Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971
Úttekt leikgagnrýnandans
1. viðtal: Þorgeir Þorgeirsson
— Þú varðst stúdent 1953, ef
ég man rétt.
— Já.
— Og fórst utan til Vínar
haustið 1953?
— Já.
— Varstu búinn að ákveða
hvað þú ætlaðir að ge-ra?
— Ég ætlaði að verða rithöf-
undur og fór því i sálarfræði og
listasögu. Veturinn fór svo í að
gera mér grein fyrir, að háskóli
væri ekki neitt fyri.r míg.
— Hvað tók þá við?
— Upp úr þessu fór ég að hafa
meiri áhuga á kvikmyndum og
ýmislegt var að gerast í kjall-
araleikhúsunum í Vm eins og þú
manst.
— Hvert stefndirðu þaðan?
— Frá Vín fór ég til Parísar.
— Og dvaldir þar lengi
— Nokkra mánuði fyrst — að
mestu í bíó.
— Náttúrlega oft í kvik-
myndasafninu.
— Já, bæði þá og seinna, þeg-
ar ég kom aftur til Parísar vet-
urinn ’55—’5€, þá sá ég yfirleitt
2—3 sýningax á dag i heilt ár
og var auk þess síðdegis á nám-
skeiði hjá franska sjónvarpinu.
— Og hvað lærðirðu helzt þar?
— Þetta var þjálfuna>rnám-
skeið, sem sjónvarpið hélt, það
var að auka mikið starfsemi sína
um þetta leyti og hafði mjög ár-
angnrsrík námskeið í gangi. Við
vorum þjálfuð í 12 manna hóp-
~um. Nær eingöngu praktisk verk
efni, lítil theoria, maður fékk að
þefa af öllu, leika, stjórna, kvik-
mynda, semja handrít. Þetta var
mjög skemmtilegur tími. En eft-
ir þetta hraðsuðunámskeið fannst
mér ég þurfa á alvarlegri mennt-
un á þessu sviði að halda og það
tók ekki nerna 2% ár að útfylla
rétta pappíra til að kom.ast í
kvikmyndadeild listaháskólans í
Prag þar sem ég lærði ’59—’62.
— Fínnst þér þú enn vera bú-
inn að melta allt sem þú sást
þessi ár sem þú varst svo tíður
gestur í kvíkmyndasafninu í
Pa.rís?
— Engan veginn. Það að sjá
skipulegar sýningar á því sem
gerir samhengið í kvíkmynda-
sögunni er í rauninni það eina
vegamesti sem varir, sem endist,
því það er fyrst og fremst
reynsla.
— En það er reynsla af ár-
angri annarra, sem maður á eng-
an þátt í sjálfur, en maður endur
tekur kannski að vissu leyti
seinna?
— Það sem ég lærði fyrst og
fremst á kvikmyndasafninu var,
að það er til skynjun og tjáning
á veröldinni í kringum okkur,
sem er fyrst og fremst mynd-
ræn. Og það ea- mikil uppgötv-
un fyrir mann runninn upp úr
jafn einhæfri bókmennta- og
orðadýrkun og svokölluð íslenzk
menning er.
— En hvað gerðirðu þessi 2%
ár?
— Ég beið og vann fyrir mér.
Var næturvörður, kennari, síld-
arverksmiðjujaxl, til sjós, þýddi
og skrifaði.
-— Og heldurðu ekki að þú haf-
ir haft gagn af því?
— Ég held að ég hafi fengið út
úr næturva.rðarstarfinu það sem
ég ætlaði að fá út úr sálarfræð-
inni.
— Hvernig var þetta nám i
Tékkóslóvakíu ?
— Á þeim tíma útskrifaði skól
inn hvern árganginn öðrum betri,
þrátt fyrir alls konar ofstjórn og
höft — vegna þess, að það voru
fyrst og fremst nemendurnir,
sem sköpuðu andrúmsloft skól-
ans og enginn fór í grafgötur
um það, að þeir höfðu meiri
áhuga á kvikmyndagerð en hug-
myndafræðílegum forskriftum.
