Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971 3 21. þing SUS á Akureyri; Vegna þess að við höfum skoðanir og berjumst - sagði Ellert B. Schram formaður SUS í setningarræðu í gær 21. ÞING Sambamds ungra sjálí- stæðismanna var sett í gær i Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Þingið sækja fulltrúar víðs veg- ar að af landinu, og eru þeir um 160 talsins. Ellert B.' Schram, formaður S.U.S., setti þingið, og sagði m. a.: — Við erum ekki, ungir sjálf- stæðismenn, að taka þátt i stjórn málastarfi til þess að sýnast, við erum ekki hér á þessu þingi bara til þess a ð mæta, við er- um ekki að gefa kost á okkur til trúnaðarstarfa í Sjálfstæðis- flokknum til þess eins að fljóta með. Við erum hér í þessu starfi vegna þess, að við höfum skoð- anir og við berjumst fyrir mál- efnum sem við viljum og höfum sannfæringu fyrir, að þurfi að ná fram að ganga. Til þess, að þessi baráttumál okkar komist í framkvæmd, þurfum við, eða okkar fulltrúar, að komast til áhrifa og á þeim verður að vera mark tekið. Sú krafa var sett fraim með skeleggum hætti á síöasta þingi S.U.S., sem haldið var á Blönduósi 1969, svo allir mættu sjá og heyra, og þeirri kröfu hefur verið fyigt eftir að fremsta megni undanfari tvö ár. Hvemig hefur okkur tekizt, og hvað hefur áunnizt, það er þessa þings að dæma um. Það er þessa þings að bæta um betur, marka stefnuna með þeim hætti, að á- hrif okkar aukist enn, svo mark- mið okkar og málefni verði að veruieika. Samband okkar, ungra sjálf- stæðismanna, á áfram að verða áhrifamikið tæki, þróttmikið afl, allra ungra manna sem aðhyll- ast stjórnmálaskoðun Sjálfstæð- isflokksins og sem Vilja og þora að setja fram heiðarlegar mál- efnalegar tillögur og róttækar, jafnvel ungæðislegar hugmynd- ir. Það verður að vera gert á þann veg, að flokkurinn haldi vöku sinni og fólk taki eftir, að hér er um að ræða frjóan og þróttmikinn stjórnmálaflokk, en ekki dauða og lokaða valdastofn- un. Með þessum orðum er ég ekki að hvetja til uppsteyts, en ung samtök eru í eðli sínu órólega deildin, sá hópur sem áhugasam- astur er um breytingar, laus við hleypidóma og hagsmuni. S.U.S. hefur valið þá leið, að gegisa þessu hlutverki án þess að stofna til fullrar andstöðu við flokks- forystuna. Sú leið er réttilega val in með því að einbeita sér að breytingum og áhrifum i innra starfi flokksins, í samráði við aðra flokksmenn og sú leið hef- ur heppnast, ekki sízt vegna islkiJnings víðisýnna ráðamanna. Við skulum halda áfram á þeirrd braut ungir sjálfstæðis- menn. Ennfremur sagði Ellert: — Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur tekið við nýju hlutverki, hlut verki stjórnarandstöðu og undir má vera og vel má viðurkenna að við höfum sofið á verðinum. — Það er sánnfæring ókkar að sjálfstæðisstefnan eé nú stefna, sé sú lífsskoðun, sem leið ir þessa þjóð til mestrar fársæld ar og auki hamingju og velferð hvers einstaklings. Þess vegna er það skylda okkar gagnvart eig- in samvizku og framtíð þessarar þjóðar að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma núverandi ríkisstjórn frá. Að þingsetningu lokinni var kjörinn forseti þingsins Halldór Ellert B. Schram við setningu þingsins A. Pálsson. í gær. Ljósmynd Páll Gjafir til björgunar- stöðvar í Höfn í Höfn i Hornafirði, 24. sept. DAG var Bjö-rgunarfélagi Homafjarðar afhent af Guðlaugu Káradóttur 50 þús. kr. til minn- ingar um Halidór Kárason skip stjóra á Sigurfara SF 58 og Ævar ívarsson matsvein. Féð, sem er gjöf Uá öllum ættingjum þess- ara manna ber að nota til silysa varnastarfsemi á Höfn. Björgun- arfélagið hefur ákveðið að nota þessar 50 þús. kr. í byggingu björgúnarstöðvar í Höfn í Horna firði, en nýlega er hafir, bygging stöðvarinna-r. Áður hafði Skipstjóra- og stýri mannaféJagið Aldan gefið 10 þús. kr. i sama skyni. — Elias. þeim kringumstæðum er það lífs nauðsyn fyrir okkar fiokk, og okkar samtök, að við berum gæfu til að standa saman, og við vininum heilshugar að þeirn lam- eiginlega málstað. — Það hlýtur að vera okkur áhyggj uefni, sj