíma KEFLAVlK IVIICHELEIM Kona óskast til @ð gæta tveggja bama fyrir hódegi í vetur. Uppl. í S'íima 2349. dekik á felgu, tapaðist á leið- inni Reykjavík — Akureyri. Finnandi vinsamlega hringi í síma (96)-11520. Fundarlaun. TIL LEIGU ÍBÚÐ — 12 ÞÚSUND 5 berb. ibúð í Kópavogi, Aust urbæ. Fyrirframgreiðsla. — Uppl. í sima 41488. Vi'l taka á leigu góða 4ra—5 benb. íbúð strax fyrir 12 þús- und mánaðargreiðslu. Uppl. 1 síma 23071. CORTIIMA UNGUR MAÐUR ángerð 1966 í góðu ástandi til sölu. Uppl. í síma 36245. lagiherrtur, óskar eftir inni- vinnu í vetur. Hefur lands- próf Uppl. í síma 40116. HÚSNÆÐI ÓSKAST Nýútskrifaður verkfræðingur óskar eftir 3ja—4ra herbergja íbúð, ekki kjallari. Hjón með 8 mánaða barn. Uppl. í sima 12860. IBÚÐ TIL LEIGU Tiil leigu 3ja herb. íbúð, að- eims barnlaust fólk kemur ti'l greina. Leigjist til 1 árs. Fyr- iirframgreiðsla. Sími 34806 eftir hádegi. HEILSUVERND Námskeið í tauga- og vöðva- slökun, öndunar- og léttum þjálfunaræfiingum, fyrir konur og karla, hefjast mánud. 4. októiber. Sími 12240. Vignir Andrési&on. ATVINNA ÓSKAST Ungur reglusamur maður ósk ar eftir atvinnu upp úr míðj- um okt. Margt kemur tifl gr. Hefur meira próf bifreíðastj. Uppl. í síma 19723 laugard. kl. 9—11 og 1—3. iesið IHorgtmMníitb DRGlEGfl ÍBÚÐ I TVO MÁNUÐI 2ja herb. ibúð óskast til leigu frá 1. okt til nóv.-loka. Þarf að vera búin húsgögnum. — Uppl. i síma 24324 (Keflavík- urflugv ), 5176 heima eða 6226 vinnusími. Ken Ludden. Danskennslan hefst 4. október. Kennt verður á mánu- og miðvikudögum. Barnadansar, gömludansar, þjóðdansar. Byrjendur, framhald. Kennsla í flokkum fullorðinna fer fram i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu og barnaflokka að Fríkirkjuvegi 11. Innritað verður að Fríkirkjuvegi 11 laugardaginn 25. september klukkan 2—6. Upplýsingar í síma 83016. _______________________ Þjóðdansafélagið. Látið ekki happ úr hendi sleppa Bilasýning í dag frá kl. 10—19. Nýlegir bílar COROLLA CUPI, árgerð 1971 Verð 310 þúsund. FIAT 125 special með vinyltopp, árgerð 1970. Verð 350 þúsund (skipti). FORD CAPRI X L 1600, árgerð 1971. Verð 370 þúsund. (Samkomulag). B.M.W. 1600, árgerð 1971. Verð 380 þús. (skipti). VOLVO 142, árgerð 1970. Verð 360 þúsund. MUSTANG, árgerð 1965, nýinnf.uttur. SAAB 99, árgerð 1970. Verð 390 þús. (samkomulag). CORTINA G, 4ra dyra. árgerð 1971. Verð 275 þúsund (skipti). VOLKSWAGEN 1302 FS. órgerð 1971 Verð 266 þús. Eldri bílar AMERÍSKiR BlLAR, töluvert úrval. LANDROVER, árgerð 1966. Verð 175 þúsund. WILLY'S-jeppi, árgerð 1966. Verð 160 þúsund. MOSKWITCH, árgerfðir 1967 og 1968. (samkomulag). VOLKSWAGEN Fast back. 1968. Verð 265 þús. (Skipti á Volvo 144). VOLKSWAGEN Fast back, 1967. Verð 220 þúsund. (Samkomulag). Bilar á mánaðargreiðslum. BÍLASALAN HAFNARFIRÐI, Lækjargötu 32, sími 52266.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.