Það eru fyrst og fremst nem-
endumir, sem skapa listaháskóla
en ekki kennaramir.
— Og frelsið hefur verið nóg
til þess að menn fengju að njóta
sin?
— Ég held að sá hópur, sem var
meára og minna samtímis més: í
kvikmyndaskólanum og stund-
um gengur undir nafninu „tékkn-
eska nýbylgjan" hafi átt sinn þátt
í því að sprengja kreddumar ut-
an af tékkneskum listum á tíma-
bilinu ’64—’68.
— Við vitum hvernig það fór?
— Já, um það vitum við
minnst enn.
— Þú meinar hvað á kannski
eftir að verða?
— Ég hef minní en enga til-
hneigingu til að líta á Tékka sem
sigraða þjóð, þvert á móti vil ég
líta á þá sem siguavegara.
— Það er nú djúpt á þessu en
skílst kannski. Hvað fannst þér
þú helzt hafa lært í Tékkósló-
vakíu?
— Það sem ávannst í Tékkó-
slóvakíu var að koma skipulagí
á þekkingu mína í kvikmynda-
gerð auk praktískrar reynslu —
og mér fannst ég vera reiðubúinn
að leggja út í starf.
— Og hvað varð svo um störf
þegar þú komst heim?
— Hvað skal segja? Ég hef
sjálfur gert 4—5 stuttar myndir,
einhvers konar heimildarmynd-
ir og tekið þátt í framleiðslu
nokkurra annarsra.
Finnst þér það ekki vera
lítill afrakstur 9 ára?
— Hann er minni en lítill, hann
er enginn.
— Það er erfitt að vera kvik-
myndamaður á íslandi.
— Hvergi auðveldara. Hvcvgi
til fieiri afsakanir fyrir þvi að
gera ekki neitt. Hins vegar er
mjög erfitt að vera stjómmála-
maður á Íslandí. Við þurfum að-
eins smávægilegar skipulagsað-
gerði.r löggjafarvaildsins, sem fyr
ir löngu er búið að gera í ná-
grannalöndum okkar til þess að
það verði bæði erfitt og skemmti
legt að vera kvikmyndagerðar-
maður á fslandi. Það er búið að
jarma og nauða í ráðamönnum
í bráðum áratug að gera þessar
breytingar, allir virðast sam-
mála um að það þurfi að gera
Framh. á bls. 23
Gangrýni rannsóknarmanna
— á ráðstefnu OECD ráðstefna OECD hafi sýnt, að
talsvert hafi þokað í samkomu-
1 frásögnum fjölmiðla kom _ lagsátt og að ágreiningslaust sé
‘ nú um veigamikil atriði.
I SAMBANDI við skýrslu þá um
íslenzk vísindamál, sem starfs-
menn OECD lögðu fram á ráð-
stefnu fyrr í vikunni, var þess
getíð í sumum f jökniðlum, að ís-
lenzkir rannsóknamenn hefðu
haldið uppi sterkri gagnrýni,
bæði á vinnubrögð við gagna-
söfnun, svo og niðurstöður.
Morgunbiaðið leitaði frekari
upplýsinga um þessi atriði hjá
tveimur fulltrúum rannsókna-
manna, þeim dr. Ragnari Ingi-
marssyni og ÞorvaJdi Búasyni.
Þeir sögðu m.a.:
þessi gagnrýni rannsóknamanna
fram ein sér og fékk því annar-
lega áherzlu. Við teljum rétt að
undirstrika þá staðreynd, að
rannsóknamenn sem heild hafa
orðið að berjast harðri baráttu
til þess að fá áheym í þeim um-
ræðum, sem lengi hafa staðið yf-
ir hér á landi um skipulagsbreyt-
ingar í rannsóknamálum. Hins
vegar viljum við ekki, að ástand-
ið sé túlkað á þann veg, að um
ósættanleg sjónarmið sé að ræða.