álfstæðismönmum, að nú er komin til valda ríkis- stjórn sem er og mun starfa í fullri andstöðu við okkar stefnu i þjóðfélagsmálum og lífsskoð- unum. Það er okkur áhyggjuefni, að okkar flokkur og okkar stefna fékk nú hlutfallslega minna fylgi en nokkru sinni fyrr. Er það tímanna tákn, eða er það staðfesting þess, að við höfum slegið slöku við? Tim- anna tákn er hún ekki, en vel Blöndal og ritarar Sigtryggur Jónsson og Gunnar Magnússon. Þá las Ellert skýrslu stjórnar, skýrðir voru reikningar og hvort tveggja afgreitt. Loks voru flutt tvö framsögu- erindi, annað um stjórnmála ályktun, og flutti það Herbert Guðmundsson, fyrsti varaformað ur S.U.S., og hitt um skipulag og starfsemi S.U.S. og Sjálfstæð isflokksins, flutt af Pétri Svein- bjarnarsyni, formanni Heimdall ar F.U.S. Kvöidverð snæddu þingfulltrú- ar í Sjájfstæðishúsinu og flutti þar ávarp Guðmundur Hallgríms son, formaður Varðar F.U.S. á Akureyri, en um kvöldið var dansleikur í Sjálfstæðishúsinu. FRYSTIKISTUR um land altt á ótrúkga lágu verði DÖNSK GÆÐAVARA 3 Stærðir-2501-3001-400 I ................... iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin, Verð: CF 250 standard CF 250 de luxe CF 300 standard CF 300 de luxe CF 400 de luxe 22.745,00 kr. 24.140,00 kr. 24.145,00 kr. 25.554,00 kr. 29.859,00 kr. „De luxe"-gerðirnar hafa sérstakt hrað- frystihólf, Ijós í lokinu og lok á fjaðrandi lömum. HEIMfLISTÆKI SF. HAFNARSTRÆTI 3 SÍMI20455 SÆTÚNI8 SÍMI 24000 STAKSTEIMAR Aðalmálgagn kommúnista Nær daglega er Tíniinn að bera bfak af kommúnistum og hæla ráðherrum þeirra fyrir eitt og annað, ekki sízt Magnúsi Kjart anssyni, en við hann var t.d. að tilefnislausu birt flennistórt for siðuviðtal með geysisætri mynd og mnn meira við hann haít en ráðherra Framsóknarflokksins- Hitt er kannski ennþá kynlegra, að Ttminn skuli aðstoða Lúðvík Jósepsson á alla enda og kanta, er hann reynir að trana sér fram í landhelgismálinu og skyggja á Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, en Lúðvík er nú alveg eins og krakki, sem öfundar leikbróð ur sinn af nýja leikfanginu, Og’ langar heil ósköp til að eignast það. Ljóst er af þessu, að Fram- sóknarforingjamir v|Ija allt tit vinna að hafa kommana í góðu skapi. Halda þeir sjálfsagt, að það sé nauðsynlegt, eða aðf minnsta kosti hyggilegt, til a® ] treysta stjórnina og halda £ henni lífi, en þar bregzt þeinx bogalistin eins og í svo mörgu öðrii. Sannleikurinn er sem sagf sá, að kommúnistar mundn gera nánast hvað sem er til áð lafa í stjórn, að minnsta kosti fram til 1. september 1972, því að Lúðvík Jósepsson ætlar sér þá að undir- skrifa reglugerðina um útfærslu landhelginnar, og enginn maður hefur notið upphefðar í ráðherra embætti neitt viðlíka og Magnús Kjartansson. Þeir munu því sitja meðan sætt er og hreinn óþarfi af Framsóknarmönnum að geðj ast þeim með daglegu hóli. ■ Breiöustu bökin í Suðurlandi er rætt ttm veizlu- gleði rikisstjórnarinnar, og síðan segir: „Könnun, sem ríkisstjórnin lét gera, hefur leitt í ljós að „breið- ustii bökin“ hálaunamenn og fyr irtæki, sem skattahækkun kem- ur þyngst niður á, er ekki aðeins að finna hjá stjórnarandstæðing um heldur einnig í ríkum mæli meðal stuðningsmanna stjórnar- flokkanna og fyrirtækja þeirra. Hafa margir af máttarstólpum stjórnarflokkanna komið að máli við stjómarherrana og hótað því að hætta stuðningi við vlnstrl stjóm, ef attknar byrðar verði lagðar á „breiðu bökin“. Eftir að ríkisstjórnin fékk þessar aðvar- anir frá stuðningsmönnum sín- um er talið að hón hafi ákveðið að hætta við nýja skattaálagn- ingu að þessu sinni. Einnig verði hætt við þau fyrirheit, sem gefin voru fyrir kosningar og við niynd un ríkisstjórnarinnar að lækka skatta á lágtekjumönnum. Þá er sagt að fjárlagaafgreiðslan muni verða mjög einföld fyrir næsta ár. Tekjuiiðir verði áætlaðir það háir, að greiðslujöfnuður náist á pappirnum, svo að allt líti vel ót. Getur því orðið friður og veizlugleði til haustsins 1972 eða þar til rauntekjur ársins eru ljósar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.