Skoðun okkar er sú, að umrædd
í nefnd, sem nú er starfandi
og hefur það hlutverk að gera
tillögur um nýtt skipulag í rann-
sóknamálum, eiga sæti þrír aðil-
ar: framkvæmdanefnd Rann-
sóknaráðs ríkisins, einn af for-
stjórum rannsóknastofnana at-
vinnuveganna og við tveir sem
fulltrúar rannsóknamanna. Þótt
sjónarmið hinna þriggja aðila,
sem að nefndinni standa, hafi í
upphafi verið ólik, teljum við að
viðhorfin hafi breytzt nokkuð,
þannig að ástæða sé nú til bjart-
sýni um, að samkomulag muni
nást um þau atriði, sem enn er
ágreiningur um, og snerta meðal
annars hlutverk og skipan Rann-
sóknaráðs og hlut rannsókna-
manna í stjóm eigin mála.“
Þeir Ragnar og Þorvaldur
sögðust ennfremur vilja leggja
áherzlu á, að margt hefði komið
fram á ráðstefnu OECD, sem
ástæða væri til að fagna. Hinir
erlendu gestir hefðu áréttað
mjög eindregið mörg jákvæð
sjónarmið. Þeir hefðu t.d. tekið
mjög ákveðið undir það, að auka
þyrfti fjárveitingar til rann-
sókna. Einnig hefðu þeir lýst
ánægju sinni með þá samvinnu,
sem nýlega hefur tekizt með
rannsóknastofnunum atvinnuveg
anna og Háskóla Islands, Orku-
stofnun og Náttúrufræðistofnun
Islands. Á slik samvinna vonandi
eftir að stóraukast, öllum aðilum
til góðs.
Á ráðstefnunni var beint
hvatningarorðum til rannsókna-
manna um að efla vírka kynn-
ingu á starfi sínu til að sannfæra
þjóðina, og þá einnig pólitíska
forystu hennar, um ágæti þess að
beina auknum fjármunum til
rannsókna og tækniþróunar.
Á ráðstefnunni var undirstrik-
að mjög rækilega, að þrír aðilar
þyrftu að eiga nána samvinnu
um mótun rannsókna- og tækni-
þróunarstefnu þjóðarinnar. Þess-
ir þrír aðilar eru: yfirvöld lands-
ins, fulltrúar rannsóknamanna
og fulltrúar atvinnuveganna. Um
þetta atriði eru allir sammála.
33. IÐNÞINGI íslendinga lauk
áðdegis sL laugardag. Fyrir há-
degi á laugardag voru afgreidd
álit nefnda um ýmis mál, s. s.
iðnminjasafn, undanþágur frá
iðnnámi, brot á iðnlöggjöfinni og
fleira. Ennfremur var kosin 7
manna nefnd til þess að koma á
fót hag- og kjaradeild innan
Landssambands iðnaðarmanna.
Eftir tiliögu stjórnar Lands-
sambands iðnaðarmanna var sam
þykkt að sæma Grím Bjarnason,
pípulagníngameistara, heiðurs-
merki iðnaðarmanna úr gulli, og
þær Sigríði Þorsteinsdóttur, kjóla
meistara og ísafold Jónsdóttur,
kvenhattara, heiðursmerki iðn-
aða.rmanna úr silfri, fyrir störf
þeírra að iðnaðarmálum og félags
málum iðnaðarmanna.
Síðdegis fóru fram kosningar
og þingslit. Úr stjórn Landssam-
bands iðnaðarmanna áttu að
ganga þeir Ingvar Jóhannsson vél
stjóri, Ytri-Njarðvík, og Þórir
Jónsson, bifvélavM'kjameistari,
Reykjavík og voru báðir endur-
Sá ágreiningur um skipan mála,
sem uppi hefur verið milli nefnd-
armanna í skipulagsnefnd, felst
einkum í mismunandi skoðunum
á þvi, á hvem hátt samvinnan
verði farsælust, hver skuli vera
ytri rammi um skoðanaskipti og
ákvarðanatöku, og hver skuli
vera verkaskipting milli hinna
mismunandi skipulagseininga.
Eins og áður er sagt, vænta þeir
félagar þess, að um þessi atriði
megi ná samstöðu áður en lýkur.
kjörnir til næstu 3 ára. Aðrir í
stjórn Landssambands iðnaðar-
manna eru: Vigfús Sigurðsson,
húsasm.m. Hafnarfirði, Ingólfur
Finnbogason húsaam.m., Reykja-
vík, Sigurður Kristinsson, mál-
aram. Hafnarfirði, Þorbergur
Friðríksson, málaram., Keflavík
og Gunnar Guðmundsson, rafverk
taki, Reykjavik.
í varastjórn voru kosnir þeír
Steinar Steinsson, tæknifræðing
ur, Kópavogi, Gunnar S. Björns-
son, húsasm.m., Reykjavík og
Gissur Sigurðsson húsasm.m.,
Reykjavík. í ISnminjasafnsnefnd
voru kosnir þeir Björgvín Fred
riksen vélvirkjam. og Magnúa
Á.rnason múraram. og til vara
Þorbergur Ólafsson skipsmm.
í stjóm Almenns lífeyrissjóða
íðnaðarmanna voru kosnír þeir
Þórir Jónsson, Reykjavík og Ól-
afur Pálsson, húsamm. Hafnarf.
en á fundi sjóðsfélaga höfðu þeír
Eyþór Þórðarson, vélstjóí'i, Ytri
Njarðvík og Þorbergur Ólafsson,
hárskeri, Reykjavík, verið kosn-
ir í stjórn lífeyrissjóðsins. Enn-
fremur voru 12 menn kosnir í út
breiðslunefnd Landssambands iðn
aðarmanna.
Að loknum kosningum fór fram
afhending heiðursmerkja.
Eggert Ólafsson, skipasmíðam.,
Vestmannaeyjum, tilkynnti, að
Iðnaðarmannafélag Vestmanna-
eyja hefði ákveðið að bjóða að
næsta iðnþing verði haldið í Vest
mannaeyjum á næsta ári og var
því boði vel tekið. Síðan sleit
þingforseti, Sigurbjörn Guðjóns-
son, húsasmíðam. þinginu.
Bókori — Vélritunarstulkn
Kaupfélag á Vestfjörðum vill ráða
karl eða konu til bókhaldsstarfa.
Ennfremur vana vélritunarstúlku
til almennra skrifstofustarfa.
Upplýsingar gefur
Starfsmannahaíd S.Í.S.
Hús ú Eyrurbukku
Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd ríkissjóðs leitar tilboða í
húseignina Hof á Eyrarbakka.
Eignin er til sýnis væntanfegum kaupendum laugardaginn 25.
september klukkan 4—6 og sunnudaginn 26. september klukk-
an 2—5, og verða þar afhent tilboðseyðublöð þeim er þess
óska.
Einnig eru eyðubiöð afhent í skrifstofu vorri.
Lágmarksverð samkvæmt 9. grein laga nr. 27/1968 er ákveðið
af seljanda 380 000,00 krónur.
Titboðin verða opnuð í skrifstofu vorri þriðjudaginn 28. sept-
ember klukkan 2.00 eftir hádegi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BOBGARTÚM 7 SÍMI 2.6844
Reykjuvík — Kópuvogur
Einstæð móðir með barn á 1. ári óskar eftir herbergi hjá góðu
fólki, sem viidi taka að sér að gæta barnsins á meðan móðirin
vtnnur úti fimm daga vikunnar.
Vil borga 10 þúsund krónur á mánuði.
Upplýsingar í sima 82531.
Iðnþingi lokið:
Komið á fót hag-
og kjaradeild